Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 767
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 2149
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 865678
Samtals gestir: 46751
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 14:59:44

Færslur: 2012 Nóvember

26.11.2012 19:19

Afrúllari :-)

Nú er þessi góða helgi að baki. Við vorum í sveitinni bæði á laugardaginn og sunnudaginn. Við tókum í notkun afrúllarann. Nú er orðið frekar létt að gefa. Afrúllarinn setur heyið í vagn, sem við trillum svo fram í garðana. Það er hurð fyrir framan hvern garða. Við getum keyrt vagninn fram í báða miðju garðana, en svo gefum við úr vagninum í hina tvo. Það eru myndir sem sýna þetta allt. 

Siggi og Júlli voru duglegir úti að renna sér, báða dagana. Vá hvað er gaman í sveitinni.

Þórður litli og Simmi litli (kálfarnir) eru búnir að sætta sig við flutninginn. Þeim leiddist fyrst hjá okkur, en eru orðnir góðir.

Nú erum við búin að setja á blað, röðunina á kindunum undir hrútana. Þetta fer að skella á :-) Ég held að við látum bara sæða tvær kindur, og það eru báðar forystukindurnar. Núna verður þetta öðruvísi en í fyrra. Við látum hrútana vera í ánum, en förum ekki með hrút á hverjum degi, eins og við höfum gert. 

Það er svo gaman að lifa :-)

Myndir, já myndir í albúmi.

Molinn kveður.

 

24.11.2012 20:18

Lífið er svo yndislegt

 

Helgarnar eru svo æðislegar. Við erum búin að vera í sveitinni í dag. Siggi og Júlli eru búnir að vera duglegir að vera úti að renna sér á þotudisk. Við förum aftur í sveitina á morgun. 

Nú er búið að útbúa gjafavagn, til að gefa á garðann. Það er þvílíkur munur. Nú er bara ein ferð á garðann í staðinn fyrir 10 eða eitthvað álíka.

 

Þórður að fara að setja hey í vagninn, og gefa á garðann

 

Þórður að gefa á garðann, úr þessum snilldar vagni

Siggi að leika sér í snjónum

 

Júlli var líka að leika sér í snjónum

 

 

Þórður átti afmæli í gær. Það komu nokkrir í heimsókn af því tilefni.

 

Núna erum við að setja á blað, röðunina á kindunum undir hrútana. Ég

held að þetta árið verði hrútarnir settir í hjá kindunum, en ekki farið með

hrút á hverjum degi. 

 

Molinn kveður.

 

 

 

 

 

22.11.2012 09:19

Prins lifnaði við :-)

Jæja nú er að reyna að koma einhverju hér niður.

Ég ætlaði mér að koma norður þarna á fimmtudaginn 15. en það var svo ekki flogið þannig að ég komst ekki fyrr en á föstudagsmorgunn. Var lennt um kl. 9 og fór beint í vinnuna. Einar Breki er ekki orðinn alveg góður, en vonandi fer hann nú að hrista þetta af sér.

Við vorum með einn gutta um síðustu helgi, og núna þessa komandi helgi koma tveir guttar.

Á laugardagsmorgunn fórum við Þórður, Simmi og Níels, að ná í kálfana í Bægisá til Helga og Röggu Möggu. Þeir hafa heldur betur stækkað. Þórður er orðinn þriggja mánaða og Simmi er tveggja og hálfs mán. Í þessari sömu ferð sóttum við hrút, eða sko sauð, líka á Bægisá. Þannig er það, að í haust þegar við vorum að senda lömbin í sláturhús, þá ákvað Simmi að senda ekki annan forystuhrútinn undan Drottningu, á bílinn, þess í stað var hann geymdur á Bægisá allan þennan tíma, því þetta átti að vera fimmtugsafmælisgjöf Helgu Steingríms. Við fórum þessa ferð í laumi á laugardagsmorgunn og settum  sauðinn í gimbrahópinn. Simmi fór svo heim og náði í Helgu. Það var gaman að fylgjast með henni þegar hún sá hann. Þetta hitti algjörlega í mark. Það voru miklir fagnaðarfundir hjá þeim :-) Helga varð fimmtug 18. nóv. Loksins komin á aldurinn góða.

Þórður er nr. 481, og Simmi nr. 482

Helga og Prins hittast á ný

 

Talandi um afmæli, þá kom ég því loksins í verk í gær, að koma með köku í vinnuna, í tilefni af fimmtugsafmæli mínu, sem var í júlí í sumar. Búgarður var lokaður akkúrat þennan tíma, þannig að ég ákvað að koma með bakkelsi seinna. Það var að vísu frekar seinna, eða í gær. Ég fékk afmælisgjöf afhenda í gær frá samstarfsfólki mínu. Rosalega flottan blómvönd, fallegan engil, sem hægt er að kveikja ljós á og krús fulla af Mackintosh. Takk kærlega fyrir mig.

Afmælisgjöfin frá samstarfsfólki mínu

 

Lömbin voru sprautuð í gær, 21. gegn garnaveiki.

 

Molinn kveður.

 

 

 

 

15.11.2012 12:35

Litla gullið mitt

Jæja þá er maður nú búin að vera í borg óttans, Reykjavík, þrjár nætur. Ég ákvað á mánudaginn, að fara og vera hjá litla gullinu mínu, svo mamman gæti verið í vinnunni. Ég hafði bara 20 mín. til að taka mig til, því þetta var skyndiákvörðun. En hingað kom ég á mánudaginn, og fer aftur heim í kvöld ef veður leyfir. Litla gullið mitt hann Einar Breki er búinn að vera veikur í marga daga. Hann fékk rör í eyrun og nefkirtlarnir voru teknir úr honum, en samt lagast þessi veikindi hans ekki. En vonandi fer þetta allt að batna hjá honum greyinu. Hann varð 14 mánaða í gær.

Einar Breki 14 mánaða
Hann er orðinn svo duglegur að setja þessa kubba rétt í dallinn.

Alveg farinn að hlaupa um allt.
Og svo er hann farinn að æfa sig í smíðum, til að geta verið með afa að smíða.

Það voru þrír guttar hjá okkur síðustu helgi, Júlli, Siggi og Einar. Það verður svo einn gutti hjá okkur næstu helgi. Við gerðum flott snjóhús síðustu helgi, sem ég ætla að vona að haldist nokkrar helgar, þannig að hægt verði að leika sér í því.

 

Það er orðið svo leiðinlegt að vera inn á stjórnsíðunni hér að blogga eða gera eitthvað þar.  Puff

 

Molinn kveður.

 

 

 

 

 

 

03.11.2012 23:10

Snjór og aftur snjór

Jæja, þá er nú búið að snjóa alveg þónokkuð á tveimur dögum. Ég setti inn nokkrar myndir, bara til gamans, af snjónum og fl. Við fórum í Möðruvelli í dag, og skyggnið var ekki gott. Það sást ekki á milli stikna.  Við komumst þó, á leiðarenda. Ég ætla sko að taka myndir á morgun af snjónum, sem er á veginum upp að fjárhúsum. Skaflarnir hljóta að vera eitthvað á fjórða meter. Ég held að það verði betra skyggni á morgun. Við tókum dúkinn af, það sem hann var yfir hjá gimbrunum, og settum hann fyrir við endann á krónum. Nú erum við búin að skipta fjárhúsunum þvert yfir. Já og það verður ekki kalt inni núna.

Ekki komu þau Guðrún og Einar Breki norður, úff ég var farin að hlakka svo til að sjá litla gullið mitt.  Þau koma áreiðanlega eftir tvær vikur. Tengda sonur minn, Jón Tómas átti þrítugsafmæli 31.okt. Til hamingju með það Nonni minn. 

 

Molinn kveður.

 

 

  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

6 mánuði

5 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

8 mánuði

7 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

2 mánuði

5 daga

Tenglar