Við fórum að renna okkur á sleða, á fjárhústúninu
Færið er frábært. Algjört hjarn. Maður sekkur EKKERT í snjóinn
Þau voru dugleg að labba upp aftur
Simmi kom á snjósleðanum og ferjaði þau upp, nokkrar ferðir. Alexander faldi sig, því hann var svo hræddur við sleðann. Hann fékkst samt til þess að fara eina ferð með Simma
Við hættum ekki fyrr en það fór að rökkva, þetta var svo gaman
Týri hljóp upp og niður og hafði gaman af
Molinn kveður
N/A Blog|WrittenBy Birgittu