Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1332
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 2322
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 912777
Samtals gestir: 48132
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 16:07:04

22.04.2013 15:52

Fyrstu lömbin á Möðruvöllum

Nú er ég er búin að fara í aðgerðina á fætinum (ristinni) á mér. Ég fór í hana á föstudaginn. Það er búið að skera mig aðeins fjórum sinnum. Ég held að það hafi tekist vel í þetta skiptið. Það var tekinn í burtu mikill bandvefur sem var búinn að myndast, tekið af beinum, og líka skorið af skinninu, sem var orðið að miklu öri eftir þessi ósköp. Núna geng ég um alveg óhölt. Finn ekki þennan æðaslátt eins og ég hef alltaf fundið fyrir. Algjör snilld.

 

Á föstudaginn síðasta, lét ein gimbur. Það var hún Myrra. Einn hvítur hrútur. Hún átti að bera 27. apríl. Það vantaði bara 8 daga í burð.  Mikil sorg að missa. 

 

Ég var að flytja í sveitina núna í dag, og þegar ég kom, þá var hún Klukka búin að bera öðru lambinu. Ekki seinna vænna að flytja og hafa auga með þessum elskum. Hún átti hrút og gimbur. Hún átti ekki að bera fyrr en 27. apríl, en ég hafði hana grunaða, að hún mundi bera fyrr.

 

Gimbur vinstra megin og hrútur hægra megin. Siggi Tumi er svo heppin að "eiga" þessi lömb og hann fær að skíra þau. Og hann er búinn að því, Lísa og Kalli eiga þau að heita.

 

Alveg yndislegt

 

Við erum enn búin að bæta við okkur í kindastofninn. Við keyptum 30 kindur af Sigurði og Margréti á Staðarbakka. Það eru 15 gemlingar, einn geldur, 6 tvílembdar og 8 einlembdar. Svo eru það 15 veturgamlar ær, ein einlembd, 2 þrílembdar og 12 tvílembdar. Það verða heldur betur mörg lömb sem fæðast á Möðruvöllum í ár. Það eru þá orðnir 139 hausar sem við eigum, og 169 hausar í húsunum, því það eru 30 stk. hér frá Neðri-Rauðalæk.

 

Molinn kveður.

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

6 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

8 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

6 daga

Tenglar