Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 219
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 228
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 1376655
Samtals gestir: 163848
Tölur uppfærðar: 9.12.2018 21:33:36

09.12.2018 20:06

Annar í aðventu


Við fórum í æðislega afmælisveislu á Hrafnagil í dag. Ömmu og afa gullið okkar var að halda upp á afmælið sitt, en hann átti afmæli í september. Það var gaman að sjá hvað hann var ánægður með daginn emoticon


Þetta er frábært dagatal frá henni Karólínu í Hvammshlíð. Við keyptum nokkur stykki af henni emoticon Takk Karólína þau skiluðu sér emoticon


Spádómakertið, Betlehemskertið, Hirðakertið og Englakertið


Molinn kveður


08.12.2018 21:47

90 ær fengnar

Já við settum hrútana í gemlingana í gær. Núna eru komnar 90 ær sem eru fengnar


Maður þarf stundum að redda sér þegar maður er ekki með blað. Þetta fer af í næsta þvotti emoticon

Molinn kveður


07.12.2018 20:47

Hrútarnir settir í gemlingana


Skrifað í snjóinn


Nú er heldur betur búið að fínpússa bílaplanið hjá okkur. Þórður mokaði þetta svona flott. Ekkert mál að leggja bílunum núna emoticon


Ísbíllinn kom til okkar og allir fengu ís. Það er alltaf gleði og spenningur þegar heyrist í bjöllunni

Við settum hrútana í gemlingana í dag

Molinn kveður


06.12.2018 22:08

20 ær sæddar í dag

Við létum sæða 20 ær í dag. Nú er búið að halda 77 ám

Við notuðum 7 hrúta af sæðingastöðvunum

Þeir eru:


Með 2 ær


Með 2 ærMeð 4 ærMeð 4 ærMeð 5 ærMeð 1 áMeð 2 ær

Já 20 ær. Vonandi halda þær ALLAR emoticon

Molinn kveður


05.12.2018 19:42

Enn að jólast


Simmi búinn að fínpússa veginn upp að fjárhúsum með snjóblásaranum góða


Já og líka fyrir framan húsin
Búin að skreyta báða gluggana í eldhúsinu emoticon

Molinn kveður


04.12.2018 18:56

Fengitíminn hafinn

Við erum byrjuð að hleypa til. Við ætlum að hafa þetta svipað og í fyrra, þá þannig að við höldum svona um 80 kindum áður en að við setjum hrútana í féð

Það eru 42 kindur fengnar emoticon


Þessi fallegi aðventukrans prýðir Möðruvallakirkju emoticon

Molinn kveður


03.12.2018 18:46

Jólin nálgast


Ég er aðeins byrjuð að jólast. Búin að skreyta annan eldhúsgluggann

Molinn kveður


02.12.2018 22:30

Yndislegur dagurOkkur var boðið í brunch í hádeginu í dag. Alveg yndislegur matur og góð stund emoticon  Takk fyrir okkur Bjössi, Signý og Birta emoticon


Ég tók þessar við Drottningarbraut í dag


Við settum ljósakrossinn á leiðið hjá elsku gullmolanum okkar og kveiktum á kerti.
Við kveikjum einu kerti á,
Hans koma nálgast fer,
sem fyrstu jól í jötu lá
og jesúbarnið er


Ég var á aðventuhátíð í Möðruvallakirkju og þar var barnakór Þelamerkurskóla að syngja. Damian og Sólveig voru að syngja þarna emoticon


Falleg mynd. Þessi stúlka/kona er yndisleg. Hún er góður vinur barnanna á þessu heimili emoticon

Molinn kveður


01.12.2018 21:04

6 ára afmælisgull


Þessi gullmoli er 6 ára í dag


Hann var mjög ánægður með transformers, sem hann fékk frá okkur í afmælisgjöf


Hann fékk vini sína í afmæliskaffi


Þeir gáfu honum svona flotta möppu með allskonar bókum og litum í


Svo var afmælissöngurinn sunginn og allir fengu sér að borða


Afmæliskertið, 6 ára emoticon


Já það tókst að blása á kertið


Afmælisborðið emoticon Hann var ánægður með daginn emoticon


Og hér er afi með afagullin sín. Þetta er falleg mynd, sem var tekin á Hrafnagili í dag emoticon


Þessir gullmolar voru með okkur í fjárhúsverkunum í morgun. Annar var svo upptekinn af snjónum að hann kom ekkert inn í fjárhús. Lék sér bara úti allan tímann

Molinn kveður


30.11.2018 20:37

Snjórinn er leikfang


Enn að leika sér í snjónum. Vonandi verður snjórinn áfram. Mikið hægt að gera úti emoticon
Verið að vinna í snjónum á báðum vélunum emoticon Heldur betur gott að hafa svona vinnuvélar emoticon

Molinn kveður


29.11.2018 16:35

Gaman í snjónum


Jæja þá er nú kominn vetur. Allt autt í gær, en svona í dag


Krakkarnir fóru í skólann í morgun, en svo þegar heim var komið, þá var nú gaman. Alexander tilbúinn í skafrenninginn


Og Damian líka


Og líka Sólveig


Mjög gaman hjá þeim


Allir með rauðar kinnar og sællegir emoticon


Svo fengu allir heitt kakó og jólakökur emoticon


Já þeir bræður Þórður og Simmi voru að kaupa þennan snjóblásara. Þeir fengu hann í fyrrakvöld og þarna er Simmi að vígja hann. Nú skiptir ekki máli þótt hann snjói, því honum er blásið jafnóðum burt. Blásarinn kom alveg á réttum tíma emoticon


Flottar græjur emoticon

Molinn kveður


28.11.2018 21:12

Senn líður að jólum


Allt uppljómað emoticon

Alsystur undan 11-045 Ímu og 12-579 Blossa

13-113 Úthyrna


15-221 Ída

Molinn kveður


27.11.2018 21:12

370 hausar á fóðrum í vetur

Við sendum eina kind í sláturhús í dag. Hún var kviðrifin. Núna er lokaniðurstaðan á fjölda í fjárhúsunum, komin í ljós. Hún er 370 hausar emoticon

Árgangur 09,        1 ær
Árgangur 10,        8 ær
Árgangur 11,      14 ær
Árgangur 12,      30 ær
Árgangur 13,      25 ær
Árgangur 14,      46 ær
Árgangur 15,      54 ær
Árgangur 16,      45 ær
Árgangur 17,      62 ær
Árgangur 18,      57 gemlingar
Hrútarnir eru 15. Fullorðnir 8 og lambhrútar 7
Smálömb og sauðir eru 13 

Þetta gerir 370 stk.

Alsystur undan 13-109 Kræðu og 14-574 Eros

15-217 Kata


15-218 Kæna

Molinn kveður


26.11.2018 17:16

Hlöðu-kindurnar


Nú er búið að smíða alla leið og setja lambhrútana og smálömbin upp


Ærnar með litlu lömbin


Lambhrútarnir


Smálömbin

Það fer vel um þau öll þarna uppi. Nú þarf maður ekki að setja hálm/moð eða eitthvað álíka, undir þau, því þau eru öll á grindum

Molinn kveður


25.11.2018 18:53

Góðir vinir


Helgargengið okkarÞetta eru góðir vinir. Þegar Einar Breki var 7 mánaða, gerði hann Snæju gæfa, eins og sést á myndunum hér fyrir ofan. Núna er Einar Breki 7 ára og Snæja 7 vetra emoticon  Þau hafa engu gleymt emoticon

Molinn kveður
clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

8207756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgárdalur

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgárdal

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

7 ár

2 mánuði

25 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

4 ár

4 mánuði

28 daga

Tenglar

Eldra efni