Góðan dag hér.
Jæja það styttist í jólin. Eins og ég sagði í síðustu færslu, sem er nú orðin frekar gömul, þá erum við búin að skreyta í Lyngbrekku, en varla komið jólaljós hér á bæ. Það verður kanski eitthvað bætt úr því í dag. Það er bara -15 stig núna, en í gærkvöld var kuldinn 21 stig. Við erum að vísu alveg tilbúin með allt á þessu heimili, nema skreytingu úti.
Við Þórhallur bökuðum tvær uppskriftir af kossum, (mömmukökum) í gær. Búin að setja inn í þær krem. Uuummmm góðar eins og alltaf.
Guðrún Helga kemur í dag, og verður hjá okkur fram á mánudag 27. des. Aska (kisan hennar) kom í gær með flugi. Hún kann vel við sig hér.
Tilhleyping er búin hér á bæ. Fyrsta gekk 4. des., og sú síðasta 15. des. Þannig að sauðburður verður, í ca. 10-15 daga. Líklegast kemur fyrsta lambið 23. apríl
Við erum búin að fá annan strák til okkar í stuðning. Hann er níu ára, og verður eina helgi í mánuði hjá okkur. Við erum þá með þrjá stráka, 6, 9 og 13 ára.
Ég er í fríi þessa viku, en er að vinna milli jóla og nýjárs.
Ég fer til læknis 6. janúar, því löppin er ekkert að verða GÓÐ. Meirisegja gafst sjúkraþjálfinn upp á mér, því hnéð er enn bólgið. Ekkert hægt að gera meðan það hagar sér svona.
Þórður er kominn aftur á réttan aldur. Bakið orðið gott.
Jæja ég vona að ég nenni að skrifa fljótt aftur.
Ég vona að þið eigið gleðileg jól. Jólaknús til ykkar, frá okkur.
Molinn kveður.
N/A Blog|WrittenBy Birgittu