Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Antal sidvisningar idag: 201
Antal unika besökare idag: 22
Antal sidvisningar igår: 3487
Antal unika besökare igår: 488
Totalt antal sidvisningar: 919951
Antal unika besökare totalt: 48898
Uppdaterat antal: 27.4.2024 09:00:47

Blogghistorik: 2021 N/A Blog|Month_3

31.03.2021 19:04

Reykjavíkur-rúntur


Við fórum í smá bíltúr í dag. Við keyrðum suður á þessum bíl okkar, til að skoða kaup á Bens strumpastrætó. Þessi átti að fara uppí kaupin. Þegar við vorum búin að skoða Bensinn, þá leist okkur ekki alveg á þetta. Við hættum við, enda ekki knýjandi þörf á að skipta, því sá hvíti er mjög góður. Við vorum tíu og hálfan tíma í ferðinni, suður og heim. Þetta var góður miðvikudagsrúntur emoticon Skoðum skipti á bíl seinna emoticon


Himininn um kl. 6 í morgun


Hafnarfjall


Þarna sést til Reykjavíkur. Gosstrókurinn sést þarna líka

Ég tek það fram að við fórum EKKI að gosinu. Sáum bara þennan reykmökk emoticon Ég er ekki að skilja þennan fjölda sem fer að gosinu á hverjum degi, þegar Hlíðarfjall og sundstaðir eru lokaðir vegna covid. Ég væri alveg til í að fara á skíði og sund með strákana þessa daga sem skólinn er lokaður. En það er ekki hægt emoticon emoticon emoticon

Furðulegt skýjafar á himni, á leiðinni heim







Minnismerkið (um skáldið Stephan G. Stephansson) á Vatnsskarðinu. Strákarnir aðeins að teygja úr sér á leiðinni heim

Ekki oft sem við förum að heiman, en þegar við gerum það, þá gerum við það með stæl emoticon

Við tókum með okkur nesti fyrir báðar ferðirnar svo við þyrftum ekki að koma við á leiðinni. Eini staðurinn sem við komum á í Reykjavík var bílasala. Við notuðum sprittið emoticon





Molinn kveður


30.03.2021 19:53

Fjölsmiðjan


Við fórum með bílinn í alþrif, á Fjölsmiðjuna. Þvílík þjónusta hjá þessu fólki þar. Bíllinn var tjöru-hraunaður að utan og alls ekki fínn að innan. Þegar við náðum í hann, þá glansaði hann að utan, engin tjara og æðislegur að innan. Ég veit ekki hvað efnin sem maður notar við þrif og bón kosta, en við borguðum ekki nema 10.000 fyrir þetta. Það er gjöf en ekki gjald


Veðrið í dag var æðislegt


Úti að leika



Týri fékk að vera með

Þórður fékk sms frá covid.is í dag, um að hann eigi að mæta í bólusetningu 7. apríl. Algjör snilld emoticon





Molinn kveður


29.03.2021 20:28

Það styttist í sauðburð



Nú fer að líða að því að ég fari í þetta hlutverk. Það verða mjög mörg aukalömb í vor. Sauðburðurinn byrjar í byrjun maí


Mæðgur

14-256 Skrítla

19-458 Skífa


Þær mæðgur





Molinn kveður


28.03.2021 20:51

Snjókoma


Möðruvellir 3, 4 og 5, í dag


Möðruvallakirkja





Molinn kveður


27.03.2021 19:03

Minning


Huginn litli hefði orðið 8 ára 25. mars og í minningu hans, kom fjösldyldan hans hingað og við höfðum smá afmælisstund

Við kveiktum á kerti og sungum afmælissönginn emoticon

Þau komu með góðar veitingar. Amma hans og afi komu líka. Við þökkum fyrir þessa stund sem við áttum saman emoticon





Molinn kveður


26.03.2021 18:19

Drottningin 60 ára


Þessi glæsilega kona er 60 ára í dag. Já drottningin, systir mín á stórafmæli. Hún getur ekki haldið upp á það vegna helv.... covid. Það á nú ekki við hana. Hún er svo mikil félagsvera. Elsku Hafey mín, til hamingju með þennan stóra dag emoticon


Hjálpsamir gullmolar í fjárhúsunum í morgun



Ef vel er að gáð, þá sést vel að þetta er eldgos. Alexander er búinn að búa til eldgos og það gýs vel og mikið dag og nótt að hans sögn emoticon


Möðruvallakirkja í dag


Undirgöngin eru vinsæl hér á bæ







Týri orðinn veðurbarinn. Honum finnst gaman þegar við förum út að leika



Svona veður er búið að vera í dag hjá okkur


Að loknum útivistartíma er gott að fá sér pönnukökur





Þær sviku okkur ekki emoticon





Molinn kveður


25.03.2021 19:29

Átta ára gullmoli


Í dag hefði þessi fallegi gullmoli okkar orðið átta ára. Við söknum hans á hverjum degi ???


Við fórum og kveiktum á kerti





Við bökuðum og borðuðum vöfflur í tilefni dagsins

Og kveiktum á átta ára kerti ?


Enginn skóli og þá fáum við góða vinnumenn með okkur í fjárhúsin. Þeir voru duglegir að hjálpa okkur ?





Molinn kveður


24.03.2021 19:47

Öllu skellt í lás


Það snjóaði smá í nótt


Jæja loksins var hægt að fara í fjallið


Veðrið var mjög fínt


Þrír gullmolar að njóta síðasta skíðadagsins í allavega þrjár vikur, því það á að loka ÖLLU á miðnætti í kvöld






Gaman hjá þeim emoticon


Töfrateppið er að koma upp úr snjónum, því það hefur tekið svo mikinn snjó




Svo enduðum við daginn, auðvitað á pitsupartýi emoticon

Góður skíðadagur, en ekki góðar fréttir með lokun á svo mörgu á miðnætti. Sundlaugar, fjallið, skólar og margt fleira verður lokað. Við verðum að finna okkur eitthvað til að gera hér heima, í þessari lokun





Molinn kveður


23.03.2021 20:39

Enginn útivistardagur


Í dag átti að vera útivistardagur hjá skólanum, í Hlíðarfjalli. Auðvitað var lokað í fjallinu vegna veðurs og enginn útivistardagur emoticon





Molinn kveður


22.03.2021 19:21

Enginn skíðaskóli í dag


Enn tekur snjóinn. Það er búið að vera hlýtt og rok í viku eða meira

Fjallið nánast autt

Skaflinn meðfram veginum er alveg að verða farinn

Í dag átti að vera skíðaskóli hjá 1.- 4. bekk Þelamerkurskóla, en fjallið var lokað. Það á að vera útivistardagur á morgun. Nú er spurning hvernig veðrið verður





Molinn kveður


21.03.2021 18:31

Yndisleg vinátta


Það var alveg ótrúlegt að fylgjast með kindinni Búbbu þegar  eigandi hennar kom í fjárhúsin í morgun. Hún tróð sér leið til hans um leið og hún sá og heyrði í honum emoticon Yndisleg vinátta emoticon


Helgargengið okkar þessa helgi emoticon


Ooohhh þessir ömmu og afa gullmolar emoticon Yndislegir emoticon

Þessi drengur er engum líkur. Hann er með hjarta úr gulli. Góður og hjálpsamur. Hann víkur ekki frá okkur í fjárhúsunum og er að allan tímann þegar við erum að gefa kindunum. Lokar görðunum, sópar þá og opnar svo þegar við erum búin að gefa emoticon 





Molinn kveður


20.03.2021 21:00

Vinir



Við fórum í smá "ferðalag" í dag. Við skruppum í Húnavatnssýslu og heimsóttum Kristján sem býr í Sléttárdal, áður Stóradal




Vinirnir Kristján og Þórður


Við fórum í fjárhúsin. Þar eru eitthvað um 850, flottar og vel aldar kindur


Svakalega flott fjárhús



Fjárhúsin


Stóridalur


Svínavatn


Sléttárdalur


Sléttárdalur og Stóridalur





Molinn kveður


19.03.2021 20:43

Árshátíð Hrafnagilsskóla

Við eigum tvo ömmu og afa gullmola í Hrafnagilsskóla. Árshátíð yngsta stigsins var í dag. Vegna covid var ekki hægt að fara og horfa, hins vegar fengum við senda slóð og gátum því horft á gullmolana okkar. Hér koma myndir












Svo flott hjá þeim emoticon


Allt að verða autt






Það er að byrja að grænka emoticon







Molinn kveður


18.03.2021 18:46

Þrílembur


Við kláruðum að flokka þrílemburnar, í morgun. Hér eru 50 þrílembur

Alls eru 55 þrílembur og 5 fjórlembur


Smálömbin og geldu gemlingarnir


Hrútarnir


Þarna fyrir innan eru gemlingarnir, fjórlemburnar og þrílembur




Þarna hægra megin eru þrílemburnar






Það er ekki mikill snjór eftir hér. Veðrið er æðislegt





Molinn kveður


17.03.2021 22:00

Byrjuð að flokka kindurnar


Við erum aðeins byrjuð að flokka kindurnar. Hér eru komnar 15 þrílembur. Við ætlum svo að setja þær við syðsta garðann, þegar við erum búin að flokka þær sem eftir eru


Við tókum geldu gemlingana og settum þá inn í hlöðu, þar sem smálömbin eru. Við settum  fjórlemburnar, sem eru fimm, saman við gemlingana


Hér er ein fjórlemba og tveir gemlingar. Gemlingarnir eru orðnir í fullorðinsstærð. Þeir þroskast vel emoticon


Það er mikil hláka búin að vera í dag. Allur snjór að hverfa og breytast í vatn


Já allur snjór að hverfa





Molinn kveður




clockhere

Namn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Mobilnummer:

820-7756

Födelsedag:

23. júlí, 1962

Postadress:

Möðruvellir 3

Plats:

Hörgársveit

Om:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

Händelse

12 år

7 månader

13 dagar

Haukur Nói, kom í heiminn

Händelse

9 år

9 månader

15 dagar

Birgitta Ósk, kom í heiminn

Händelse

2 år

3 månader

13 dagar

Länkar