Við flokkuðum ærnar í morgun, fyrir rúning á morgun. Hvítu
ærnar í annari krónni og mislitu í hinni. Það verður geggjað
þegar búið verður að rýja þær
Þessi Álft er hér á Möðruvöllum með 5 gæsum. Ég held að
þetta sé ungi. Er samt ekki viss. Skrítið að þessi 6 haldi saman.
Þau eru búin að vera í marga daga saman hér
Hér eru fjórar gæsir sem eru með þeim á efri myndinni
Ég held að þetta sé ungi. Allavega er hann grár
Molinn kveður
Hrútaskráin var að koma út á netinu. Ég er búin að setja link
af henni hér til hliðar, hjá hinum hrútaskránum
Þessi hrútur Fastus er frá okkur. Við settum nokkrar gimbrar
á undan honum, í haust
Heyið er grænt og gott. Þær taka vel í það
Við kláruðum að setja niður gólfið og setja upp
skilrúmið/milligerðina, eftir að við gáfum kindunum. Svakalega
er ég ánægð að þetta er búið. Við vorum mjög heppin með
veðrið
Kindurnar þurftu að vera úti eina nótt. Þær voru ánægðar að
koma inn og fá sér tuggu
Það á að klippa þær á miðvikudaginn
Svakalega góð helgi hjá okkur. Strákarnir allir fjórir duglegir
og þeir fengu umbun fyrir, sem var sund, ís í Ísbúðinni, pitsu
og gos. Þeir voru þakklátir með það
Við byrjuðum að taka upp gólfið í miðhúsinu þegar við vorum
búin að gefa kindunum í morgun. Þarna er verið að taka
skilrúmið niður
Og þarna er byrjað að taka upp gólfið
Strákarnir voru svo svakalega duglegir í allan dag. Þeir eldri
við að hjálpa okkur og þeir yngri að leika sér
Þarna er búið að taka upp tvö bil. Gólfið er í 5 bilum
Síðasta bilið tekið upp og Simmi að moka út
Simmi var ekki lengi að moka út og keyra skítnum á túnið
Þegar Simmi var búinn að moka út, þá fórum við í að setja
gólfið niður aftur. Við kláruðum þrjú og hálft bil. Við ætlum
að klára á morgun
Þetta köllum við eitt bil. Það er lengdin á plönkunum/spítunum
sem bilið er
Mjög góður dagur í dag og mikið gert
Við náðum að klára gólfið í dag. Við settum líka hurðirnar í
og lokuðum þeim
Svo settum við líka upp skilrúmið. Þá er syðsta húsið búið.
Við tökum svo gólfið upp í miðhúsinu á morgun. Vonandi
náum við að setja það aftur niður þegar búið verður að
moka út úr því
Strákarnir fundu músina aftur, sem þeir náðu um daginn
Möðruvallakirkja í morgun
Búið að moka út og þá er að setja gólfið aftur niður
Við settum bara tvö bil niður í dag. Við ætlum að klára gólfið
á morgun
Það verður æðislegt þegar þessi vinna er búin
Það er búið að vera mikið rok í dag. Samt ekki eins hvasst og
á Akureyri
Allt autt. Hiti og mikið rok í dag
Að bíða eftir skólarútunni
Sólin að kíkja
Við tókum upp síðasta bilið í syðsta húsinu og tókum hurðirnar
af. Nú er allt tilbúið fyrir mokstur
Simmi mokaði út í dag. Þarna er hann alveg að verða búinn
Og þarna tekur hann síðustu skófluna
Búinn að moka út. Nú þurfum við að setja gólfið niður á
morgun. Það þarf svo að moka út úr miðhúsinu. Ég held að
það þurfi ekki að moka út úr nyrsta húsinu
Strákarnir að lesa
Stafastuð
Við fórum í göngutúr í Hálsaskóg
Þar sáum við Glókoll
Hann dansaði fyrir okkur. Gaman að rekast á hann
Tekið í morgun
Hiti úti og allt autt
Ærnar settar inn seinni partinn. Þær eru sáttar við þetta
fyrirkomulag. Settar út eftir gjöf/át á morgnana og inn fyrir
seinni gjöf
Allar á gjöf
Það er ekki búið að moka út ennþá, en það kemur að því.
Við gefum kvölds og morgna og setjum ærnar út á daginn,
þær sem eru í ullinni ennþá
Í gær fórum við í sund á Hrafnagili og í dag fórum við í sund
á Dalvík. Dagurinn í dag endaði með því að okkur var boðið
í vöfflukaffi hjá vinafólki okkar á Dalvík. Ég hef aldrei séð
drengina borða eins og þeir borðuðu í vöfflukaffinu. Þeir
tóku vel á því. Takk fyrir elsku vinir Sigrún og Oliver
Frábærir sunddagar og strákarnir í skýjunum
Við fórum í það í morgun að taka upp gólfið í syðsta húsinu.
Fyrst þurftum við að taka milligerðina og svo gátum við tekið
upp grindurnar
Alveg að verða búið að taka niður milligerðina
Þessi var duglegur að skafa grindurnar
Vinnumennirnir okkar duglegir að hjálpa til. Þarna eru þeir
byrjaðir að taka upp grindurnar
Allir mjög duglegir
Húsið tilbúið fyrir skítmoksturinn
Þessi litla mús var í skítnum undir grindunum. Hún náðist
og var sett í fötu, rétt til að skoða hana
Við slepptum henni svo aftur á sama stað og hún náðist,
eftir að við vorum búin að horfa smá á hana. Falleg mýsla
bólusetti lömbin gegn garnaveiki
Það var ljósadýrð í gærkvöld. Ég tók nokkrar myndir
Þessa tók ég út um eldhúsgluggann
Fjöllin okkar í dag
Name:
Cell phone:
Email:
Birthday:
Address:
Location:
About:
Einar Breki, kom í heiminn
event has passed
13 year
1 month
29 days
Haukur Nói, kom í heiminn
10 year
4 months
1 day
Birgitta Ósk, kom í heiminn
2 year
9 months
30 days
Archive
© 2024 123.is | Signup for 123.is page | Control panel