Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Today's page views: 579
Today's unique visitors: 37
Yesterday's page views: 3487
Yesterday's unique visitors: 488
Total page views: 920329
Total unique visitors: 48913
Updated numbers: 27.4.2024 23:32:19

Blog records: 2020 N/A Blog|Month_11

30.11.2020 19:41

Fallegt veður


Húsin eru ekki í fókus, en Staðarskarðið ljómar fallega


Í morgun


Möðruvallakirkja í morgun


Hluti af gemlingunum

Lífið í fjárhúsunum gengur vel

Ég tók mig til og málaði inn í öllum gluggunum í stofunni svo ég geti sett seríur í þá á morgun emoticon





Molinn kveður


29.11.2020 19:08

Fyrsti sunnudagur í aðventu


Fyrsti sunnudagur í aðventu og þá er að skreyta aðeins

Aðventuljósin komin upp. Búin að skreyta eldhúsgluggana emoticon


Við settum ljósakrossinn á leiðið hjá litla gullinu okkar emoticon


Spádómskerti
Við kveikjum einu kerti á,
Hans koma nálgast fer,
sem fyrstu jól í jötu lá
og jesúbarnið er.

Þessi kerta-aðventu-krans er orðinn 31 árs. Ég fékk hann í jólagjöf þegar ég var dagmamma, frá dreng sem ég var að passa árið 1989. Upplagt að nota hann fyrir aðventukerti emoticon


Möðruvallakirkja í dag


Ekki mikill snjór í lok nóvember





Molinn kveður


28.11.2020 21:20

Ættarhringur


Þetta listaverk er komið upp á vegg. Ættarhringur

Nú þarf maður að fara að spíta í lófana og mála, skreyta og fl. fyrir jólin. Það verða ekki jólaboð í ár hjá okkur. Vonandi fer þessi veiru fjandi að hætta. Þetta er að verða gott





Molinn kveður


27.11.2020 17:58

Fyrsti snjóskaflinn á þessum vetri


Það var frekar hvasst í nótt. Fyrsti snjóskaflinn mættur á svæðið

Nú er loksins komið leikfang fyrir strákana emoticon

Alveg frábært að fá aðeins snjó emoticon

Þeir skemmta sér vel í snjónum


Tunglið í gærkvöld, 26.11







Það eru tvær mínútur á milli mynd eitt og fjögur af tunglinu. Maður sá það hreyfast emoticon





Molinn kveður


26.11.2020 13:17

Kinda-nafnspjöld

Ég er loksins búin að koma því í verk að klára kinda nafnspjöldin. Við settum þau upp í morgun, í fjárhúsunum. Við keyptum okkur plöstunarvél til að getað plastað þessi blöð

Þórður að hefta síðasta spjaldið upp


Og já ég er mjög sátt með þetta emoticon


Svona líta spjöldin út. Mynd með númeri og nafni


Og svo er hér númer og nafn og líka nafn og númer á föður og móður. Litur fyrir hvern árgang


Við erum mjög sátt við þetta emoticon emoticon emoticon





Molinn kveður


25.11.2020 20:14

Gott veður


Búið að spóla í hring


Verið að bíða eftir skólabílnum


Fallegt veður í morgun



En veðrið á eftir að verða leiðinlegt





Molinn kveður


24.11.2020 20:49

Jólaljós

Enn berast afmælisgjafir og það fyrir okkur bæði
Við fengum heilsukodda frá fjölskyldunum á Syðri-Bægisá
Fjölskyldan Möðruvöllum 1 kom með flotta og góða tertu
Ástar þakkir fyrir okkur emoticon emoticon emoticon


Ég var að mynda jólaseríuna og tók þá eftir geitungabúi. Þeir hafa þá íverustað næsta sumar emoticon




Nú fer jólaljósatíminn af stað. Við byrjum að setja ljós í gluggana á aðventunni emoticon





Molinn kveður


23.11.2020 18:20

Afmælisdrengur


Afmælisdrengur dagsins er þessi elska. Hann er sjötugur í dag sem er alveg ótrúlegt, því hann sýnist ekki vera orðinn sextugur emoticon Hann er besti vinur minn. Við eigum sömu áhugamál og eigum vel saman emoticon Til hamingju með þennan flotta aldur elskan mín emoticon
Hann fékk þessa flottu úlpu í afmælisgjöf, frá tengdaforeldrum sínum (pabba mínum og mömmu minni)


Góðir vinir emoticon Já hér er sko 100% vinátta

Rabbi gaf honum fallega og góða peysu og vettlinga


Það hefur heldur betur tognað úr þessum afa og ömmu gullum


Feðgar emoticon


Sigurjón og fjölskylda og Þórður


Fjórir af fimm bræðrum

Við Þórður fengum dýnur í rúmin okkar frá bræðrum hans og konum þeirra emoticon


Gjafakort frá systkinum mínum og fjölskyldum


Hann fékk þetta frá Garðari og Erlu. Garðar smíðaði og Erla prjónaði emoticon


Heklaðar bjöllur frá Svanberg og Önnu. Anna heklaði þessar bjöllur og svo er sería í þeim, 20 ljósa emoticon

Ég vil þakka öllum fyrir þessar fallegu og góðu gjafir til Þórðar og mín og þið sem komuð, fyrir komuna. Yndislegir tveir dagar emoticon


Við tendruðum jólaljósin í tilefni dagsins


Möðruvellir 3, 4 og 5


Möðruvallakirkja







Molinn kveður


22.11.2020 18:26

Fyrsti í afmæli


Flottir afastrákar. Þeir teiknuðu og skrifuðu á þessa poka og gáfu honum í afmælisgjöf. Þórður verður sjötugur á morgun

Hér stendur Afi minn er góður, sterkur og góður að smíða. Þetta skrifar 6 ára afastrákur emoticon

Þetta eru Möðruvellir 3, 4 og 5. Þarna má sjá fjárhúsin og líka Týra. Níu ára afastrákur teiknaði þetta emoticon Þetta er mjög flott hjá þeim


Guðrún Helga dóttir okkar fékk ull hjá okkur einhverntíman eftir áramótin. Hún fékk hvíta, svarta og gráa ull. Hún lét vinna hana fyrir sig og prjónaði þessa peysu á pabba sinn og gaf honum í afmælisgjöf. Ullin er unnin á einhvern sérstakan hátt. Minna þvegin og lopinn er öðruvísi en venjulegur lopi

Hér er flotta peysan sem hún prjónaði úr Möðruvalla ullinni emoticon
Hún er snillingur emoticon Svakalega flott hjá henni emoticon


Hann fékk rausnarlega gjöf frá börnunum okkar og fjölskyldum

Þetta er svakalega flott gjöf. Nú förum við til Vestmannaeyjar í sumar emoticon Það verður æðislega gaman emoticon


Þórður fékk þennan ættarhring frá fjölskyldunni okkar í Noregi (dóttur Þórðar og fjölskylda)  Svakalega flott emoticon

Alveg svakalega flott emoticon


Hann fékk fallegan blómvönd frá Fanneyju


Og Kinda sögur 2. bindi frá Damian og Alexander

Við Damian og Alexander gáfum honum þennan stól. Það verður að vera þægilegt fyrir sjötugan mann að sitja við tölvuna, vinnandi í bókhaldi emoticon


Afmælisgestirnir í dag, sem voru börnin okkar fjögur, fjölskyldur þeirra og Fanney

Við ákváðum að fá þau (börnin okkar og fjölskyldur) í dag, þannig að það verði ekki eins margir á morgun. Þetta covid sko emoticon Dagurinn í dag var æðislegur í alla staði. Það hefði verið gaman að fá fjölskylduna frá Noregi en þau koma vonandi þegar þetta covid hættir

Takk fyrir daginn elsku þið emoticon ? ? ? ? ?





Molinn kveður


21.11.2020 21:07

Duglegur drengur


Flottir, afinn og afagullið

Þessi er svo duglegur að hjálpa okkur. Það munar alveg um hann í gegningum. Við erum alveg hálftíma fljótari þegar hann er með okkur. Hann verður einhverntíman góður


Svo bökuðum við nokkrar kökur



Pestertur

Girnilegt fyrir þá sem borða svona tertur (það er STÓTafmæli framundan)





Molinn kveður


20.11.2020 19:48

Hrútaskráin

Hrútaskráin var að koma út. Ég er búin að setja hana í tengil hér til hægri, þar sem hinar hrútaskrárnar eru emoticon



Nú er bara að koma þessu upp í fjárhúsunum emoticon


Komið hvítt teppi yfir allt


Í morgunsárið emoticon





Molinn kveður


19.11.2020 20:33

Góðir vinir


Í morgun emoticon


Mæðgurnar 20-522 Glósa og 15-242 Galía


Þeir eru svo góðir vinir emoticon Þeir leiddust þegar þeir löbbuðu heim úr skólanum (rútunni) emoticon

Og þarna eru þeir búnir að teikna flottu vinina emoticon


Nú er ég byrjuð að setja myndir af kindunum á spjöld. Þau fara svo upp á vegg, í fjárhúsunum

Við keyptum plöstunarvél til að geta plastað blöðin sem eiga að fara í fjárhúsin emoticon Snilldar græja





Molinn kveður


18.11.2020 16:31

Fallegt veður

Drónaflug í 10 stiga frosti. Ég var gjörsamlega frosin á puttunum eftir þetta flug

Alltaf sól í Hörgársveit emoticon

Möðruvellir

Hörgársveit

Það er ekki mikill snjór hér. Samt sá mesti sem hefur komið á þessum vetri og það er kominn 18. nóv.



Möðruvellir 3, 4 og 5


Hörgársveit





Molinn kveður


17.11.2020 20:19

Komin í rútínu


Nú er komin rútína hjá okkur. Við förum í fjárhúsin þegar strákarnir eru farnir í skólann á morgnana emoticon


Við settum veturgömlu ærnar og elsta árganginn '12 saman í þessa kró. Þær hafa það nú gott


Litlu stubbarnir okkar fimm. Þau eru orðin svo stór og dugleg þessi sem fæddust í september. Gefa hinum ekkert eftir emoticon





Molinn kveður


16.11.2020 17:13

Enn vantar af fjalli



Ásetningur '20-'21

Árgangur '12 - 11 ær
Árgangur '13 - 16 ær
Árgangur '14 - 34 ær
Árgangur '15 - 42 ær
Árgangur '16 - 40 ær
Árgangur '17 - 53 ær
Árgangur '18 - 52 ær
Árgangur '19 - 35 ær
Árgangur '20 - 34 gimbrar
Hrútar            14
Sauður             1
Smálömb          5
Samtals         337 hausar í vetur

Af þessum 337 vantar 3 ær sem vonandi eiga eftir að skila sér

Það eru eitthvað um 40 færri hausar núna en síðasta vetur


Möðruvallakirkja i morgun


Enn er verið að leika sér emoticon





Molinn kveður




clockhere

Name:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Cell phone:

820-7756

Birthday:

23. júlí, 1962

Address:

Möðruvellir 3

Location:

Hörgársveit

About:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

event has passed

12 year

7 months

13 days

Haukur Nói, kom í heiminn

event has passed

9 year

9 months

15 days

Birgitta Ósk, kom í heiminn

event has passed

2 year

3 months

13 days

Links