Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 587
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 2322
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 912032
Samtals gestir: 48115
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 08:29:32

Færslur: 2014 Október

18.10.2014 11:38

Lömb og hrútar tekin á hús

Við tókum líflömbin og hrútana á hús, 16. október. 
Tommi á Syðri-Reistará kom og klippti fyrir okkur í gær, 17. okt.
Hann var ekki lengi að svifta þeim úr. Hann var um 3 tíma að klippa 70 stk.


Þetta er dágóður hópur. Við setjum 50 gimbrar á. 
Þær raða sér vel á garðann.


Sumar verða vel doppóttar. Þetta er Rúrí (lambadrottningin) undan Ponsu og Blossa.


Þetta er Krubba, undan Kríu og Radix


Það er líf og fjör á Möðruvöllum 3
Hér eru þau Sigrún, Júlli, Einar, Huginn og Bjössi. 

Komnar inn myndir og myndband


Molinn kveður




17.10.2014 13:14

Gimbrar undan sæðishrútum

Við fengum 5 gimbrar, undan sæðishrútunum, í vor. Tvær undan Dolla, eina undan Garra og tvær undan Snævari. Við settum þær allar á og hér koma þær.


14-160 Della. Hún er tvílembingur undan Dolla og Furu


14-161 Dolla. Þetta er systir hennar og þá undan Dolla og Furu


14-152 Sjana. Hún er tvílembingur undan Garra og Snotru. Það var hrútur á móti henni.


14-151 Tætla. Hún er einlembingur undan Snævari og Dimmý


14-156 Golma. Hún er einlembingur undan Snævari og Rannsý.



Molinn kveður






17.10.2014 12:47

Hrútar

Hér koma hrútarnir tveir, sem ég átti eftir að mynda, þá Bekra og Eros. Þeir eru báðir frá okkur.


14-574 Eros. Hann er einlembingur undan Tuggu gemling og Radix. Radix fór á sæðingastöðina í sumar


14-573 Bekri. Hann er einlembingur undan Pjökk gemling og Ebita félagshrút.

Þá eru komnar myndir af öllum hrútunum okkar, sem eru ásettir í vetur.

16.10.2014 20:54

Flokkari

Við fengum okkur flokkara í haust. Þvílíkur munur að renna kindunum í gegnum hann. Við rákum inn í dag til að taka lömbin á hús. Kindurnar voru rétt komnar inn þegar við flokkuðum þær út aftur, frá lömbunum. 


Hér renna þær í gegnum flokkarann. 


Simmi að flokka. Ær sem fer út.


Lamb sem fer inn.


Restin að renna í gegn. Þórður, Helga og Simmi

Þetta sparar aldeilis vinnu. Við vorum enga stund að flokka féð.


Molinn kveður



16.10.2014 09:07

Kálfar

Nú eru komnir tveir kálfar í viðbót. Þeir eru fæddir í september. Eins og ég skrifaði í bloggi 27. júlí þá fengum við tvo kálfa í júlí. Við verðum með 6 kálfa í vetur. Tvo ársgamla síðan í júlí og svo þessa fjóra, (tvo síðan í júlí og tvo síðan í september).


Þetta er Dagur. Hann fæddist 6. september

Og þetta er Jökull. Hann fæddist 14. september.

Þeir eru líka frá Helga og Röggu Möggu, á Syðri-Bægisá, eins og allir hinir.


Siggi og Bjössi eru ársgamlir síðan í júlí


Einar og Júlli hafa nú stækkað aðeins. Þeir eru síðan í júlí


Jökull að sleikja Bauk, og Baukur er að fíla það í botn.

Molinn kveður




15.10.2014 08:53

Huginn

Eins og ég skrifaði í bloggi 19. september, þá er Huginn litli búinn að vera á sjúkrahúsi síðan 13. september. Hann er búinn að vera mikið veikur og vart hugað líf um tíma. Við fórum í sjúkraflugi suður, 15. sept. Hann er búinn að vera á Barnaspítala Hringsins, ýmist á gjörgæslu eða barnadeildinni. Við komum norður í sjúkraflugi, 10. okt. Fórum þá á barnadeildina á sjúkrahúsinu á Akureyri. Í gær, 14. okt. þá útskrifaðist hann og við vorum sameinuð á ný á MÖÐRUVÖLLUM 3,  þá búinn að vera á sjúkrahúsi í mánuð. Hann er svo ótrúlega sterkur elsku litli gullmolinn.


Hér erum við í góðum gír á Möðruvöllum 3


Búin að kíkja aðeins á kindurnar.

Vonandi á eftir að ganga vel hjá okkur emoticon

Við Huginn erum ALVEG búin að missa af haustinu, allt í einu kominn vetur. En það kemur haust á næsta ári emoticon


Molinn kveður




13.10.2014 11:43

Hrútar

Við erum búin að kaupa fjóra lambhrúta. Fjóra setjum við á frá okkur og svo eigum við tvo fullorðna. Við verðum með 10 hrúta í vetur.

14-577 Bæsi, er frá Helga og Röggu Möggu S-Bægisá

Hann var 47 kg.
Ómvöðvi 33
Ómfita 3
Lögun 5
Fótleggur 110
Stigun: haus 8 
Háls og herðar 8
Bringa og útl. 8,5
Bak 9
Malir 8,5
Læri 18
Ull 7,5
Fætur 8
Samræmi 8
Alls stig 83,5


14-575 Geir, er frá Ogga og Áslaugu á Myrká


14-572 Drýsill, er hrútur frá okkur. Hann er tvílembingur undan Dolla sæðishrút og Tanju. Við létum ekki stiga hann. 


14-571 Nagli, er líka frá okkur. Hann er tvílembingur undan Dal sæðishrút og Skrúfu, sem er gemlingur. Þessir tveir, undan Dal og Dolla, eru búnir að vera í uppáhaldi hjá mér, frá því að þeir fæddust. Hann var ekki stigaður. Við létum ekki stiga lömbin í haust.

Ég var búin að setja inn mynd, af tveimur hrútum,  í bloggi 3. og 4. okt.
Ég á svo eftir að taka mynd af tveim lambhrútum sem við settum á, þá Bekra og Eros. Þeir koma inn seinna.


Þetta eru svo þeir Garri og Blossi, fullorðnu hrútarnir okkar. Þessa mynd tók ég í ágúst.

249 lömb voru vigtuð. Meðalþungi á fæti var 46,2 kg.

Við erum búin að senda 178 lömb í slátur. 
Meðalfallþungi var 18,8 kg.
Gerð 9,74
Fita 7,5
Og kjötprósentan var 41,39

Okkur vantar ennþá eina veturgamla, sem var lamblaus (hætti við að bera í vor) og tvö lömb sem skiluðu sér ekki af fjalli. Okkur vantar líka eitt lamb sem kom af fjalli en finnst ekki hjá okkur. Frekar skrítið. Þrír möguleikar í stöðunni með það. 1. Það hefur stokkið af vagninum á leiðinni heim, 2. Það liggur dautt, einhverstaðar í felum í hólfinu, 3. Það hefur sloppið úr hólfinu og farið eitthvað. Mjög dularfullt mál. 


Molinn kveður

04.10.2014 21:03

Hrútadagur í Fljótum


Við fórum á hrútadaga í Fljótum, í dag. Við keyptum þennan forystuhrút, af Jóni og frú, á Þrasastöðum. 

Það var gaman að fara þangað. Mjög flott fé, glæsilegar veitingar og ekki skemmdi það að hitta gamla sveitunga sína. 

Ég setti inn nokkrar myndir frá deginum emoticon



Molinn kveður.




03.10.2014 21:19

Tónleikar


Þennan hrút vorum við að kaupa. Hann kemur frá Litla-Hofi í Öræfasveit.

Hann var 43 kg.
Ómvöðvi 36
Ómfita 2,7
Lögun 5
Fótleggur 105
Stigun: haus 8 
Háls og herðar 8,5
Bringa og útl. 9
Bak 9,5
Malir 9
Læri 18
Ull 8
Fætur 8
Samræmi 8
Alls stig 86


Þessi gimbur er heimalingurinn okkar. Hún fór á fjall 7. júlí. Hún var 34 kg. þegar hún kom af fjalli. Ég held að hún hljóti að vera búin að bæta á sig nokkrum kílóum. Það kemur allavegana í ljós í næstu vigtun. 
Þessi litli hrútur er litli heimalingurinn frá Jósavin, sem fæddist í byrjun júlí. Hann hefur nú stækkað aðeins, síðan ég setti myndir af honum inn í bloggi 24. ágúst.



Haldið þið ekki að sú gamla hafi skellt sér á tónleika með goðinu mínu, Helg Björns, í gærkvöld, á Græna Hattinum. 
Það var þannig að Guðrún Helga tók þátt í facebook leik og ætlaði sér að vinna miða fyrir mig. Svo voru nokkrir sem tóku þátt með henni, til að auka líkurnar á að fá miða. Mamma var ein af þeim og var svo dregin út. Ég tók frænku mína með, hana Guðnýju Helgu. Takk æðislega fyrir mig, Guðrún, mamma, Guðný og þið sem tókuð þátt í leiknum  emoticon emoticon emoticon emoticon  Þessir tónleikar voru ÆÐISLEGIR. 
Fyrstu og vonandi ekki þeir síðustu tónleikar sem ég fer á emoticon


Molinn kveður





01.10.2014 21:34

Drífa


Þetta er Drífa 09-020. Við keyptum hana 2009 af Helga Steinssyni Syðri-Bægisá.
Hún er mjög frjósöm. Á fimm árum er hún búin að eiga 14 lömb. Þau fæddust öll lifandi nema eitt. Öll hafa þau verið væn af fjalli.



Þetta eru gemlingslömbin hennar 2010. Þau voru bæði sett á. Hrútnum var lógað haustið 2010
Gimbrin varð þriggja vetra (Snegla). 


Þegar hún var tveggja vetra, 2011, eignaðist hún þennan hvíta hrút og kom líka með dautt lamb/fóstur. Við vöndum þennan mórauða hrút, undan Brák, undir hana.
Þessum hvíta var slátrað um haustið.




Þriggja vetra, 2012 var hún þrílembd. Gimbrarnar voru settar á og eru enn til (Purka og Melka), en hrútnum var lógað. Hún gekk með þau öll þrjú.




Fjögurra vetra var hún þrílembd. Hvítu gimbrinni var slátrað, flekkótta gimbrin var sett á (Skrukka) og hrúturinn seldur til Ólafsfjarðar. Hún gekk með gimbrarnar en hrúturinn var vaninn undir Eik.





Fimm vetra, núna í vor, var hún fjórlembd. Hún gekk með gimbrarnar, sem eru á tveim fyrstu myndunum. Hrúturinn var vaninn undir Módísi og gimbrin á neðstu myndinni var vanin undir Elvý. Ég á eftir að mynda hana, þessi mynd er síðan í vor.

Þetta er hörku kind.

Ég tók nokkrar myndir í dag og í gær og er búin að setja þær inn.


Molinn kveður.






  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

6 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

8 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

6 daga

Tenglar