Vorið er að koma. Tæpur mánuður í sauðburð
Veturgömlu ærnar fengu að fara út í dag
Þrílemburnar líka. Í fyrradag fóru líka nokkrar ær út. Það eru ær úr tveim króm, sem fara út yfir daginn, svo það ruglist ekki saman sem búið var að flokka
Mjöll er elst, er að verða tíu vetra. Snoðið var ekki tekið af henni. Hún er með þrjú og ætlar að enda þetta með stæl
Súla ætlar sér að koma með þrjú
Spjálk var geld í fyrra. Núna er hún með þrjú. Líklegast hefur hún látið eftir að hrútarnir voru teknir úr fénu. Sem betur fer gáfum við henni annan séns
Þessar eru með þrjú, Skessa og Brík. Skessa verður að fara að passa sig. Hún er að springa
Gulbrá er líka að springa. Hún er með þrjú
Brella og Gulbrá, báðar með þrjú
Uppáhalds kindin mín hún Filma. Hún er með þrjú
Ég er að æfa Filmu í að koma til mín úti eins og hún gerir inni. Hún lét það eftir sér að koma ein úr hópnum og fá góðgæti hjá mér. Vonandi gerir hún það líka þegar hún er borin
Simmi smíðaði þetta til að auðvelda kindunum að hoppa upp úr krónum. Nú er mun auðveldara fyrir þær að koma sér upp á gang
Molinn kveður
N/A Blog|WrittenBy Birgittu