Við fórum upp í fjall í gær og létum skrjáfa í brauðpokanum. Við náðum 22 kindum niður í fjallshólfið okkar, bara með því að gefa þeim brauð. Þær komu úr öllum áttum og voru fegnar að kommast niður í hólf. Þetta voru allt saman kindur sem ég hef séð í sumar. Við fórum svo aftur í dag, og náðum þrem kindum. Ein af þeim hef ég ekki séð í sumar. Það var hún Trilla með lömbin sín.þetta eru lömbin hennar Trillu.
Við erum svo að fara að smala á morgun. Vonandi gengur það vel.
Við erum búin að fá lykilinn að bílskúrnum á Möðruvöllum. Við erum byrjuð að mála hann. Við ætlum að mála hann allan. Þegar það er búið, þá förum við að fara með kassa og fl. þangað.
Spennan í hámarki, bæði vegna flutninga og líka vegna kinda tímans sem er framundan. Bara gleði.
Molinn kveður.