Sauðburður hefst 1. maí
Fyrsta daginn, 1. maí eiga 7 ær tal. Af þeim eru 4 þrílembur
og 3 tvílembur. Það eru líka tveir gemlingar sem eiga tal
þennan dag. Önnur er einlembd og hin tvílembd
2. maí er bara ein ær og einn gemlingur sem eiga tal og þær
eru báðar tvílembdar
3. maí eiga 12 ær tal og af þeim eru 3 þrílembur, 6 tvílembur
og 3 einlembur. Það verður vonandi hægt að venja undir
þessar þrjár einlembur. Það verður allavega nóg til af
lömbum til að venja undir. Það er líka einn gemlingur sem
á tal þennan dag og hann er tvílembdur
Já það styttist í sauðburð 
Molinn kveður
|