Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 265
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 512
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 914790
Samtals gestir: 48302
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 11:20:39

Færslur: 2018 Nóvember

15.11.2018 21:01

Strumpastrætó








Nú erum við búin að kaupa 9 manna bíl. Ekki veitir af því við erum stundum fleiri en 5 á heimilinu og þá höfum við þurft að fara á tveim bílum ef við höfum þurft að fara eitthvað. Nú þarf þess ekki emoticon





Molinn kveður


14.11.2018 22:36

Sólarmegin í lífinu


Þórður var að versla, eins og eitt stykki sög


Verið að prufa. Hann er frekar ánægður emoticon


Við erum sólarmegin í lífinu. Sólin skein á okkur í dag, já bara okkur emoticon

Hrútaskráin er komin út og ég setti inn tengil hér til hægri emoticon





Molinn kveður


13.11.2018 20:44

Alsystur

Alsystur undan 10-030 Ellen og 11-211 Þrym. Keyptar frá Staðarbakka

12-326 Dúkka

12-327 Björt

 

Alsystur undan 05-031 og 10-377 B2 Keyptar frá Syðri-Bægisá

11-052 Fönn

11-053 Snæja

 

Alsystur undan 10-437 Delfí og 11-631 Baldri. Keyptar frá

Myrkárbakka

14-614 Lokka

14-615 Heiða

 

Alsystur undan 11-303 Stínu og 12-127 Jónsa

13-120 Orka

13-137 Þúfa

 

Þá eru komnar inn myndir af 4 pörum af alsystrum smiley

 

 


Molinn kveður

 

 

12.11.2018 19:49

Fjárhúslíf


Nú er byrjað að smíða inn í hlöðu, aðstöðu til að hafa kindur þar. Það verður líka notað á sauðburði. Þetta verður á grindum, þannig að það verður alltaf þurrt og fínt


18-412 Sónata. Nú er ég byrjuð að taka myndir af kindunum, til að prenta út og hafa í fjárhúsunum


Nói er alltaf svo flottur


Litfríð er alltaf til í klapp

Það eru 37 pör af alsystrum, í fjárhúsunum núna í vetur. Ég á eftir að setja myndir af þeim emoticon Ég geri það við tækifæri





Molinn kveður


11.11.2018 21:25

Fjárhúsgengið


Flottur hópur í gegningum í morgun. Allir að hjálpa til


Mamma Damians kom í heimsókn og fór með okkur í fjárhúsin





Molinn kveður


10.11.2018 20:45

Alltaf nóg að gera

Fjárhúsferð, sundferð og bíóferð í dag emoticon



Við fórum í bíó á jóla myndina The Grinch 2018








Molinn kveður


09.11.2018 20:48

Pizzuhlaðborð


Við fórum á pizzuhlaðborðið. Þvílíkar kræsingar í boði. Takk fyrir okkur 9. og 10. bekkur Þelamerkurskóla emoticon


Þessi verður einhverntíman góð. Hún er frekar óþolinmóð, að bíða eftir heyinu. Hún stekkur nánast alveg upp í garðann, af æsingi


Matartími emoticon


Þvílíka blíðan, dag eftir dag. Kominn 9. nóvember emoticon


Þetta ömmugull, bauð mér að koma á sýningu í leikskólanum. Gaman að sjá emoticon Takk fyrir elsku Haukur Nói minn emoticon





Molinn kveður


08.11.2018 20:44

Perluæði á heimilinu


Hann heldur enn haus, haha


Nú er perluæði á heimilinu. Nokkrar jólamyndir fá að fljóta með öðrum myndum. Krakkarnir eru að perla daginn út og inn og hafa gaman að


Hægt að perla flotta hluti emoticon





Molinn kveður


07.11.2018 20:40

Blessuð sé minning þín elsku frændi

Ég ætla að byrja bloggið á að minnast frænda míns, sem fannst látinn i gærkvöld í Reykjavík

Elsku Gummi minn hvíldu í friði. Blessuð sé minning þín


Óþolinmóðar mæðgur


Þeir braggast vel litlu stubbarnir



Þeir eru ekki vinir í augnablikinu


Kveðja úr fjárhúsunum emoticon


Týri er aðeins að átta sig á því að snjókarlinn er ekki eins ógnvekjandi og í gærkvöld, þegar hann gelti og gelti á hann. Hann er búinn að heilsa honum oft í dag





Molinn kveður


06.11.2018 20:34

Góður útivistardagur í dag


Ég fór með þau í (rörið) undirgöngin. Þeim fannst mjög skrítið að geta farið undir veginn. Svo kom bíll og keyrði yfir emoticon


Í undir-göngunum


Við gerðum þennan snjókarl


Gaman hjá þeim


Týri varð smeykur við hann og gelti að honum eins og óður væri


Smá föndur. Nú er algjört perluæði hér á þessu heimili. Það er verið að perla öllum stundum. Góð fínhreifing emoticon Þetta var sett við herbergishurðina hjá strákunum. Þeir eru saman í herbergi emoticon





Molinn kveður


05.11.2018 20:56

Fallegt veður






Já það var fallegt veður í dag


Ég heilsaði upp á elsku gullið okkar emoticon





Molinn kveður


04.11.2018 22:42

Filma


Já enn vantar 8 hausa af fjalli. Þetta er Filma sem rauk úr hóp og upp á fjall. Hún er á lífi og er ein að þvælast fyrir ofan girðingu á Myrká. Ég þyrfti að nálgast hana með brauðpoka og athuga hvort hún vilji ekki koma heim. Hún er frekar stygg og æðir eitthvað út í loftið ef einhver nálgast hana. Vonandi hættir hún því og sér að það er betra að koma heim





Molinn kveður


03.11.2018 21:47

Enn vantar 8 hausa af fjalli

Klippa og Þræta komnar heim í fjárhús


Gimbrarnar þeirra Þrætu og Klippu (þessar í ullinni)


Föndurstund emoticon


Þessi gullmoli er búinn að vera veikur í þrjár vikur. Núna er hann að verða frískur og þá er um að gera að heilsa upp á kindina sína. Þessi kind er bara gæf við hann emoticon





Molinn kveður


02.11.2018 22:26

Munið eftir að styrkja Björgunarsveitina


Eruð þið búin að styrkja Björgunarsveitina ? Ég er búin að kaupa tvo svona. Ekki veitir af því að styrkja þá.

Ég þurfti svona næstum því á þeim að halda í dag. Þannig var að Þórði datt í hug að arka inn á Myrkárdal og athuga um kindahóp sem hann var búinn að frétta af, að væru þar. Hann fór einn með Týra. Já hann fór einn. Hann var búinn að banna bræðrum sínum að fara einir inn á dal, en honum fannst allt í lagi að hann færi einn. Hann tók talstöð með sér, en þegar hann setti talstöðina í vasann, þá hefur hann óvart slökkt á henni, þannig að það var ekkert hægt að ná á honum (það er ekkert símasamband á dalnum). Hann gerði mig og fleiri hrædda. Hann kom þó með þessi 9 stk. Þegar hann var að koma með þær af dalnum, kom á móti honum góður vinur, Þorri. Hann hjálpaði honum með þær niður í rétt. Þeir rétt sluppu áður en það varð svarta myrkur

Við áttum 4 stk. af þessum hóp. Tveir gemsar með sitthvora gimbrina


Hér er hópurinn komin inn í fjárhúsin á Myrká emoticon

En elskan mín þú stóðst þig vel í dag emoticon Ég er ánægð að björgunarsveitin fékk ekki útkall emoticon Ég elska þig emoticon





Molinn kveður


01.11.2018 21:12

Lömbin bólusett

Helga Gunnarsdóttir, dýralæknir,  sprautaði lömbin gegn garnaveiki, í dag, 1. nóvember.




Gimbrarnar taka fóðrinu vel emoticon





Molinn kveður




clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

10 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

12 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

10 daga

Tenglar