Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 269
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 2149
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 865180
Samtals gestir: 46737
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 06:32:03

Færslur: 2018 September

30.09.2018 20:56

Kindur



Mæðgur. 15-201 Þétt og gimbur undan henni og 17-583 Lagga. Það er nú svipur með þeim. Þétt er undan 13-120 Orku og 13-937 Þoku-Hrein


Ekki veit ég hvað hefur komið fyrir þessa. Hún hlýtur samt að hafa verið að klóra sér við barð einhversstaðar







Molinn kveður


29.09.2018 20:46

Nóg að gera


Verið að gefa brauð


Kindurnar eru ánægðar með krakkana. Þær eru ánægðar þegar einhver gefur þeim brauð


Aðeins að skoða litlu lömbin, sem eru rétt rúmlega tveggja vikna


Og þá er að læra parís


Og hoppa


Já og hoppa


Þessi kann að redda sér. Kann að næla sér í lauf


Rís bara upp á afturlappirnar emoticon

Við heimtum nokkrar í dag. Ég held að það vanti núna eitthvað um 23 hausa





Molinn kveður


28.09.2018 21:46

Vantar 31 stk.


Regnbogi á Möðruvöllum


Þetta er einn af þremur heimalingunum. Hann er nú alveg þokkalegur þessi, miðað við að vera móðurlaus emoticon


14-611 Lunda með gimbrar undan 13-982 Móra


Gimbrar undan 14-609 Flugu og 16-995 Fáfni

Tveir hausar skiluðu sér af fjalli í dag. Þá vantar 31 stk.





Molinn kveður


27.09.2018 20:56

Enn vantar 33 hausa af fjalli


Jæja þessi mætti í dag af fjalli. Móðir hans og bróðir voru komin. Við höfðum miklar væntingar með þennan hrút í vor. Þetta er hrútur undan 14-151 Tætlu og 17-588 Varíusi, algjör köggull


Já þetta er hann greyið. Við vorum farin að halda að hann hefði ekki lifað sumarið af. Hann er flottur á skrokkinn, en hann er haltur. Það er eitthvað að vinstri framfætinum á honum. Við sjáum til hvort hann lagast eitthvað. Synd með svona flottan hrút


Svo er það þessi köggull. Þetta er hrútur undan 11-059 Mörk og 16-574 Strút


Það þarf að skoða þennan undan Mörk


Manni bregður þegar maður sér svona. Þessi var að vísu steinsofandi, sem betur fer emoticon





Molinn kveður



26.09.2018 19:56

Tiltekt


Gaman að bíða eftir skólabílnum


Kindurnar búnar að gera slóðir á túninu. Það eru slóðir um allt


Við stukkum í að hreinsa úr hlöðunni í dag. Það átti eftir að klára að hreinsa eftir sauðburðinn í vor










Hlaðan orðin fínpússuð. Nú er allt að verða klárt fyrir veturinn emoticon





Molinn kveður


25.09.2018 19:47

Kindur


Kindur á beit


Þetta er 13-106 Áma með 47 kg. gimbur. Hún átti líka 54 kg. hrút sem búið er að slátra. Fallþungi hans var 24,4 kg. og fór í E 3. Mér sýnist þessi gimbur vera þokkalega gleið emoticon


12-217 Mógolsa með gimbrar undan 13-953 Dreka


Þessi litla gimbur er undan 16-292 Hátíð og 16-571 Þyrli. Hún fór einsömul á fjall, því móðir hennar afneitaði henni. Hún hefur spjarað sig vel greyið, móðurlaus, og verður sett á sem smálamb



Hrútar undan 11-059 Mörk og 16-574 Strút. Þessi á efri myndinni er 49 kg. og hinn 41 kg.





Molinn kveður


24.09.2018 19:40

Afa og ömmu gull


Útsýnið út um eldhúsgluggann að morgni 23. september emoticon


Kindurnar á beit í morgun emoticon


Afa og ömmu gull, að fara með afa í fjárhúsin til að gera við afrúllarann


Sko hann er að hjálpa afa sínum


Flottur gullmoli


17-582 Maríó


17-579 Forni


17-584 Báser


16-575 Geri


17-586 Nói


Nói, Geri, Forni, Maríó og Báser


Gimbur undan 14-147 Teistu og 16-574 Strút



Þessi er undan Nóa emoticon





Molinn kveður


23.09.2018 20:53

Yndislegur tími


Hrútur undan 16-284 Snöru og 17-585 Túla


Hrútur undan 15-208 Buslu og 17-588 Varíusi


Gimbur undan 12-602 Lísu og 17-588 Varíusi. Þessi gimbur er númer 1, því hún var fyrsta lambið sem fæddist í vor


Hrútur undan 14-146 Móbotnu og 17-582 Maríó


Gimbur undan 15-225 Breddu og 17-587 Daríusi

Gaman að mynda féð emoticon





Molinn kveður


22.09.2018 19:55

Girðingavinna


Þetta svæði hafa kindurnar til umráða


Í dag var verið að girða fyrir neðan íbúðarhúsin, svo kindurnar hefðu meiri beit


Þær voru ánægðar að komast á þessa beit. Ég tók þessa mynd út um eldhúsgluggann. Gaman að hafa svona útsýni


Já og svona þegar maður opnar útidyrnar emoticon


Mæðgur, 10-031 Trilla og 16-297 Táta





Molinn kveður


21.09.2018 21:13

Vigtartölur


16-543 Boris. Hann var sendur í húsið

Við sendum 209 lömb og 37 fullorðið (af þeim eru tvær veturgamlar) í sláturhús, í gær. Þeim var slátrað í dag og útkoman var svona:
Meðal fallþungi lambanna var 18,6 kg.
Gerðin 10,22
Fitan 7,12

13 lömb fóru í E
129 lömb fóru í U
67 lömb fóru í R

E: 6,2 %
U: 61,7 %
R: 32,1 %

Þyngsti skrokkurinn var 24,6 kg.

Við mistum eina veturgamla í dag. Hún fór afvelta





Molinn kveður


20.09.2018 19:24

Enn vantar 46 hausa af fjalli


Lömbin (520 stk.) voru vigtuð í gær
Meðalvigtin er 41,3 kg.

Enn vantar okkur 46 hausa af fjalli, 20 fullorðið og 26 lömb





Molinn kveður


19.09.2018 21:22

Vigtað


Verið að vigta lömbin emoticon

Meðalvigtin kemur inn á morgun


Ég er með vigtina á heimalingunum. Þeir eru þrír, 33 kg, 34 kg og 37 kg



Hrútur (Hitler) undan 13-137 Þúfu og 17-579 Forna





Molinn kveður


18.09.2018 20:56

Smyrill


Hákon, undan 15-193 Hugljúfu og 16-574 Strút


Gimbur undan 13-121 Ljúfu og 17-584 Báser








Ég náði þessum myndum á laugardaginn. Smyrill með hrossagauk í klónum

Vigtum lömbin á morgun emoticon





Molinn kveður


17.09.2018 17:09

Nú er gaman




Það fóru sex þrílembur á fjall. Þær eru allar komnar með öll lömbin. Þetta er 15-235 Spöng með tvær gimbrar og hrút undan 17-584 Báser


Heimalingarnir voru þrír og þeir komu allir. Hér er einn þeirra



Þessi hrútur fæddist 6. júní. Hann er undan 11-214 Grásu og 16-543 Boris. Hann er líklegast arfhreinn grár


Nú er sko gaman. Kindurnar komnar heim emoticon

Alltaf leininlegt að sjá þessa sjón. Ég sá þessa fara á hrygginn og ná að koma sér á lappirnar sjálf. Það er að vísu gleðilegt þegar það tekst hjá þeim en ömurlegt að missa þær svona

Við rekum inn á miðvikudaginn og sendum í sláturhús á fimmtudag





Molinn kveður


16.09.2018 22:00

Tvö nýfædd lömb

Fyrri göngur og réttir búnar

Svona fljótt á litið, þá vantar ca. 34 lömb og 28 fullorðið. Ekki alveg víst að bókhaldið sé 100% rétt hjá mér

Við fengum þrjá hrúta, sem fæddust á fjalli, einn ca. tveggja mánaða (68 daga gamall) og tvo ca. ja, tveggja til fimm daga gamla




13-116 Lukka var geld, en hefur fengið í lok apríl, þegar við settum geldu ærnar og hrútana út

Hér er þriðja lambið sem fæddist á fjalli. 11-053 Snæja með hrút undan 17-586 Nóa





Molinn kveður




clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

6 mánuði

5 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

8 mánuði

7 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

2 mánuði

5 daga

Tenglar