Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 153
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 1026123
Samtals gestir: 115754
Tölur uppfærðar: 17.1.2017 11:00:58

14.01.2017 17:37

Hið ljúfa líf

Það er munur að eiga svona tæki. Ef það kemur einhver snjór, þá er hann umsvifalaust tekinn í burtu, af götum og bílastæðum


Hér er Simmi að moka bílastæðin á Möðruvöllum 3 og 4


Vel skafið emoticon M-3


Vel skafið emoticon M-4


Svo er snjónum blásið í burt með þessum blásara, sem Guðmundur Helgi Möðruvöllum 5 á. Flottar græjur á M-3, 4 og 5 emoticon


Tæknivæddir bræður


Damian að leika við Týra. Hann getur endalaust hoppað hæð sína til að reyna að ná greininni


Þessi gull voru hjá okkur í nokkra daga. Ég er endalaust þakklát fyrir það, að þau séu flutt norður emoticon


Þeir biðja oft um að fara að leiðinu hans elsku Hugins okkar. Þeir eru búnir að læra að signa yfir


Gemlingarnir stækka og þroskast. Þetta er 16-261 Rist undan 11-306 Rannsý og 15-296 Mökk


Já við settum þessa flottu gimbur á, 16-302 Zeta undan 08-010 Zeldu og 15-572 Eitli. Það verður spennandi þegar Gunnar verður búinn að fósturtelja hjá okkur emoticon


Þetta er 16-278 Seigla, hún er fjórlembingur undan 12-080 Golu og 14-576 Örvari. Hún var heimalingur í sumar, vegna þess að hún týndi móður sinni fljótlega eftir að hún fór út. Hún var búin að stela sér mjólk úr hinum og þessum kindum, til að halda sér á lífi. Hún gekk 27. des. og á því að bera 19. maí. Það verður spennandi að sjá hvort hún verður með eitt, tvö eða þrjú


Hyrndu gemlingarnir


Kollóttu gemlingarnir


Friðrik kom og kynnti okkur fyrir þessari fallegu konu. Hún heitir Agnieszka. Við óskum þeim innilega til hamingju með hvort annað emoticonMolinn kveður01.01.2017 12:04

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár kæru síðuvinir og takk fyrir heimsóknir og komment á síðuna mína, á liðnu ári

Ég óska ykkur gæfu á nýju ári 2017

Ég held að það sem standi upp úr á árinu sé, að Guðrún Helga og fjölskylda fluttu norður. Ég er búin að eiga margar góðar stundir með gullunum mínum, Einari Breka og Hauk Nóa, eftir að þeir fluttu norður.


Elsku gullin mín.

Við til dæmis höfum ekki verið með þessum gullum í kringum jól og áramót. Þau hafa ekki komið norður og ekki höfum við farið suður. Við vorum boðin í mat til þeirra í gærkvöld, gamlaársdag. Við eyddum áramótunum hjá þeim emoticon  Takk elsku fjölskylda

Einar Breki


Haukur Nói

Við fengum líka þessi gull í heimsókn í gær

Dagur Árni


Jökull Logi


Ég sakna þess að hitta ekki þessi gull núna um jólin. 
Árdís Marín, Kristófer Daði og Ísabella María

Svo get ég líka sagt að standi uppúr á þessu ári þegar við fengum að njóta samveru allra barnabarna okkar, nú í sumar

Að eiga þessi gull er dýrmætara en allt annað. Ég vona svo innilega að við getum endurtekið samveru okkar allra emoticon


Þessi yndislega fjölskylda heldur áfram vináttu við okkur. Þau komu í heimsókn í sumar. Við áttum yndislega stund saman. 
Í haust gáfu þau okkur lambhrút. Hann fékk nafnið Mávur. Takk fyrir allt elsku fjölskylda. Vonandi eigum við eftir að eiga margar góðar stundir með ykkur.
Þess má geta að við kynntumst 24. júlí 2011, í gegnum síðurnar okkar  http://isak.123.is/


Lífið í fjárhúsunum gengur sinn vana gang. Æi það eru nokkrar kindur búnar að ganga upp. Núna síðast í dag. Það veiktust tveir hrútar hjá okkur og við þurftum að lóga þeim. Þær eru að ganga upp sem voru hjá öðrum þeirra.


Hér er Sigmundur að gefa kindunum úr nýjum vagni sem hann var að smíða, til að gefa í mjóu garðana. 


Hér eru heyvagnarnir, sá litli og stóri.

Þórður fékk þetta bindi í jólagjöf. Guðrún Helga prjónaði það og gaf pabba sínum. Hún er svo handlagin þessi elska. Mér finnst þetta bindi alveg svakalega flott. Þórður er mjög ánægður.

Molinn kveður27.12.2016 16:44

Valkvíði

Nú er ég með valkvíða yfir því úr hvaða bolla ég drekk kaffið mitt. Ég/við fengum svo marga bolla í jólagjöfForystukindForystusauðurFjárhæðFjármálFjárfestingFjárveitingarSauðburðurFjársjóður


Þórður og Birgitta
Kærleiksrík, sterk, dugleg, frábær, falleg, hugrökk, jákvæð, einstök og yndisleg.

Þetta eru allt fallegar könnur og það verður erfitt að velja. Ég er nú samt búin að drekka kaffi úr tveim könnum emoticon

Takk fyrir þær, 

Friðrik Garðar

Guðrún Helga, Jón Tómas, Einar Breki og Haukur Nói

María, Gísli, Hákon og IðunnMolinn kveður26.12.2016 15:09

Gleðileg jól

Gleðileg jól kæru vinir

Á jóladag, borðuðum við hangikjötið í fjárhúsunum, þegar við vorum búin að gefa kindunum.

Það er nú meira hvað þessi árshringur gengur hratt yfir. Hringurinn má nú alveg fara að hægja á sér emoticon 

Ég óska ykkur gleði um áramótinMolinn kveður


26.12.2016 13:10

Fengitími

Við settum hrútana í gemlingana, 6. desember.
Við settum hrútana í ærnar 8. desember.
Sauðburður byrjar 28. apríl.
Við erum búin að vera dugleg að skrá niður fang þegar við sjáum þær ganga. 
Okkur vantar bara burðardagsetningu á 25 kindur af 305. Af þessum 25 kindum eru 14 gemlingar og 11 fullorðnar.
Miðað við þessar dagsetningar, þá ber síðasta kindin 16. maí. Sauðburður verður þá í 19 daga.
Það á nú að vísu eftir að koma í ljós hvort einhverjar gangi upp. Vonandi verður það ekki. 
Nú er ég farin að bíða eftir fósturteljaranum okkar, Gunnari. Hann kemur vonandi um miðjan febrúarMolinn kveður

26.12.2016 12:59

Garnaveikisprauta

Gestur Júlíusson, dýralæknir,  sprautaði lömbin gegn garnaveiki, 26. nóvember.Molinn kveður

17.11.2016 12:05

Myndirnar komnar inn

Nú er ég búin að setja inn myndir af öllum kindunum, 318 samtals. Þær eru í myndaalbúminu.


Gemlingarnir


Ég held bara að þær hafi verið ánægðar þegar við tókum þær á hús


Þá þurfa þær ekki að hafa fyrir því að finna gras til að bíta. 


Veturgamlar. 

Nú er allt komið í rútínu. Þeim er gefið tvisvar á dag. 

Svo líður að því að við þurfum að fara að flokka þær saman fyrir hrútana  emoticon


Molinn kveður17.11.2016 11:51

Vetur konungur mættur

Jæja þá skall veturinn á. Það kom að vísu aðeins föl 29. október


Þessi föl kom 29. október og hvarf daginn eftir. Hér eru ömmugullin mín tvö búnir að gera snjókarl.


Svona er þetta búið að vera


Ekki snjókorn, fyrr en...


Já ekki fyrr en 16. nóvember. Þá skall á vetur. Þvílíkt sem tíðin er búin að vera góð.Molinn kveður  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

8207756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgárdalur

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgárdal

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

5 ár

4 mánuði

3 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

6 mánuði

5 daga

Tenglar