Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 179
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 2149
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 865090
Samtals gestir: 46734
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 04:11:53

Færslur: 2012 Október

30.10.2012 20:13

Allt fé, komið á hús

Alveg er þetta æðislegt, hvað allt er búið að ganga upp, á síðustu stundu,  hjá okkur á Möðruvöllum. T.d. þegar við vorum að fara að senda á sláturhús, þá var fjárréttin kláruð, seint kvöldið áður. Við gátum rekið inn í hana, og dregið í sundur, þannig að það reddaðist. Svo þegar við ákváðum að taka lömbin og hrútana inn, þá var klárað á síðustu stundu, að smíða fyrir þau. Svo núna þegar við tókum fullorðnu kindurnar inn, þá var líka klárað á síðustu stundu að smíða fyrir þær. Já við tókum féð inn á fimmtudaginn 25. okt. Það var svo kalt þá. Við settum þær ekki út aftur. Við létum rýja þær 26. og 27 okt. Það er alveg yndislegt að vita af þeim inni í hlýjunni núna. Þetta er semsagt bara allt búið að ganga upp, á síðustu stundu :-)


Gestur Hauksson kom og klippti ærnar fyrir okkur :-)

Núna er ekki gott veður. Guðrún Helga og Einar Breki ætla að koma á föstudaginn, og ég vona svo innilega að veðrið verði ekki vont þann dag, svo þau komist. Það er orðið alltof langt síðan ég sá litla gullið mitt síðast. Nú er hann farinn að hlaupa um allt og ég hef ekki séð það, nema á myndbandi. Ég hlakka mjög til að sjá þau.


Níels Kristinn Ómarsson, nýi vinnumaðurinn minn.

Nú liggur fyrir myndataka af kindunum. Ég á eftir að setja inn myndir af fullorðna fénu sem verður í vetur hjá okkur. Er byrjuð að vinna í því :-)


Molinn kveður.


26.10.2012 10:20

Kuldi

Nú er sko frekar kalt. Frostið fór minstakosti í 13 gráður í gærkvöld. Við settum ærnar inn í gær, til að hita upp í húsunum, því það var svo kalt. Það væri nú gaman að þurfa ekki að setja þær út aftur. Veturinn er nú bara að skella á. Það er svo vel útbúið hjá gimbrunum, að þeim var ekki kalt. Ég nenni ekki að hafa þetta frost í langan tíma.
Ég setti inn nokkrar myndir.


Molinn kveður.


23.10.2012 21:51

Ásetningsgimbrar

Já, þá eru gimbrarnar og hrútarnir komin á hús. Þau voru tekin inn á föstudaginn. Það er líka búið að rýja þau. Það var gert í gær. Við settum plastdúk yfir hjá þeim, því þeim varð svo kalt, þegar búið var að rýja þau. Það breyttist hitastigið við það, og þeim leið vel.
Það er búið að setja niður síðasta gólfið, og það er í nyrsta húsinu. Það er líka búið að tengja vatnskerin, þannig að nú þarf að kenna þeim að drekka úr þeim. Þetta smá mjakast hjá okkur.
Ég er búin að setja inn eitthvað af myndum,  ég setti líka inn myndir af ásetningsgimbrunum og hrútunum, og svo kemur albúm seinna af fullorðna fénu.

Molinn kveður.


20.10.2012 00:50

Tekið á hús

Þá er nú þessi dagur alveg á enda kominn, og meirisegja kominn nýr. Í dag, var ég eins og lítill krakki að bíða eftir jólunum, því mig hlakkaði svo til að setja á hús. Nú eru allar gimbrarnar og hrútarnir komin á hús. Gimbrarnar eru 33, og hrútarnir 6. Ærnar eru 49. Það verða þá 88 hausar í vetur :-) Við vigtuðum öll lömbin, og meðalvigtin á gimbrunum er 47 kg.
Vá, vá hvað þetta er allt gaman. Nú ætla ég að fara að sofa, því þessi dagur er búinn að vera langur og mjög, mjög góður.


Yndislegt.


Molinn kveður.

 

18.10.2012 22:56

Svo montin :-)

Jæja, þá eru nú fjárhúsin tilbúin til að taka inn féð. Eða svona nánast. Það var unnið til að ganga eitt síðustu nótt, en ekki nema til hálf tíu í kvöld. Við getum verið inni við það að fara yfir og skoðað ærnar. Það þarf altaf að athuga með júgrin á þeim.  Vá hvað verður gaman frammundan :-)  Við rekum inn á morgun og lömbin og hrútarnir fara ekki út aftur.  Það verður æðislegt.


Þetta er að verða SVO flott. Hér eru tvær krær tilbúnar :-)


Alveg hreint æðislegt.

Ooohhh ég er svo montin. Ég læt svo inn myndir af kindunum INNI í þessum fallegu fjárhúsum, einhverntíman um helgina.

Molinn kveður.


17.10.2012 00:00

Spennan eykst

Það gengur vel smíðin á Möðruvöllum. Það er unnið langt frameftir, öll kvöld. Það er farið strax eftir vinnu, og komið heim að ganga tólf. Þetta mjakast áfram. Það er ætlunin að reka inn á föstudaginn. Líklegast verða lömbin sett á hús þá.


Þetta fer allt að verða tilbúið. Syðsta króin.


Tvær krær nánast búnar.


Allt að koma.

Já það er búin að vera mikil vinna, og frekar spennandi að sjá eftir hvern dag. Það verður svo gaman á föstudaginn, þegar við rekum inn. Við höfum alltaf þurft að vera úti í rétt með féð, þegar við höfum verið að vigta og senda á sláturhús, og fl.

Molinn kveður.


14.10.2012 22:43

Vinna, vinna :-)

Þá er þessi indæla helgi á enda komin. Búið að vinna mikið, og mikið búið að gera. Það er ekki mikið eftir, til að geta tekið lömbin inn.

Lömbin verða í krónni til hægri. Það verða tveir garðar við hverja kró. Þetta verða alveg æðisleg fjárhús :-) :-)

Litla gullið mitt er 13 mánaða í dag. Hann kemur vonandi norður til að kíkja á kindurnar þegar búið er að taka inn.

Molinn kveður.


12.10.2012 22:40

:-)

Nú er uppbygging hafin á Möðruvöllum. Nú fer að koma mynd á þetta allt. Ég held að þetta verði mjög flott fjárhús, þegar þetta verður búið. Spennan er alveg gifurleg. Ég setti inn myndir af framkvæmdum.
Ég setti líka inn myndir af lömbunum, svona samanburðarmyndir af þeim. Bara til gamans gert. Aðalega fyrir mig held ég.

Nú eru Siggi Tumi og Einar Kristinn hjá okkur þessa helgi.

Molinn kveður.



09.10.2012 22:16

Skemmtileg ferð

Jæja þá er Snæfellsnesferðin búin. Við vorum 10 sem fórum í þessa ferð. Það vorum við Þórður, Júlli, Simmi, Helga, Helgi, Ragga Magga, Oggi, Ingi Vignir, og Sverrir. Við fórum í rútu, með kerru aftaní. Simmi keyrði rútuna, og stóð sig með prýði. Við lögðum af stað um kl. 9:30 og komum heim um miðnætti. Útkoman úr þessari ferð voru tveir hrútar og fimm gimbrar. Við keyptum hrút og gimbur hjá Dísu kindavinkonu, og hrút og fjórar gimbrar á Hjarðarfelli. Þetta eru allt mjög flott lömb. Ég á eftir að setja inn myndir af þeim, og líka ferðinni. Já og þá eru allar afmælisgjafirnar komnar í hús. Hrútur frá mömmu og pabba, keyptur hjá Dísu, gimbur frá systkinum mínum keypt hjá Dísu. Svo gáfu Helgi, Ragga Magga og dætur, mér gimbur, sem ég er líka búin að fá. Þetta eru ekkert smá gjafir. Takk kærlega fyrir mig.


Þarna erum við Dísa kindavinkonur :-) og yndislegu börnin hennar Benóný Ísak og Embla Marína. Mér fannst þetta aðeins of stuttur stans hjá þeim, en við vorum frekar að flýta okkur, til að koma ekki of seint heim. Ég er búin að ákveða, að heimsækja þau í vetur, þegar þau eru búin að taka á hús. En samt mjög gaman að hitta þau þessa stuttu stund.

Við komum aðeins við hjá Hidda og Hrefnu í Bjarnarhöfn. Skoðuðum safnið hjá þeim, fengum hákarl, harðfisk og fl. Gaman að hitta þau.

Svo var farið í Hjarðarfell, og lömbin sótt sem við keyptum þar.

Vinnan á Möðruvöllum gengur vel. Það er búið að brjóta allt þetta steypta sem átti að brjóta, og keyra því út. Búið að moka út, alveg úr tveim húsum. Það er eftir smá í nyrsta húsinu. Búið að rífa allt, nema smá í nyrsta húsinu. Allt að ganga upp. Svo byrjar uppbygging.

Friðrik og Youmiko eru á Akureyri þessa dagana. Friðrik er að hjálpa til við niðurrif, og smíðar. Verður hér ca. viku.
Ísabella var hjá Fanneyju og Guðmundi. Þau heimsóttu okkur á Möðruvelli á sunnudaginn. Ísabella fór og gaf kindinni sinni brauð. Ég held að hún hafi haft mjög gaman að því. Tanja er svo gæf, að Ísabella gat klappað henni.

Á morgun, þurfum við að reka inn. Við erum að senda, í seinni slátrun, á  fimmtudaginn. Þá kemur í ljós hvað verða margar kindur á húsi í vetur.

Ég læt svo inn myndir við tækifærið.

Molinn kveður.


05.10.2012 19:32

Hrútasýning

Hrútasýningin var í gærkvöld. Hún var haldin í Skriðu. Það var bara verið að dæma veturgamla hrúta. Enga lambhrúta í ár. Þau í Skriðu áttu fjóra hrúta í uppröðunni. Hrút í fyrsta og öðru sæti, og líka hrút í fjórða og fimmta sæti. Ekkert smá flott hjá þeim. Í þriðja sæti var hrútur frá Lönguhlíð. Hann var í fyrsta sæti í fyrra sem lambhrútur. Og í sjötta sæti var hrútur frá Dagverðartungu. Ég er búin að setja inn myndir, og þið verðið að leiðrétta, ef þið sjáið einhverjar villur í textanum. Við fórum með Amadeus okkar, og hann fékk 83 stig. Í fyrra var hann með 84 stig sem lambhrútur.

Amadeus

Við erum búin að selja fjóra lambhrúta, af þessum sex sem voru stigaðir hjá okkur. Við ætlum að setja tvo þeirra á. Hrútinn undan Prýði og hrútinn undan Zeldu.

Við erum að fara á Snæfellsnesið á morgun og kaupa lömb. Við förum til Dísu kindavinkonu minnar. Hún er búin að taka frá fyrir okkur hrút og gimbur. Ég er svo spennt að fara til hennar. Við förum líka á Hjarðarfell og skoðum lömb þar. Það er líka búið að taka frá lömb þar.

Molinn kveður.


02.10.2012 17:53

Stigun

Nú er búið að stiga hjá okkur. Við létum stiga 6 hrúta og 19 gimbrar. Hrútarnir voru allir með 86 og upp í 87,5 stig. Hér koma myndir af þeim


Þessi er sæðingur undan 07-867 Snæ, og móðirin er 09-016 Prýði. Hann stigaðist svona: fótl 111 ómv 37 fita 3,2 lögun 4
8 8,5 9 9,5 9 18 9 8 8,5  87,5 stig


Þessi er líka sæðingur undan 07-867 Snæ, og móðirin er 07-008 Birta. Hann stigaðist svona: fótl 112 ómv 29 fita 6,5 lögun 4
8 8,5 9 8,5 8,5 18 9 8 8,5  86 stig


Þessi er líka sæðingur undan 07-867 Snæ, og móðirin er 09-015 Freyja. Hann stigaðist svona: fótl 110 ómv 34 fita 3,2 lögun 4
8 8,5 9 9 8,5 17,5 9 8 8,5  86 stig


Þessi er líka sæðingur, en undan 08-872 Þristi, og móðirin er 08-010 Zelda. Hann stigaðist svona: fótl 110 ómv 34 fita 3 lögun 4
8 8,5 9 9 9 18 8,5 8 8,5   86,5 stig


Þessi er undan 11-575 Amadeusi okkar, og móðirin er 11-059 Mörk. Hann stigaðist svona: fótl 112 ómv 28 fita 7 lögun 3,5
8 9 9,5 8 9 18,5 7,5 8 8,5   86 stig


Þessi er undan 10-574 Radix okkar, og móðirin er 10-033 Krúna. Hann stigaðist svona: fótl 114 ómv 30 fita 3,2 og lögun 4
8 9 9,5 8,5 9 18,5 7,5 8 8,5   86,5 stig

14 af 19 gimbrum fengu 30 og upp í 35 í ómv
fitan var að meðaltali 3.1
9 fengu 4,5 í lögun og 10 fengu 4
10 fengu 9 fyrir framp, 8 fengu 8,5 og 1 fékk 8
3 fengu 18,5 í læri, - 9 fengu 18, - 5 fengu 17,5 - 1 fékk 17 og 1 fékk 16,5

Ég er búin að setja inn myndir frá vinnu á Möðruvöllum. Það er alveg að verða búið að taka alla bitana, og moka út úr miðhúsinu. Það er svo enginn skítur í nyrsta húsinu, en lítið ef ekki neitt í syðsta. Það á svo eftir að rífa þónokkuð í burtu, í nyrsta, og taka svo allar járnmotturnar af gólfinu, í því syðsta. Svo á alveg eftir að brjóta upp það sem var búið að steypa ofaná garðana og gólfið. Það verður gaman þegar byrjað verður að byggja upp.

Við fórum í ferð með rosknum ráðunautum á laugardaginn. Sigga tengda mamma fór líka í þessa ferð með okkur. Við fórum með rútu, og rútan var frá Hópferðabílum Akureyrar. Bílstjórinn var Ingi Rúnar (bróðir Þórðar), og er eigandi rútufyrirtækisins. Við byrjuðum ferðina við Þórisstaði, komum við á Möðruvöllum, fórum í Svarfaðardal, og svo til Siglufjarðar. Við fengum veitingar í Kaffi Rauðku, og það var frekar fyndið að sitja þar við borð. Stólarnir voru svo háir, að við gátum dillað löppunum þegar við sátum. Það er nú ekki oft sem það gerist, eða bara aldrei. Svo fórum við aftur til baka, og stoppuðum aðeins í Héðinsfirði. Við komum líka við í bjórverksmiðjunni Kalda. Þar fékk fólk bjór eins og það gat drukkið. Við fórum svo aftur í Þórisstaði, fengum æðislegan mat að borða, svo var skemmtun framm eftir kvöldi, og svo dansað á eftir. Þetta var mjög gaman allt saman. Ég tók myndir, og á eftir að setja þær hér inn.
Ég hef þetta nóg í bili.

Molinn kveður.





  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

6 mánuði

5 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

8 mánuði

7 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

2 mánuði

5 daga

Tenglar