Þá er nú loksins búið að festa myndaspjöldin upp á vegg. Ekki seinna vænna, lömbin koma heim eftir ca. mánuð. Það eru margir dagar síðan við prentuðum þau út, en vorum bara ekki búin að koma því í verk að setja þau upp á vegg. Nú þarf maður ekki að kveikja á tölvunni þegar skoða á lömbin, heldur bara skoða spjöldin á veggnum
Stolt kellan með vegginn, já og bolinn
Það er búið að vera líf og fjör hjá okkur. Við fengum að hafa öll ömmu og afa börnin í viku heimsókn. Yndisleg gull. Þau eru öll farin heim núna og það er frekar tómlegt í húsinu. Bara við hjónin og tveir guttar.
Ég er heppnasta manneskja í heimi. Þessi fallega fjölskylda, sem samanstendur af dóttur minni, tengdasyni og tveim ömmugullum, voru að flytja norður
Það er svo æðislegt að vera með þau svona nálægt. Við fórum nánast aldrei í heimsókn til þeirra suður, en nú fá þau ekki frið fyrir mér haha
Við förum annaðslagið á kindarúntinn
Þessi fallega gimbur er fjórlembingur undan Brák og Eitli
Ég held að kindurnar haldi að haustið sé komið. Í þessum kindarúnti í dag sáum við mjög margar kindur sem við eigum. Ég held að ég hafi aldrei séð svona margar kindur á rúntinum
Þessi gimbur er undan Ófeig og Bekra
Krumma með tvo hrúta undan Þyt
Viðja með gimbur og hrút undan Laxa
Fallegar gimbrar (þrílembingar og hún gengur með þau öll) undan Viktoríu og Eitli.
Það verður gaman að sjá alla hjörðina í haust. Bara mánuður í það.
Ég fer fljótlega á rúntinn aftur
Molinn kveður
N/A Blog|WrittenBy Birgittu