Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Today's page views: 1059
Today's unique visitors: 58
Yesterday's page views: 1048
Yesterday's unique visitors: 61
Total page views: 910182
Total unique visitors: 48036
Updated numbers: 19.4.2024 09:48:48

Blog records: 2015 N/A Blog|Month_8

31.08.2015 20:48

Styttist óðum, 11 dagar

Nú styttist í réttirnar. Þær eru aðra helgi. Ég er orðin mjög spennt. Fer oft á kindarúntinn og sé stundum kindur sem ég hef ekki séð síðan þær fóru á fjall í vor. 


Ég sá þessi tvö á laugardaginn. Þetta er Ófeig með mjög stóran hrút. Hann á nú eitthvað eftir að bæta á sig þessa daga sem eftir eru


Alltaf er nú jafn fyndið að sjá þessi stóru lömb hendast undir mömmurnar og fá sér sopa. Þær takast alveg á loft að aftan


Þessi mynd er tekin 4. júní


Og þessi 29. ágúst. Hún hefur stækkað aðeins frá því í vor.

Ooohhh hvað verður gaman aðra helgi emoticon emoticon emoticon



Molinn kveður




26.08.2015 12:11

Hrútarnir okkar

Ég labbaði upp í fjallshólf í morgun til að kíkja á hrútana. Ég tók myndir af þeim, en þær eru nú ekki nógu góðar, því það var svo rennandi blautt grasið og þar af leiðandi voru hrútarnir frekar blautir


14-571 Nagli.   Ætt Nagla. Nagli-Skrúfa-Mörk-Botna. 
Faðir 09-861 Dalur


14-572 Drýsill.    Ætt Drýsils.  Drýsill-Tajna-Tabbý-Botna
Faðir 09-892 Dolli


14-573 Bekri.    Ætt Bekra.  Bekri-Pjökk-Ösp-Perla-Sæla-Botna
Faðir 13-388 Ebiti


14-574 Eros.   Ætt Erosar.  Eros-Tugga-Gríma-Tabbý-Botna
Faðir 10-931 Radix


14-575 Geir.  Frá Myrká
Faðir 12-560 Jarl  Móðir 07-013 Húfa


14-576 Örvar.  Frá Litla-Hofi í Öræfasveit


14-577 Bæsi. Frá S-Bægisá
Faðir 10-903 Hængur  Móðir 08-135


14-578 Greifi. Frá Þrasastöðum í Fljótum
Faðir 11-092 Chapplin  Móðir 11-225


Þetta er Tabbý. Hún var amma hans Drýsils og langamma hans Erosar. Hún var ömmusystir Nagla og langa,langaömmusystir Bekra


Þetta byrjaði allt hér. Hér er Botna (gemlingur)  formóðurin með Tabbý. Það eru mjög margar kindur sem við eigum undan þeim.


Drýsill, 26.08.15


Drýsill, 11.10.14


Nagli, 26.08.15


Nagli, 11.10.14


Þar sem ég var að ganga um fjallshólfið, rakst ég á þennan hrossagauksunga. Greyið litla. Ég held að hann verði ekki orðinn nógu stór til að lifa af og komast af landi brott, það er orðið svo áliðið. Mamman var hjá honum. 



Damian að bíða eftir skólabílnum. Honum finnst gaman að fara í skólabílinn og skólann. Alltaf jafn spenntur.


Skólabíllinn að koma með Damian heim

Myndir í albúmi emoticon



Molinn kveður




25.08.2015 22:36

Kindarúntur

Það er mjög skrítið að vera svona barnlaus á daginn. 
Ég fór á kindarúntinn í dag og var lengi, 3-4 tíma. Samt var tíminn alltof fljótur að líða. 


Hrútur undan Filmu og Bekra, tekið 19. maí


Og þessi mynd tekin í dag. Hann er orðinn svona stór núna.


Gimbur undan Eik og Ebita, tekin 21. maí


Og þessi mynd tekin í dag. Hún er orðin svona stór núna.



Molinn kveður


24.08.2015 22:53

Lífið er yndislegt

Nú er Damian byrjaður í skólanum. Hann fer með skólabílnum kl. 8 á morgnana og kemur aftur um kl. þrjú. Það er nú svolítið skrítið að vera ein heima á daginn. Það er samt ENGIN hætta á að mér leiðist. Ég hef nóg að gera emoticon
Á morgun ætla ég að fara á kindarúntinn og njóta þess í botn emoticon


Damian fyrir utan skólann sinn, Þelamörk


Snilld að hafa myndir af öllum lömbunum í símanum mínum. Nú get ég skoðað myndirnar hvar og hvenær sem er. Myndirnar eru 369  emoticon

Við skruppum í Baugasel í dag. Sigga, Anna og Svanberg fóru með okkur. Hitinn fór í 21 stig. Það er mjög skrítið að hafa svona hita. Frábær dagur. Vona að dagurinn á morgun verði heitur og góður.

Nokkrar myndir fóru í albúm.



Molinn kveður




20.08.2015 22:21

Skólasetning


Í dag fórum við Damian með skólabílnum, á skólasetningu Þelamerkurskóla. Hann var svo spenntur að fara í skólann með rútu. Hann stóð sig vel, bæði í rútunni og skólanum. Ég held að hann eigi eftir að standa sig vel í vetur emoticon


Kindarúntur, alltaf jafn gaman. Nú styttist óðum í réttir. Ég er orðin mjög spennt emoticon


Þetta er gimbur undan Brák. Brák var þrílembd, átti tvær gimbrar og einn hrút. Hrúturinn var vaninn undir Össu. Hún á að vera með tvær gimbrar, en er bara með aðra gimbrina. Vonandi er hin gimbrin á lífi. Það kemur í ljós eftir nokkra daga.




Molinn kveður





19.08.2015 08:10

Yndislegt líf

Hvar skal byrja ?


Þessi fallegi drengur heitir Damian. Hann verður 7 ára í desember. Hann kom í fóstur til okkar 1. júlí og verður í eitt ár. Hann er að hefja skólagöngu núna eftir helgi. Hann fer í annan bekk og skólinn hans er Þelamörk (sundlaugarskólinn eins og hann kallar hann). Vonandi gengur það allt vel hjá honum. 



Hér er búið að vera mikið fjör frá því í byrjun júní og til dagsins í dag. Sumardvöl, helgardvöl, dagpössun og ömmu og afabörn. Ég held að það séu um 20 börn sem hafa dvalið hjá okkur þennan tíma.


Þar á meðal voru það þessi ömmu og afa gull, Einar Breki og Haukur Nói 


Og þessi ömmu og afa gull, Dagur Árni og Jökull Logi


Ömmu og afa gull kom líka í smá heimsókn, hún Árdís Marín. 

Við söknum þess að hafa ekki séð tvö ömmu og afa gull í sumar. Ísabellu og Kristófer. Vonandi líður ekki langur tími þar til við hittum þau.


Vinir okkar, Dísa, Emil og krakkarnir komu í heimsókn 11. ágúst. Það er alltaf svo gaman þegar við hittumst. Þakka ykkur innilega vel fyrir komuna elsku fjölskylda. 
Dísa er með heimasíðu sem er http://isak.123.is  
Endilega kíkið á síðuna hennar emoticon   
það er svo merkilegt við okkar vinskap, að hann byrjaði á netinu. Bara í gegnum síðurnar okkar. Kinda, kinda kinda vinkonur. Það er svo gaman emoticon  


Þessir bræður fæddust 22. apríl. Móðir þeirra var að losa sig við þá, var í rauninni að láta og þeir fæddust nánast andvana. Okkur tókst að koma lífi í þá, en þessi flekkótti dó fljótlega. Þessi hvíti lifði þetta af, en eitthvað hefur hann skaddast í höfðinu greyið. Hann flokkast undir það að vera þroskaheftur. Við höfðum miklar áhyggjur af honum í vor hvort hann mundi hafa það af í sumar. Hann reygir höfuðið aftur og gengur í hringi. Hann gerir þetta aðeins ennþá. Hann er hér í fjallshólfinu og hefur það bara mjög gott. Honum hefur nú samt farið mikið fram. Hann heitir Hringur emoticon


Hann hefur heldur betur stækkað. Er áreiðanlega orðinn um 40 kg.


Þessir eru líka upp í fjallshólfi. Þetta eru hrútarnir okkar


Við fórum upp í fjallshólf til að athuga með ber. Það eru ENGIN ber núna í ár. Það er líka ekki búið að vera neitt sumar hér. 
Júlli, Damian og Tómas


Við förum reglulega á kindarúntinn. Við sjáum mismargar í hverri ferð. Hér er Þóra með tvo hrúta. Þeir eru nú ekki hausfríðir þessir. Þeir eru undan Garra og hann er kollóttur.

Eitthvað er ég búin að setja inn af myndum, en þær eru nú ekki margar. Ég hef ekki verið dugleg að taka myndir í sumar



Molinn kveður





15.08.2015 08:42

Heyskapur

Jæja góðan daginn hér. Þið sem hafið saknað mín hér, þá get ég sagt ykkur það að ég er á lífi emoticon  Það er búið að vera "stuð" hér í sumar. Mjög mikið að gera og þá meina ég mjög mikið og það í allt sumar. Það hefur ekki verið mikill tölvutími hér. 

Kindurnar fóru nánast allar á fjall. Hrútarnir og nokkrar kindur eru hér í fjallshólfinu. Við erum búin að fara nokkra kindarúntana í sumar. Þær eru mismargar sem láta sjá sig í hverjum rúnti. Lömbin eru svona þokkaleg. Mættu vera stærri. 


Nokkrar búnar að fá brauð

Við erum búin að heyja fyrri sláttinn. Það er samt spurning hvort við sláum aftur. Við þurfum mikla beit fyrir allt þetta fé. 
Fjallsstykkið var slegið 9. júlí og rúllað 17. júlí. 32 mjög stórar rúllur á því.
Frímerkið norðan við skjólbeltið var slegið 9. júlí og rúllað 17. júlí. 12 mjög stórar rúllur á því. 
Fjárhústúnið slegið 21. júlí og rúllað 27. júlí. 90 rúllur á því.
Syðsta stykkið okkar sem er sunnan við fjárhústúnið var slegið 23. júlí og rúllað 27. júlí. Það voru 40 rúllur á því.
Litla stykkið sunnan við prestfjárhúsin var slegið 24. júlí og rúllað 27. júlí og þar voru 11 rúllur.
Stykkið niður á engi var slegið 24. júlí og rúllað 29. júlí. 65 rúllur þar.
Alls eru þetta 250 rúllur. 
Svo eigum við rúllur síðan í fyrra sem hægt er að gefa með.
En það kemur fljótlega í ljós hvort við þurfum að slá aftur. Ekki hefur nú verið gott sumar hér. 

Ég ætla að láta þessa síðu lifna við, en læt þetta duga í bili.



Molinn kveður





  • 1


clockhere

Name:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Cell phone:

820-7756

Birthday:

23. júlí, 1962

Address:

Möðruvellir 3

Location:

Hörgársveit

About:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

event has passed

12 year

7 months

5 days

Haukur Nói, kom í heiminn

event has passed

9 year

9 months

7 days

Birgitta Ósk, kom í heiminn

event has passed

2 year

3 months

5 days

Links