Þórður keyrði rúllunum heim í dag
Við keyrðum á fjórhjólunum fram á Myrkárdal í dag, rákum nokkrar kindur með okkur upp á dal og fengum okkur svo nesti
Já það er alveg nauðsynlegt að hafa nesti í svona ferð
Gaman að geta farið svona ferðir á hjólunum
Flottur kassi sem við notum undir nestið. Þórður smíðaði þennan kassa fyrir mörgum árum þegar við áttum snjósleða og fórum í ferðir og þá tókum við nesti með okkur
Myrkárdalur, þar sem kindurnar okkar verða í sumar
Eftir þessa ferð, þá fórum við í sund á Þeló. Góður dagur í dag
Molinn kveður
N/A Blog|WrittenBy Birgittu