Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 52
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 924958
Samtals gestir: 108055
Tölur uppfærðar: 26.7.2016 02:25:06

15.07.2016 01:58

Lambamyndir

Nú er ég búin að setja allar myndirnar (alls 450) sem ég tók af lömbunum, í möppur í myndaalbúmið hér á síðunni minni  


Ég er líka byrjuð að raða þeim á myndaspjöld. Ég er búin með eitt af tólf. Þá endurnýja ég spjöldin sem eru á eldhúsveggnum núna, en það eru spjöldin með lömbunum í fyrra.


Molinn kveður08.07.2016 01:52

Heyskapur

Heyskapur er hafinn hjá okkur. Ég ætla að hafa þetta blogg bara um heyskap og bæta við það þegar við heyjum meira.


1. Nunnuhólsstykkið var slegið 12. júlí, snúið þrisvar sinnum. Rúllað 14. júlí og það voru 7 rúllur þar


2. Lækjarbakkatúnið var slegið 12. júlí, snúið þrisvar sinnum. Rúllað 14. júlí og það voru 23 rúllur þar


3. Fjárhústúnið var slegið 5. júlí, snúið tvisvar sinnum. Rúllað 7. júlí og það voru 31 rúllur þar. Það var svo mikið kal í vor og já rótbeitt þar til féð fór á fjall.


4. Frímerkið norðan við skjólbeltið var slegið 4. júlí, snúið þrisvar sinnum. Rúllað 7. júlí og það voru 14 rúllur þar.


5. Fjallstykkið var slegið 4. júlí, snúið þrisvar sinnum. Rúllað 7. júlí og það voru 25 rúllur þar.


6. Prestshólminn var sleginn 10. júlí, snúið tvisvar sinnum. Rúllað 12. júlí og það voru 70 rúllur þar.


7. Karlskofaspildan og Ystaspilda (er í rauninni ein spilda) voru slegnar 9. júlí, snúið tvisvar sinnum. Rúllað 12. júlí og það voru 82 rúllur þar.

Þá er fyrri slætti lokið og alls fengum við 252 rúllurMolinn kveður04.07.2016 19:02

Helv.... pyttirnir

Ég er enn að vinna í myndunum af öllum lömbunum.  Þetta er svo mikil vinna og tekur tíma. Ég ætla líka að setja hér inn albúm af þeim öllum. Það er í vinnslu.

Í dag ætlaði ég að mynda lömbin sem eru hér upp í fjallshólfinu okkar. Ég náði mynd af lömbunum hennar Birtu, en svo fór nú tíminn í annað.


Hér er hrúturinn undan Birtu og Mökk


Og hér er gimbrin. Falleg lömb

Já tíminn fór í annað eins og ég sagði áðan. Ég var að labba um í skógarreitnum og sá þá tvo pytti þar sem lömb höfðu dottið ofaní og drepist. 
Haustið 2014 hvarf lamb, sem við vorum búin að heimta af fjalli. Líklegast er það ofan í öðrum hvorum þessum pytti. Í fyrra haust þá hvarf lamb sem við vorum búin að heimta af fjalli. Ég fann það lamb ofan í öðrum þessum pytti. Fann meirisegja merkið af því lambi. Í vor þegar við vorum að fara með féð á fjall, þá fundum við ekki þrjú lömb. Eitt af því var þarna ofaní.  Ég sá merkið af því líka. Hin lömbin eru líklegast þarna ofaní líka.


Þarna er eitt lamb sem við söknuðum í vor. 
Við vorum með skóflu og prufuðum að stinga henni ofan í þetta og hún sökk langt niður emoticon


Það er þessi flotta gimbur undan Dellu og Nagla sem var þarna, greyið litla emoticon


Við stungum upp torfur og settum ofan í pyttinaÞetta er allt annað. Núna dettur enginn ofaní. Við erum oft búin að labba þarna um og höfum aldrei séð þetta


Þessi blindi hrútur hefði auðveldlega getað dottið þarna ofaní. Hann á það til að geta ekki fylgt mömmu sinni eftir, en hún kemur alltaf til hans og nær í hann. Hann hefur stækkað aðeins.


Strákarnir veiddu mús í fötu og voru búnir að vera með hana í viku þegar hún gaut 7 ungum. 


Þeir eru fljótir að stækka. Þeim verður svo sleppt þegar þeir eru tilbúnir til þess.


Það var skrítið ský sem birtist á himninum í gærkvöld
Týri reyndi að reka þetta í burtu. Fannst þetta eitthvað ógnvekjandi


Molinn kveður25.06.2016 14:31

Fyrsti í kindarúnti

Við fórum okkar fyrsta kindarúnt núna í dag. Ekki byrjaði sá rúntur vel. Við sáum dautt lamb rétt fyrir ofan veginn og auðvitað þurftum við að eiga það.


Ooohh þetta er að verða frekar þreytandi. Nú eru 430 lömb á lífi


Þetta er tvílembingur undan Þernu gemling. Hún átti tvo hrúta og hinn hrúturinn var vaninn undir Kreppu. Nú gengur hún lamblaus í sumar emoticon  Þessi mynd var tekin 29. maí, fyrir rétt tæpum mánuði síðan.

En við sáum fleiri 


Þessi flottu lömb eru undan Viðju og Laxa


Trilla með tvær gimbrar og einn hrút


Gríma með gimbur. Bekri er faðirinn


Viska með gimbur. Hún var tvílembd en vildi ekki hrútinn. Hann var vaninn undir Molu. Faðirinn er Örvar


Rán með hrút og gimbur. Faðirinn er Örvar


Bíbi með tvær gimbrar. Faðirinn er Laxi

Gaman að sjá þessi lömbMolinn kveður24.06.2016 20:02

Kindurnar farnar á fjall

Við erum búin að keyra fénu á fjall. Við tókum þetta á fimm dögum. 10, 11, 12, 13 og 15. júní. Við gáfum öllum ormalyf bæði fullorðnum og lömbum, og við klipptum líka klaufir á fullorðna fénu. 
Hrútarnir og nokkrar ær með lömb eru hér heima.

Ég náði takmarkinu mínu, sem var, að ná myndum af öllum lömbunum. emoticon emoticon emoticon
Myndirnar eru alls af 450 lömbum. Við áttum 436 lömb á lífi, en þau eru komin niður í 431. Þrjú skiluðu sér ekki úr hólfinu og hafa ekki fundist, og tvö drápust. Oddur Bjarni á 14 lömb.


Nú er stórt verkefni framundan og það er að koma þessum myndum á eldhúsvegginn og geta séð lömbin þótt þau séu á fjalli emoticon  Það er samt ekki hægt á meðan veðrið er svona gott. Ég ætla svo að setja allar þessar myndir hér inn í albúm Þessi er oft uppi á ljósastaurnum hér fyrir framan húsið okkar.Molinn kveður

09.06.2016 18:06

3 myndir eftir

Aðeins þrjár myndir eftir og þá er ég komin með myndir af öllum þeim 436 lömbum sem eru á lífi. Eða ég held að það séu bara tvær eftir, því ég hef grun um að eitt lamb sé dautt. Ég hef ekki séð það í langan tíma. Móðirin er alltaf bara með annað lambið. Og þá eru ekki 436 á lífi heldur 435.
En þessi tvö sem eftir eru, eru undan Hexíu forystugemling sem er undan Súlu. Hún er ekkert á því að leyfa mér að taka mynd af lömbunum hennar. Ég næ þeim á mynd þegar við rekum inn og sleppum á fjall emoticon


Þetta er svo falleg gimbur. Hún er þrílembingur undan Zeldu og Eitli. Líklegast lífgimbur emoticon


Gaman að fylgjast með lömbunum stækka. Þetta eru tvílembingar undan Rannsý og Mökk


Þrílembingar undan Slenju og Mökk


Dudda gemlingur með hrútinn sinn. Hann verður áreiðanlega stærri en hún í haust


Draumey með hrútinn sinn (hægra megin við hana) og hrút sem hún fékk að láni frá Þökk gemling


Golma með tvær gimbrar


Molinn kveður09.06.2016 17:43

Áburður borinn á


21. maí var fyrri skammtur af áburði borinn á fjárhústúnið og stykkið sunnan við fjárhústúnið.
31. maí var borið á fjallsstykkið og frímerkið.
1. júní var borið á niður á engi.

Bara smá dagbók fyrir okkur.


Molinn kveður31.05.2016 15:45

8 myndir eftir

Lífið hjá mér þessa daga snýst um það að labba um og mynda.

Nú á ég eftir að taka myndir af 8 lömbum.  Ég þarf að leita að þeim, þannig að það tekur lengri tíma að mynda, þó það séu bara 8 eftir. Ég hef grun um að þau séu nú bara 7 eftir, því líklegast er eitt af þeim dautt. Það fylgir allavega ekki móður sinni. Hún er bara með annað lambið.


Það er svo gaman að labba um og mynda. Hér er Varða með lömbin sín þrjú


Rutta var einlembd. Við vöndum undir hana þennan hrút. Hún ákvað að það væri nóg að vera bara með eitt lamb og drap sitt með því að leggjast ofan á það.


Hér er Randý með sín þrjú


Og hér er Óskadís með sín tvö


Hrútarnir hennar Myrru eru mikið að spá í það hvað ég er eiginlega að þvælast þarna


Ég sá tvö hrossagaukshreiður á myndatökuferð minni í morgun


Þetta eru fyrstu hreiðrin sem ég sé á þessu ári. Vonandi á ég eftir að sjá fleiri emoticon


Molinn kveður
31.05.2016 02:22

20 myndir eftir

Heimalingarnir dafna vel. Þeir fá mjólk tvisvar á dag. Við erum með þá inni, allavega fyrst til að byrja með. Þeir fá hey, vatn og lambafóðurbæti að vild.


Hér eru þeir að gæða sér á heyi eftir að hafa drukkið hálfan líter af mjólk hvert og eitt.

Fyrir fjórum dögum átti ég eftir að taka myndir af 167 lömbum, en núna á ég eftir að taka myndir af 20 lömbum. Ég er komin með myndir af 417 lömbum. Ég skal ná þessu emoticon

Við misstum eitt lamb í gær. 

Þetta lamb kom sér fyrir í orðsins fyllstu merkingu.

Nú eru 436 lömb á lífi.

Lifandi hrútar eru 229 og lifandi gimbrar eru 207.

23 lömb voru vanin undir.

11 ær ganga með þrjú

15 gemlingar ganga með tvö

15 ær ganga með eitt.


Þessar eru flottar. Súla með Drottningu


Þessi voru að flýja myndatöku hjá mér. 


Týri að leika sér með stein


Þessi er mikið að spá í að fara í gegn og fá sér grænna og safaríkara gras


Molinn kveður26.05.2016 16:27

Sauðburði lokið


Sauðburði lauk kl. 13 í dag. Það er hægt að segja að hann hafi gengið vel, fyrir utan að það komu alltof mörg dauð fóstur.
Nú flyt ég heim í dag 

Ég er búin að sofa 32 nætur í fjárhúsunum. Ég svaf eina nótt heima, því það voru gemsar sem gengu upp og það var óhætt að slaka aðeins á vaktinni. 
Ég ætla að njóta þess að sofa í nótt og þurfa ekki að vakna á tveggja tíma, já og allt niður í hálftíma fresti, já eða ekki neitt.

Það eru 437 lömb á lífi. 


Við fengum tvö blind lömb. Þau ganga bæði undir mæðrum sínum.


Við fengum tvö svona lömb. Þau geta ekki rétt úr hálsinum. Annað gengur undir móður sinni en hitt er heimalingur. Hann gat aldrei sogið mömmu sína. Japlar/sýgur mjólk úr pela.


Við erum með þrjá heimalinga.

Það er búið að vera nóg að gera. Ekki tími fyrir tölvu. Núna fer þessi síða að lifna við aftur.

Ég er byrjuð að taka myndir af lömbunum, sem eru 437. Ég er búin að taka myndir af svona ca. 270 lömbum. Ég ætla að ná því takmarki að eiga myndir af þeim öllum 437 áður en þau fara á fjall.


Molinn kveður
  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

8207756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgárdalur

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgárdal

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

4 ár

10 mánuði

12 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

14 daga

Tenglar