Þá er nú síðasta kindin borin. Hún bar í gærkvöld, hrút og gimbur. Sauðburður telur nærri tvo mánuði, vantar bara 6 daga uppá. Fyrsta bar 15. apríl og sú síðasta 9. júní. Ég bætti 4 nóttum við í fjárhúsunum og er þá búin að sofa alls 46 nætur þar. Lömbin eru 369 á lífi
Krækja með botnótta gimbur og hvítan hrút
Hrúturinn
Og gimbrin
Það er ekki langt í að þessi gimbur nái mömmu sinni í stærð. Vantar bara smá uppá
Bjössa líður vel í sveitinni. Hér er hann í góðum félagsskap
Og hér líka
Þessar eru að athuga hvort Flóki litli sé ekki örugglega sofandi ennþá
Stór, stærri, stæðstur
Hrútur undan Æðey
Gimbur undan Æðey
Hrútar undan Brík og gimbur undan Fóstru
Hún er svo flott og tignarleg forystugimbrin undan Súlu. Hún heitir Hexía
Ég var að tala um það um daginn að ég hefði ekki fundið neitt hreiður þetta vor. Svo í gær sá ég þrjú, rjúpu, lóu og skógarþrastar.
Rjúpu hreiður
Lóu hreiður
Og skógarþrastar hreiður og komnir ungar
Ég fór upp í fjallshólf í fyrradag. Úthaginn er aðeins að taka við sér, en ekki er það nú mikið. Vonandi verður hægt að byrja að keyra á fjall um næstu helgi. Þær eru að verða pínu til vandræða sumar. Allavegana fjórar. Tvær skríða undir girðinguna hvar og hvenær sem er og tvær stökkva yfir og koma ekki einusinni við. Það er frekar leiðinlegt að eiga svona girðingafanta. Þær eru komnar á sláturhúslistann fyrir haustið.
Molinn kveður
N/A Blog|WrittenBy Birgittu