
|
Flettingar í dag: 5039 Gestir í dag: 32 Flettingar í gær: 5248 Gestir í gær: 11 Samtals flettingar: 1972433 Samtals gestir: 83881 Tölur uppfærðar: 29.4.2025 22:25:03
Færslur: 2025 Apríl29.04.2025 19:52
 |
Það var þoka í nótt og morgun. Sólin rak hana svo í burtu og
skein í dag
 |
Þessi bar í nótt og hafði ekki mikið fyrir því. 24-075 Vilka
átti hrút og gimbur og þau eru undan 24-736 Lúða
 |
Gott að fylgjast með í myndavélinni. Hér er ein borin tveimur
lömbum. Hún var sónuð með þrjú, en það getur ekki verið
að það komi þriðja lambið úr henni, því þau eru svo stór
 |
Það eru ekki margar í húsunum. Helmingur borin og nokkrar
lambær farnar út
Molinn kveður
|
|
|
|
28.04.2025 19:03
 |
Þessa mynd tók ég kl. 22 í gærkvöld. Þá var komin þoka
 |
Og þessa mynd tók ég um kl. 7 í morgun. Þær báru sig vel í
bleytunni. Við settum þær inn seinnipartinn í dag og þær
fara aftur út á morgun
 |
24-067 Flóra kom með stóra gimbur í morgun. Faðirinn er
24-737 Þytur
 |
Flóra. Systir hennar, 24-066 Ferja kom með tvö stór lömb,
hrút og gimbur, í dag. Þær eru flottar systur
 |
Hrútur (fyrir miðju) og gimbur (þessi hvíta) undan 18-410 Túlu
og 24-733 Púka og svo þessi flekkótti til hægri var vaninn
undir Túlu. Hann er undan 22-012 Gormu og 24-732 Velli.
Gorma er einspena og var þrílembd og gat þess vegna ekki
verið með þrjú
 |
24-054 Egedía bar í dag. Hún átti hrút og gimbur og þau eru
undan 24-736 Lúða
Það eru komin um 80 lömb
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
27.04.2025 17:20
 |
24-058 Krús með lömbin sín. Hún passar þau svo vel að hún
stangar mann. Það þarf að passa sig á henni
Það eru komin rétt um 70 lömb
Þessir skemmtu sér vel í morgun. Þeir fengu leyfi til að fara
upp á þak á blásarahúsinu
 |
 |
 |
 |
Þessa mynd tók ég á móti sól
Veðrið í dag var æðislegt
Molinn kveður
|
|
|
|
|
26.04.2025 18:10
 |
22-019 Krukka kom með tvo hrúta og eina gimbur undan
23-720 Valver
 |
Öll móflekkótt eins og foreldrarnir
 |
19-460 Larisa með hrút og gimbur undan 24-735 Fenox
 |
Lömb undan 18-435 Þrúgu og 24-735 Fenox
 |
Þrjár þrílembur hér
 |
Kaffitími í fjárhúsunum
 |
9 lambær úti í morgun, sem fóru út í gær
 |
Það bættust 9 lambær við í dag. Þá eru 18 lambær komnar
út og hafa það gott
 |
Þessa flottu mynd af bræðrum fjórum, tók Friðrik í dag. Það
vantar einn bróðir á þessa mynd, en flottir eru þeir
Um 30 ær bornar og komin um 60 lömb
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
25.04.2025 18:03
 |
23-053 Lúpína kom með tvær gimbrar undan 23-720 Valver.
Þær eru báðar móflekkóttar
 |
Óbornu gemlingarnir
 |
Við mörkuðum og settum út fyrstu lambærnar. Það fóru 9
lambær út. Við setjum fleiri út á morgu ef veðrið verður
svona gott
Molinn kveður
|
|
|
24.04.2025 19:26
 |
Einn af okkar mönnum slóðadró í dag fjárhústúnið
 |
Hann stóð sig svakalega vel
 |
19-470 Blæja með tvo hrúta undan 24-733 Púka. Svakalega
flottir hrútar
 |
Veðrið í dag var æðislegt. Það var kaffitími úti, eins og í gær.
Strákarnir eru búnir að vera svakalega góðir og duglegir í
allan dag
 |
Þeir voru að veiða einhverjar pöddur í læknum og dunduðu
sér lengi í því
 |
Svo gaman hjá þeim
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
23.04.2025 16:35
 |
Mæðgur, 18-409 Elíza og 23-044 Eyvör. Elíza er með 3 og
Eyvör með 2
 |
20-510 Tindra kom með þessi þrjú lömb í morgun. Tveir
hrútar og ein gimbur. Mjög flott lömb og þau eru undan
24-735 Fenox
 |
Tindru lömb
 |
Hér eru komnar þrjár og þær hafa það nú gott
 |
24-069 Hátíð með stóra lambið sitt
 |
Lömb undan 23-030 Þámu
 |
17-376 Fóa bar í dag og ég leyfði henni að fara út í smá tíma.
Gimbrar undan 24-737 Þyt
 |
Drengirnir í kaffitíma í góða veðrinu. Það var hlýtt við
suðurvegg í sólinni
 |
Þessi búinn að raða merkjum upp í 50. Flottur 
Komin 24 lömb
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
22.04.2025 17:40
 |
Hrútarnir fengu að fara út í dag. Vonandi verður veðrið
gott áfram. Það er að vísu kalt á nóttunni, en samt gott veður
 |
Systurnar 22-018 Kópelía og 22-019 Krukka. Þær eru báðar
með þrjú og önnur (þessi nær) á tal í dag. Hún var fjórlembd
í fyrra
 |
Gimbrar undan 18-422 Þrýstin og 24-733 Púka. Fyrsta
mislita lambið sem fæðist í vor
 |
Hrútur undan 18-439 Hildu og 24-735 Fenox. Hún var einlembd
og við vöndum undir hana aðra gimbrina undan Þrýstin, því
hún er eitthvað slöpp í fótunum greyið
 |
Hér er Hilda með þau bæði
 |
Gimbrar undan 17-354 Þrösu og 24-735 Fenox
 |
Og gimbrar undan 19-445 Lúru og 24-735 Fenox
 |
Nú er verið að græja merkin. Ég skrifa ofaní númerin, til að
þau sjáist betur. Grátt í grátt er ekki gott
 |
Hér er ömmu og afa gullmoli að raða merkjunum eftir
númerum á spjaldið góða
Það eru komin 16 lömb
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
21.04.2025 18:09
 |
Nú eru allir komnir heim og við orðin fullmönnuð aftur. Allir
glaðir eftir fríið
 |
Þáma með lömbin sín
 |
Og Fnjósk með lömbin sín
 |
Þessi gemlingur bar í dag, 24-069 Hátíð átti gimbur undan
24-737 Þyt. Svakalega stór og falleg gimbur
 |
 |
Hún hefði mátt vera með lit 11 
Það eru komin 5 lömb
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
20.04.2025 17:21
 |
Ég flutti upp í fjárhús í gærkvöld. Ég er byrjuð að vakta
ærnar á hálftíma, til tveggja tíma fresti. Bara vakna,
fara fram og athuga hvort einhver er að bera. Ef ekkert
er í gangi, þá er óhætt að sofa í tvo tíma. Ef eitthvað er
í gangi, þá sef ég í hálftíma og fer svo fram
 |
Þetta snilldar tæki, gaf pabbi mér. Þetta var innkaupakerra,
eða taska á hjólum. Við tókum töskuna af og settum þennan
kassa í staðinn. Ég prufaði þetta í nótt og þetta svínvirkar
 |
Ég læt lambið/lömbin í kassann og hjóla þeim þar sem þau
eiga að vera. Ærin eltir og maður þarf ekki að farast í bakinu
til að beygja sig með lömbin til að láta hana elta
 |
Þessi bar í nótt. 20-496 Fnjósk átti hrút og gimbur undan
24-737 Þyt
 |
Og þessi bar í morgun. 23-030 Þáma átti hrút og gimbur
undan 24-735 Fenox
En kæru síðuvinir, gleðilega páska
 |
Þessi fékk páskaegg nr. 6
 |
Og þessi líka. Báðir mjög ánægðir
 |
Hér var hin árlega páskaeggjaleit í garðinum okkar og þessi
tóku þátt í leitinni
 |
 |
 |
Verið að leita að eggjum
 |
 |
Það voru 5 egg á mann og allir fundu sín egg
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
Skemmtilegur dagur, páskalömb og páskaegg
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
19.04.2025 17:45
 |
Enn er það undirbúningur fyrir sauðburð. Við erum búin að
taka til hérna uppi í hlöðunni og hér er hægt að vera með
15 lambær í einstaklingsstíum
 |
 |
Og hér verða 10 lambær í einstaklingsstíum
 |
Já og hérna 4-5 lambær saman
 |
Við erum búin að græja allt í hlöðunni
Það er engin borin ennþá, en það hlýtur að vera að einhverjar
beri á morgun
Molinn kveður
|
|
|
|
|
18.04.2025 16:49
 |
Fyrsti í kaffi í fjárhúsunum. Bara tveir stubbar hjá okkur
 |
Engin lömb komin ennþá, en það verður stutt í að fyrstu lömbin
mæta
 |
Vatnið komið á og þá er þetta klárt fyrir 10 lambær
 |
Og vatnið komið á og þarna getum við haft 4-5 læmbær
saman, til að venja þær við
Molinn kveður
|
|
|
|
17.04.2025 17:02
 |
Við vorum að vinna í undirbúningi í dag, í fjárhúsunum, fyrir
sauðburð
 |
Einstaklingsstíurnar að verða klárar
 |
 |
 |
Svo er hægt að hafa þarna nokkrar kindur saman í stíu. Við
eigum eftir að klára að ganga frá þessu. Við verðum í
fjárhúsunum á morgun og vonandi klárum við undirbúninginn
því við eigum von á að það komi lömb á laugardag eða
sunnudag
Molinn kveður
|
|
|
|
|
16.04.2025 17:41
 |
Við erum loksins búin að setja upp myndavélar í fjárhúsin.
Hér til hægri eru gemlingarnir
 |
 |
 |
 |
Það verður betra að hafa vélar til að fylgjast með þeim
 |
Við erum að undirbúa merkin í lömbin. Við klippum af
fullorðinsmerkjunum til að létta þau fyrir lömbin. Svo skrifum
við á þau. Við erum bæði með þessi merki og svo litlu merkin
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
15.04.2025 15:51
 |
Við fórum í sund á Hrafnagil í dag. Auðvitað var ís á eftir.
Einn fór í gær og ein fór í dag. Einn fer á morgun og einn fer
á fimmtudaginn. Þá verða eftir tveir hjá okkur þar til á mánudag.
Og 21. koma þrír aftur til okkar og þá verðum við full mönnuð
Nú eru 4-6 dagar í fyrstu lömbin 
Molinn kveður
|
|
|

|
 |
|
 |
|

clockhere Birgitta Lúðvíksdóttir 820-7756 23. júlí, 1962 Möðruvellir 3 Hörgársveit Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit Einar Breki, kom í heiminn atburður liðinn í 13 ár 7 mánuði 15 daga Haukur Nói, kom í heiminn atburður liðinn í 10 ár 9 mánuði 17 daga Birgitta Ósk, kom í heiminn atburður liðinn í 3 ár 3 mánuði 15 daga Tenglar
|
|
 |
|
 |
|

|