Við fórum okkar fyrsta kindarúnt núna í dag. Ekki byrjaði sá rúntur vel. Við sáum dautt lamb rétt fyrir ofan veginn og auðvitað þurftum við að eiga það.
Ooohh þetta er að verða frekar þreytandi. Nú eru 430 lömb á lífi
Þetta er tvílembingur undan Þernu gemling. Hún átti tvo hrúta og hinn hrúturinn var vaninn undir Kreppu. Nú gengur hún lamblaus í sumar
Þessi mynd var tekin 29. maí, fyrir rétt tæpum mánuði síðan.
En við sáum fleiri
Þessi flottu lömb eru undan Viðju og Laxa
Trilla með tvær gimbrar og einn hrút
Gríma með gimbur. Bekri er faðirinn
Viska með gimbur. Hún var tvílembd en vildi ekki hrútinn. Hann var vaninn undir Molu. Faðirinn er Örvar
Rán með hrút og gimbur. Faðirinn er Örvar
Bíbi með tvær gimbrar. Faðirinn er Laxi
Gaman að sjá þessi lömb
Molinn kveður
N/A Blog|WrittenBy Birgittu