Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Today's page views: 223
Today's unique visitors: 19
Yesterday's page views: 875
Yesterday's unique visitors: 50
Total page views: 908298
Total unique visitors: 47936
Updated numbers: 18.4.2024 07:17:49

Blog records: 2011 N/A Blog|Month_4

24.04.2011 22:48

Annar pakki opnaður

Nú er hún borin þessi sem ég er búin að vera að vakta, og átti ekki tal fyrr en 27. apríl. Það var hún Gríma, og hún átti tvær sv.fl. gimbrar. Hún bar í dag. Þetta eru alveg gullfallegar gimbrar. Þannig að núna eru tvær búnar að bera, og komin fjögur lömb. Næsta á tal 1. maí. Ég veit nú ekki hvort hún ber svona fyrir tímann eins og þessar tvær. Ég er búin að sofa fjórar nætur í sveitinni og vakta þær á þriggja tíma fresti á nóttu sem degi. Nú er ég í smá fríi, og ætla að sofa heima í nótt. Við förum svo strax í fyrramálið í sveitina.
Ég sauð siginn fisk í hádeginu í gær, og sauð svo saltfisk í kvöldmatinn. Í dag ætlaði ég að grilla, en það var svo mikið rok að ég eldaði það í raspi í staðinn.
Já það var svo mikið rok að við Sverrir tókum netið af trampólíninu og settum það inn í húsbíl. Það hefði getað farið illa. Það verður svo sett aftur á þegar veðrið batnar.
Ég er búin að setja inn myndir.

Molinn kveður.

22.04.2011 21:51

Fyrsti pakkinn opnaður

Ég er búin að opna fyrsta pakkann. Það fæddust tvö lömb í morgun, hrútur og gimbur, bæði hvít. Ég fór út um kl. 2 í nótt, og aftur kl. 5 og sá ekkert á henni. Ég fór svo aftur út kl. 8, og þá var hrúturinn að spítast út. Ég skrapp svo í hjólhýsið til að segja Sigga að klæða sig og koma. Ég hef ekki verið nema svona tvær mín. og þegar við komum út aftur, þá var gimbrin að spítast út. Ég missti af þessu öllu, en svona á þetta að vera hjá þeim. Ekkert vandamál.
Tristan og Róbert komu um kl. 10 í morgun og voru hjá okkur í dag. Ég skrapp svo í bæinn og skilaði þeim, og Sigga, og ég tók Júlla með mér til baka í sveitina. Við Júlli ætlum að gista í hjólhýsinu í nótt og næstu nótt.
Úff ég eldaði læri í kvöldmatinn, og ég er ennþá södd. Þórður, Simmi, Sigrún, Sverrir, Þórhallur, Birta, Júlli og ég borðuðum. Ég steikti fisk í gær. Við gerum varla annað en að borða. ÚFF.  Ég er með svo fína aðstöðu hér. Ég er svo montin með þetta allt. Nú bíð ég eftir því að önnur beri. Þessi sem bar í morgun átti tal 26. apríl. Þessi sem ég bíð eftir, á tal 27. Ég held að hún beri í nótt, eða á morgun.
Jæja ég ætla að kíkja út áður en ég fer að sofa. Ég setti ekki myndir inn í dag, en reyni að setja þær inn á morgun.


Molinn kveður.

21.04.2011 21:06

Flutt í sveitina

Ég flutti í sveitina í gær. Ég er byrjuð að vakta féð, þó svo að sú fyrsta eigi ekki tal fyrr en 26.apríl. Siggi Tumi er hjá mér, og gistir líka. Hann kom í gær, og fer á morgun. Þá kemur Júlli og verður hjá mér um helgina. Siggi er mjög góður, og svaf mjög vel síðustu nótt.
Við keyptum trampólín, og það var sett upp í dag. Þórhallur og Birta komu og settu það upp. Þeim var að vísu hjálpað við það. Siggi Tumi var svo spenntur þegar verið var að setja það upp. Hann er búinn að hoppa mikið á því, og hoppar áreiðanlega líka á morgun.  Þórður var hjá okkur í dag. Simmi, Helga, mamma og pabbi komu líka.
Sauðburður er hafinn á Rauðalæk. Við skruppum þangað í dag, og yndislegt að finna lyktina af lambinu. Hlakka til þegar þetta byrjar hjá okkur.
Það kviðrifnaði ein gimbur í dag. Hræðilegt að sjá hana svona greyið.
Jæja ég ætla að kíkja í húsin áður en ég fer að sofa.
Set kanski inn myndir á morgun, frá deginum í dag.


Molinn kveður.

18.04.2011 11:22

8 dagar :-)

Jæja nú er þessi frábæra matarhelgi búin. Við fórum í tvær, já eiginlega þrjár fermingarveislur um helgina. Það var verið að ferma Björgu, dóttir Inga Rúnars og Hildar Salínu, á laugardaginn og svo líka tvíburasysturnar þær Margréti og Sigríði, dætur Guðrúnar Olgu Baldvinsdóttur og Stefáns Héðinssonar, á sunnudaginn. Ég þurfti EKKERT að elda þessa helgi. Takk fyrir mig. Nú eru búnar þrjár veislur af fimm. Það á svo að ferma Hlyn Frey systurson minn, og Júlla okkar, 30 apríl. Þá verður sauðburður væntanlega byrjaður, og það verður að koma í ljós hvort það verði tími til að skjótast á Krókinn í veislu.


Ríkey Lilja Steinsdóttir, fermdist 9.apríl



Björg Ingadóttir, fermdist 16.apríl


 
Sigríður Lára og Margrét Lilja Stefánsdætur, fermdust 17.apríl



Hlynur Freyr Einarsson, fermist 30. apríl



Júlíus Birkir Magnússon, fermist 30.apríl



Í dag verður Haraldur Skjóldal (Dalli) eins og hann var alltaf kallaður, kvaddur í hinsta sinn. Blessuð sé minning þín elsku Dalli minn.


Haraldur Skjóldal (Dalli)



Nú fer að styttast í pakkana. Við skulum segja að það séu innan við 8 daga í þá emoticon
Þær eru orðnar frekar þungar á sér.

Molinn kveður.


15.04.2011 14:52

11 dagar :-)

Ég fór með bílinn (jeppann) í skoðun í dag, og hann rann í gegn og er komin með 12 á númerið. Það er nú gott að þurfa ekki að fara með hann í endurskoðun. Ég vildi að ég væri svona eins og jeppinn, að fljúga í gegn, en það er nú annað. Ég þarf alltaf að fara aftur og aftur (til læknis). Er búin að fá endurskoðun mánaðarlega í eitt ár, og það er ekki búið enn. Ég fer 28. apríl, í sterasprautu.
Ég er að undirbúa flutning í sveitina. Ég flyt 19-20 apríl. Siggi og Júlli gista hjá mér þar, helgina 22-24 apríl. Árdís og Kristófer koma svo í lok apríl, og verða til 5. maí.  Dagur og Jökull koma 28. apríl, og verða nokkrar nætur. Svo fæ ég vinnumann, Hlyn frænda minn á Sauðárkrók. Hann ætlar að koma 1. maí, og vera í nokkra daga. Já og svo kemur AUÐVITAÐ Guðrún Helga. Það verður fjör í sveitinni.
Við förum í tvær fermingarveislur um helgina. Það er verið að ferma Björgu Ingadóttir á laugardaginn, og svo er verið að ferma frænkur mínar á Sauðárkrók þær Sigríði og Margréti, á sunnudaginn. Nóg að gera við það að snæða.

Molinn kveður.


11.04.2011 21:30

15 dagar

Jæja, það er búið að gera mikið um helgina. Það er búið að undirbúa fyrir sauðburðinn. Smíða stíur og garða. Og nú geta þær byrjað að bera haha. Það eru nú samt 15 dagar í það. Það er líka búið að gera hjólhýsið flott. Allt í góðum gír.
Við fórum í fyrstu fermingarveisluna, af fimm. Ríkey Lilja var að fermast á laugardaginn.
Júlli og Siggi voru hjá okkur um helgina.
Guðrún Helga kom á fimmtudaginn, og fór í dag suður.
Ég er enn að berjast við þetta hné. Ég fer í sprautu um mánaðarmótin. 1. sprautan eftir aðgerð. Það verður svo önnur, aftur um mánaðarmótin maí -  júní. Svo veit ég ekki hvað verður. Það er ágætt að fá deyfingu fyrir sauðburðinn. Þá get ég vonandi gert eitthvað emoticon

Molinn kveður.

06.04.2011 08:13

20 dagar :-)

Nú er ég að reyna að jafna mig í fætinum. Það gengur nú frekar hægt. Ég ætla svo að vona að ég verði orðin betri þegar sauðburðurinn byrjar. Spenningurinn er að ná hámarki hjá mér, það eru 20 dagar, og ég mundi segja 20 dögum of mikið, þangað til að við förum að opna pakkana :-)
Það eru komnir stórir bobbar undir Tabbý, og hún á ekki að bera fyrr en 2. maí. Hún undirbýr sig vel, enda eru þrju í henni og hún þarf að mjólka vel. Það er komið langmest undir hana, af öllum.


Molinn kveður.

02.04.2011 19:28

Stutt í sauðburð

Þá er ég búin í aðgerðinni. Ég sofnaði kl. 8:25 og vaknaði kl. 8:55. Svaf bara í hálftíma eins og síðast. Hún gekk vel, en ekki lítur hnéð vel út. Ég fór í speglun 13. ágúst á síðasta ári, og svo aftur núna 1. apríl. Það er orðið miklu meira slitnara núna, og það eru bara liðnir tæpir átta mánuðir. Hvernig verður það eftir aðra átta mánuði ??  Ég held samt að læknirinn ætli að sprauta sterum í það ca. tvisvar sinnum, og ef það batnar ekki, þá lætur hann mig á biðlista fyrir gerfihné. Bara gaman hjá mér frammundan, eða þannig.
Helgi Björns skemmti mér með söng sínum (Reiðmenn vindanna) meðan ég var að sofna, og hann var enn að syngja þegar ég vaknaði. Þau spiluðu báða diskana með þeim. Guðrún Helga það var gaman, hahaha.
Heilsufarið hjá mér er bara ágætt. Svipað og þegar ég fór síðast í speglun.
Við Þórður og Ómar skruppum á Krókinn í dag. Ég fór á jarðarför, og Þórður fór með Ómar í heimsókn til Einars á meðan. Við keyrðum svo í Fljótin. Alfreð frændi minn, var jarðsettur þar. Við fórum svo heim, og keyrðum í gegnum Siglufjörð og þá leiðina.
Það styttist í sauðburð, bara 24 dagar og kanski styttra, ef þær bera eitthvað fyrr.

Molinn kveður.

  • 1


clockhere

Name:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Cell phone:

820-7756

Birthday:

23. júlí, 1962

Address:

Möðruvellir 3

Location:

Hörgársveit

About:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

event has passed

12 year

7 months

4 days

Haukur Nói, kom í heiminn

event has passed

9 year

9 months

6 days

Birgitta Ósk, kom í heiminn

event has passed

2 year

3 months

4 days

Links