Jæja, þá er nú spennufall hjá mér. Það var verið að telja í gærkvöld, 16. febrúar.
Gemsarnir (árgangur ´15) eru 53
3 eru geldir
29 með 1
20 með 2
1 með 3
samtals 72 fóstur
Veturgamlar (árgangur ´14) eru 47
5 með 1
38 með 2
4 með 3
Annað fóstrið drepst, hjá einni af þessum 38, sem eru með tvö fóstur
samtals 93 fóstur
Tveggjavetra (árgangur ´13) eru 33
1 með 1
29 með 2
3 með 3
samtals 68 fóstur
Þriggjavetra (árgangur ´12) eru 44
1 er geld
5 með 1
27 með 2
10 með 3
1 með 4
samtals 93 fóstur
Fjögurravetra (árgangur ´11) eru 33
1 er geld
5 með 1
20 með 2
7 með 3
samtals 66 fóstur
Fimmvetra (árgangur ´10) eru 26
1 er geld
1 með 1
19 með 2
4 með 3
1 með 4
Annað fóstrið drepst, hjá einni af þessum 19, sem eru með tvö fóstur
samtals 55 fóstur
(árgangur ´07-´09) eru 10
4 með 1
4 með 2
2 með 3
samtals 18 fóstur
Alls eru þetta 465 fóstur
Eftir hverja á eru 2,04 lömb (193 ær)
Eftir á með lambi eru 2,07 lömb (190 ær)
Eftir hvern gemling eru 1,36 lömb (53 gemlingar)
Eftir hvern gemling með lambi eru 1,44 lömb (50 gemlingar)
Það verður gaman að taka á móti þessum lömbum í vor. Nú er ég strax farin að bíða eftir 25. apríl
Oddur Bjarni á 6 veturgamlar og 2 gemlinga
Ein af veturgömlu er með eitt, hinar fimm eru með tvö
Annar gemlingurinn er með tvö og hinn með eitt.
Hann fær 14 lömb
Molinn kveður
N/A Blog|WrittenBy Birgittu