Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 731
Gestir í dag: 345
Flettingar í gær: 1149
Gestir í gær: 368
Samtals flettingar: 2499306
Samtals gestir: 314647
Tölur uppfærðar: 22.9.2021 06:19:28

Færslur: 2021 September

21.09.2021 22:23

Vigtartölur


Það eru komnar vigtartölur

238 lömbum var slátrað í dag, 21. september
Meðalþyngd dilka 20,5 kg.
Gerð 10,90
Fita 7,8

E    21 stk.
U  188 stk.
R    29 stk.Veturinn aðeins að minna á sig


Molinn kveður


20.09.2021 17:54

Fjárrag


Við sendum 238 lömb og 4 veturgamalt á sláturhús í dag

Þau fóru á Sauðárkrók

Fjárbíllinn

Við fengum eitt sett í dag frá Þúfnavöllum. Þá vantar 11 sett og 5 stök lömb. Þetta er vonandi rétt í bókhaldinu, en auðvitað geta verið villur í tölum. Við höldum allavega að staðan sé svona

Molinn kveður


19.09.2021 21:29

Enn vantar nokkra hausa


Nú erum við búin að vigta og fara í gegnum lömbin. Mér sýnist svona í fljótu bragði að það vanti 12 sett, þá tvílembdar og eina einlembda ær. 23 lömb. Svo vantar okkur 5 stök lömb

Við eigum svo eftir að fara í gegnum ærnar

Það eru svo aðrar göngur næstu helgi. Þá vonandi fáum við eitthvað

Molinn kveður


18.09.2021 23:50

Lömbin vigtuð

Við vigtuðum lömbin í dag. 540 lömb og meðalþungi var 41,3 kg. Ca. 2 kg. léttara en í fyrra. Gæti verið vegna meiri frjósemi í ár


Elsku litlu heimalingarnir mínir komu mér á óvart. Þær voru 37, 39 og 40 kíló. Það finnst mér bara flott

Það fóru 9 móðurlaus lömb á fjall
Þrílembingar 38, 38 og 42 kg
32 og 37 kg
34 og 36 kg
44 og 46 kg
Þau hafa reddað sér greyin

Molinn kveður


17.09.2021 18:23

Húsbíllinn kominn heim


Í dag hefði þessi höfðingi (tengdapabbi minn) orðið 93 ára. Blessuð sé minning þín elsku Haukur


Loksins, loksins fengum við húsbílinn. Hann er búinn að vera á verkstæði síðan við komum úr ferðalaginu í lok júlí. Við vorum heppin að komast heim úr ferðalaginu. Gírkassinn bilaði, já eða var ónýtur. Við fórum með hann í vor í smurningu og alsherjar tékk. Það var skipt um olíu á gírkassanum og gleymdist svo að setja olíu aftur á kassann

Nú er hann sem nýr. Hlakka til að nota hann næsta sumar

Lömbin verða vigtuð á morgun og þá kemur í ljós hvað okkur vantar mörg emoticon

Molinn kveður


16.09.2021 21:18

Puttinn í bataÉg slasaðist á vísifingri vinstri handar, 7. september. Mér leist nú ekki á þetta í byrjun


Ég fór í morgun í skoðun og þetta leit mjög vel út. Saumurinn var tekinn. Ég fór í myndatöku og þau eru ánægð með hvað brotið heldur sér vel

Læknirinn sem saumaði puttann, var ekki alveg viss hvort sinar hefðu farið í sundur. Þegar spelkan var tekin af í morgun, þá prufaði ég að hreyfa puttann og það tókst. Sinarnar eru þá ekki í sundur eins og læknirinn var hræddur um, sem er frábært emoticon

Þetta lítur vel út emoticon

Ég þarf að vera í spelkunni í 3-4 vikur í viðbót, út af brotinu


Þessi gullmoli var að fá afmælisgjöfina frá ömmu og afa. Hann var frekar ánægður með okkur emoticon

Molinn kveður


15.09.2021 22:47

8 ár í sveitinni


Tíminn er fljótur að líða þegar manni líður vel. 8 ár í sælunni hér á Möðruvöllum emoticon


Yndislegur staður, þar sem okkur líður vel emoticon

Molinn kveður


14.09.2021 20:52

10 ára gullmoli


Það eru 10 ár síðan þessi fallegi og góði gullmoli gerði mig að ömmu. Til hamingju með daginn elsku gull emoticon

Þarna erum við fyrir 10 árum emoticon


Sólin í morgun

Molinn kveður


13.09.2021 19:46

Á beit


Þessi flotti hrútur er undan 18-415 Dýnu og 18-591 VitaÞétt á fjárhústúninuMolinn kveður


12.09.2021 21:33

Fjárrag


Og aftur er það fjárrag í dag emoticon Við kláruðum að flokka og keyra heim fénu

Við vorum svo heppin með veðrið, bæði í gær og í dag. Það var að vísu þoka í gær, en þurrt. Í dag átti að vera rigning, en það slapp til þar til við vorum búin að keyra heim. Núna (í kvöld) mígrignir emoticon

Flottu vinnumennirnir með afa

Myndir sem ég tók í gær

Flott helgi á enda komin

Við erum ekki búin að skrá niður féð sem komið er. Við ætlum að fara yfir lömbin næsta laugardag og ærnar á sunnudaginn

Molinn kveður


11.09.2021 22:45

Göngur


Vigtargangurinn klár

Þessir flottu strákar voru í fyrirstöðu með mér í dag

Dágott safnFlottir feðgar

Við systur

Hún kom í göngur fyrir okkur, þessi flotta systir mín

Komin í kaffið, eftir góðan mat emoticon

Góður dagur í dag emoticon

Molinn kveður


10.09.2021 23:04

Fyrstu kindurnar komnar heim


Verið að græja talstöðvar fyrir morgundaginn

Fyrstu kindurnar komnar heim. Við fengum rétt tæplega 20 fullorðnar  og 36 lömb, á Staðarbakka í dag

Nú fer gamanið að byrja

Lömbin voru í mikilli saltörf þegar þau komu

Göngur á morgun emoticon

Molinn kveður


09.09.2021 21:42

Ömmu og afa gull


Gullmolinn kominn á bílinn

Og að vinna með afa

Gaman hjá þessum vinum. Þeir fengu að vera í kerrunni

Damian fór í seinni sprautuna í dag

Molinn kveður


08.09.2021 21:05

Undirbúningur

Takk fyrir kveðjurnar kæru vinir. Heilsan er góð. Ekki mikill sársauki í puttanum. Þetta fer vonandi vel emoticon


Kerran gerð klár fyrir fjárflutningaÞessi ömmu og afa gullmoli ætlar að vera hjá okkur, ásamt pabba sínum, í nokkra daga emoticon

Molinn kveður


07.09.2021 21:36

Girðingarvinna


Í dag var útivistardagur í skólanum. Þeir bræður voru klárir í slaginn. Alexander gekk upp að Hraunsvatni og Damian hjólaði frá Gerði og hingað á Möðruvelli. Duglegir strákar


Við settum upp girðinguna, í dag,  fyrir neðan íbúðarhúsin, já eða við byrjuðum á henni. Við þurftum að taka pásu, því ég var svo óheppin að slasa mig á putta


Já þetta er sko ekkert grín. Puttinn brotinn og var næstum því dottinn af

Hann var saumaður á og brotið sett saman, eiginlega með saumnum. Það er ekki vitað með sinar, hvort þær hafi sloppið. Það á eftir að koma í ljós


Svona er þetta. Ég á að koma aftur á föstudag í umbúðarskipti og skoðun


Þetta er sökudólgurinn. Eða það má segja að þetta sé mér að kenna, því ég hélt í krókin/augað, en ekki í spottann. Spilið dróst inn og krókurinn fór inn og klemdi mig


Við kláruðum svo að girða eftir að við komum heim. Góður dagur, þótt þetta hafi komið fyrir, því það hefði getað skeð eitthvað enn verra  emoticon

Molinn kveður
clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

7 ár

2 mánuði

10 daga

Tenglar

Eldra efni