Halló hér !
Jæja nú er helgin alveg að verða búin. Guðrún Helga kom til okkar, á miðvikudagskvöld, og fór aftur í dag. Það var mjög gaman að fá hana í heimsókn.
Við erum búin að dunda okkur í sveitinni um helgina. Við vorum að snyrta klaufir á öllum gimbrunum, og hrútunum, en eigum eftir að klippa klaufirnar á fullorðna fénu. Við ætlum að gera það, um næstu helgi. Þórður ákvað að gæla aðeins við Spaða, og gaf honum vatnsnudd. Hann þvoði hornin og andlitið á honum. Ha, ha.
Það er alveg hreint geggjað að fara þangað og dunda sér eitthvað, tíminn er alltof fljótur að líða þegar maður er þar. Ég bakaði vöfflur í mjólkurhúsinu, í gær. Kaffi, kakó, vöfflur og rjómi og fl. alveg hreint frábært.
Siggi og Júlli voru hjá okkur um helgina. Þeim finnst líka gaman að vera í sveitinni.
Við ætlum að láta telja í kindunum, í febrúar. Það verður gaman að fá að vita um frjósemina hjá þeim.
Það er sauðburður eftir 3 mán. og 7 daga. Ég bíð mjög spennt
Molinn kveður.
N/A Blog|WrittenBy Birgittu