Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Today's page views: 2060
Today's unique visitors: 250
Yesterday's page views: 1127
Yesterday's unique visitors: 76
Total page views: 918323
Total unique visitors: 48638
Updated numbers: 26.4.2024 15:24:08

Blog records: 2010 N/A Blog|Month_12

26.12.2010 13:23

Borða, sofa, borða

Gleðilega hátíð !
Jæja nú er kominn 26. des.  Við erum búin að hafa það gott, já eiginlega alltof gott.
Þórður náði að skreyta á Þorláksmessu hérna úti. Þannig að það er jólalegt hjá okkur. Guðrún Helga kom 23. Hún fer aftur suður á morgun.
Við Þórður og Guðrún, byrjuðum aðfangadag á því að keyra til Húsavíkur, og setja kerti á leiðin hjá Hauk og Huldu. Við vorum komin aftur heim um kl. 12.  Þórður fór þá í fjárhúsin til að gefa kindunum. Þær verða líka að fá jólamatinn sinn. Við fórum svo í kirkjugarðinn og settum kerti á nokkur leiði.  Svo borðuðum við á okkur gat, kl. 18. Kvöldið var svo rólegt og gott.
Á jóladag, í gær, fórum við í sveitina, og síðan í jólaboð hjá Siggu tengdamömmu.
Nú, annan í jólum, erum við búin að fara í sveitina, og erum svo að skella okkur í jólaboð til Hafsteins og Fanneyjar. Semsagt mikið borðað þessa daga.

Molinn kveður.

23.12.2010 08:31

Jólin að renna í heimreiðina

Góðan dag hér.
Jæja það styttist í jólin. Eins og ég sagði í síðustu færslu, sem er nú orðin frekar gömul, þá erum við búin að skreyta í Lyngbrekku, en varla komið jólaljós hér á bæ. Það verður kanski eitthvað bætt úr því í dag. Það er bara -15 stig núna, en í gærkvöld var kuldinn 21 stig. Við erum að vísu alveg tilbúin með allt á þessu heimili, nema skreytingu úti.
Við Þórhallur bökuðum tvær uppskriftir af kossum, (mömmukökum) í gær. Búin að setja inn í þær krem. Uuummmm góðar eins og alltaf.
Guðrún Helga kemur í dag, og verður hjá okkur fram á mánudag 27. des. Aska (kisan hennar) kom í gær með flugi. Hún kann vel við sig hér.
Tilhleyping er búin hér á bæ. Fyrsta gekk 4. des., og sú síðasta 15. des. Þannig að sauðburður verður, í ca. 10-15 daga. Líklegast kemur fyrsta lambið 23. apríl emoticon
Við erum búin að fá annan strák til okkar í stuðning. Hann er níu ára, og verður eina helgi í mánuði hjá okkur. Við erum þá með þrjá stráka, 6, 9 og 13 ára.
Ég er í fríi þessa viku, en er að vinna milli jóla og nýjárs.
Ég fer til læknis 6. janúar, því löppin er ekkert að verða GÓÐ. Meirisegja gafst sjúkraþjálfinn upp á mér, því hnéð er enn bólgið. Ekkert hægt að gera meðan það hagar sér svona.
Þórður er kominn aftur á réttan aldur. Bakið orðið gott.
Jæja ég vona að ég nenni að skrifa fljótt aftur.
Ég vona að þið eigið gleðileg jól. Jólaknús til ykkar, frá okkur.

Molinn kveður.

05.12.2010 21:17

Góð helgi að enda

Hæ, hæ !
Jæja nú er þessi helgi alveg að verða búin, og ekki er nú langt í jólin.
Við erum búin að skreyta í Lyngbrekku. Sömu skreytinguna og í fyrra, ljós, hringinn á báðum húsunum, hringinn á pallinum, flaggstöngin og jólatré í brekkunni. Alltaf svo flott. Við erum hinsvegar ekki byrjuð að skreyta hér heima.
Við erum farin að hleypa til. Fyrstu lömbin fæðast ca. 23-26 apríl. Ég er strax farin að hlakka til.
Þórður tók aldrinum sínum of bókstaflega. Hann er búinn að vera að drepast í bakinu, síðan á afmælinu sínu. Hann er að vísu að verða góður núna. Hann gekk um eins og maður á tíræðisaldri, ha, ha. En núna er hann að verða eðlilegur aftur.

Molinn kveður.
  • 1


clockhere

Name:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Cell phone:

820-7756

Birthday:

23. júlí, 1962

Address:

Möðruvellir 3

Location:

Hörgársveit

About:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

event has passed

12 year

7 months

12 days

Haukur Nói, kom í heiminn

event has passed

9 year

9 months

14 days

Birgitta Ósk, kom í heiminn

event has passed

2 year

3 months

12 days

Links