Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 338
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 483
Gestir í gær: 73
Samtals flettingar: 1751642
Samtals gestir: 203858
Tölur uppfærðar: 21.1.2020 17:02:56

05.01.2020 20:31

Kindamyndir


Nú ætla ég að setja inn myndir af kindunum í myndaalbúmið, af hverjum árgangi. Að vísu verða árgangar 10 og 11 saman í albúmi. Þær eru bara 7. Ég er búin að setja fyrsta albúmið inn. Hin koma vonandi inn eitt á dag emoticon


Glitský aftur í dag
Mögnuð þessi glitský

Molinn kveður


04.01.2020 22:01

Letidagar


Nú eru Dalvíkurgatnamótin upplýst. Komnir 8 ljósastaurar. Það er miklu betra að keyra þar um núna


Leti hjá mér í dag, eins og alla hina jóladagana. Það er mjög gaman að púsla

Molinn kveður


03.01.2020 20:36

Glitský


Fallegt veður, eftir smá skafrenning


Möðruvallakirkja í forgrunni glitskýs í morgun


Á leið okkar til Akureyrar í morgun

Molinn kveður


02.01.2020 13:58

2. janúar


Sigurjón

Sigurjón Steinsson, f. 02.01.27 - d. 23.03.72.  Faðir Þórðar og bræðra hans. Hann hefði orðið 93 ára í dag. Hann dó alltof ungur frá konu og 5 börnum.  Yngsti var á fimmta ári og elsti nýlega orðinn 21 (22 ára í nóvember)


Hér eru þeir bræður á góðri stundu með móður sinni Siggu Þórðar, sem lést 01.10.2017 þá 86 ára


Veðrið í dag er búið að vera frekar vont. Skafrenningur og einhver úrkoma


Týra fannst samt gaman úti


Búin að skipta út dóti fyrir þá. Það er nóg til af því

Molinn kveður


01.01.2020 16:53

Gleðilegt ár


Gleðilegt ár kæru síðuvinir og takk fyrir heimsóknir og komment á síðuna mína, á liðnu ári


Hér eru góðir vinir að leik


Það er komin tjörn á túnið fyrir neðan íbúðarhúsin. Týra fannst það nú ekki leiðinlegt og fékk sér nýjársbaðið sitt


Vatnið er að vísu mjög skítugt, því það var borinn skítur á túnið í haust


Það er líka tjörn neðst á fjárhústúninu


Gaman hjá Týra og strákunum

Molinn kveður


31.12.2019 20:46

Gamlársdagur/kvöld

Upp er runninn síðasti dagur ársins 2019 emoticon


Dagurinn byrjaði á að gefa í fjárhúsunum. Þessir voru duglegir að hjálpa okkur

Við kveiktum á kertum á fjórum leiðum, seinni partinn í dag

Afi og amma Þórðar

Foreldrar Þórðar

Mágkona og svilkona okkar

Litla gullið okkar


Við vorum fimm á gamlárskvöld


Þessir gullmolar eru sko flottir. Yndislegu strákarnir okkar

Mikið skotið á jólatréð. Svakalega gaman hjá þeim


Komnir út til að skjóta upp


Kínverjar
Verið að skjóta upp tertu
Tertuljós

Kæru vinir, farið varlega inn í nýja árið, 2020 emoticon

Molinn kveður


30.12.2019 20:44

Næst síðasti dagurinn á þessu ári


Þessir tveir eru orðnir ofurspenntir fyrir gamlárskvöldinu. Við fórum í dag og keyptum aðeins til að hafa annað kvöld


Meðal annars tvær tertur og miðnæturbombuna


Og svo allskonar innidót, já og mikið af því, fyrir strákana


Möðruvellir í myrkrinu


Molinn kveður


29.12.2019 20:18

Gott veður

Útivera með þessum í dag emoticon
Veðrið var gott í dag. Svakalegt svell á götunum og snjór ofaná því, þannig að maður verður að vanda sig að labba, já og keyra

Molinn kveður


28.12.2019 19:27

Jólaboð

Lúlli og Lilla með börnin sín


Hafey, Hafsteinn, Rikki, Helga Dóra, Jón, mamma, ég og pabbi


Hér erum við systkinin með pabba og mömmu. Ekki oft sem næst mynd af okkur öllum saman. Yfirleitt er ég ekki með, eða er farin áður en það næst að mynda. Ég er rík að eiga þau ÖLL að
Skemmtilegt og gott jólaboð

Molinn kveður


27.12.2019 20:37

Hrókering á hrútunum


Í dag var hrútunum hrókerað. Alls staðar komnir aðrir hrútar í krærnar. Vonandi eru þær nú allar fengnar

Molinn kveður


26.12.2019 20:52

Jólaboð

Við fengum margar jólagjafir, allar mjög flottar

Hér eru nokkrar emoticon
Við fórum í jólaboð í dag hjá Simma og Helgu. Það var góð mæting. Maturinn var æðislegur emoticon

Molinn kveður


25.12.2019 16:39

Jóladagur


Búin í gegningum í morgun


Alltaf gaman í fjárhúsunum á jóladag


Fallegt veðrið í dag


Við borðuðum hangikjöt í dag eins og við gerum alltaf á jóladag


Við hjónin í flottum peysum frá Noregi
Við fórum í dag og kveiktum á kerti hjá litla gullinu okkar

Molinn kveður


24.12.2019 22:59

Gleðilega hátíð kæru síðu-vinir

Gleðileg jól kæru síðu-vinir emoticon


Yndislegt kvöld með þessum gullum okkar emoticon


Strákarnir okkar emoticon


Við hjónin á yndislegu kvöldi emoticon

Nokkrar drónamyndirJólakveðja úr fjárhúsunum. Nú eru líklegast allar ærnar gengnar, eða ég vona það. Við erum ekki með dagsetningu á öllum ánum, en mjög mörgum, þá meina ég fangdag emoticon

Molinn kveður


23.12.2019 22:37

Mikill snjór

Við fórum í kirkjugarðinn á Akureyri í dag, til að finna leiðin og moka þau upp fyrir morgundaginn


Afi og amma Þórðar


Mamma og pabbi Þórðar


Svilkona mín og mákona Þórðar


Og litla gullið okkar. Hann hvílir í MöðruvallakirkjugarðiÞessi er duglegur í skákinni. Hann var að keppa um síðustu helgi


Og þessum finnst gaman að æfa sig í skotfimi

Molinn kveður


22.12.2019 22:16

Jólaskraut
Laufabrauðsplattinn er alltaf fallegur


Þetta jólaskraut, kirkjan er orðin um eða yfir þrítugt. Hún er fallegt jólaskraut og virkar vel


Og þessi jólasveinn er aðeins yngri. Kannski svona um 25 ára og er eins og nýr

Nú er líklegast komið í ljós hvernig útkoman úr sæðingunum er. 13 ær gengu upp af 65. Þá hafa 52 ær haldið. Það verður spennandi að sjá í vor emoticon

Molinn kveður
clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

8207756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgárdalur

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgárdal

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

8 ár

4 mánuði

7 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

5 ár

6 mánuði

9 daga

Tenglar

Eldra efni