Þá er nú búið að sprauta alla gemlingana, lambhrútana og kindurnar sem við keyptum af Ogga og Áslaugu, fyrri sprautuna gegn lambablóðsótt. Það var gert 7. mars. Við vorum með einn duglegan sem hjálpaði okkur. Hann Aron Valgeir
Þórður og Aron fóru í langan ökutúr á fjórhjólinu. Aroni fannst það ekki leiðinlegt. Algjör snilld þetta hjól
Tommi á Syðri-Reistará kom og tók snoðið af kindunum í gær, 9. mars. Hann tók af 242 stk. Við slepptum einni. Hann gerði þetta á einum degi. Aldeilis kraftur í honum.
Og ekki má gleyma að nefna þá Ogga og Simma. Þeir stóðu sig vel í að snúa kindunum.
Nokkrar myndir í albúmi
Molinn kveður
N/A Blog|WrittenBy Birgittu