Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1589
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 631
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1158591
Samtals gestir: 63399
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 10:06:54

11.07.2024 16:38

Rúllurnar keyrðar heim

Við fórum niður á engi og gengum frá endum og merktum

rúllurnar. 47 rúllur

Strákarnir duglegir að hjálpa

Þórður keyrði heim rúllunum af stykki 1, Nunnuhólsstykkinu.

11 rúllur

Hann keyrði öllu heim af enginu. 47 rúllur

Hann á þá eftir að keyra heim af stykki 2 (nýræktinni),

stykki 3 (fjárhústúninu) og stykki 8 (fyrir neðan íbúðarhúsin)

Það er að myndast flott stæða hjá honum. Duglegur heartheart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.07.2024 16:58

Heyskapur

Við kláruðum að ganga frá endum og merkja rúllurnar af

nýræktinni, 60 rúllur. Strákarnir eru duglegir að hjálpa mér

við þessa vinnu

Þórður sló stykki 6 niðri á engi, í gærmorgun. Hann snéri

líka í gær. 

Hann snéri aftur í morgun og svo garðaði hann upp, seinni

partinn í dag. Guðmundur á Þúfnavöllum kom svo í kvöld

til að rúlla

Það voru 47 rúllur af stykki 6 á enginu

Við mörkuðum og sprautuðum lömbin gegn lambablóðsótt

í morgun og settum líka selen í þau. Þau fengu svo að fara

út í góða veðrið

Þau hafa það gott með mömmu sinni

Gimbrin

Og hrúturinn

Stór og flott lömb

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

09.07.2024 14:19

Sauðburður og heyskapur

Guðmundur á Þúfnavöllum kom í gærkvöld og rúllaði stykki

8 (fyrir neðan íbúðarhúsin). Það voru 17 rúllur á því stykki

17 rúllur á stykki 8

Strákarnir að ganga frá endum og merkja rúllur

Guðmundur kom aftur í morgun og hélt áfram að rúlla. Hann

rúllaði allt. 

Það voru 45 rúllur af stykki 3 (fjárhústúnið)

60 rúllur af stykki 2,  nýræktinni

Og 11 rúllur af stykki 1, nunnuhólsstykkinu

Þá eru komnar 133 rúllur

Við gengum frá endum og merktum rúllur af öllu, nema

nýræktinni. Við gerum það á morgun

16-285 Brók, ein af lamblausu ánum (átti tal í gær) er búin að 

vera hér heimavið í marga daga. Ég hef getað fylgst með 

henni

Í gær, lét hún sig hverfa. Hún fór upp í fjallshólf. Ég fór svo út

í gærkvöld og sá hana hvergi. Ég fór og leitaði að henni og sá

hana ekki. Þórður fór svo með mér að leita og við fundum 

hana. Hún var efst í fjallshólfinu. Við rákum hana inn í fjárhús

og ákváðum að hafa hana inni í nótt

Ég setti upp myndavélina og ég vaknaði á tveggja tíma fresti

í nótt og gáði að henni

Hún bar svo um fimmleitið í dag, tveim lömbum

Hrútur og gimbur undan 23-726 Pixa. Hann er með ARR

arfgerð. Við tökum sýni úr þeim á morgun og mörkum þau.

Svo fá þau að fara út með móður sinni

Hún er alveg alsæl með lömbin sín

Þarna eru þau að hvíla sig eftir hopp og skopp. Þau byrjuðu

að leika sér klukku tíma eftir að þau komu í heiminn. Mjög

stór og flott lömb

 

Næsta lamblausa á, á tal 16. júlí

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.07.2024 18:08

Heyskapur

Þórður snéri öllu í dag

 

Svo var allt garðað

Þarna er verið að garða upp á nýræktinni

Ég er búin að kíkja á þessa annað slagið í dag. Hún hlýtur að

fara að bera. Talið er í dag hjá henni

Maríuerluungi að fá sér rúgbrauð

Jaðrakan

Spóaungi

Kría með síli í gogginum

Lóa

Hrossagaukur

 

Maríuerluungi

Flugvél sem flaug yfir. Líklegast að fara út í Grímsey

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 
 

07.07.2024 19:02

Heyskapur

Þórður snéri öllu í dag. Hann snéri tvisvar á nýræktinni

 

Þórður að snúa á stykki 8 (fyrir neðan íbúðarhúsin)

Brók komin á steipirinn. Hún á tal á morgun

23-051 Skyssa með hrúta undan 23-726 Pixa. Annar er með

ARR og H154 og hinn er með N138. Stór og flott

gemlingslömb

23-047 Gloría með hrúta undan 23-726 Pixa. Báðir með ARR

Gimbur undan 17-330 Stássu og 23-720 Valver. Þessi mynd

er tekin 17. júní. Hún er nú líklegast orðin stærri núna. Hún

er með T137 arfgerð. Mjög trúlega sett á

Gimbur undan 20-506 Marey og 23-725 Dúdda. Hún er með

ARR og verður mjög líklega sett á. Mynd tekin í dag

Þrílembingar undan 20-501 Mön og 23-725 Dúdda.

Gimbrarnar eru báðar ARR

 

Rjúpa sem varð á vegi mínum í dag. Hún var með 8 unga

Spói 

Þota sem flaug yfir í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.07.2024 19:37

Sauðburður að skella á

16-285 Brók á að bera eftir tvo daga. Hún var geld og við 

settum hrút hjá henni og þessum geldu ám. Hún er orðin

frekar mikil og komið mikið undir hana. Vonandi gengur 

henni vel að bera. Ég ætla að reyna að fylgjast með henni

eins og ég get. Faðir lambanna verður Pixi 23-726

Gimbur undan 23-049 Heklu og 23-726 Pixa. Hún er með

arfgerðina ARR og N138

Hin gimbrin undan Heklu. Hún er með N138

Hekla með gimbrarnar sínar og þyggja brauð. Hún gengur

með þær báðar

16-291 Rakel með hrút og tvær gimbrar undan 23-721 Fastusi

Hrútur undan 23-053 Lúpínu og 23-723 Ratipong. Hann er

arfhreinn T137

Hér er hinn á móti og hann er líka arfhreinn T137. Hún gengur

með þá báða

20-507 Logey með hrút og tvær gimbrar undan 23-724 Arró.

Hrúturinn og önnur gimbrin eru með ARR arfgerð. Hún 

gengur með þau öll

19-479 Ásgerður með hrúta undan 23-725 Dúdda. Einn er

með ARR arfgerð

Gimbur og tveir hrútar undan 17-325 Litfríð og 23-720 Valver.

Annar hrúturinn er með T137 arfgerð

Gimbrar undan 22-019 Krukku og 23-726 Pixa. Þær eru báðar

ARR. Hún var fjórlembd og gengur með þrjú. Eitt var vanið

undir aðra á

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.07.2024 19:08

Vagninn klár

Við tókum fjárkassann af rúlluvagninum í dag. Og þá er

vagninn klár fyrir rúlluflutninga

Kassinn hífður upp og vagninn keyrður undan. Svo er hann

settur niður á brettin

Tekið út um eldhúsgluggann. Lömbin koma við hjá okkur til

að sleikja saltsteininn og fá sér brauð

Við mæðgur á góðum degi heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

04.07.2024 18:22

Heyskapur

Þórður sló nýræktina (2) og Nunnuhólsstykkið (1), í dag. Hann

hefur ekkert snúið á þessum fjórum stykkjum sem hann er

búinn að slá. Það verður gert þegar það kemur þurrkur

Svakalega mikið gras á nýræktinni, þótt hún hafi verið mikið

beitt

Fjárhústúnið

Ég held að þetta sé Sílamáfur

 

 

Þessir þrílembingar eru undan 20-518 Sælu og 23-720 Valver

Hrútur. Hann er með T137

Hrútur

Og gimbur. Þau ganga öll undir henni

Hrútur undan 23-045 Anímóu og 23-726 Pixa. Hann er H154

Hún er líka með gimbur og gengur með þau bæði

21-006 Gjóska með lömb undan 23-721 Fastusi. Hvíta (hrútur)

er með T137 og svarta (gimbur) er með T137. Botnótta

(hrútur) er H154

Salthungur í lömbunum

Þrílembingur undan 16-291 Rakel og 23-721 Fastusi. Hún 

gengur með þau öll. Hrútur H154

Hrútur undan 18-387 Ólu og 23-724 Arró. Það er hrútur á 

móti honum. Við misstum Ólu núna í júní. Hún fór afvelta. 

Þá eru þeir bræður móðurlausir

Lömbin eru farin að tæta í sig brauð

 

 

 

Þessi lömb eru undan 20-508 Lundey og 23-721 Fastusi. Þau 

misstu móður sína þegar þau voru mánaðargömul. Þau eru

dugleg að bjarga sér

Hrútur, T137

Hrútur H154

Gimbur H154

Maríuerluungi. Móðirin er enn að mata ungana. Ég þarf að 

ná mynd af því þegar hún er að mata þá

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

03.07.2024 19:55

Sláttur hafinn

Þórður sló tvö stykki í dag/kvöld. Hann sló stykkið fyrir neðan

íbúðarhúsin (stykki 8) og fjárhússtykkið (stykki 3)

Það er mjög mikið á stykkinu fyrir neðan íbúðarhúsin

 

Það er svakalega mikið á fjárhússtykkinu, þótt það hafi verið

beitt langt frameftir

Það er nú ekki þurrkur í kortunum, en við náum þessu

vonandi um helgina

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.07.2024 16:13

Reykjavíkurferð

Við lögðum af stað til Reykjavíkur kl. 7 í morgun. Alexander

átti tíma kl. 13 hjá augnlækni

Allir hressir

Borðeyri

Við komum við á Kfc Mosfellsbæ og fengum okkur að borða.

Við vorum komin þangað kl. 11:30

Mjög góður kjúklingur þar

Hjá augnlækninum. Verið að prufa sjónina hjá honum

Hann þarf að fá sterkari gleraugu, en hann hefur verið með.

Svo er hann með sjónskekkju

Við vorum komin heim kl. 18:30. Ferðin tók ekki nema 11,5

klst. Þetta gekk semsagt vel smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

 

 

 

 

01.07.2024 18:56

Fallegt skilti

Loksins settum við þetta flotta skilti á húsið og nú ættu allir

að rata til okkar. Jólagjöf frá dóttur okkar og fjölskyldu heart

Svo fallegt heart

Við fórum á leiksvæðið við Síðuskóla og hittum þennan

gullmola þar. Nafna mín í góðum gír

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

30.06.2024 19:16

Kjarnaskógur

Við urðum nú að hafa góðan mat í tilefni að fjárflutningum

er lokið

Eftir matinn, fórum við í Kjarnaskóg. Veðrið í var svakalegt.

Hitinn fór í 25 gráður. Aðeins of mikið, því það vantaði goluna

Þetta listaverk gerði ömmu og afa gullið, þessi sem er til

hægri á myndinni, fyrir nokkrum árum

Ömmu og afa gullmolar heart

Nafna mín heart

Ömmu og afa gullmoli

 

Falleg systkin 

 

Litla klifurmús

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

29.06.2024 16:39

Síðasti dagur í fjárflutningi

Við fórum tvær ferðir í dag með féð og þá er því lokið. Við 

erum með þrílemburnar og tvílembdu gemlingana hér

heima. Líklegast verða þær heima í sumar

Elíza og lömbin og Eyvör dóttir hennar voru frelsinu mjög

fegnar. Þær tóku strauið inn á Myrkárdal

Bíða eftir frelsinu

 

 

 

 

Þá er fjárflutningi lokið, þar til í haust 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

28.06.2024 18:36

Tvær ferðir í dag

Við fórum tvær ferðir með féð í dag. Þetta er að ganga svo

svakalega vel hjá okkur hjónum heart

Fjórar sem voru smálömb í vetur, tvær sem sónuðust með

eitt og ein geld. Gott fyrir þær að komast á fjall

 

 

Já þær voru frelsinu fegnar

 

Við eigum eftir að fara tvær ferðir og við förum þær á morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

27.06.2024 19:17

Fjórða ferð í fjárflutningum

Lítill tími til að taka myndir þessa dagana. Það gengur vel

að reka inn, flokka, klippa klaufir, gefa ormalyf og flytja féð

Við fórum eina ferð í dag og ætlum að fara eina ferð á 

morgun

Og klára um helgina

Þær eru frelsinu fegnar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

10 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

6 mánuði

13 daga

Tenglar