Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 762
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 1048
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 909885
Samtals gestir: 48023
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 08:02:25

28.12.2011 12:00

Í faðmi fjölskyldunnar

Ég er búin að hafa það frekar notarlegt yfir jólin, í faðmi fjölskyldu minnar. Guðrún Helga, Jón Tómas og Einar Breki eru búin að vera hér hjá okkur, og eru enn. Þau fara í dag eða á morgun. Sigurjón, Sólveig, Dagur Árni og Jökull Logi voru hér á Akureyri yfir jólin. Þau gistu í leiguíbúð. Þau fóru heim til sín í dag. Friðrik og Yumiko komu líka fyrir jól, og verða frammyfir áramót. Þau gista í Maríu íbúð. Við fórum í matarboð á jóladag, til Siggu tengdamömmu. Þar kom fólkið hans Þórðar saman, og borðaði á sig gat, eða allt að því. Við fórum svo í annað jólaboð, sem var annan í jólum, og það var hjá bróður mínum, Jóni Birki. Þar kom fólkið mitt saman, og borðaði mikið og vel. Við erum 6 systkinin, og skiptumst á að halda jólaboð. Jón Birkir er yngstur, og var að klára hringinn með þessu boði. Þannig að næsta jólaboð verður hjá DROTTNINGUNNI, henni Hafeyju, sem er elst. Semsagt er þetta búinn að vera yndislegur tími, núna um jólin.
Ég er öll að jafna mig í fætinum. Ég tók saumana úr í fyrradag, og þetta lítur ágætlega út. Það er að vísu enn mikil kúla, sem ég er að vona að eigi eftir að hjaðna. Ég kemst ekki ennþá í skó. Að vísu kemst ég í fjárhússkóna mína, sem eru vel stórir á mig. Ánægð með það emoticon
Núna er komið í ljós hverjar héldu, sem voru sæddar. Við létum sæða 7 ær, og tvær gengu upp. Við létum sæða 4 með Snæ, en ein gekk þar upp, og svo létum við sæða 3 með Þrist, en ein gekk þar upp líka. Þær eru þá 3 með Snæ, og 2 með Þrist. Það eru allar gengnar nema ein gimbur, sem ætlar sér ekki að ganga. Ef engin gengur upp núna það sem eftir er, þá er sauðburðurinn svona :
25.apríl 10 kindur
26.apríl 11  - " -
27.apríl  6   - " -
28.apríl 14  - " -

29.apríl  4  - " -
04.maí   1  - " -
06.maí   1  - " -
08.maí   2  - " -
10.maí   1  - " -
11.maí   1  - " -
13.maí   2  - " -

Ég ætla svo að setja inn myndir.

Molinn kveður.



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

5 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

7 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

5 daga

Tenglar