Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 197
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 1212
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 873251
Samtals gestir: 46914
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 02:53:02

Færslur: 2011 Febrúar

27.02.2011 21:30

Sveitin góða

Jæja nú er helgin á enda komin. Tíminn líður alltof hratt, og þó, þá þarf ég ekki að bíða eins lengi eftir sauðburðinum.
Júlli og Siggi voru hjá okkur þessa helgi.
Við vorum í sveitinni báða dagana. Ég sauð sviðalappir í dag, þær voru mjög góðar.
Það koma svona um 6-7 egg á dag. Þau eru ekki enn komin í rétta stærð.
Nú ætla ég að hætta að hlífa hnénu. Ég er búin að vera í letivinnu (ég sit við að setja bakka á færiband), í nærri tvo mánuði, og lagast samt ekkert. Nú ætla ég hinsvegar að vinna við skyrvélina, (eins og ég hef gert í nærri níu ár)  Þá er ég á fullu allan daginn, og labba fram og til baka við þessa vél. Ég ætla allavegana að sjá til hvort það er nokkuð verra að vera á fullu, en að sitja allan daginn á rassinum. Kemur allt í ljós.


Molinn kveður.

24.02.2011 22:03

Þolinmæði, þrautin vinnur alla

Ég var að leiðrétta sauðburðarniðurtalninguna. Ég var víst að reikna með, að þær byrjuðu að bera 23. apríl, en það er ekki fyrr en 26. apríl. Lagaði þetta til um þrjá daga. En það getur verið að þær byrji samt að bera fyr. Ég verð allavegana í startholunum frá 20. apríl. Ég fer í frí 20 apríl, til 8. maí. Vinn svo í eina viku, og fer svo aftur í frí 16-29 maí. Vona bara að ég verði orðin góð í hnénu. Ég fór til læknis í dag, í þriðju sprautuna. Það gekk vel. Hann ætlar að láta þrjár sprautur nægja, því þær hafa ekki haft nein áhrif ennþá, og gera þarafleiðandi ekkert gagn. Ég á svo að koma aftur eftir mánuð, því ef ég verð ekki orðin góð þá, þá ætlar hann að gera aðra aðgerð (speglun). Er samt orðin smeik um að ég verði ekki orðin góð í sauðburðinum, og það verður svekkjandi. Það er alveg að líða ár frá því að þetta gerðist með hnéð. Ég spyr mig, hef ég þolinmæði í þetta ?? Nei það hef ég ekki. Ég átti slæman dag í dag, eins og í gær. Ég fór í sveitina, og tók Þórhall og Birtu með mér, til að gefa, og gera þá hluti sem þurfti. Ég er alveg endurnærð eftir sveitaferðina emoticon


Molinn kveður.

23.02.2011 22:34

:-(

Ég var að vinna til klukkan að verða hálf níu í kvöld. Ég átti ekki sérstakan dag í dag. Var með mikla verki í hnénu og upp lærlegginn. Ég var að hugsa um að fá að fara heim, en ég beit á jaxlinn. Ég fer í sprautu á morgun.
Ég fór ekki í sveitina í dag. Það voru 7 egg. Þær eru í góðum gír hænurnar.

Molinn kveður.

21.02.2011 18:33

Góð helgi að baki

Við eyddum helginni í sveitinni, fórum fyrir hádegi og komum heim um kl. 18, báða dagana. Þórhallur og Birta komu á laugardaginn til okkar, og Þórhallur grillaði. Það var alveg æðislegt að fá grillmat. Simmi, Helga, Oggi, Áslaug og Sverrir borðuðu með okkur. Á sunnudaginn eldaði ég saltkjöt í sveitinni, og gerði kartöflustöppu með. Guðrún Helga fór svo í gær suður.
Það komu 6 egg í gær.
Semsagt mjög góð helgi. Ooohhh svona eiga helgarnar að vera. Hlakka svo til í vor.
Tveir mánuðir og tveir dagar.
Uuu myndir, já búin að setja inn.
Sprauta númer þrjú, á fimmtudaginn emoticon


Molinn kveður.

18.02.2011 19:31

Jæja, helgin mætt

Jæja nú er seinni dagurinn í vikunni kominn, það er föstudagur.
Engin vinna hjá mér á morgun.
Guðrún Helga kom norður í gær, og ætlar að vera þangað til á sunnudag.
Ómar Snær er hjá okkur þessa helgi.
Við verðum meira og minna í sveitinni alla helgina. Ég ætla að grilla á morgun, lambakjöt, og steikja kartöflur.
Hænurnar eru farnar að verpa 2-3 eggjum á dag.
Tveir mánuðir og fimm dagar.

Molinn kveður.

15.02.2011 22:32

Ánægð, ég

Jæja stóri dagurinn, hann var í dag. Það var talið í kindunum, og það kom mér á óvart. Við erum með 20 fullorðnar, og af þeim eru 4 þrílembdar, 15 tvílembdar og 1 einlembd. Svo erum við með 20 gimbrar (gemlinga), og af þeim eru 1 þrílembd, 3 tvílembdar, 14 einlembdar, 1 með dautt og 1 geld. Glæsilegt það maður. Það fæðast þá 66 lömb, að öllu óbreyttu.
Guðrún Helga gerði sér ferð norður til þess að vera viðstödd og hún fer aftur suður í fyrramálið. En það munaði nú ekki miklu, að við kæmum of seint í sveitina, til þess að fylgjast með. Guðrún var komin rétt fyrir kl. tvö, og ég var að vinna til kl. hálf þrjú, og við vorum komin úteftir rétt um kl. þrjú. Alveg stress ferð, til þess að ná, EN NÁÐUM.
Guðrún kemur svo aftur á fimmtudaginn, og verður fram á sunnudag.
Það koma svona 1-3 egg á dag.

Molinn kveður sæll og ánægður.

14.02.2011 22:36

Bíó

Ha, ha, ha.
Við hjónin drifum okkur í bíó í kvöld. Við sáum myndina Klown. Hún var mjög góð. Mörg, ha, ha, já  mjög mörg vandræðanleg atriði. Við höfum lengi ætlað að fara í bíó, en ekki látið verða að því.

Vonandi verður talið í kindunum í vikunni emoticon

Molinn kveður.

13.02.2011 20:53

Sveitin góða

Hæ, hæ !
Jæja þá er þessi helgi á enda komin. Við erum búin að vera í sveitinni alla helgina. Júlli og Siggi voru hjá okkur. Ég eldaði gúllas í gær, og grillaði hrefnukjöt í dag. Þegar ég ætlaði að fara að grilla í dag, þá voru báðir gaskútarnir okkar (sem við fórum með) tómir. Sverrir bjargaði mér, og lánaði mér gaskút, þannig að ég gæti grillað. Hann er alltaf að redda okkur. Ég fór líka með steikingarpottinn, svo við gætum borðað franskar kartöflur með kjötinu. Þetta var alveg yndælis máltíð.
Þórður er og verður alltaf snillingur. Hann smíðaði í dag, klaufasnyrtistól. Nú er ekkert mál að klippa klaufirnar á kindunum. Þeim er skellt í stólinn og svo eru klaufirnar klipptar. Ég tók myndir af þessu, og er búin að setja þær hér inn.
Það er búið að vera svo mikið vor núna um helgina. Æðislegt veður. Við settum kindurnar út báða dagana. Þær eru ánægðar með það. Hlakka mikið til vorsins. Tveir mánuðir og tíu dagar.
Af hænunum er allt gott að frétta. Það komu tvö egg í gær, og þrjú í dag.

Molinn kveður.





10.02.2011 22:09

Sprauta

Ég var í sprautu númer tvö, af fimm, í morgun. Ég á að mæta í þriðju sprautuna, 24 febrúar. Ég held að það sé búið að stinga svona sjö sinnum, inn í hnjáliðinn. Ég ætla rétt að vona að þessi meðferð hafi einhver áhrif á mig. Þá meina ég góð áhrif.
Ég er búin að fá mér nýja vekjaraklukku hringingu í símann. Það er haninn að gala. Ég er búin að stilla símann, og í fyrramálið vakna ég við hanagal. Ha, ha.
Það er ein hæna búin að læra það að fara í varpkassann til að verpa. FRAMFÖR. Ég er líka alltaf að reyna að kenna þeim það.

Molinn kveður.

09.02.2011 21:07

Vanaföst

Kvöldið !!!
Ég er með útvarp á eyrunum allan daginn í vinnunni. Ég hlusta alltaf á Svala og félaga frá kl. 7-10 og svo hlusta ég á Bylgjuna frá kl. 10, og þangað til ég er búin að vinna. Í morgun heyrðist hvorki í Fm 957 eða Bylgjunni. Ég þurfti að hlusta á aðra RÁS. Ég valdi rás 2, og mikið rosalega er ég vanaföst. Mér fannst heimurinn vera að farast að geta ekki hlustað á það sem ég er vön. Mér fannst þessi rás ekki skemmtileg. Lögin allt önnur. Ég var alltaf að fikta í útvarpinu og athuga hvort rásirnar kæmu ekki inn. Það var svo eitthvað rúmlega átta, sem þær komu inn. Og mikið rosalega var ég fegin. Allt annað líf. Svona er nú Birgitta furðuleg.
Ég fór í sveitina eftir vinnu. Ég er alltaf mikið að spá í hænurnar núna. Ég er nefnilega að kenna þeim að verpa í varpkassana. Það var eitt egg á gólfinu þegar ég kom. Ég sá svo, að það var ein hæna sem var orðin svo ókyrr. Hún hljóp um allt og hinar gogguðu í hana og gáfu henni engan frið. Ég setti hana upp í kassann, og hún verpti um leið og hún kom þangað. Hún var smá stund þar, fór svo niður á gólf, og var miklu rólegri. Hinar hænurnar létu hana alveg í friði. Þær hljóta að fara að fatta það, að þær fá frið í varpkassanum. Eftir nokkra stund, þá sá ég aðra hænu vera svona ókyrra, hlaupa um allt, og hinar að gogga í hana. Ég tók hana og setti í varpkassann. Hún var fegin því og var alveg róleg þar. Hún var líklegast búin að vera þar þrjú korter, þegar ég fór. Þannig að það verður líklegast komið egg í kassanum á morgunemoticon  Tvö egg í dag.

Molinn kveður.

08.02.2011 22:46

BROSKARL :-)

Jæja, þá er þessi dagur á enda kominn.
Ég fór í sveitina í dag, eftir vinnu. Maður hleður batterýið þar. Verður alveg endurnærður. Það voru tvö egg emoticon
Jæja það er sprauta númer tvö, í hnéð, núna á fimmtudaginn.
Siggi og Júlli koma um helgina til okkar.

Molinn kveður.

07.02.2011 21:34

Sveitin góða

Hæ, hæ !!
Ég skrapp í sveitina eftir vinnu hjá mér. Ég stoppaði þar í tvo og hálfan tíma. Það var ekkert egg í dag. Ég myndaði hænurnar, og á eftir að fara yfir þær myndir. Er að gera nafnspjaldið klárt.
Það fer svo að líða að því, að telja í kindunum. Það verður núna í febrúar. Það verður spennandi. 
Magga svilkona, hefði átt afmæli í dag. Blessuð sé minning þín elsku Magga.

Molinn kveður.

06.02.2011 20:08

Hænurnar

Halló !!
Jæja, þá er þriðja eggið komið. Þær ætla að standa sig vel. Ég var að fylgjast með þeim, þegar ég sá að ein hænan var orðin svo ókyrr og hljóp út um allt. Hinar hænurnar voru alltaf að gogga í hana og létu hana ekki í friði. Mig grunaði að hún væri að fara að verpa, og setti hana upp í einn varpkassann. Hún var þar smá stund, en fór svo aftur á gólfið, og fékk engann frið þar. Hún fór út um allt, þangað til hún gat varla gengið, vegna þess að hún var alveg að fara að verpa. Ég setti hana þá aftur í varpkassann, og hún var þar þangað til eggið kom. Ha, ha. Það var fyndið að fylgjast með henni. Hún fór svo aftur niður á gólfið, og þá létu þær hinar, hana í friði. Það er þá komið þriðja eggið á þrem dögum.
Já við vorum í sveitinni í nokkra klukkutíma, og það er ekkert smá gaman að dunda sér þar, eins og ég hef oft sagt.
Nú erum við að fara að gefa öllum hænunum nafn, og nafnspjald. Þær verða nú að fá að heita eitthvað. Ég á bara eftir að mynda fjórar hænur og gefa þeim nafn emoticon
Við Þórður keyrðum svo Eyjafjarðarhringinn, í lok dags.
Tveir mánuðir og 17 dagar emoticon

Molinn kveður.

05.02.2011 21:38

Gaman, gaman

Kvöldið hér !!
Við Þórður fórum í vinnu kl. 6 í morgun. Við unnum til kl. hálf eitt. Reyndar hann í sinni vinnu, og ég í minni. Ha, ha.
Við skruppum svo til Ogga í Rauðalæk, og stoppuðum þar smá stund. Síðan fórum við í okkar bú, og dunduðum okkur þar. Ég bakaði vöfflur handa okkur.
Þórhallur, Birta og Alex komu, og litu á búskapinn, og fengu sér vöfflur og kakó.
Svo komu Sverrir, Almar og Oggi og fengu sér vöfflur og kaffi.
Svo verð ég að segja ykkur að það kom egg númer tvö í dag. Jibbí, jibbí. Nú fer þetta allt í gang.
Ooohh það er svo gott og gaman að vera í sveitinni.
Ég setti inn myndir

Molinn kveður.

04.02.2011 20:18

Ein frekar montin núna

Kvöldið hér !!
Jæja þar kom að því !!!!!  Fyrsta eggið kom í dag. Hænurnar eru rétt tæplega 5 mánaða. Þær komu úr eggjunum í kring um 12. september á síðasta ári. Haninn er mjög stoltur af þeim. Þær eru ekki farnar að fara upp í varpkassana, en það hlýtur að koma hjá þeim. Eggið var á gólfinu. Það er  spennandi tími frammundan.
En samt skrítið, að í gær fór ég í hanakambsmeðferð, og í dag kom fyrsta eggið. Haninn er enn með sinn kamb, og hann er að verða mjög flottur.
Ég er að fara að vinna á morgun, og ég er að vona að það gangi vel. Verðum vonandi búin um hádegi. Svo verður farið í sveitina góðu.

Molinn kveður.



Ein voðalega montin



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

6 mánuði

15 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

8 mánuði

17 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

2 mánuði

15 daga

Tenglar