Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 528
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2149
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 865439
Samtals gestir: 46747
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 11:36:51

Færslur: 2016 Nóvember

17.11.2016 12:05

Myndirnar komnar inn

Nú er ég búin að setja inn myndir af öllum kindunum, 318 samtals. Þær eru í myndaalbúminu.


Gemlingarnir


Ég held bara að þær hafi verið ánægðar þegar við tókum þær á hús


Þá þurfa þær ekki að hafa fyrir því að finna gras til að bíta. 


Veturgamlar. 

Nú er allt komið í rútínu. Þeim er gefið tvisvar á dag. 

Svo líður að því að við þurfum að fara að flokka þær saman fyrir hrútana  emoticon


Molinn kveður



17.11.2016 11:51

Vetur konungur mættur

Jæja þá skall veturinn á. Það kom að vísu aðeins föl 29. október


Þessi föl kom 29. október og hvarf daginn eftir. Hér eru ömmugullin mín tvö búnir að gera snjókarl.


Svona er þetta búið að vera


Ekki snjókorn, fyrr en...


Já ekki fyrr en 16. nóvember. Þá skall á vetur. Þvílíkt sem tíðin er búin að vera góð.



Molinn kveður



09.11.2016 23:35

Myndir af ásetningi

Ég er að vinna í því að setja inn myndir af ásetningnum okkar.
Það er komið albúm með árgang 07-09 og annað albúm með árgang ´10. 
Ég stefni á að setja inn einn árgang á dag emoticon



Þetta eru mæðgur. 15-197 Sperra og 14-157 Snerra. Þær voru mjög samrímdar í haust, voru alltaf saman. Því miður þurfti að lóga Sperru (þessari vinstra megin), því hún var með ónýtt júgur. Ég sé mikið eftir henni.


Eins og ég sagði, þá voru þær alltaf saman


Mjög góðar mjólkurær


Molinn kveður



07.11.2016 14:14

Ásetningur 2016-2017

Við tókum lömbin, hrútana og veturgömlu ærnar á hús, 15. október.
Tommi á Syðri-Reystará kom og klippti þann hóp, 16. október.

Hvítu kindurnar voru teknar á hús 1. nóvember
Tommi klippti þær 2. nóvember.

Mislitu kindurnar voru teknar á hús 2. nóvember.
Tommi klippti þær 3. nóvember.

Ásetningurinn veturinn 2016-2017 verður svona
Árgangur 07-09,   5 ær
Árgangur 10,      23 ær
Árgangur 11,      28 ær
Árgangur 12,      40 ær
Árgangur 13,      35 ær
Árgangur 14,      60 ær
Árgangur 15,      63 ær
Árgangur 16,      50 gemlingar
Hrútarnir eru 13. 
Þá eru þetta 317 hausar sem við eigum.
Svo erum við með eina gimbur fyrir Siddý, Möðruvöllum 2
Þannig að það verða 318 hausar í húsunum í vetur


Við gáfum kindunum úti í nokkra daga, því beitin var nánast að verða búin


Við gáfum alveg upp við girðinguna


Þær raða sér flott upp

Við gáfum líka í stokka og hringinn við þessar þrjár rúllur

Þær voru mjög ánægðar með okkur emoticon


Molinn kveður


07.11.2016 11:58

Heimtur

Það eru ekki góðar heimtur hjá okkur. Enn vantar 16 lömb af fjalli. Eiginlega vantar okkur 18 lömb og eina ær, því ég fann eina dauða kind, 3. ágúst og eitt dautt lamb 25. júní. Svo fannst eitt dautt lamb, í göngunum í haust.

Hér koma myndir af þeim sem ekki skiluðu sér emoticon emoticon


Hrútur undan 12-079 Filmu og 14-573 Bekra. Hann gekk undir 11-044 Þrá


Hrútur undan 15-235 Spöng og 13-390 Andrési


Gimbur undan 15-235 Spöng og 13-390 Andrési. Já hún kom bara einsömul af fjalli


Hrútur undan 14-166 Snúru og 14-571 Nagla. Hann fannst dauður, í göngunum í haust


Hrútur undan 14-175 Mánadís og 15-580 Pírusi


Hrútur undan 15-210 Sátu og 13-390 Andrési


Hrútur undan 15-215 Þernu og 15-571 Sprota. Fannst dauður í fjallinu, 25. júní


Hrútur undan 11-419 Ilmi og 15-579 Laxa


Gimbur undan 15-231 Bliku og 15-571 Sprota


Gimbur undan 12-081 Dokku og 14-573 Bekra


Gimbur undan 15-219 Stroffu og 15-571 Sprota


Gimbur undan 14-144 Kistu og 15-580 Pírusi


Gimbur undan 14-146 Móbotnu og 15-580 Pírusi


Gimbur undan 14-165 Molu og 15-580 Pírusi


Hrútur undan 15-216 Iðu og 14-573 Bekra


Hrútur undan 15-212 Dúnu og 14-573 Bekra


Gimbur undan 15-212 Dúnu og 14-573 Bekra. Já Dúna kom einsömul af fjalli


Gimbur undan 15-232 Garúnu og 14-573 Bekra


12-082 Sóley. Hún fannst dauð í byrjun ágúst

Þetta eru alveg hræðilegar heimtur.

Það er mjög skrítið að tveir tvílembdir gemlingar missa bæði lömbin. 


Molinn kveður




  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

6 mánuði

5 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

8 mánuði

7 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

2 mánuði

5 daga

Tenglar