Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1211
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 1212
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 874265
Samtals gestir: 46919
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 16:14:44

Færslur: 2020 Nóvember

15.11.2020 20:53

Gullmolar


Nú eru þessir gullmolar farnir heim til sín, eftir að vera búnir að vera hjá okkur í 13 daga emoticon  Ég er nú þegar farin að sakna þeirra. Yndislegt að fá að njóta þeirra emoticon


Gott veður dag eftir dag





Molinn kveður


14.11.2020 21:04

Syðsta húsið


Syðsta húsið tekið í dag og þá er búið að moka út úr öllu emoticon


Verið að nýta tímann saman áður en tveir fara heim á morgun





Molinn kveður


13.11.2020 20:53

Ömmu og afa gull


Afi með gullin okkar. Svakalega gott veður í dag

Flottir allir fimm emoticon

Verið að mála piparkökur

Allir með hríslur í byssuleik

Fallegt í Hörgársveit

Flottir strákar í flottu útsýni emoticon





Molinn kveður


12.11.2020 17:46

Góð útivera í dag


Í morgun


Þessir gullmolar eru duglegir að hjálpa okkur í fjárhúsunum á morgnana. Það þarf ekki að segja þeim hvað á að gera, þeir ganga bara beint í verkin emoticon

Þarna eru þeir að opna fyrir kindurnar


Verið að mála piparkökur









Við komum við hjá litla gullinu okkar emoticon Hann á stað í hjarta okkar allra emoticon


Útileikur emoticon





Molinn kveður


11.11.2020 20:36

Fallegt veður


Möðruvallakirkja í morgun


Akureyri í morgun


Ekki mikill snjór hjá okkur


Veturinn að skella á, komin smá föl


Það gengur vel hjá okkur. Þeir eru svo góðir að þeir fengu kinderegg sem umbun emoticon Það styttist svo í heimferð hjá þessum gullum sem eru búnir að vera hjá okkur í 9 daga emoticon Þeir fara heim á sunnudaginn 15. emoticon





Molinn kveður


10.11.2020 18:44

Lömb undan sæðingahrútum

Helmingur af gimbrunum sem settar voru á, eru undan sæðingahrútum, eða 17 gimbrar af 34 og 4 hrútar af 7 hrútum sem settir voru á. Samtals 21 sæðislömb sett á emoticon

Við settum tvær gimbrar á undan 16-819 Blika

20-502 Þykk undan 18-420 Þúst
20-503 Fjóla undan 15-222 Ferju


Fimm gimbrar og einn hrútur undan 16-820 Vidda

20-603 Sagosen undan 17-311 Selju

20-491 Santía undan 17-311 Selju

20-492 Hróðný undan 15-195 Hörpu

20-493 Hjörný undan 15-195 Hörpu

20-495 Njóla undan 14-183 Nurtu

20-496 Fnjósk undan 17-376 Fóu


Þrjár gimbrar og einn hrútur undan 16-825 Glám

20-604 Grillir undan 16-260 Gálu

20-504 Myrja undan 15-625 Móskrípu

20-505 Læka undan 15-249 Lufsu

20-506 Laufey undan 15-249 Lufsu


Tvær gimbrar undan 16-827 Mínus

20-499 Gípa undan 13-604 Grýlu

20-500 Muska undan 14-159 Möðru


Þrjár gimbrar undan 17-831 Amor

20-494 Sarína undan 16-627 Signu

20-497 Helma undan 14-140 Hríslu

20-498 Hrifla undan 14-140 Hríslu


Ein gimbur undan 18-834 Ramma

20-509 Pollý undan 18-418 Pílu


Ein gimbur og tveir hrútar undan 18-835 Velli

20-605 Bæron undan 15-225 Breddu

20-606 Munkur undan 15-209 Mílu

20-501 Mön undan 15-209 Mílu





Molinn kveður


09.11.2020 21:55

Garnaveikisprautan

Gestur dýralæknir, kom og sprautaði lömbin gegn garnaveiki


Þau eru dugleg að éta. Þau eru að þroskast hratt

Já og þau eru að verða loðin. Þessi vinstra megin er búin að éta vel


13-120 Orka með hrútinn sinn sem fæddist inn á dal þegar göngurnar voru


Og 16-267 Klessa með gimbur sem fæddist 22. september


Nú er allt að rúlla af stað. Allt féð komið á hús og komið í rútínu

Þær hafa verið farnar að leggja af greyin. Ég held að þær séu bara ánægðar að vera komnar á hús
Taka vel í heyið





Molinn kveður


08.11.2020 21:39

Búið að klippa allt féð


Unnar kom og klippti restina af fénu. Hér eru fullorðnu hrútarnir nýklipptir


Möðruvallakirkja í kvöld


Pitsa í kvöldmat og allir glaðir emoticon





Molinn kveður


07.11.2020 21:18

Mislitu ærnar teknar á hús


Unnar kom og klippti nánast allar hvítu ærnar. Nokkrar eftir og svo eru mislitu eftir. Þær fóru inn í dag. Unnar kemur aftur á morgun


Mislitu veturgömlu ærnar verða klipptar á morgun


Ungur nemur gamall temur emoticon



Þær dýrka klapp


Fallegt í morgun





Molinn kveður


06.11.2020 21:31

Hvítu ærnar teknar á hús


Við rákum ærnar inn í dag. Við flokkuðum hvítar frá mislitu og settum mislitu út aftur. Það á að klippa þessar hvítu á morgun


Allir að ná sér í brauð til að gefa kindunum


Hann fann kindina sína hana Búbbu

Fagnaðarfundir hjá þeim


Duglegur að gefa brauð


Þær þyggja brauðið með þökkum


Og þessi líka


Þessi er búinn að vera svo duglegur í dag. Hann hjálpaði okkur allan tímann. Hann verður einhvern tíman góður. Ömmu og afa gull emoticon emoticon emoticon

Yndislegur emoticon


Ég held bara að þær séu nokkuð sáttar



Möðruvallakirkja í kvöld





Molinn kveður


05.11.2020 17:00

Rok í dag


Möðruvallakirkja í morgun


Starfsmaður í þjálfun


Ekkert flug í dag, en ég fór til að athuga með féð


Vinnumennirnir okkar emoticon


Við fórum með ullina í geymslu. Við fengum að vera í skóflunni emoticon


Það voru bara þrír pokar núna. Bara búið að klippa lömbin. Ærnar verða settar inn á morgun og klipptar um helgina


Flottir vinnumenn emoticon





Molinn kveður


04.11.2020 21:21

Enn vantar 21 haus af fjalli


Það vantar 6 fullorðnar og 15 lömb, af fjalli. Ellefu af þeim lömbum eru stök og að öllum líkindum dauð. Vonandi skila þær sér þegar fer að kólna


Gaman hjá þessum fimm emoticon





Molinn kveður


03.11.2020 21:46

Vetur konungur


Yfirlitsflug í dag og allt í góðu


Já vetur konungur aðeins að minna á sig


Fjörið er hér emoticon





Molinn kveður


02.11.2020 20:48

Tveir gullmolar


Tveir gullmolar komu í dag og ætla að vera hjá ömmu og afa í nokkra daga emoticon Það verður gaman hjá okkur emoticon

Ekkert flug í dag. Mikill vindur





Molinn kveður


01.11.2020 19:35

Skítmokstur í dag


Teknar upp grindurnar í miðhúsinu í dag, mokað út og gengið frá öllu aftur. Líka klárað að moka út, undan grindunum í hlöðunni (þar sem smálömbin og hrútarnir verða) og gengið frá. Núna er bara syðsta húsið eftir. Þá erum við klár í að taka á móti vetrinum


Damian er búinn að vera hjá hrútunum í dag og í gær. Hann byrjar á því að setjast í króna og þá koma þeir til hans. Þeir elska það að fá klapp. Hamar sofnaði hjá honum. Ég held að Damian sé búinn að vera hjá þeim í allan dag og allan gærdag

Damian og Hamar


Yfirlitsflug í dag og einni bjargað


Lömbin sem fæddust í september. Þau eru spræk


Ég sá eina afvelta á yfirlitsfluginu í dag

Við náðum að bjarga henni




Snjólínan að síga niður





Molinn kveður




clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

6 mánuði

15 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

8 mánuði

17 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

2 mánuði

15 daga

Tenglar