Nú erum við búin að fá þriðja hvolpinn. Það er hreinræktaður Border Collie. Hann heitir Rex. Við ætlum að reyna að koma Snata greyinu á gott heimili. Hann er falur ef einhver vill taka hann. Rex
Hér er Rex kominn, ásamt systur sinni. Þau þurftu að vinna með okkur á Búgarði, í tvo klukkutíma áður en þau fóru með okkur heim.
Þau létu fara vel um sig í þessum kassa.
Það var stuð þegar heim var komið, og allir hittust. Nú er þessi litla, sem er önnur frá vinstri, farin heim til sín. Við vorum með hana í pössun, í þrjá daga.
Hendin er öll að koma til. Ég á eftir að vera með þetta gips í rúma viku, eða til 13. mars. Þá verður það tekið af, en ég verð að passa mig lengi á eftir.
Ég er komin með þriðja litinn á gipsinu. Fyrst grænt, svo fjólublátt og núna blátt.
Nú er bara rétt um mánuður þangað til fyrstu kindurnar bera. Jebb alveg satt
Spennt ?? Ó JÁ
Það er kominn nýr vinnumaður til okkar, sem ætlar að hjálpa okkur í sveitinni, eina helgi í mánuði. Hann heitir Guðjón Birgir Guðjónsson. Hann er mikill áhugamaður um kindur.
Molinn kveður.
N/A Blog|WrittenBy Birgittu