Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 172
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 512
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 914697
Samtals gestir: 48298
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 08:18:02

Færslur: 2014 Apríl

25.04.2014 22:19

Lömbin undan sæðishrútunum

Það eru komin 11 lömb undan sæðishrútunum. 10 eru á lífi. Skrúfa steig ofan á annað lambið sitt og það dó.

Hér koma lömbin undan Dal

Hrútur undan Úthyrnu

Hrútur undan Skrúfu

Hrútur undan Muggu

Hér koma lömbin undan Garra

Gimbur undan Snotru

Hrútur undan Snotru

Hér koma lömbin undan Dolla

Gimbur undan Furu

Gimbur undan Furu

Hrútur undan Tanju

Hrútur undan Tanju

Hrútur undan Deplu

Það eru 7 hrútar og 3 gimbrar. Við eigum eftir að fá eitt undan Snævari. Það er að vísu ein sem átti að bera tveim undan honum en líklegast hefur hún gengið upp. Svo eigum við eftir að fá tvö undan Dolla. Vonandi verða þessi þrjú lömb, já eða fimm lömb, gimbrar. Ég bæti við þessar myndir þegar þær bera emoticon


Molinn kveður.



25.04.2014 21:41

Enn einn hrúturinn

Depla bar í dag

Hún átti gráflekkóttan hrút. Hann er  undan Dolla sæðishrút. 


Einar Kristinn mættur í sveitina


Jökull Logi, Dagur Árni og Einar Kristinn. Þeir eru búnir að vera góðir og leika sér saman í dag


Góðir félagar í leik


Molinn kveður.




25.04.2014 12:12

Sæðishrúta lömb

Enn fjölgar lömbunum undan sæðishrútunum.

Snotra bar í nótt. Hún átti hrút og gimbur undan Garra sæðishrút. Mjög falleg lömb. Gimbrin var 4,5 kg og hrúturinn var 5 kg. Hann er með stór horn.


Úthyrna gemlingur bar í morgun og átti hvítan hrút undan Dal sæðishrút. 4,5 kg. hrútur


Tanja bar í morgun og átti tvo hrúta. Annar er svartur og hinn hvítur. Þeir eru undan Dolla sæðishrút. Mikið hefði nú verið gott að fá gimbrar undan honum. Sá hvíti var 4 kg. og sá svarti var 4,8 kg.



Molinn kveður.




24.04.2014 20:39

Sumardagurinn fyrsti

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn, kæru vinir sem kíkið hér inn.


Mugga gemlingur bar í nótt hvítum hrút undan Dal sæðishrút

Skrúfa gemlingur, sem bar 22. tveim hrútum, steig ofan á annan hrútinn og hefur skaðað hann eitthvað. Hann dó í nótt greyið litla. 

Gíma átti að bera 9. maí, en var að láta í dag. Það var allt gróið saman hjá henni og ekki hægt að ná lömbunum úr henni. Það þurfti að lóga henni. Lömbin voru skorin úr, og þau hafa verið dauð í einhvern tíma. Ullin orðin laus á þeim.


Robbi og Árni komu í gær og keyrðu möl í veginn upp að fjárhúsum. 


Í dag var svo verið að grjóthreinsa og gera fínt


Steinhreinsað og nánast malbikað emoticon


Jökull og Dagur svo duglegir að hjálpa til. Hér eru þeir að raka lauf í garðinum, í 15 stiga hita og sól.

Myndir komnar inn frá deginum.


Molinn kveður.







23.04.2014 13:43

Enn fjölgar :-)

Ekki þurfti ég að bíða lengi eftir næstu lömbum emoticon Fura bar áðan tveim fallegum gimbrum undan Dolla sæðishrút. Ég er svo yfir mig ánægð að hafa fengið gimbrar undan honum. 
Nú eru 8 bornar 19 lömbum

Svo gullfallegar 


Önnur eins og mamman og hin eins og pabbinn, á litinn


Ég held að strákunum leiðist ekki í fallegu sveitinni, í góða veðrinu. Það er líklegast um 15 stiga hiti og sól emoticon


Dagur Árni 


Molinn kveður







23.04.2014 10:18

YNDISLEGT LÍF

Fyrstu lömbin úr sæðingunni. Tvílembdur gemlingur.

Skrúfa gemlingur bar tveim hvítum hrútum undan Dal, 22. apríl.


Hér eru þeir Jökull Logi og Dagur Árni með lömbin sem fæddust í gær.


Til gamans þá setti ég lambakónginn hjá þeim til að sjá stærðarmuninn á þeim. Hann er 19 daga gamall í dag.


Smá munur á stærð


Jökull Logi fyrirsæta. Algjörlega óhræddur við dýrin.


Árdís Marín var hjá okkur um helgina. Hér er hún í góðum félagsskap


Dagur Árni í góðum gír og ekkert hræddur við dýrin.


Og hér er Jökull Logi, hvergi smeikur


Hafsteinn og Fanney komu með gullin sín í heimsókn um helgina, til að sjá lömbin. Hér er Helga Dís komin með eitt lamb í dekur. Hún elskar lömbin og á auðvelt með að fá þau til að koma til sín í dekur.


Og hér er Ríkharð Pétur búinn að ná sé í lamb. Hann er hvergi smeikur.


Hann gaf því meiri segja góðan koss. Hér er hann að kyssa "lambið sitt" og hann skírði það, Skugga. Þetta er hrútur númer 15.


Það er allt orðið snjólaust hjá okkur. Lambærnar ánægðar að komast út. Þær fá að fara út part úr degi þegar gott er veður.


Nú bíð ég bara eftir fleiri lömbum emoticon

Nokkrar myndir rötuðu í myndaalbúmið.



Molinn kveður.






22.04.2014 21:52

Fyrstu lömbin úr sæðingunum

Þá eru fyrstu lömbin, úr sæðingunum, fædd. Skrúfa gemlingur bar áðan og átti tvo hvíta hrúta undan Dal. Nú verður spennandi að sjá hvort þessar 10 ær hafi haldið sæðingunni. Þær ættu að bera næstu daga. 
Ég er byrjuð að vakta féð. Ég er búin að sofa í hjólhýsinu síðan 18. apríl, og sú fyrsta bar í dag. En nú fer þetta hægt og sígandi af stað. 
Ömmustrákarnir þeir Dagur og Jökull eru hjá okkur og eru búnir að vera síðan 17. apríl. Þeir eru ekkert hræddir við kindurnar eða hundanna. Standa sig mjög vel og finnst gaman í sveitinni.
Árdís Marín var hjá okkur um helgina og átti góðar stundir í fjárhúsunum.
Ég setti inn helling af myndum og eitthvað af myndböndum. Á að vísu eftir að skrifa við myndirnar. Bæti úr því seinna.


Molinn kveður.




16.04.2014 20:03

FRÍ, FRÍ, FRÍ

Jæja þá er ég komin í mjög langt frí emoticon  Ég verið í fríi alveg til 5. ágúst. Fyrst skulum við segja fæðingarorlof (sauðburðarvakt) apríl/maí svo er það sumar/helgardvöl með börnin júní/júlí. Í júlí ætla ég svo að eignast sjöunda ömmubarnið. Einar Breki ætlar að verða stóri bróðir emoticon Tilhlökkunin er mjög mikil.


Ég læt hér fylgja mynd af okkur Blossa

Tveir ömustubbar koma til okkar á morgun. Það eru þeir Dagur Árni og Jökull Logi. Þeir ætla að vera hjá okkur yfir páskana. 


Molinn kveður.



14.04.2014 22:03

Hrútur/gimbur

Vör var þrílembd í fyrra og kom með einn hrút og tvær gimbrar. Önnur gimbrin var með hrútshorn

Þetta er gimbrin í fyrra. Hún er með hrútshorn


Hér er hún 4. ágúst í fyrra. Eins og þið sjáið þá er hún með hrútshorn.

Nú er Vör borin. Hún var aftur þrílembd og átti hrút og tvær gimbrar. Og viti menn, önnur gimbrin er með hrútshorn. 


Hér er gimbrin. Það eru hrútshorn á henni. Þetta er með ólíkindum. 

Við sprautuðum allt féð með seleni, í gær, 13. apríl. 


Molinn kveður.



12.04.2014 23:52

Stór og mikill dagur

Það er aldeilis búið að gera mikið í dag. Stór og mikill dagur. 


Hér er verið að rífa kálfastíurnar. Það á að færa kálfana fremst í húsin


Kálfarnir þurftu að vera hér, á meðan verið var að smíða


Og lambærnar voru úti í góða veðrinu.


Enn verið að rífa

Mikið að gera

Verið að setja niður gólfið fyrir kálfana




Gólfið komið


Orðið svo glæsilegt. Nú eru kálfarnir komnir alveg fremst


Kálfarnir ánægðir á nýja staðnum.

Nú er komið gólf í öll fjárhúsin. 

Ég ætla svo að setja inn myndir á morgun.





08.04.2014 23:31

15 lömb

Nú er síðasta ærin borin, af þessum fyrri sauðburði. 


Snoppa bar 8. apríl, tveim hv. hrútum.
Nú er fyrri sauðburði lokið, 6 ær með 15 lömb. 
Seinni sauðburður byrjar 24. apríl. 
Ég er búin að sofa 6 nætur í hjólhýsinu og sef heima hjá mér næstu nætur. Hundarnir sváfu með mér allar næturnar. Ég var semsagt ekki ein. Nú get ég dundað mér með lömbin næstu daga. Ég setti inn myndband af þrílembingum sem fæddust á sunnudaginn. Þau eru strax farin að narta í hey, aðeins tveggja daga gömul.


Molinn kveður. 


08.04.2014 13:54

13 lömb

Nú er fimmta ærin borin. Hún kom með þrjú.


Vör bar 8. apríl, tveim hv. hrútum og hv. gimbur. Minnsta lambið kom fyrst, hrútur afturábak.
Nú er bara ein eftir, og hún ætlar líklegast að láta mig vakta sig í nótt.


Hér eru þeir Bjössi og Júlli, alsælir með lömbin hennar Ponsu. Þeir voru hjá okkur um helgina.


Bjössi gisti hjá mér í hjólhýsinu, aðfaranótt laugardags, en Júlli svaf heima með Þórði.



Kristófer og Ísabella, ömmubörn, gistu hjá mér í hjólhýsinu aðfaranótt sunnudags. Þá gistu Bjössi og Júlli heima með Þórði.


Kristófer og Ísabella voru svo heppin að það bar ein um kvöldið þegar þau gistu hjá mér. Hér eru þau að færa lömbin, og láta mömmuna elta, yfir í aðra kró. Þau voru ekki feimin við að taka rennandi blaut lömbin upp.

Ég setti inn nokkrar myndir.


Molinn kveður.







07.04.2014 10:49

10 lömb

Nú eru 4 ær bornar og 10 lömb fædd. Tvær tvílembdar og tvær þrílembdar. 


Ponsa bar 4. apríl, hv. hrút og sv. fl. gimbur. Hér eru þau í afslöppun.


Perla bar 5. apríl, hv. hrút og hv. gimbur. Ekki góð mynd, en ég á eftir að bæta úr því.


Pera bar 6. apríl, hv. hrút og tveim hv. gimbrum. Öll jöfn að stærð


Sæla bar 6. apríl, sv.fl. hrút, hv. hrút og hv. gimbur. Sv. fl. hrúturinn kom afturábak. Þau eru öll jöfn að stærð.

Nú eiga tvær ær eftir að bera í þessum fyrri sauðburði. Önnur með þrjú og hin með tvö. Þær bera áreiðanlega í dag.

Bara smá féttir. Skrifa kannski meira í kvöld.



Molinn kveður.









04.04.2014 13:08

Ponsa borin

Jæja þá er Ponsa borin. Hún átti hvítan hrút og sv. flekkótta gimbur. Hér koma myndir af burðinum  emoticon




















Þetta er hrúturinn


Og hér er gimbrin


Lambakóngur og lambadrottning




Algjör krútt emoticon


Molinn kveður



03.04.2014 22:01

Koma lömb í nótt ??

Það er komið mikið undir Ponsu

Jæja, ber Ponsa í nótt ??? Hún skal vera borin innan sólahrings emoticon


Mikil stríðni í gangi. Það eru fleiri en menn sem stríða hvor öðrum. Hrafnarnir voru að stríða Týra og Týri var að stríða hröfnunum


Týri ætlaði ekki að gefast upp. Hann ætlaði að ná þeim.


Tunglið er frekar lítið núna. Þetta er útsýnið á göngu minni í fjárhúsin. Staðarhnjúkur


Molinn kveður.






clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

10 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

12 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

10 daga

Tenglar