Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 92
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 157
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 1071322
Samtals gestir: 124991
Tölur uppfærðar: 25.6.2017 03:28:35

17.06.2017 19:37

Heimalingar

Heimalingarnir eru farnir að fara út. Þeir verða fyrir opnu húsi. Ég er búin að minka mjólkurgjöfina, ég gef þeim bara einu sinni á dag


Svona verður aðstæðan fyrir þau fram að mánaðarmótum. Ég er með mjólk í tveim fötum og vatn í einni. Svo þar sem ég hef merkt við vinstramegin, þar hengi ég túttuföturnar á og gef þeim mjólk í þær einu sinni á dag


Þessa túttufötu


Mjólkin og vatnið


Ég held að þau hafi það bara mjög gott


Þau hafa nú aðeins stækkað

Um mánaðarmótin fá þau ekki meiri mjólk greyin. Verða bara að bjarga sér sjálf


Molinn kveður


16.06.2017 10:22

523 lömb, og ég á mynd af þeim ÖLLUM

Sauðburði lauk 7. júní

Gemlingurinn sem átti tal 4. júní, bar ekki fyrr en 7. júní. Hún lét mig vakta sig í 5 sólahringa

07. júní fæddist 1 lamb

Staðan er þá svona 275 gimbrar og 248 hrútar = 523 lömb, á lífi

Já ég veit, þetta eru færri lömb þó það hafi eitt bæst við. Við erum nefnilega búin að missa tvö lömb í viðbót. Þau eru þá orðin 7 lömbin sem við höfum misst

Við erum líka búin að missa 6 ær. Þrjár afvelta og þrjár sem eitthvað hefur verið að.

Ég held að það sé verið að hegna okkur fyrir það, hvað sauðburður gekk vel. Ég held að hann hafi aldrei gengið svona vel eins og núna

Við erum með 10 heimalinga og 8 móðurlaus lömb sem verða að bjarga sér sjálf


12-004 Þokki  F:11-792 Flekkur  M:07-354 Mjallhvít  Frá Árna Gísla Magnússyni, Þrastarhóli 2, Hörgársveit
á 48 lömb, 25 hrúta og 23 gimbrar


13-390 Andrés  F:09-891 Strengur  M:10-185  Frá Helga Steinssyni, Syðri-Bægisá, Hörgársveit
á 37 lömb, 17 hrúta og 20 gimbrar


15-572 Eitill  F:14-577 Bæsi  M:11-042 Skessa  Heimaræktaður
á 48 lömb, 22 hrúta og 26 gimbrar
Eitill rétt náði að afgreiða sinn hóp um fengitímann, áður en hann lamaðist á annari hliðinni (fékk líklegast heilablóðfall). Það þurfti að lóga honum


15-575 Bresi  F:10-371 Vestri  M:???  Frá Sigmari Bragasyni, Björgum, Hörgársveit
á 3 lömb,  2 hrúta og 1 gimbur
Bresi veiktist á fengitímanum og náði bara að afgreiða eina kind úr sínum hóp. Það þurfti að lóga honum


15-579 Laxi  F: 14-748 Tvistur  M:11-955 Nía  Frá Ingva Guðmundssyni, Hríshóli, Eyjafjarðarsveit
á 49 lömb, 22 hrúta og 27 gimbrar


16-571 Þyrill  F:14-576 Örvar  M: 12-094 Þota  Heimaræktaður
á 64 lömb, 25 hrúta og 39 gimbrar


16-572 Mávur  F:15-002 Mávur  M:12-007 Mjallhvít  Frá Herdísi Leifsdóttur, Mávahlíð, Ólafsvík
á 41 lömb, 23 hrúta og 18 gimbrar


16-573 Skáli  F:14-244 Trölli  M:11-155 Heiðbjört  Frá Guðmundi Skúlasyni, Staðarbakka, Hörgársveit
á 37 lömb, 15 hrúta og 22 gimbrar


16-574 Strútur  F:15-149 Mósi  M:13-810 Blesa  Frá Ragnari Bragasyni, Heydalsá, Ströndum
á 56 lömb, 27 hrúta og 29 gimbrar


16-575 Geri  F:15-102 Salli  M:15-058  Frá Ragnari Bragasyni, Heydalsá, Ströndum
á 27 lömb, 11 hrúta og 16 gimbrar


16-576 Liði  F:14-972 Fannar  M:13-784  Frá Ragnari Bragasyni, Heydalsá, Ströndum
á 66 lömb, 36 hrúta og 30 gimbrar


16-577 Ári  F:13-029 Gormur  M:13-006 Týbrá  Frá Þórði Jónssyni, Árbæ, Reykhólahreppi
á 42 lömb, 21 hrúta og 21 gimbrar


16-578 Rustikus á  F:15-325 Draumur  M:09-099 Baddý  Frá Sigurði Þór Guðmundssyni, Holti, N-Þing
5 lömb, 2 hrúta og 3 gimbrar

Við erum búin að keyra allt á fjall, sem á að fara á fjall. Það eru nokkrar hér heima og verða það í sumar, ásamt hrútunum.

Það voru farnar 7 ferðir á 5 dögum
03. júní 1 ferð
04. júní 1 ferð
05. júní 2 ferðir
10. júní 2 ferðir
11. júní 1 ferð

Nú var þeim sleppt á Myrkárdal, en ekki í Landafjallið


Ég náði takmarki mínu þetta vorið. Mér tókst að mynda ÖLL 523 lömbin. Nú get ég séð þau, þótt þau séu farin á fjall emoticon  Mér finnst það alveg nauðsynlegt að eiga mynd af þeim emoticon


Molinn kveður


08.06.2017 22:51

Heyskapur

Heyskapur er hafinn hjá okkur. Ég ætla að hafa þetta blogg, (eins og í fyrra) bara um heyskap og bæta við það þegar við heyjum meira.


Ég tók þessa mynd upp á Staðarhnjúk. Ég er búin að merkja túnin okkar, fjárhúsið og íbúðarhúsið hér inn. Í viðbót við þetta eru komin tún nr. 8 og 9. Þau eru fyrir neðan og ofan við íbúðarhúsin


1. Nunnuhólsstykkið.
09. maí var borið á einn þriðji skammtur til beitar
18. júní var borið á tveir þriðji skammtur


2. Lækjarbakkatúnið
09. maí var borið á einn þriðji skammtur til beitar
18. júní var borið á tveir þriðji skammtur


3. Fjárhústúnið
09. maí var borið á einn þriðji skammtur til beitar
18. júní var borið á tveir þriðji skammtur


4. Frímerkið norðan við skjólbeltið

15. maí var borið á fullan skammt
Það var slegið 7. júní, snúið fjórum sinnum. Rúllað 10. júní og 9 rúllur
18. júní var borið á = þrír sekkir á stykki 4, 8 og 9


5. Fjallstykkið
15. maí var borið á fullan skammt
Það var slegið 18. júní


6. Prestshólminn
15. maí var borið á fullan skammt


7. Karlskofaspildan og Ystaspilda (er í rauninni ein spilda)
19. maí var borið á fullan skammt


8 og 9. Þessi tún bættust við. Við köllum þau bara heimatún neðra og heimatún efra.

15. maí var borið á fullan skammt
Þau voru slegin 7. júní, snúið fjórum sinnum. Rúllað 10. júní og 31 rúllur neðra stykkið nr.8 og 22 rúllur á efra stykkinu nr. 9

18. júní var borið á stykki 8 og 9 = þrír sekkir á stykki 4, 8 og 9


Rúllað 10. júní 62 rúllur

Hér kemur heyskaparúthaldið þeirra Þórðar og Simma

Áburðardreifari. Liðléttingurinn var notaður við að setja áburðinn í dreifarann


Borið á emoticon


Slegið


Snúið


Garðað


Rakstrarvélin

Þeir eiga heldur betur græjur til að heyja


Svo fáum við verktaka til að rúllaMolinn kveður01.06.2017 11:34

524 lömb

Nú er 1 gemlingur sem á eftir að bera. Hún á tal 4. júní. Ég er búin að sofa nokkrar nætur heima, en ég vaktaði samt þessar tvær sem báru 26. og 30. maí. Ég gisti þá uppfrá. Nú þarf ég að fara að vakta gemlinginn, með tveggja tíma millibili og sofa í fjárhúsunum þangað til hann er borinn.

26. maí fæddust 2 lömb
30. maí fæddust 2 lömb

Staðan er þá svona 275 gimbrar og 249 hrútar = 524 lömb

Nú á bara eitt lamb eftir að bætast við og vonandi lifir það

Nú þegar sauðburður er nánast búinn, er ég búin að taka saman útkomuna úr talningunni.

Miðað við fósturtalningu þá voru talin 562 fóstur, en af þeim voru 13 að drepast og eftir stóðu 549.

7 ær létu fyrir sauðburð, samtals 11 fóstrum
Það komu 6 dauð fóstur, með í burði
3 lömb fæddust, sem voru nýlega dauð 
og eins og ég sagði í bloggi 18. maí þá erum við búin að missa 5 lömb.
Þrjú lömb sem við vitum ekki hvað var að, eitt sem garnirnar komu út úr og eitt í burði sem kom afturábak.
Þá eru þetta 549 talin fóstur mínus 25, sem gera 524.

En við græddum eitt lamb. Ær sem sónuð var með eitt, kom með tvö

Tólf ær hafa farið af stað með fleiri fóstur. Það sást ekki í talningunni, en við sáum það á hildunum.

Það eru 13 ær sem ganga með 3 lömb

Það eru 15 ær sem ganga með 1 lamb

Og það eru 6 gemlingar sem ganga með 2 lömb

Ég á svo eftir að taka það saman hvað við erum búin að venja mörg lömb undir emoticon

Það er alveg merkilegt að maður þurfi að hafa áhyggjur, á þessum tíma, að það fari einhverjar ær afvelta. Við misstum eina þannig um daginn. Bara í gær fóru tvær afvelta, sem við náðum að bjarga. Þessar eilífu rigningar gera það að verkum að þegar styttir upp og þornar aðeins, þá fer þeim að klæja svo mikið að þær fara afvelta við það að reyna að klóra sér.

Við erum búin að missa þrjár ær. Ein fór afvelta, við vitum ekki af hverju ein dó, og sú þriðja átti erfitt með andardrátt, sérstaklega þegar hitinn var sem mestur um daginn.


Þau dafna vel lömbin, þrátt fyrir rigningarnar


Þessi var nú samt fegin að komast inn og fá sér tuggu


Þetta er hún 16-279 Bytta. Hún var geld


Mjög falleg


16-294 Inga og 16-278 Seigla, báðar geldar. Seigla var heimalingur í fyrra


Þessi á greinilega unga einhversstaðar


Nú er Damian kominn í sumarfrí. Hann fór með mér eftirlitsferð um túnin áðan. Við vorum að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með féð. Hann vildi hafa Týra í taum emoticon


Já sumar ærnar sækja í Týra, en aðrar ekki. Hér er Eðja að þyggja þrif hjá honumMolinn kveður25.05.2017 12:02

Heimalingar

Já það eru 10 heimalingar hjá okkur


Hér er stærri deildin. Þetta eru 4 gimbrar, tvær systur sem misstu móður sína, ein sem líka missti móður sína og ein sem móðirin afneitaði. Það fer nú vel um þau greyin. Þau hafa frjálsan aðgang að mjólk, vatni, fóðurbæti og heyi, já og svo reiti ég gras í þau

Svo er það hin deildin

Þau eru 6.  Þrír hrútar og þrjár gimbrar. Þau hafa einnig frjálsan aðgang að mjólk, vatni, fóðurbæti og heyi, og ég reiti líka gras í þau.


Þórður smíðaði þetta fyrir þau, svo þau geti fengið sér að éta án þess að ganga ofan á heyinu.


Hér raða þau sér á "garðann"


Molinn kveður24.05.2017 19:10

520 lömb

Hér koma smá fréttir af sauðburði

Nú eru 2 fullorðnar og 1 gemlingur eftir að bera. Það verður einhver pása í burði núna. Ég held að þessar þrjár beri ekki fyrr en 27. maí til 4. júní. Ég svaf heima í nótt og ætla að sofa heima aðra nótt. Ég tek svo stöðuna annað kvöld, hvort ég þurfi að vakta þær. 

19. maí fæddust 2 lömb
20. maí fæddust 3 lömb
21. maí fæddist 1 lamb
22. maí fæddust 5 lömb
23. maí fæddust 4 lömb

Staðan er þá svona 273 gimbrar og 247 hrútar = 520 lömb


Þessi þríliti hrútur er orðinn heimalingur. Hann fór með móður sinni út, en kom svo heim að fjárhúsum eftir nokkra daga, svangur og leiður. Núna er hann í góðu yfirlæti með hinum níu vinum sínum. Já við erum með 10 heimalinga.


Kindurnar njóta sín úti. Hér er Brana í afslöppun með gimbrina sína og hrút sem hún ætlar að fóstra, undan Eyju


Þessi er hress. Þetta er 07-005 Mjöll. Hún bar 22. maí og fékk að fara út með lömbin sín þrjú, í dag


Við erum búin að fá nokkur mjög flott lömb. Hér er flott gimbur undan Dúkku


Þessi flotti hrútur er undan Brák


Hrútur og gimbur undan Tildru


Tabbý er hér með hrút og gimbur


Eitill er að gefa mórautt. Það komu nokkur mórauð og móflekkótt undan honum. Þessi hrútur er undan Skoppu


Galía er hér með hvítan hrút og golsuflekkótta gimbur


Gimbur og hrútur undan Skrukku


Brá með tvær gimbrar


Flott gimbur undan Mosu


Þessi verða ljósgrá held ég


Þríbbarnir hennar Filmu. Ég held að þetta séu ásetningsgimbrar emoticon


Gríma er hér með hrút og gimbur


Þilja kom með þrjár flottar gimbrar


Dúkka kom með tvær flottar gimbrar. Hér er hin gimbrin. Gimbrin á móti er móflekkótt og er hér aðeins ofar í blogginu

Já þau eru falleg þessi lömb emoticon


Molinn kveður


18.05.2017 14:14

Þrílitt lamb

Það verður gaman að fylgjast með þessu lambi. Við getum ekki annað séð en að það sé þrílitt


Við getum ekki betur séð en að það sé svarflekkótt með mórauðum blettum í


Hér sjást mórauðu blettirnir


Hér sést mórauði bletturinn vel


Það er mórautt í kringum vinstra augað


Og svart í kringum hægra augað. Mórautt á neðrihlutanum á munninum


Það er eiginlega hægt að segja að þetta er fimmlembingur. Móðirin átti þrjú lifandi, eitt dautt (fóstur) og svo sáum við það á hildunum að hún hefur farið á stað með það fimmta.

Það verður gaman að sjá hvort þetta breytist eitthvað þegar það stækkar emoticon


Molinn kveður18.05.2017 12:08

505 lömb

Jæja, þá vinnst smá tími til að skrá hér inn. Það er búið að vera rosalega mikið að gera. Sauðburður hefur gengið vel það sem af er. Það eru 8 fullorðnar og 3 gemlingar eftir að bera. Við erum búin að missa 5 lömb. Þrjú lömb sem við vitum ekki hvað var að, eitt sem garnirnar komu út úr og eitt í burði sem kom afturábak, stórt og mikið og þurfti að taka á til að ná því. Það hafa mörg lömb komið afturábak og ekkert mál að ná þeim lifandi.

Við erum líka búin að missa tvær ær. Við vitum ekki hvers vegna önnur þeirra dó, en hin fór afvelta.

Það eru 505 lömb á lífi núna, (vonandi hefur ekkert drepist í nótt í þessu ömurlega veðri). Ég er búin að taka göngu um túnin og fjallshólfið og öll bera þau sig vel eftir þessa ömurlegu nótt.

5. maí fæddust 31 lömb
6. maí fæddust 46 lömb
7. maí fæddust 36 lömb
8. maí fæddust 42 lömb
9. maí fæddust 46 lömb
10. maí fæddust 23 lömb
11. maí fæddust 24 lömb
12. maí fæddust 18 lömb
13. maí fæddust 18 lömb
14. maí fæddust 18 lömb
15. maí fæddust 17 lömb
16. maí fæddust 15 lömb
17. maí fæddust 4 lömb

Þetta eru lömb sem eru á lífi, já og þessi 5 sem við erum búin að missa eru ekki í þessari tölu

Staðan er þá svona 267 gimbrar og 238 hrútar = 505 lömb


Simmi sá um að það yrði auðveldara að brynna í einstaklingsstíunum. Vatnsföturnar voru fyrst á gólfinu inni í stíunum. Simmi hækkaði þær upp, (setti hillu og binding fyrir hverja og eina). Með þessu, þá voru þær ekki að skíta eða krafsa í þær. Þvílíkur munur


Svo útbjó hann slöngu með krana á, þannig að það var hægt að láta renna í föturnar án þess að þurfa að færa þær eitthvað til


Hér sést þetta aðeins betur


Hér er Bjössi að láta renna í föturnar. Þetta hefur sparað okkur að minnsta kosti klukkutíma á dag í vinnu


Við settum nokkrar upp í refaskála. Það fór nú vel um þær þar


Skálanu var skippt í þrjú hólf


Þessi ömmugull hafa verið duglegir að koma. Þessi eldri svaf eina nótt hjá mér í fjárhúsunum og fannst það mjög gaman. Ég er búin að sofa þar 26 nætur og á eftir að sofa nokkrar í viðbót


Damian er búinn að sofa nokkrar nætur líka


Já og Bjössi líka. Svo kom ömmustelpan mín hún Ísabella og gisti eina nótt hjá mér.


Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju karið er svona mismunandi á litinn. Hér er annað með hvítt kar meðan hitt er með gult


Ég á eftir að taka það saman hvað þær eru margar sem ganga með þrjú og líka hvað margir gemlingar ganga með tvö. Við erum búin að venja mörg undir. Við sitjum uppi með 9 heimalinga (lömb undan þeim sem dóu og svo lítil lömb sem við tókum undan þrílembum) Svo er eitt af þeim lamb sem móðirin afneitaði. Ég hef aldrei skilið af hverju þær eru að afneita sínum lömbum


Svo er hér ein mynd fyrir þig María mín. Ég veit að þú fylgist með okkur. Þetta er Hugljúf. Hún átti hrút og gimbur. Þau eru hér með henni, gimbrin er nær henni og hrúturinn fjær. Þau heita Iðunn og Hákon. Nú fer ég að hafa tíma fyrir þig ef þú ert á ferðinni. Það er orðið mun léttara núna emoticon  Hlakka til að sjá þig


Kindurnar voru svo ánægðar að komast á grænt gras, að þær sukku alveg í það


Nú koma nokkrar myndir af afslöppun


Þessum kemur vel saman


Þessi var aðeins að teygja sig í góða veðrinu um daginn


Aðeins að kíkja


Panda í afslöppun


Aníta í afslöppun. Ég vona að góða veðrið komi á morgun og verði í allt sumar emoticonMolinn kveður
05.05.2017 05:24

167 lömb

Það hefur ekki verið mikill tími til að setja eitthvað hér inn. Það fór allt á fullt. En hér koma smá fréttir.

30. apríl voru komin 40 lömb. Það hefur aðeins bæst í hópinn.
1. maí fæddust 16 lömb
2. maí fæddust 40 lömb
3. maí fæddust 36 lömb
4. maí fæddust 35 lömb

Þá eru á lífi eftir þessa sólahringa 167 lömb.

Staðan er þá svona 82 gimbrar og 85 hrútar

Já þessar tölur sýna lifandi lömb.

Við erum búin að missa eitt lamb. Það var þrílembingur undan Spjálk. Hún hefur bitið í naflastrenginn þegar hún var að kara það, og slitið hann frá. Garnirnar komu út úr lambinu. Það var strax farið með það á Dýraspítalann og þær settar inn og saumað fyrir. Næsta morgun dó það.

Þetta er búin að vera mikil törn og verður í nokkra daga enn. Ég ætla að reyna að setja hér inn upplýsingar af burði, já reyna það.


Molinn kveður30.04.2017 22:14

40 lömb

13 lömb fæddust það sem af er þessum sólahring.

Ég ætla að setja inn myndir á morgun af þeim. Það var eitthvað svo mikið að gera í dag að ég hafði ekki tíma í það.

Staðan er svona, 24 gimbrar og 16 hrútar.

Molinn kveður29.04.2017 16:56

26 lömb

Það eru 5 bornar það sem af er þessum sólahring. 12 lömb fæddust, en 11 á lífi. Eitt hefur drepist fyrir ca. viku


Þetta er 15-218 Kæna. Hún átti tvær gimbrar undan 16-575 Gera. Hún bar í nótt


11-313 Glæsa þrílembd. Einn hrútur og tvær gimbrar. 16-571 Þyrill er faðirinn. Hún bar í nótt. Við tókum hrútinn undan henni og vöndum undir 15-294 Fleytu, þannig að Glæsa verður með gimbrarnar. Önnur þeirra er frekar lítil en vel spræk


15-204 Fleyta bar í morgun þremur gimbrum. Ein þeirra hefur drepist fyrir ca. viku. Faðirinn er 16-577 Ári. Við ákváðum að venja hrútinn undan Glæsu undir hana, í bili, vegna þess að hún er betur á sig komin með þrjú, en Glæsa.


15-201 Björk bar tveimur hrútum í morgun. Þeir eru undan 16-577 Ára.


16-287 Molla bar hrút og gimbur núna seinnipartinn. Þau eru undan 16-575 Gera. Hrúturinn er aðeins stærri en gimbrin.


Þetta er 16-269 Skráma. Hún átti litla gimbur, undan 13-390 Andrési. Hún var borin þegar ég kom í fjárhúsin eftir kvöldmat.

Þá er staðan svona 17 gimbrar og 10 hrútar. Þessar tölur eiga við lömb á lífi emoticon

Ég ætla að bæta við þetta blogg, á morgun, ef það bera einhverjar í viðbót á þessum sólahring emoticon  Já ég bætti einni við.

Lambærnar með elstu lömbin fengu að fara út í dag. Þær eru fjórar með sjö lömb. Þrír gemsar og ein veturgömul


Þau kúra sætt saman lömbin undan Tildru, Trefill og ÞyrnirósHrútarnir undan Björk


Molinn kveður28.04.2017 22:07

15 lömb

Það voru tvær að bera núna í kvöld


Önnur þeirra er 13-122 Strúna. Hún átti tvær gimbrar og faðirinn er 16-576 Liði.


Hin er 14-162 Örk. Hún átti tvo hrúta og faðirinn er 16-576 Liði. 

Myndirnar eru nú ekkert sérstaklega góðar. Betra að taka myndir af lömbunum þegar þau eru orðin þurr.

Fjórar ær bornar á þessum sólahring.

Jæja staðan er þá orðin 9 gimbrar og 6 hrútar.

Nú fer að koma að hvíld, og vakna á tveggja tíma fresti


Molinn kveður


28.04.2017 17:37

11 lömb

Ég fór í fjárhúsin eftir mat í dag, og var þá búin að vera heima í einn og hálfan tíma. Þegar ég kom, var ein búin að bera tveim lömbum. Það sá ekkert á henni einum og hálfum tíma áður. Það má segja að þær eru mis lengi að bera. Gaman þegar það gengur svona vel hjá þeim.


Það var hún 14-142 Tildra sem kom mér svona á óvart. Þetta eru hrútur og gimbur og eru undan 16-574 Strút


Hrúturinn


Gimbrin

Ég hélt að þessi þrílemba sem ég talaði um í morgun, yrði næst, en þessi varð á undan emoticon

Staðan er 7 gimbrar og 4 hrútar


Molinn kveður28.04.2017 13:05

9 lömb

Það bar ein í nótt, 28.o4. Það gekk mjög vel hjá henni.


15-195 Harpa bar tveim gimbrum og þær eru undan 16-577 Ára


Ári gefur greinilega bara hvítt


Flottar gimbrar

Nú eru komnar 6 gimbrar og 3 hrútar

Ég hef trú á því að það beri ein þrílemba í dag. Hún er undan Þoku Hrein. Svo fer þetta nú að skella á með fullum krafti.


Molinn kveður


27.04.2017 16:03

Lambærnar út í dag

Ég svaf uppfrá í nótt og vaktaði á tveggja tíma fresti, en það bar engin. Það eru nokkrar orðnar burðalegar. Ég ætla að vakta næstu nótt og þá er hægt að segja að ég sofi næstu nætur í fjárhúsunum.

Lambærnar fengu að fara út í dag. Þær voru nú kátar með það


Stroffa með fyrirburann


Lömbin voru kát að fá að fara út


Elinóra


Molinn kveður

clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

8207756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgárdalur

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgárdal

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

5 ár

9 mánuði

11 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

11 mánuði

13 daga

Tenglar