Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 201
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 3487
Gestir í gær: 488
Samtals flettingar: 919951
Samtals gestir: 48898
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 09:00:47

Færslur: 2022 Mars

31.03.2022 14:26

Fyrri sprautan, dagur 1

Í morgun, sprautuðum við fyrri sprautuna gegn lambablóðsótt,

ærnar í tveimur króm. Fjórar krær eftir. Tökum tvær á morgun

 

Svona var veðrið í morgun

Möðruvallakirkja í morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

30.03.2022 13:44

Afmælisdrengur

Glæsilegi bróðir minn á afmæli í dag. Hann 

er 46 ára heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

29.03.2022 18:39

Litla gull

Það styttist í að þessi fallegi gullmoli verði þriggja

mánaða. Það verður 14. apríl. Þvílíkt sem tíminn 

líður hratt. Ég hlakka til þegar hún fær nafnið sitt

og það verður hægt að segja eitthvað annað en

litla heartheart Það verður 9. apríl heartheart

 
 
 

 

Molinn kveður

 

 

28.03.2022 19:37

Mánuður í sauðburð

Í dag er mánuður í sauðburð

 

Fyrstu ærnar eiga tal 28. apríl og síðasta ærin á tal 29. maí

Sauðburður verður samfellt til 19. maí, svo koma tvær ær

önnur 21. maí og hin 29. maí

Það bera margar á sólahring, frá 28. apríl til 13. maí.

Þá hægir á og verða bara ein til þrjár á sólahring eftir það

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

27.03.2022 19:36

Ullardagur í dag

Svona dagur í dag. Já ullin var tekin í dag smiley

 

Við fórum í smá göngutúr í dag

Veðrið var gott.  Strákarnir standa þarna við skiltin. Þeir sjást

ekki vel fyrir sólinni

Þeir léku sér í krúsunum

 

Týri fann vatn á leiðinni og stóðst ekki mátið

Hann stökk útí og fékk sunnudags baðið

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

26.03.2022 18:09

Afmælisdrottning

Glæsilega systir mín á afmæli í dag. Hún er 61 árs heart 

 

Morgungjöf

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

25.03.2022 19:01

Níu ára gullmoli

Í dag hefði þessi fallegi gullmoli okkar orðið níu ára. Við 

söknum hans á hverjum degi heartheartheart

Við fórum og kveiktum á kerti í tilefni dagsins

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

24.03.2022 19:01

Fuglarnir í garðinum okkar

Krummi fékk smá mat

Það eru búnir að vera tveir til þrír hrafnar hér í vetur

Við höfum verið dugleg að gefa þeim afgangs mat

Það eru nokkrir dagar síðan Starinn kom. Þeir voru 15 hér í 

dag

 

Franskar kartöflur og sósa

Flottur fugl

 

 

Það eru nokkrir dagar síðan skógarþrösturinn kom

Hann er bara einn

Auðnutittlingurinn er búinn að vera hér í allan vetur

Þeir voru uppundir tíu hér í garðinum í dag

 

Það er ekki mikill snjór

Og enn er tjörn á túninu. Strákarnir léku sér þar í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

23.03.2022 17:26

Útivistardagur Þelamerkurskóla

Í dag var útivistardagur Þelamerkurskóla, í Hlíðarfjalli

Flottir vinir sem tóku þátt í deginum

Damian í góðum gír, í fjallinu

Og Alexander líka í góðum gír

Veðrið var svakalega gott. Við vorum svo heppin smiley

Alexander fór margar ferðir í stólalyftuna. Bæði með

einhverjum og svo aleinn. Svakalega duglegur heart

Þarna kemur hann niður brekkuna með einum starfsmanni 

skólans

Ég er svo stolt af strákunum okkar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

22.03.2022 18:58

Skíðaskóli, dagur 2

Skíðaskóli, dagur 2. Hefði átt að vera dagur 4, ef það hefði 

ekki verið lokað í fjallinu þá daga

Minn maður braut ísinn og fór í stólalyftuna. Ég er svo stolt 

af honum. Núna geta þeir bræður farið saman í stólalyftuna heart

Fyrsta ferðin

Og svo er brunað niður. Hann var svo ánægður með daginn

 

Svona var skyggnið annað slagið. Þoka 

Og svo var bjart nokkrum mínútum síðar

 

Krakkarnir stóðu sig svakalega vel. Mikil framför á þessum 

tveim dögum. Svo er útivistardagur á morgun og þá fara 

allir úr skólanum, í fjallið

 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

21.03.2022 16:45

Bleyta

Þessa mynd tók ég í morgun. Komin sæmileg tjörn

 

Auðvitað þurfti að brjóta klakann sem kominn var á tjörnina

Og að sulla í leiðinni

 

Týri missir ekki af neinu. Hann vill vera með í öllu

 

 

Rennandi blautir bræður

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

20.03.2022 17:59

Allt á floti

Þessa mynd tók ég í gær, 19. mars

Og þessa mynd tók ég í morgun 20. mars

Eins með þessa, tekin í gær

Og þessi tekin í morgun

 

Það er gjörsamlega allt á floti

Bílastæðið er einn vatnsflaumur

Vatnselgur

Það var ekki hægt að fara á skóm á milli íbúðarhúss og

bílskúrs. Bara stígvélafæri

Já allt á floti

Fyrir ofan íbúðarhúsið

 

Svo er komin svakaleg tjörn á túninu fyrir neðan íbúðarhúsið

 

Meðfram veginum. Svakalega mikil

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

19.03.2022 18:59

Snjókoma, rigning og rok

Það snjóaði í morgun, en fór svo að rigna

 

Það var lélegt skyggni á tímabili

Möðruvallakirkja

 

Átta starar í garðinum hjá okkur

 

Þeir eru farnir að undirbúa sig með hreiðrin í fjárhúsunum.

Þeir eru búnir að verpa þar í nokkur ár. Gaman að fylgjast 

með þeim

 

Þessir komu í ljós, þegar heyrúllurnar voru teknar inn

 

Lífið í fjárhúsunum eftir morgungjöf

Fullorðnu hrútarnir orðnir búttaðir

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

18.03.2022 19:00

Rafmagnsbíll

Við vorum að kaupa okkur rafmagnsbíl. Ford mustang,

Mach-E LR AWD 100% rafbíll

Glæsilegur bíll

 

 

 

Skrítið veður í morgun. Sól og skafrenningur

Á leiðinni í skólann. Snjókoma, skafrenningur og sól

 

Ég grillaði ekki í dag smiley

 

Við hjónin keyptum okkur svona húfur með bæjarnúmerinu

 laugh smiley

 

Puttarnir mínir á hægri hendi, þola ekkert álag. Það opnast

æðar inní þeim við hið minsta. Ég held að þetta sé liðagigt

Puttarnir eru bláir í nokkra daga eftir blæðingu

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

17.03.2022 18:08

Útför Öllu

Elsku móðursystir mín, hún Alla

 

Í dag kvöddum við í hinsta sinn, frænku mína, hana Öllu

Við horfðum á útförina í streymi

 

Falleg athöfn heart

Mamma er ein af 7 systrum. Hér eru þær ásamt foreldrum 

sínum (ömmu og afa)

Fallegar og samrýmdar systur. Já mjög samrýmdar. Ég held 

að ég hafi aldrei vitað um svona samrýmdar systur. Þær eru

fjórar farnar í sumarlandið og  þrjár eru á lífi. Mamma er yngst.

Efriröð frá vinstri:

Alla, Palla, Bibba, Fríða og Ása

Neðriröð frá vinstri:

Lilla (mamma) og Ninna

Blessuð sé minning ykkar elsku Alla, Palla, Bibba og Ninna heart

 

Veðrið í dag er búið að vera vetrarveður

Mjög hvasst og snjókoma/skafrenningur

Auðnutittlingar við stofugluggann

 

 

 
 

 

Molinn kveður

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

13 daga

Tenglar