Heimalingarnir dafna vel. Þeir fá mjólk tvisvar á dag. Við erum með þá inni, allavega fyrst til að byrja með. Þeir fá hey, vatn og lambafóðurbæti að vild.
Hér eru þeir að gæða sér á heyi eftir að hafa drukkið hálfan líter af mjólk hvert og eitt.
Fyrir fjórum dögum átti ég eftir að taka myndir af 167 lömbum, en núna á ég eftir að taka myndir af 20 lömbum. Ég er komin með myndir af 417 lömbum. Ég skal ná þessu
Við misstum eitt lamb í gær.
Þetta lamb kom sér fyrir í orðsins fyllstu merkingu.
Nú eru 436 lömb á lífi.
Lifandi hrútar eru 229 og lifandi gimbrar eru 207.
23 lömb voru vanin undir.
11 ær ganga með þrjú
15 gemlingar ganga með tvö
15 ær ganga með eitt.
Þessar eru flottar. Súla með Drottningu
Þessi voru að flýja myndatöku hjá mér.
Týri að leika sér með stein
Þessi er mikið að spá í að fara í gegn og fá sér grænna og safaríkara gras
Molinn kveður
N/A Blog|WrittenBy Birgittu