Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 85
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 1124126
Samtals gestir: 130019
Tölur uppfærðar: 22.10.2017 18:51:05

17.10.2017 10:46

Þá er nú talan komin niður í 5 hausa sem vantar af fjalli

Það eru komnir 7 hausar síðan síðast. Þá vantar okkur 5 af fjalli. Þrjár ær og tvö lömb.

Þessar þrjár ær eru lamblausar, tvær tvílembur og lömbin eru komin hjá báðum, og einn gemsi sem fór lamblaus á fjall.
Svo vantar okkur tvö stök lömb (mæðurnar komnar). Við eigum annað lambið og Siddý hitt.

Þetta eru mun betri heimtur en í fyrra


Úthyrna með hrút og gimbur


Og Ponsa með tvær gimbrar. Þessi flekkótta er undan Skessu. Ponsa var einlembd og fékk hana að láni

Lambið sem kom, var stakt.

Nú erum við líklegast komin með það sem við fáum af fjalli

Við sendum 266 lömb og 22 fullorðin í sláturhús 13. október
Meðal fallþungi lambanna var 15,7 kg.
Gerðin 8,56
Fitan 5,38

Lömbin voru farin að leggja af

Við vorum búin að slátra 163 lömbum og meðaltalið af þeim var
Meðal fallþungi 19,0 kg.
Gerðin 10,32
Fitan 7,10

Þá er meðaltalið af 429 lömbum svona:
Meðal fallþungi 17,0 kg.
Gerðin 9,3
Fitan 6,0

Við eigum eftir að lóga nokkrum lömbum

Nú er hringurinn að lokast og byrjar að rúlla upp á nýtt emoticon


Molinn kveður09.10.2017 21:34

Elsku Sigga mín


Í dag kvöddum við elsku tengdamóður mína í hinsta sinn.
Blessuð sé minning þín elsku Sigga mín. Þín er sárt saknað


Molinn kveður


06.10.2017 21:53

Enn vantar 12 hausa af fjalli

Við fengum 6 hausa í dag. Tvær ær og 4 lömb

Okkur vantar þá 12 hausa. 5 ær og 7 lömb.

Af þessum 5 ám eru tvær með tvö lömb,
tvær lamblausar, því lömbin eru komin og
1 lamblaus (gemsi)
Svo vantar okkur þrjú stök lömb (mæðurnar komnar)


Alveg ágætis gemlingslömb. Þessi komu í dag


Þessi komu líka í dag


Molinn kveður04.10.2017 13:28

Vantar 18 hausa af fjalli

Enn vantar okkur 18 hausa. 7 ær og 11 lömb.
Af þessum 7 ám eru 3 með tvö, (af þessum 3 er einn gemsi með tvö)
2 með eitt (önnur þeirra var með tvö lömb, en annað hjá henni er komið, þannig að hún er með eitt á fjalli)
1 lamblaus (gemsi)
Og af þessum 7 ám, vantar eina, sem líklegast er dauð, því lömbin hennar eru komin, vigtuð 32 og 33 kg.
Svo vantar okkur þrjú stök lömb (mæðurnar komnar)

Okkur vantar sömu tölu og í fyrra, því okkur vantaði þá, 18 lömb af fjalli sem aldrei skiluðu sér. Við eigum núna vonandi eftir að fá fleiri, allavega samstæðurnar.

Við misstum lamb í gær. Það var lífgimbur sem fór afvelta. Ég held að maður þurfi bara að fara að taka á hús, því ekki vil ég missa fleiri emoticon

Við erum farin að beita túnið fyrir neðan íbúðarhúsin

Þarna eru þær ánægðar á beit


Þær bíða við hliðið, eftir því að fá að komast niður á tún


Mjög margar, sem bara bíða eftir góðu grasi til að bíta


Þær koma stundum við á pallinum, til að fá brauð emoticon


Hér er 12-065 Þilja, ein af bestu kindunum okkar, með þrjár gimbrar. Strútur er faðirinn. Þetta eru stórar og fallegar lífgimbrar


Hér eru þær í vor. Alveg hreint frábær ær


Svona var þetta í morgun. Veturinn er aðeins farinn að minna á sig


Þessi skógarþröstur flaug á stofugluggann og vankaðist. Hann var smástund að jafna sig áður en hann gat flogið burt.


Svona hef ég séð á nokkrum stöðum í fjallshólfinu. Ég held að þetta sé ekki eftir mýs. Þetta hlýtur að vera eftir rottu


Þarna eru tvær holur og gatið er ca. 10 cm + í ummál.


Molinn kveður


19.09.2017 22:16

Fengum 5 í dag og þá vantar 28 hausa

Við fengum 5 hausa í dag. Tvær ær og 3 lömb. Þetta eru tvær tvílembur. Annað lambið hjá annari þeirra var komið heim.
Þá vantar okkur 28 hausa, 11 ær og 17 lömb

Ég tók nokkrar myndir í dag


15-219 Stroffa kann að bjarga sér. Hér er hún að teygja sig í nokkur lauf


Systur. Þessi mórauða er 10-023 Brák, undan 08-010 Zeldu og 03-989 Kalda og þessi hvíta er 12-080 Gola, undan  08-010 Zeldu og 08-872 Þristi. Þær hafa verið þrí- og fjórlembdar til skiptis. Miklar frjósemisær


11-315 Gulbrá með tvær gimbrar. Hrúturinn vildi ekki vera með á mynd


Hrútur undan 12-077 Hröfnu og 16-574 Strút


Og hér er hinn hrúturinn undan Hröfnu og Strút


Hrútur undan 14-163 Flækju og 16-576 Liða


Hrútur (þrílembingur) undan 14-155 Rifu og 16-576 Liða
og gimbur undan 14-157 Snerru og 16-574 Strút


Þessar eru að bíða eftir brauði


16-278 Seigla er orðin flott. Hún var heimalingur í fyrra


15-224 Menja


12-080 Gola


Molinn kveður18.09.2017 20:22

Nokkrar myndir

Staðan er eins. Við fengum enga kind í dag.

Ég fékk mér smá göngu um túnin í dag, til að vita hvort væri ekki allt í góðu lagi.


12-326 Dúkka með tvær lífgimbrar undan 15-572 Eitli


Dúkka


Hrútur undan 14-162 Örk og 16-576 Liða. Þau kúra saman og eru að reyna að flýja sólina


Þessi flotti hrútur er undan 10-023 Brák og 15-572 Eitli


14-252 Sprengja með tvær gimbrar undan 15-572 Eitli


Þessi litli var í góðum gír að bíta gras. Það er með ólíkindum hvað hann er lítill. Hann er undan 11-060 Brellu og 15-572 Eitli


Garún var að biðja Helgu um brauð


15-193 Hugljúf er hér með Iðunni og Hákon, undan 16-577 Ára


Molinn kveður17.09.2017 19:10

Enn vantar 33 hausa

Við fengum nokkrar kindur á Þúfnavöllum í dag. Þá er talan komin niður í 33 hausa, 13 ær og 20 lömb.
Af þessum 13 ám eru 7 með tvö, (af þessum 7 eru tveir gemsar með tvö)
3 með eitt (tvær þeirra voru með tvö lömb, en annað hjá þeim báðum er komið, þannig að þær eru með eitt á fjalli)
2 lamblausar (gemsar)
Svo vantar eina, sem líklegast er dauð, því lömbin hennar eru komin, vigtuð 32 og 33 kg.
Svo vantar okkur þrjú stök lömb (mæðurnar komnar)Ooohhh við erum svo óheppin. Við vorum að missa þennan hrút. Þetta er 16-577 Ári. Hann var afvelta eins og Mávur emoticon emoticon emoticonMolinn kveður17.09.2017 10:57

Vigt

Við vigtuðum lömbin 13. september.  
Meðalvigtin er 40,3 kg. af öllum lömbunum sem komin eru. 
Þau eru 425, en okkur vantar 96 lömb af fjalli.

Við sendum 163 lömb og 8 fullorðin í sláturhús 15. sept.
Meðal fallþungi lambanna var 19,0 kg.
Gerðin 10,32
Fitan 7,10
11 lömb fóru í E
105 lömb fóru í U
46 lömb fóru í R
1 lamb fór í O
Þyngsti skrokkurinn var 24,4 kg.


Molinn kveður

16.09.2017 22:19

Enn vantar 82 hausa af fjalli

Aðrar göngur búnar. Okkur vantar ennþá 82 hausa af fjalli. 33 fullorðnar og 49 lömb. Af þessum 33 fullorðnu, eru 7 af þeim lamblausar, gemlingar og ær.
Það á eftir að rétta á Þúfnavöllum. Vonandi fáum við eitthvað þar.


Við Damian fórum í fyrirstöðu. Við þurftum að bíða í 4 til 5 tíma. Damian stóð sig vel. Hann kvartaði aldrei. Hér er hann að kíkja hvort hann sjái kindur.


Og já, hann sá kindurnar koma. Auðvitað klikkaði hann ekki á fyrirstöðunni.


Þessa mynd af Þórði og Týra, tók ég á símann minn í gegnum kíkinn.


Og hér er önnur mynd tekin í gegnum kíkinn


Simmi fer um allt á buggybílnum sínum. Hann er algjör snillingur að keyra þetta tæki. Ég held að það sé enginn eins flinkur og hann. Hér er hann á fullri ferð að reka kindurnar


Molinn kveður


15.09.2017 17:15

Enn vantar 128 hausa af fjalli


Nói þríliti. Hann vigtaði 33 kg. 13. september. Hann stækkar rólega.


Þetta stækkar enn hægar. Þetta er þrílembingur undan 11-060 Brellu og 15-572 Eitli


Þessi mynd er tekin 1. ágúst. Þarna er hann með mömmu sinni, en hann kom einn í göngunum 9. september. Hann hefur orðið viðskila við þau. Ég held að hann sé ekki nema ca. 10 kg.

Okkur vantar ennþá 128 hausa af fjalli. 51 fullorðnar og 77 lömb. Af þessum 51 fullorðnu, eru 9 af þeim lamblausar, gemlingar og ær


Molinn kveður


15.09.2017 16:30

6 ára gullmoli og 4 ár á Möðruvöllum

Þessi gullmoli varð 6 ára í gær. Við skruppum í smá heimsókn til hans. Það er í fyrsta skiptið sem við knúsum hann á afmælisdaginn hans, því við höfum alltaf verið upptekin þennan dag og ekki farið suður. Höfum sem sagt tekið kindurnar fram yfir hann. Það er æðislegt að þau, fjölskyldan, séu flutt norður. Stutt að fara og knúsa ömmugullin.


Hér erum við saman fyrir nákvæmlega 6 árum. Ömmuhlutverkið er yndislegt emoticon

En svo að öðru. Það eru 4 ár síðan við Þórður fluttum í Möðruvelli.

Þessi mynd er tekin 25. desember 2016. Við borðuðum hangikjötið í fjárhúsunum.

Við erum afskaplega ánægð og okkur líður vel í sveitinni


Molinn kveður12.09.2017 23:06

Göngur og réttir

Þá eru fyrri göngur afstaðnar.

Okkur vantar 62 fullorðnar og 96 lömb. Vonandi fáum við þau næstu helgi.

Af þessum 96 lömbum, eru tvö stök lömb. Annað er tvílembingur undan 16-289 Geddu.  Hitt er þrílembingur undan 13-116 Lukku. Þær eru komnar með hin lömbin.

Af þessum 62 fullorðnu, eru 10 af þeim lamblausar, gemlingar og ær


Þetta er 14-164 Lensa. Hér er hún með gimbur og hrút undan 16-576 Liða. Hún hefur alltaf skilað stórum lömbum


Hrútur undan 16-287 Mollu og 16-575 Gera. Hann var vaninn undir 14-182 Elý. Molla sem er gemlingur var tvílembd.


Þessi flotta gimbur er þrílembingur, undan 12-088 Spjálk og 15-572 Eitli


16-572 Mávur. Því miður þá er hann fallinn. Við fundum hann afvelta um daginn emoticon Alltaf sárt að missa emoticon


Molinn kveður07.09.2017 08:33

Átta ömmu og afa börn

Friðrik og Agnieszka eignuðust sitt fyrsta barn, 24. ágúst. Þau eru búin að nefna hann Leó Hergil. Hann er okkar áttunda ömmu og afa barn.


Stolt amma með Leó Hergil


Og stoltur afi með Leó Hergil


Já við erum rík emoticon  Hann er svo fallegur


Aðeins að skoða sig um


Hér eru hin sjö, myndin er tekin í ágúst í fyrra emoticon Þarna er elsta 18 ára og yngsta 2 ára.

Núna eru þau:
Árdís Marín 19 ára
Kristófer Daði 17 ára
Dagur Árni 11 ára
Ísabella María 10 ára
Jökull Logi 9 ára í desember
Einar Breki 6 ára núna í september
Haukur Nói 3 ára
Leó Hergill tveggja vikna

emoticon emoticon emoticon emoticon emoticon emoticon emoticon emoticon


Molinn kveður31.08.2017 20:32

Aftur nýjar myndir af hrútunum

12-004 Þokki  F:11-792 Flekkur  M:07-354 Mjallhvít  Frá Árna Gísla Magnússyni, Þrastarhóli 2, Hörgársveit


13-390 Andrés  F:09-891 Strengur  M:10-185  Frá Helga Steinssyni, Syðri-Bægisá, Hörgársveit


15-579 Laxi  F: 14-748 Tvistur  M:11-955 Nía  Frá Ingva Guðmundssyni, Hríshóli, Eyjafjarðarsveit


16-571 Þyrill  F:14-576 Örvar  M: 12-094 Þota  Heimaræktaður


16-572 Mávur  F:15-002 Mávur  M:12-007 Mjallhvít  Frá Herdísi Leifsdóttur, Mávahlíð, Ólafsvík


16-573 Skáli  F:14-244 Trölli  M:11-155 Heiðbjört  Frá Guðmundi Skúlasyni, Staðarbakka, Hörgársveit


16-574 Strútur  F:15-149 Mósi  M:13-810 Blesa  Frá Ragnari Bragasyni, Heydalsá, Ströndum


16-575 Geri  F:15-102 Salli  M:15-058  Frá Ragnari Bragasyni, Heydalsá, Ströndum


16-576 Liði  F:14-972 Fannar  M:13-784  Frá Ragnari Bragasyni, Heydalsá, Ströndum


16-577 Ári  F:13-029 Gormur  M:13-006 Týbrá  Frá Þórði Jónssyni, Árbæ, Reykhólahreppi


16-578 Rustikus (forystuhrútur)  F:15-325 Draumur  M:09-099 Baddý  Frá Sigurði Þór Guðmundssyni, Holti, N-Þing


Molinn kveður31.08.2017 08:57

Heimalingar

Ísabella. Hún er þrílembingur, undan  11-313 Glæsu og 16-571 Þyrli. Hún fæddist mjög lítil


Breki. Hann er tvílembingur, undan 16-289 Búbbu og 16-575 Gera. Móðir hans steig ofan á hann, fljótlega eftir að hann fæddist, þannig að hann lærbrotnaði. Þórður og Simmi settu spelku á hann og þeim tókst að laga þetta, þannig að hann gat gengið nánast óhaltur. Núna sér maður ekki á göngulaginu, að hann hafi brotnað. Svo fékk hann sólarofnæmi í sumar og það sér aðeins á andlitinu. Það er ýmislegt lagt á hann greyið


Mollý. Hún er tvílembingur, undan 10-502 Mysu og 16-576 Liða. Mysa drapst á sauðburði. Við vitum ekki ástæðuna


Muldra, systir Mollýjar. Undan 10-502 Mysu og 16-576 Liða


Dís. Hún er tvílembingur, undan 15-226 Dós og 12-004 Þokka. Dós afneitaði henni, þannig að við tókum hana í heimalingahópinn emoticon


Glóý. Hún er einlembingur, undan 11-309 Eygló og 16-572 Máv. Eygló hefur farið af stað með annað fóstur, það sást á hildunum. Eygló fór afvelta og drapst, á sauðburði


Dammi. Hann er þrílembingur, undan 10-505 Ritu og 16-576 Liða. Hann var svo mikill klaufi að sjúga móður sína, að það endaði með því að hann var tekinn undan og hafður sem heimalingur. Auðveldara fyrir hann að sjúga pela/túttufötu, en spena


Pollý. Hún er undan 14-170 Porru og 16-576 Liða. Porra var þrílembd og í ljós kom að annar speninn var alveg lokaður. Við tókum tvö lömb undan henni og vöndum undir aðrar kindur. Lengi vel ætluðum við henni að hafa þetta lamb, en hinn speninn var eitthvað skrítinn og að lokum var ekki hægt að ná neinni mjólk úr henni. Við tókum þá Pollý undan henni í hópinn okkar


Örg. Hún er undan 16-271 Öld og 13-390 Andrési. Öld átti tvær gimbrar, en hún mjólkaði þeim ekki, þannig að við tókum hana í heimalingahópinn


Nói. Hann er fjórlembingur, undan 12-087 Slenju og 15-572 Eitli. Hann fór út með móður sinni, en skilaði sér heim að fjárhúsum nokkrum dögum seinna. Þá hafði Slenja afneitað honum. Slenja hefur farið á stað með fleiri en fjögur. Það sást á hildunum

Þá eru þau komin, öll 10. Þau hafa verið til friðs í sumar. Hafa ekki verið að fara eitthvað á flakk. Ef það hefði verið þá hefðum við keyrt þau á fjallMolinn kveður
clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

8207756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgárdalur

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgárdal

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

6 ár

1 mánuð

8 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

3 mánuði

10 daga

Tenglar