Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 3353
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 9490
Gestir í gær: 750
Samtals flettingar: 2465978
Samtals gestir: 313042
Tölur uppfærðar: 17.9.2021 03:17:33

Færslur: 2013 Febrúar

28.02.2013 23:17

Kindurnar klipptar

Jæja, það er byrjað að taka snoðið af kindunum. Óli Gísla kom og klippti. Það er búið að klippa 42 stk. Hann kemur aftur á sunnudaginn og klárar að klippa þá.

 

 

Fullorðnu kindurnar sem búið er að klippa.

 

 

 

Gemsarnir.

 

 

 

Og hér eru líka gemsar.

 

Ég á nú eftir að taka betri myndir af þeim. 

 

Molinn kveður.

26.02.2013 22:06

Gott veður í dag :-)

 

25. febrúar

 

26. febrúar 

 

27.febrúar

 

25. febrúar 

 

 

26. febrúar 

 

 

27. febrúar

Klakinn fer nú hægt og sígandi. Tjörnin er farin þarna neðst í horninu.

 

Molinn kveður.

 

 

25.02.2013 20:46

Klaki og aftur klaki

 

 

Þarna eru grindurnar sem við smíðuðum í gær. Þetta eru 15 stk.

 

 

Við ætlum að nota þær til að skipta krónum langsum, þannig að kindurnar verða þá ekki með garða báðum megin. Þegar við gefum í einn garða, þá komast þær ekki allar á í einu, og þurfa að bíða þar til við gefum í næsta garða. Þær troðast alltof mikið við það að hafa þetta svona. Þegar við verðum búin að skipta krónum, þá þurfa þær ekki að troðast svona, og þá komast þær allar á í einu. Svo verður betra að hafa þetta svona á sauðburði.

 

 

 

Svona var svellið 10. febrúar.

 

 

 

Þessi mynd er tekin í dag, 25. febrúar. Það hefur nú ekki tekið mikið upp svellið, þótt það hafi verið hláka í nokkra daga. Þetta er nú ekki gott. Og svo á að frysta eftir nokkra daga frown

 

 

Þessi mynd er líka tekin í dag. Vonandi fer nú þetta að fara.

 

Molinn kveður.

 

 

25.02.2013 11:22

Ég er svo spennt

 

Vá hvað ég hlakka mikið til í apríl smileysmileysmiley

Ég mundi alveg þiggja það, að þegar ég vakna í fyrramálið, verði kominn 25. apríl 2013. Það væri ljúft.

 

 

Molinn kveður.

 

 

24.02.2013 22:24

Konudagurinn

Konudagurinn er í dag. Ég fékk rós í tilefni dagsins. Ég fékk hana ekki frá húsbóndanum, heldur frá einum af mínum helgarstrákum sem við erum með. Það var hann Níels Kristinn Ómarsson sem gaf mér rósina. Takk Níels minn.

 

Rósin sem Níels gaf mér í tilefni dagsins.
Níels Kristinn Ómarsson

 

Júlli og Níels voru hjá okkur um helgina. Við erum búin að vera mikið í sveitinni. Við vorum meðal annars, að smíða grindur, til að geta skipt krónum niður, langsum. Við ætlum að raða þrílembunum saman, þannig að það sé hægt að gera betur við þær.  

Það á svo að taka snoðið af kindunum næstu helgi.

 

Molinn kveður.

 

 

19.02.2013 22:07

Flott gjöf :-)

Við Þórður fengum vettlinga að gjöf í dag, frá Önnu Guðrúnu í Fornhaga 2. Hún er mikil hannyrðakona.

 

 

Þetta eru flottir vettlingar, og rétta myndin á þeim. Takk Anna mín fyrir þessa skemmtilegu gjöf.

 

Molinn kveður.

 

 

14.02.2013 19:50

FÓSTURTALNING

Nú er algjört spennufall hjá mér. Fósturtalningu lokið. Við erum svona nokkuð sátt við útkomuna.

Útkoman hjá fullorðnu kindunum er svona :

1 geld, hún er líklegast ónýt

4 einlembdar

15 tvílembdar

8 þrílembdar, og líklegast er ein af þeim fjórlembd, en er ekki viss

Útkoman hjá veturgömlu kindunum er svona :

1 geld, ónýt

2 einlembdar

14 tvílembdar

3 þrílembdar

1 fjórlembd

Svo eru það gemlingarnir, og útkoman hjá þeim er svona:

1 sem var að láta í dag, og er þá geld

19 einlembdar, en það er að drepast fóstur í einni, og hún verður þá í rauninni geld.

11 tvílembdar

2 þrílembdar, í annari eru þau öll sprelllifandi, en í hinni drepast tvö, og verður hún þá í rauninni einlembd

 

Hér sést fjöldinn, í fullorðnu kindunum, hverri og einni.

 

 

Veturgamlar

 

 

Og hér eru gemlingarnir
 
 

 

Þetta er semsagt útkoman hjá okkur. Þórður er mjög montinn núna. Hann sæddi eina kind, hana Súlu forystukind, og hún hélt og er með þrjú. Það hélt úr sæðingu hjá honum 100% og meirisegja þrílembd. Hann hefur aldrei sætt áður. Flottur karlinn minn.

 

Molinn kveður.

 

 

14.02.2013 09:21

Gullmoli

 

Nú er þessi elsku gullmoli orðinn 17 mánaða. Hlakka til að sjá hann um mánaðarmótin þegar við förum suður. Vildi svo óska að hann ætti heima hér fyrir norðan, þannig að ég gæti knúsað hann á hverjum degi.

 

Molinn kveður.

 

 

13.02.2013 23:13

Öskudagur

Það átti að sóna hjá okkur í dag, en það frestast um einn dag. Það verður því á morgun sem þeir koma til að telja fóstrin í kindunum hjá okkur. Úff ég er að deyja úr spenningi. Ég kem með tölur á morgun ef þeir koma ekki seint.

Öskudagurinn var í dag eins og allir vita, og ég fór með myndavélina í vinnuna og tók nokkrar myndir af liðunum sem komu og sungu fyrir okkur, og setti hér inn.

 

Þetta er hann Siggi Tumi

 

Siggi Tumi

 

 

Molinn kveður.

 

 

11.02.2013 09:18

Styttist í fósturtalningu :-)

Jæja nú fer spenningurinn að ná hámarki hjá mér. Það á að sóna, fósturtelja í kindunum, á miðvikudaginn 13. Ég get varla beðið. Ég vona samt að ég verði ekki fyrir vonbrygðum. Kannski er þetta meira og minna gelt hjá okkur. Nei ég segi nú bara svona. Það var að vísu ein, sem fékk 7. des, að ganga núna 2. febrúar. Hún hefur greinilega látið. Við héldum henni, og hún á þá tal 25. júní.

Við fórum á þorrablót Hörgársveitar, á laugardagskvöldið. Það var vel lukkuð samkoma. Skemmtiatriði, alveg hreint frábær, og allt vel lukkað. Við skemmtum okkur mjög vel. Langt síðan að við höfum farið eitthvað út að djamma. Við látum okkur nægja djammið í fjárhúsunum.

Nú fer ársleyfið, sem ég er í hjá MS Akureyri, að renna út hjá mér. Ég fór í leyfi 15. mars 2012, og á að byrja aftur núna 16. mars. Ég fór í þetta leyfi í upphafi, vegna meiðsla á öxl. Ég gat ekkert orðið unnið þarna. Ég fór í aðgerð í mars á síðasta ári, en er ekki enn orðin nógu góð til að geta unnið þessa vinnu þarna, þannig að ég er búin að segja upp. Það ræðst svo bara hvað ég fer að gera, ef ég fæ ekki vinnu hjá Búgarði áfram.

Við Þórður erum að fara til Reykjavíkur í smá "hjónaferð", um næstu mánaðarmót. Í þessari ferð verður meðal annars "gisting" í Orkuhúsinu. Við erum bæði að fara í aðgerð á ÖXL, þannig að já við erum að fara í tveir fyrir einn aðgerð. Við förum bæði í aðgerðina 6. mars, með klukkutíma millibili.

 

Molinn kveður.

 

 

 

 

  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

3 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

7 ár

2 mánuði

5 daga

Tenglar

Eldra efni