Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 2149
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 865017
Samtals gestir: 46734
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 03:05:11

Færslur: 2012 Apríl

20.04.2012 21:13

5 dagar

Nú er stundin runnin upp. Ég er flutt í sveitina, í hjólhýsið, og byrjuð að vakta kindurnar. Ég á nú samt ekki von á lambi fyrr en 23. En það borgar sig að byrja strax að vakta ef ske kynni að það kæmi lamb eitthvað fyrr. Siggi Tumi og Júlli verða hjá mér um helgina, og gista með mér hér. Þeim finnst þetta svo gaman, og segjast vera í útilegu. Það er að vísu rétt hjá þeim. Við erum í útilegu.
Ég fór til sjúkraþjálfans á þriðjudaginn, og hann sá mikinn mun á mér, eftir þessa einu viku. Hann sagði að ég mætti fara að trappa mig niður með það að sleppa fatlanum. Ég ákvað bara að sleppa honum alveg. Fyrsta nóttin án fatlans var aðfaranótt miðvikudags. Það gekk bara vel að vera án hans, og ég hef ekki sett hann upp síðan á þriðjudag. Svo er bara að vera dugleg að gera æfingar. Þær eru nú að vísu sársaukafullar, og þó sérstaklega er vont þegar þjálfinn er að teygja á vöðvunum. Það er helv. pína.

Molinn kveður.


14.04.2012 22:13

11 dagar :-)

Nú eru liðnir 7 mánuðir síðan ég fékk titilinn, besta amman í öllum heiminum. Já hann Einar Breki er orðinn 7 mánaða. Það eru bara nokkrir dagar í það að ég fái að knúsa hann. Hann ætlar að vera litli vinnumaðurinn í sauðburðinum, og kemur líklegast um, eða upp úr næstu helgi.

Einar Breki 7 mánaða.

Ég er eins í öxlinni minni. Ég er bara alltaf með einari, eða sko nota bara aðra hendina.  Einar já, hann er sko fínn.
Það er ekki gott að frétta úr fjárhúsunum okkar. Það lét ein í gær. Það var hún Sæla,  hún lét tveimur gimbrum. Önnur hvít, en hin svartflekkótt. Nú er mikil sorg hjá okkur. Ég var búin að spá því að hún bæri 21-22. apríl. Hún átti að bera fyrst, og að vísu gerði hún það, en ekki á þann hátt sem ég vildi. Hún bar fyrst í fyrra, þá gemlingur, og var tvílembd. Hún skilaði 44 og 47 kg lömbum af fjalli. Hún hefði skilað góðu aftur. En svona er þetta bara. Ekki gaman að byrja sauðburð svona.
Við Þórður fórum í sauðfjárræktarskólann, síðasta miðvikudag. Tíminn byrjaði kl. 20 og var búinn hálf eitt um nóttina. Hákon Hansson dýralæknir á Breiðdalsvík, kom og fór yfir stóran hluta efnissins, sem var í þessum 5. tíma.

a)        Sauðburður, fæðingarhjálp, sjúkdómavarnir, undirvenjur
b)        Helstu sjúkdómar á sauðburði og meðhöndlun þeirra.
c)        Fjárvís.is, burðarskráning og aðrar vorskráningar.

Svo er bara einn tími eftir, og hann verður í ágúst.
Ca. 11 dagar í sauðburð. Ég ætla að byrja að vakta næsta föstudag. Þá flyt ég í hjólhýsið í sveitinni. Vá hvað ég hlakka til. Ég vona að það gangi vel, og það verði ekki fleiri sem láta. Heldur bara beri fallegum lömbum
Við Þórður vorum í sveitinni í allan dag, og vorum að undirbúa sauðburðinn. Þórður smíðaði 5 einstaklingsstíur. Þær eru mjög flottar. Þórður er engum líkur. Hann getur allt sem honum dettur í hug að gera, og er mjög svo handlaginn. Við borðuðum siginn fisk og selspik. Það voru líka fleiri sem komu og borðuðu með okkur. Ég setti inn nokkrar myndir frá deginum, og það læddust líka nokkrar myndir af Einari Breka.


Molinn kveður.



10.04.2012 22:13

15 dagar

Nú á miðvikudaginn, eða á morgun, eru liðnar þrjár vikur frá aðgerðardeginum. Ég er nokkuð góð, þannig lagað, er enn í fatlanum. Ég þarf að vera í honum allan sólahringinn ennþá, og eina til tvær vikur í viðbót.  Ég sef í sitjandi stöðu og verð að gera það meðan ég er í fatlanum. Ég fór í fyrsta tímann til sjúkraþjálfans í dag. Það var frekar mikil píning á mér. Hann er nú bara að liðka hendina, svo hún festist ekki alveg. Ég má gera smá æfingar. Passa bara að það takist ekki í það sem saumað var og neglt.
Það gengur vel í vinnunni. Er smásaman að komast inn í þetta. Vá hvað það er  rólegra á mér þarna.
Nú eru páskarnir liðnir, og ég fékk alveg 5 daga frí. Hef ekki fengið alla þessa frídaga, um páskana, síðan ég var dagmamma. Semsagt ekki í MS.
Sigurjón kom með strákana, Dag og Jökul,  norður um páskana. Þeir gistu hjá Fanneyju. Þeir komu nú og heimsóttu afa og ömmu, bæði heim og í sveitina.
Ég flippaði aðeins með myndavélina um páskana. Var að nota stóru linsuna mína. Ég á nú eftir að nota hana mikið á næstunni, þegar fuglarnir fara að láta sjá sig. Já og lömbin. Það verður gaman að taka myndir af lömbunum þegar þau fara út.
Siggi Tumi kom á miðvikudaginn, og fór á föstudaginn. Og Júlli kom á föstudaginn og fór á sunnudaginn. Þeir voru ekki saman hjá okkur núna. Næst þegar þeir koma, þá verð ég flutt í hjólhýsið mitt í sveitina, og þeir gista hjá mér þar. Ég byrja að vakta féð þá helgi. Vá hvað ég hlakka til.
Næsta laugardag 14. verður ömmugullið mitt 7 mánaða. Vá hvað tíminn æðir áfram. Þau Guðrún og Einar Breki koma svo aðra helgi, í sauðburð. Það verður gaman að sjá hvort Einar Breki fílar sauðburðinn.


Molinn kveður.



01.04.2012 21:23

Góð ferð

Í gær, fórum við með félagsmönnum Neista, í menningar og fræðsluferð í Reykjahverfi og Öxarfjörð. Við vorum 15 sem fórum í þessa ferð. Það var alveg hreint mjög gaman að fara þetta. Við byrjuðum á að fara í Skarðaborg í Reykjahverfi. Þar tóku á móti okkur Þórarinn Jónsson, Sigurður Þórarinsson og Helga Helgadóttir. Við skoðuðum kjötvinnsluaðstöðuna, og fé í tveimur fjárhúsum. Við komum svo við í sjoppu á Húsavík, á leið okkar að Þverá í Öxarfirði. Á Þverá tóku á móti okkur, Benedikt Kristjánsson, Erla Ingólfsdóttir og Árni Kristjánsson. Við skoðuðum féð þar. Síðan fórum við að Ærlæk í sömu sveit. Þar tóku á móti okkur Jón Guðmundsson og Guðný Sigurðardóttir. Við skoðuðum fé í tveimur fjárhúsum þar. Svo fórum við að Bjarnastöðum í sömu sveit. Á móti okkur tóku Halldór Olgeirsson og Elín Maríusdóttir. Þar voru líka tvö fjárhús sem við komum í og skoðuðum féð. Við fengum alveg hreint mjög góðar móttökur á öllum þessum bæjum, bæði með góðum veitingum og miklum fróðleik. Það sést vel á myndunum sem ég er búin að setja hér inn. Ég setti inn, 7 albúm úr þessari ferð. Þau raðast ekki í réttri röð, og ég kann ekki að laga það. Ég númeraði þau 1-7  Við enduðum svo ferðina með því að fá okkur að borða á Sölku á Húsavík. Þvílíka flotta ferðin. Takk fyrir allir sem tóku þátt í henni.
Við sprautuðum kindurnar, í dag, seinni sprautuna gegn lambablóðsótt og líka með seleni. Það eru bara 24 dagar eftir í sauðburð :-)


Molinn kveður.



  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

6 mánuði

5 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

8 mánuði

7 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

2 mánuði

5 daga

Tenglar