Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 48
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 1038004
Samtals gestir: 118185
Tölur uppfærðar: 23.3.2017 18:03:42

07.03.2017 12:56

Fyrri sprautan

Við sprautuðum alla gemlingana og lambhrútana, já og þessar sem við keyptum í haust, 21 stk. fyrri sprautuna gegn lambablóðsótt. Það var gert í gær, 6. mars.


Þetta eru lamblausu gemlingarnir. Liggja allir á meltunni. Þeir nenntu nú samt að standa upp þegar ég fór að gefa


Þetta eru einlembdu gemlingarnir. Það var sama sagan með þá. Lágu allir á meltunni þegar ég kom í morgun. En þeir nenntu að standa upp þegar ég fór að gefa


Tvílembdu gemlingarnir röðuðu sér á garðann þegar ég var búin að gefa í morgun


Sumar þykjast vera svo svangar að þær sýna enga þolinmæði þegar verið er að gefa. Alltaf að reyna að ná sér í smá tuggu


Þessi ætti nú að fara að hægja á sér í átinu ef hún á ekki að springa. Hún er nefnilega með þrjú


Þetta er svakalegt. Þetta er hún Skessa og hún á að bera 2. maí


Molinn kveður


07.03.2017 12:01

Yndisleg helgi að baki

Þessi ömmu og afa gull voru hjá okkur um helgina. Við brölluðum margt saman


Það er nú alveg nauðsynlegt að næra sig eftir morgungjöf í fjárhúsunum


Svo er líka gaman að leika sér úti. Við gerðum einn snjókarl emoticon

Þeir bræður að klifra í trjánum


Oohh sjá þessi gull. Við erum búin að eiga margar góðar samverustundir eftir að þeir fluttu norður emoticon


Flottir stubbar, 2, 5 og 8 ára


Þeim fannst gaman að fara í þessi undirgöng. Við lékum okkur þarna í dágóða stund


Ekki leiðinlegt hjá þeim


Stór, stærri, stærstur já eða lítill minni minnstur


Fórum að skoða nýjasta skip Samherja, Kaldbak


Þeir tóku rúnt með afa


Og keyrðu meðal annars í gegnum undirgöngin


Við fórum með þá, á hjólunum upp að fjallsgirðingu.


Þeir vildu fara að henda steinum í ána. Einar Breki ætlaði sér að henda þessum steini, en hann var frosinn niður.
Það var svo gaman hjá þeim að það var erfitt að fá þá heim aftur


Það er nánast snjólaust. Svona er þetta búið að vera í vetur. Girðingar hljóta að koma vel undan þessum vetri


Svo dunduðum við okkur við að gera þetta virki/snjóhús.
Það var mikið að gera hjá þessum guttum um helgina. Það er svo gaman að vera úti og dunda eitthvað með þeim emoticon Ég er alveg að fíla það emoticon


Molinn kveður21.02.2017 12:29

Merkingar á fósturtalningu

Þegar verið var að telja, þá merktu þeir ærnar með lit, eftir því hvað það voru mörg lömb í þeim. Ég var búin að skrifa niður hvað hver kind var með, en alveg sama hvernig ég leitaði og taldi, þá vantaði mig eina gelda, eina einlembu og einn geldan gemling, í bókhaldið hjá mér miða við það sem Gunnar gaf mér upp. Ég er svo loksin búin að fá þetta rétt og ég leiðrétti í blogginu um fósturtalninguna

Byrjum á gemlingunum. Þeir eru 51

Rauður blettur á hálsi merkir gelt. Það eru 8 gemsar geldir


Rauður blettur á baki merkir eitt fóstur, en það mun drepast. Það eru 5 gemsar


Tveir rauðir blettir merkja tvö fóstur en þau munu bæði drepast. Það eru 3 gemsar.

Þá verða 16 gemlingar lamblausir


Blár og rauður merkja tvö fóstur og annað drepst. Það eru tveir svoleiðis


Blátt merkir tvö fóstur. Það eru 16 gemlingar. Þannig að það eru 16 sem vonandi bera tveim lömbum svo drepst annað í tveim og bæði fóstrin í þrem.

Svo 17 gemlingar ómerktir. Þeir eru með eitt.

Við höfum aldrei verið með svona lélega útkomu á gemlingunum


Fullorðnu ærnar eru 254

Það er eins og hjá gemlingunum, þá merkir rautt á hálsi gelt. Það eru 8 geldar


Rautt merkir eitt fóstur. Það eru 36 merktar svoleiðis


Blátt merkir þrjú fóstur. Það eru 40 með svoleiðis merkingu


Svo fékk ein svona merkingu þar sem hún er með fjögur fóstur

Svo er restin ekki með neinn lit þar sem þær eru með tvö fóstur. Þær eru 169


Þetta er þessi sem ég leitaði sem lengst að. Ég leitaði að kind með rauðan blett á hálsi, og fann hana loksins. Það er varla hægt að sjá þennan blett og ekki skrítið að ég hafi alveg verið orðin rugluð í að leita


Þetta er Brák sem hefur verið þrí og fjórlembd til skiptis, frá því að hún var gemlingur. Núna kom hún mér djöfulega á óvart og er bara með eitt fóstur. Ég var búin að spá því að hún kæmi með þrjú. En svona er þetta bara emoticon


Þetta er elsta ærin. Hún verður 10 vetra í vor og kom öllum verulega á óvart, því hún er með þrjú fóstur. Sú gamla ætlar að enda þetta með stæl.Molinn kveður19.02.2017 21:59

Fósturtalning

Jæja, þá er nú spennufall hjá mér. Það var verið að telja í morgun, 19. febrúar. 

Gemsarnir (árgangur ´16) eru 51  
8 eru geldir 
22 með 1  
21 með 2
samtals 64 fóstur
13 fóstur munu drepast hjá þeim
Þá verða það samtals 51 fóstur

Veturgamlar (árgangur ´15) eru 63
2 eru geldar   
10 með 1 
44 með 2 
7 með 3
samtals 119 fóstur

Tveggjavetra (árgangur ´14) eru 60
2 eru geldar  
8 með 1 
44 með 2 
6 með 3 
samtals 114 fóstur

Þriggjavetra (árgangur ´13) eru 35
1 er geld  
4 með 1 
26 með 2 
4 með 3 
samtals 68 fóstur

Fjögurravetra (árgangur ´12) eru 40
1 er geld  
3 með 1 
27 með 2 
8 með 3
1 með 4 
samtals 85 fóstur

Fimmvetra (árgangur ´11) eru 28 
6 með 1 
13 með 2 
9 með 3 
samtals 59 fóstur

Sexvetra (árgangur ´10) eru 23
2 eru geldar 
5 með 1 
13 með 2 
3 með 3 
samtals 40 fóstur

(árgangur ´07-´09) eru 5 
2 með 2 
3 með 3 
samtals 13 fóstur

Alls eru þetta 562 talin fóstur, en 13 drepast og þá eru þetta 549 fóstur

Eftir hverja á eru 1,96 lömb  (254 ær)
Eftir á með lambi eru 2,02 lömb  (246 ær)
Eftir hvern gemling eru 1,25 lömb  (51 gemlingar)
Eftir hvern gemling með lambi eru 1,48 lömb  (43 gemlingar)
Svo á eftir að taka tillit til fóstrana sem eru að drepast í gemlingunum

Ég er mjög ósátt við þessar geldu ær. Þær eru 8. Önnur þessi veturgamla sem er geld, var geld sem gemlingur í fyrra, þannig að hún er áreiðanlega ónýt. 
Svo þessi fósturdauði hjá gemlingunum. Ég er heldur ekki sátt við það. 


Molinn kveður
18.02.2017 20:19

Snoðið tekið af

Tommi á Syðri-Reistará kom og tók snoðið af kindunum, í gær og í dag, 17. og 18. febrúar.


Gemlingar


Genta


Nú erum við gemsarnir farnir að bíða eftir Gunnari talningamanni. Hann kemur í fyrramálið emoticon


Gemsar


Molinn kveður15.02.2017 21:14

Botna

Ég var að föndra á blað, afkomendur hennar 07-004 Botnu. Þetta er stór hópur


Ææ, þetta sést nú ekki vel.
Þetta sést aðeins betur, en ekki nógu vel.


Þriðja tilraun í að setja þetta hér inn. Ég held að þetta sé aðeins skárra, þó það þurfi að vera þrjár myndir.

Þetta er Botna með 70 afkomendur.

Ég er svo líka búin að föndra á blað, hrútana sem við höfum sett á undan afkomendum Botnu. Þeir eru 5. Svo erum við búin að selja 5 hrúta.


Hér eru hrútarnir með dætrum sínum.

Fjöldinn er kominn þónokkuð yfir 100 sem við höfum átt út af henni Botnu. Hún var afbragðs ær.

Það á að taka snoðið af fénu, á föstudag og laugardag. Á sunnudaginn kemur svo Gunnar til að fósturtelja.

Bara spenna framundan.


Molinn kveður


13.02.2017 21:03

Farið að grænka

Enn er þetta með ólíkindum hvernig veðrið er búið að vera í vetur. 


Svona var þetta í dag 13. febrúar


Það hefur varla komið snjór í vetur


Grasið er farið að lifna. Ég vona svo innilega að það verði hægt að setja lambærnar út jafnóðum og þær bera, á safaríkt grænt grasið


Þetta kom undan snjó í dag


Grasið að koma upp úr sinunni

Nú er ég orðin ofurspennt að bíða eftir fósturtalningunni. Hún hlýtur að fara að skella á.


Molinn kveður


01.02.2017 17:31

Zelda og afkomendur


Þetta er 08-010 Zelda. Hún er undan 07-003 Móru og 07-310 Bakka. Á átta árum er hún búin að eignast 16 lömb.

2009 var hún einlembd. Afdrif lambs, selt. Það var gimbur og var hún undan 08-312 Mola


2010 var hún sædd með 03-989 Kalda. Hún var einlembd og átti gimbur. Gimbrin var sett á og er það hún 10-023 Brák


Brella

Næla
2011 var hún tvílembd og átti tvær gimbrar. Þær voru báðar settar á. Þær eru 11-060 Brella og 11-061 Næla og eru undan 09-314 Spaða. Nælu var slátrað haustið 2015.


12-579 Blossi. Hann var stigaður lambið 86,5 stig. Þau eru svona: þungi 55   fótl. 110   ómv. 34.0    ómf. 3.0   lögun 4.0   haus 8.0   h+h 8.5   br+útl. 9.0   bak 9.0   malir 9.0   læri 18.0   ull 8.5   fætur 8.0   samr. 8.5   samtals 86.5 stig

Gola
2012 var hún sædd með 08-872 Þristi. Hún var tvílembd og átti hrút og gimbur. Þau voru bæði sett á. Þau eru 12-579 Blossi og 12-080 Gola. Blossa var slátrað haustið 2015

2013 var hún tvílembd og átti 2 hrúta sem voru undan 12-576 Tindi. Þeir voru ekki settir á


2014 átti hún hrút og gimbur. Hrúturinn var ekki settur á, en gimbrin er 14-141 Aría. Þau eru undan 13-580 Stormi

2015 fékk hún hjá 14-577 Bæsa og átti hún tvær gimbrar og einn hrút sem ekki voru sett á


2016 var hún aftur þrílembd og átti einn hrút og tvær gimbrar undan 15-572 Eitli. Önnur gimbrin var sett á en hinum slátrað. Gimbrin er 16-302 Zeta

Zelda er líklegast á síðasta árinu sínu. Hún er að eldast hratt.

En að öðru, en mjög skyldu

Þetta er hún 10-023 Brák. Eins og kemur hér að ofan þá er hún undan Zeldu. Brák er búin að eiga 21 lömb á sex árum. Hún var þrílembd gemlingur, svo fjórlembd og svo er hún búin að vera þrí og fjórlembd til skiptis. Í fyrra var hún fjórlembd þannig að núna í vor verður hún líklegast þrílembd.


Þetta er 12-080 Gola. Eins og með Brák, þá er Gola undan Zeldu. Gola er búin að eiga 14 lömb á fjórum árum. Röðin hjá henni er eins og hjá Brák. Þrí og fjórlembd til skiptis. Í fyrra var hún fjórlembd og líkt og hjá Brák þá verður hún líklegast þrílembd núna í vor.


Ég ætla líka að nefna hér hana 11-060 Brellu, sem er líka undan Zeldu. Brella er búin að eiga 13 lömb á fimm árum. Tvílembd þegar hún var gemlingur. 2013, 2014 og 2015 þrílembd og í fyrra var hún tvílembd.


Og hér er svo 14-141 Aría, sem er eins og hinar, undan Zeldu. Hún var tvílembd gemlingur og svo þrílembd í fyrra.

Það verður spennandi að sjá þegar Gunnar kemur til að fósturtelja. Ég er orðin MJÖG SPENNT


Molinn kveður


27.01.2017 11:27

Myndir/spjöld

Nú er ég loksins búin að raða myndunum af kindunum á A3 blað í tölvunni. Nú fær Þórður það verkefni að prenta þær út fyrir mig. Þær eiga að fara á fjárhúshurðina og eldhúsvegginn hér. Þær eru hér


Fyrsta spjaldið. Það komast 36 myndir á hvert spjald/blað A3


Spjald 2


Spjald 3


Spjald 4


Spjald 5


Spjald 6


Spjald 7


Spjald 8


Spjald 9

Það verður munur þegar þetta verður komið upp í fjárhúsunum, já og hér heima emoticon


Molinn kveður

25.01.2017 11:44

Óvenjulegt veðurfar

Það er með ólíkindum þetta veðurfar sem af er vetri. Það er varla hægt að segja að það hafi snjóað og það í allan vetur. Ég tók nokkrar myndir í gær af nær auðri jörð


Það er nánast enginn snjór í fjöllunum. Vonandi verður restin af vetrinum svona emoticon


Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því, að túnin kali. Þau eru búin að vera græn í allan vetur emoticon


Það er allt komið af stað í blómabeðinu.

Nú er bara að krossa putta og vona að við fáum gott vor. Það skiptir svo miklu máli að hafa það gott á sauðburðartímanum, já og eftir hann.

Sauðburður byrjar 28. apríl og verður alveg til 4. júní. Já það voru nokkrar sem gengu upp

28. apríl eiga  3 kindur tal
29. apríl eiga  2 kindur tal
30. apríl eiga 20 kindur tal
01. maí  eiga 19 kindur tal
02. maí  eiga 23 kindur tal
03. maí  eiga 18 kindur tal
04. maí  eiga 22 kindur tal
05. maí  eiga 25 kindur tal
06. maí  eiga 25 kindur tal
07. maí  eiga 17 kindur tal
08. maí  eiga 21 kindur tal
09. maí  eiga 13 kindur tal
10. maí  eiga 18 kindur tal
11. maí  eiga 11 kindur tal
12. maí  eiga 10 kindur tal
13. maí  eiga  6 kindur tal
14. maí  eiga 12 kindur tal
15. maí  eiga  5 kindur tal
16. maí  eiga  3 kindur tal
18. maí     á   1 kind    tal
19. maí     á   1 kind    tal
20. maí  eiga  2 kindur tal
22. maí  eiga  2 kindur tal
24. maí     á   1 kind    tal
03. júní     á   1 kind    tal
04. júní     á   1 kind    tal

Við erum ekki með tal á 23 kindum
Það eru 305 kindur sem eiga að bera,

Það verður mikið að gera í hálfan mánuð. Líklegast lítið sofið.


Molinn kveður


23.01.2017 13:09

Hrútarnir teknir úr ánum

Við tókum hrútana úr gemlingunum, 15. janúar og ánum 22. janúar.


Hér eru Þórður og Simmi að smíða fyrir hrútana. Þeir verða í hlöðunni


Hér voru þeir settir í gær, 22. janúar. Það fer nú bara vel um þá þarna.


Molinn kveður  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

8207756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgárdalur

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgárdal

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

5 ár

6 mánuði

9 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

8 mánuði

11 daga

Tenglar