Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Today's page views: 276
Today's unique visitors: 28
Yesterday's page views: 588
Yesterday's unique visitors: 38
Total page views: 920614
Total unique visitors: 48942
Updated numbers: 28.4.2024 07:19:16

Blog records: 2021 N/A Blog|Month_7

31.07.2021 10:10

Strandir


Veiðileysufjörður


Djúpavík á Ströndum

Á Djúpavík

Á Djúpavík

Alexander eignaðist vinkonur á Hólmavík og lék mikið við þær. Hann hitti þær svo í Djúpavík. Öll þrjú ánægð að hittast emoticon Þær eru úr Kópavogi

Inni í verksmiðjuhúsunum í Djúpavík, eru listaverk



Listaverk út um allt

Séð út um gluggann á verksmiðjuhúsinu

Þessi listaverk eru inni í tanki á Djúpavík

Það er nú orðið lélegt þetta skip. Enn í Djúpavík

Þetta gula hús á kona sem ég þekki. Hún er frá Sauðanesi við Siglufjarðargöng

Við fengum okkur að borða áður en við fórum frá Djúpavík


Þetta er Reykjarfjörður. Fyrir mörgum árum fórum við fram hjá þessum bæ. Við Þórður vorum svo hrifin af honum að við sögðum að við gætum alveg hugsað okkur að búa þarna. Ennþá dag í dag er sú hugsun enn hjá okkur. Það er eitthvað við þennan stað sem við Þórður dýrkum emoticon



Fjárhús fyrir nokkrar kindur og flott íbúðarhús emoticon


Þarna á móti er Djúpavík


Gjögur á Ströndum


Finnborgastaðaskóli, Bær og fl. bæir í Árneshrepp


Árneskirkja til hægri og Árneskirkja 2 til vinstri. Þær eru sitthvorumegin við veginn

Þetta er á Melum í Árneshrepp. Tengdadóttir okkar á einn hektara landskika þarna


Séð niður á Eyri á Ingólfsfirði. Vegurinn er svakalega brattur þarna niðureftir

Við fórum samt á húsbílnum þangað. Við stoppuðum við síldarverkamiðjuna og fengum okkur kaffisopa þar. Það var frekar fyrirkvíðanlegt að eiga eftir að keyra upp úr þessum firði, en það gekk svona glimrandi vel emoticon


Melar í Árneshrepp


Reykjaneshyrna


Kaldbakshorn


Við keyrðum að Drangsnesi og þar var allt stopp. Þessi bíll var þarna bilaður og við þurftum að bíða smá stund, á meðan það kom lyftari og lyfti honum að aftan og færði hann utar í kantinn svo við gætum farið framhjá honum


Við keyrðum svo í Hólmavík og kvöddum samferðafólkið okkar og héldum svo áfram. Við fundum þennan fallega stað ca. 60 km frá Borðeyri, Hólmavíkurmegin

Hér er yndislegt að vera

Náttstaður okkar í nótt


Hér er kort af leiðinni sem við fórum í dag





Molinn kveður


30.07.2021 21:01

Frá Snæfellsnesi til Hólmavíkur


Við byrjuðum daginn á því að fara upp að Rauðfelldargjá og inn í hana

Þeir standa við gjánna

Þegar maður er inni, þá sér maður svona upp úr henni

Þarna erum við inni

Og á leiðinni niður á bílaplan

Ég setti drónann á loft og tók nokkrar myndir

Þarna fyrir miðju sést gjáin. Gönguleiðin sést vel þarna

Snæfellsjökull og gjáin

Þarna sést ofan í gjána

Og gjáin



Þarna sést bílastæðið, gjáin og jökulinn

Þessi mynd er tekin í austur frá gjánni

Og í vestur. Þarna sést Arnarstapi


Við stoppuðum við þessa rétt, sem er við Vegamót. Hjarðarfell er í baksýn

Þar sauð ég saltfisk og kartöflur

Og það var vel tekið á því, að borða

Svakalega góð máltíð



Allir glaðir


Þetta þakkarhjarta sáum við í Búðardal


Við keyrðum svo til Hólmavíkur. Sigurjón, Solla og strákarnir komu þangað og við ætlum að eyða morgundeginum saman og taka smá rúnt



Öll saman á Hólmavík





Molinn kveður


29.07.2021 17:41

Á Snæfellsnesi


Afmælishundur. Týri er átta ára í dag emoticon


Strákarnir að leika sér áður en haldið er af stað frá Berserkjarhrauni. Við vorum þar í nótt


Kirkjufell

Kirkjufell


Kvíabryggja


Við komum við hjá Dísu og Emil. Hin árlega mynd af okkur Dísu. Þau tóku vel á móti okkur emoticon


Hádegismatur í bílnum. Hann var eldaður og borðaður við þessa fjöru

Fjara, á leiðinni niður á Öndverðarnes


Göngin sem liggja að brunninum Fálka, á Öndverðarnesi





Á Öndverðarnesi

Vitinn á Öndverðarnesi


Það er eins og það liggi maður/kona þarna. Á hausnum er enni, nef munnur og haka. Þið sjáið þetta er það ekki?


Á Djúpalónssandi



Á Djúpalónssandi





Lóndrangar


Á Hellnum

Strákarnir að tína kuðunga

Á Hellnum


Þessa mynd tók ég af Hraunhálsi áður en við fórum af stað í morgun




Við ætlum að gista þarna á planinu við Rauðfelldargjá. Á myndinni fyrir ofan erum við ca. á milli Arnarstapa og Grafar





Molinn kveður


28.07.2021 17:11

Snæfellsnes


Við komum við í Bjarnarhöfn og þar voru þessir hvolpar

Við fórum í hákarlasafnið

Strákarnir voru hrifnir af þessu safni



Með okkur eru Hrefna og Guðjón. Takk fyrir stundina emoticon

Ekki góð lykt sagði Alexander

Við keyptum hákarlaboli á þá

Drápuhlíðarfjall

Ég flaug drónanum yfir í morgun, þar sem við gistum















Og svakalega gaman hjá þeim

Bjarnarhöfn

Bjarnarhöfn


Við fórum aftur í Stykkishólm. Þetta er húsið sem Þórður og Fanney áttu þegar þau bjuggu í Hólminum. Bókhlöðustígur 1

Og þetta er húsið sem við Þórður áttum þegar við bjuggum í Hólminum. Silfurgata 32


Við ætlum að vera hér aðra nótt





Molinn kveður


27.07.2021 16:01

Dagurinn í dag




Kristín sýndi okkur Riishúsið á Borðeyri. Hér getið þið lesið um það

Damian lyfti lóðum 25+25 kg. Sterkur guttinn


Við stoppuðum og fengum okkur að drekka, við rétt á Skógarströndinni

Breiðarfjörður



Við fórum upp í Súgandisey

Þarna er nunnu sjúkrahúsið þar sem Guðrún fæddist. Já þarna var ég í eina viku frá 29.ágúst '85



Vitinn í Súgandisey

Það er munur á hitastigi heima og hér. Hér er úlpuveður

Breiðafjörður



Kirkjan í Hólminum

Við gistum á uppáhaldsstaðnum okkar, Berserkjarhrauni. Þarna gátu strákarnir leikið sér

Fallegur staður

Þeir léku sér vel og mikið og þurftu ekki tölvutímann sinn. Þeim fannst þetta æði





Molinn kveður


26.07.2021 22:49

Ferðalag

Við ákváðum að skella okkur í smá ferðalag í dag

Áður en við fórum, þá flaug ég drónanum til að athuga með lömbin. Þau voru á sínum stað. Vonandi tolla þau þarna á meðan við verðum að heiman

Á meðan ég tók okkur til og setti í bílinn, þá dunduðu þeir sér í þessu


Fyrsta stoppið eftir að við lögðum af stað, var á planinu við Hraundrangann

Við fengum okkur að borða hádegismatinn. Já stutt að heiman, en samt ekki heima emoticon

Við stoppuðum á Blönduósi og leyfðum strákunum að fá útrás í tækjunum þarna


Við verðum á Borðeyri í nótt

Strákarnir og Týri fóru í berjamó og tíndu nokkur ber

Mjög fínt að vera þarna

Og enn er borðað

Tjaldsvæðið á Borðeyri

Borðeyri

Við hringdum í Kristínu, tengdamömmu Guðrúnar. Hún kom í smá kaffi og spjall til okkar emoticon





Molinn kveður


25.07.2021 20:38

Smá flug


Smá flug og athuga með lömbin, hvort þau séu á sínum stað

Þau voru það. Þau fóru að vísu einu sinni út úr hólfinu í dag, en voru sett inn strax aftur. Þórður fór og gerði það. Þau mega helst ekki sjá mig á meðan þau eru að venjast því að fá enga mjólk


Þau voru í afslöppun við ána og heyrðu ekki í drónanum. Yfirleitt stekkur Blanda af stað þegar hún verður vör við drónann, en ekki núna


Mér tókst að fljúga þangað sem lömbin eru og upp að girðingu, án þess að verða vör við fugla. Þegar ég snéri við og flaug heim, þá komu svona um 50 spóar og eltu drónann

Ég varð að fljúga beint heim. Hann slapp í þetta sinn, sem betur fer emoticon





Molinn kveður


24.07.2021 15:58

Heimalingar


Þegar lömbin verða vör við mig, þá

Hlaupa þau af stað

Til mín

Ég get varla labbað fyrir þeim, því þau labba alveg upp við mig og fara fram fyrir mig. Þá dett ég næstum því hahaha

Nú er ég búin að fara með þau (í nokkur skipti) upp í fjallshólf og kveðja þau og segja þeim að þau fái ekki meiri mjólk

Þau hafa ekki elt mig niður eftir



En nei, nei þau koma alltaf aftur og bíða eftir mjólk

Nú í morgun, þá fórum við með þau í fjárhúshólfið hjá gömlu fjárhúsunum og vonandi tolla þau þar

Vonandi síðasti pelinn

Þau hafa tún þar til að bíta gras emoticon

Ég setti drónann á loft. Ég hef ekki getað það, í næstum tvo mánuði, vegna þess að fuglarnir ráðast á hann. Núna gat ég flogið aðeins en þegar ég var að fara að lenda honum, þá komu fuglar og réðust að honum. Ég slapp með skrekkinn í þetta sinn

Krakkarnir að reyna að ná í drónann og mér sýnist Týri ætla að gera það líka

Ég tók myndir af þessum túnunum okkar sem eru alvarlega brunnin af þurrk

Alveg svakalegt að sjá þetta

Kálið er samt að ná að spretta smá

Það kom smá væta áðan, en það hefur ekki mikið að segja þegar allt er orðið svona þurrt





Molinn kveður


23.07.2021 21:17

Afmælisdagur


Já það er víst þannig að ég á afmæli í dag. Ég fékk þennan bolla í afmælisgjöf frá stelpunni okkar henni Sólveigu. Ég fékk mér kaffi úr honum og framvegis verður hann kaffibollinn minn. Takk Sólveig mín


Við byrjuðum daginn á því að fara í fjöruna á Gáseyri

Alltaf gaman að fara þangað

Týri elskar að fara þangað


Þær komu í afmæliskaffi og til að knúsa mig. Yndislegar emoticon

Ég átti yndislegan dag með mínum nánustu





Molinn kveður


22.07.2021 21:22

Smá rúntur

Við fórum í smá bíltúr á húsbílnum. Við buðum mömmu og pabba með okkur

Við fórum í Svarfaðardal og Skíðadal



Við stoppuðum við réttina og fengum okkur kaffi


Við fórum svo til Ólafsfjarðar og fengum okkur pitsu og hamborgara í  Höllinni

Góður dagur í dag emoticon





Molinn kveður


21.07.2021 21:29

Féð í fjallshólfinu


Við fórum upp í fjallshólf, aðeins að kíkja á féð. Þeir léku aðeins við Týra í ánni í leiðinni


Góðir vinir


Lóa á vappi


18-591 Viti


18-590 Sonik


19-597 Ótti


20-609 Grindill


18-593 Hamar og Sonik


Grindill og Ótti


Viti


Obbi, Spönn og Blanda


19-489 Blanda með gimbrarnar sínar


 emoticon emoticon emoticon emoticon emoticon





Molinn kveður


20.07.2021 20:41

Þurrkur


Þetta er nú að verða gott. Núna er veðrið búið að vera svakalegt í einn mánuð. Það vantar vætu

Öll tún að brenna. Það verður ekki mikið hey af túnunum, með þessu áframhaldi

Bruni um öll tún


Svo eru aspirnar orðnar víðáttuvitlausar. Þær skjóta rótum um allt

Þær halda að þær séu að deyja og skjóta rótum um allt til að ná vökva

Garðurinn er allur í asparskotum



Kálið er samt komið vel af stað. Það er þétt og flott





Molinn kveður


19.07.2021 20:45

Áburður borinn á túnin

Í kvöld var áburður borinn á öll túnin, bæði hér heima og niður á engi


Ég fékk hjálp við að gefa lömbunum í morgun


Við skruppum á skólalóðina við Síðuskóla í morgun

Flott leiksvæði


Við fórum í sund á Hrafnagil í dag. Við buðum ömmu og afa gullunum með okkur. Auðvitað var svo ís eftir sundið

Nú eru allir farnir heim til sín. Afar tómlegt hér eftir tæpa viku með fólkinu okkar emoticon





Molinn kveður


18.07.2021 20:17

Allar rúllurnar komnar í stæðu


Í gær, 17. júlí voru allar rúllurnar komnar í stæðu. Búið að keyra öllu heim af enginu. Þá er nú frí þangað til komið er að seinni slætti. Að vísu á eftir að bera á allt

Nú er frekar tómlegt hér. Allir farnir nema Sigurjón og fjölskylda





Molinn kveður


17.07.2021 21:00

Fimmföld afmælisveisla


Elsku Maríel, yngsta ömmu og afa gullið er eins árs í dag

Haukur Nói ömmu og afa gullmoli varð 7 ára 12. júlí

Ísabella ömmu og afa gull varð 14 ára 26. júní

17 ára brúðkaupsafmæli hjá þeim og eins árs afmæli hjá Emblu (hundur)

Og ég á afmæli 23. júlí

Afmælisveisla

Opna pakka

Börnin okkar Þórðar. Gaman að fá þau öll saman til okkar

Og hér eru allir afmælisgestirnir. Allir afkomendur okkar og fylgifiskar eru saman komin hjá okkur núna, nema þrjú. Yndislegt





Molinn kveður




clockhere

Name:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Cell phone:

820-7756

Birthday:

23. júlí, 1962

Address:

Möðruvellir 3

Location:

Hörgársveit

About:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

event has passed

12 year

7 months

14 days

Haukur Nói, kom í heiminn

event has passed

9 year

9 months

16 days

Birgitta Ósk, kom í heiminn

event has passed

2 year

3 months

14 days

Links