Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 528
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2149
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 865439
Samtals gestir: 46747
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 11:36:51

Færslur: 2011 September

30.09.2011 21:27

Stigun, hrútasýning og fl

Ég fór í skemmtilega ferð, á mánudaginn, með Þórði, Helga á Bægisá og Sverri á Djúpárbakka. Við fórum vestur á Strandir, á Smáhamra, og versluðum okkur hrút. Hann er svarflekkóttur og kollóttur. Við komum með 6 hrúta heim í þessari ferð. Ég er búin að setja inn myndir af þeim.
Við létum stiga og mæla 23 gimbrar og tvo hrúta, í gær. Þær voru 18, með 30 og yfir í ómvöðva, 4 þeirra voru með 35 og hærra og hæðsta var með 38. Við fengum 6 með 18 í læri, 1 með 19,  9 með 17.5, 5 með 17 og 2 með 16.5.  Annar hrúturinn var með  87stig og 33 í ómvöðva og hinn 84.5 stig og 31 í ómv. Við erum mjög ánægð með útkomuna.
Hrútasýningin var í gær. Við fórum með tvo hrúta, lambhrút og veturgamlan. Veturgamli hrúturinn lenti í öðru sæti með 86 stig og 38 í ómvöðva, 18 í læri og ekki nema 7.5 fyrir ull, af því hann er flekkóttur. Ég setti inn nokkrar myndir af sýningunni.

Þórður með Radix sem lenti í öðru sæti


Molinn kveður.

23.09.2011 21:42

Vigtun og slátrun

Við erum búin að vigta öll lömbin, nema tvö, 60 stk. og meðalvigtin er 43,2 kg.  27 lömbum var slátrað í dag og var meðallífþungi af þeim 45.4 kg, fallþungi 19.6 kg, gerðin var 11,0 og fitan 8,52. Þau voru semsagt frekar feit. 5 lömb fóru í E, 17 í U og 5 í R.  Næsta fimmtudag verða svo lömbin mæld og stiguð. Svo vona ég að Rós, Bambus og Næla komi á morgun.


Forystukindin okkar, Súla með tvær gullfallegar gimbrar. Báðar eru þær 39 kg.


Molinn kveður.

20.09.2011 11:18

Réttir

Nú eru 1. göngur og réttir búnar. Við svona nánast kollheimtum. Eina sem okkur vantar, er, ein kind með tvö lömb, en við sjáum hana upp í fjalli. Hún hefur sloppið. Hún næst vonandi næstu helgi þegar það verður smalað aftur. Þetta er búinn að vera svo skemmtilegur tími. Helga Dóra og Hlynur Freyr komu frá Sauðárkrók, og gengu fyrir okkur. Þau stóðu sig mjög vel. Þórður fór líka í göngur og stóð sig vel.
Ég verð svo að fara að setja inn eitthvað af þessum myndum sem ég tók.
Nú er ég fyrir sunnan hjá gullmolanum mínum. Ég verð þar þangað til á miðvikudaginn.
Á fimmtudaginn verðum við að stússast í kindunum. Það á að senda á sláturhús þann dag.

Molinn kveður.

 

16.09.2011 09:12

GULLMOLI

Jæja þá erum við búin að skreppa til Reykjavíkur og sjá litla GULLMOLANN. Hann er svo fallegur og mikið krútt. Ég setti inn 50 myndir af honum. Hvað er annað hægt. Sko lömbin eru mjög falleg og flott, en guð minn góður, hvað eru þau miðað við þennan fallega dreng. Nú verð ég að fara að breyta kindarúntinum mínum í GULLMOLA rúnt. Verst hvað það er langur rúntur. Guðrún og Nonni verða að vera dugleg að taka myndir og senda mér.
En að öðru. Við erum að fara að smala með Helga, í dag. Það eru nokkrir dagar síðan hann opnaði niður í hólfið, fyrir ofan húsin. Það eru komnar margar kindur þar niður, þannig að það á að létta á réttunum á morgun. Úff spennan í hámarki.

Molinn kveður.



15.09.2011 07:40

17 merkur og 53 cm

Nú er ég alveg að springa úr monti. Ég eignaðist dóttur son í gærkvöld. Guðrún er semsagt búin að eiga. Hann er fyrsta barnabarn mitt, en sjötta ömmubarnið. Voðalega er ég rík. Ég er á leiðinni til þeirra og ætla að knúsa þau. Allt gekk vel. 17 merkur og 53 cm. Vá hvað ég er spennt. Ég ætla að taka myndir, og þær fara hér inn kanski í kvöld. Meira seinna.

Molinn kveður.

11.09.2011 22:51

Allt að gerast

Það er búið að rífa stafninn á fjárhúsunum, moka út, og byrjað að smíða nýjan stafn. Þórður, Simmi og Helga voru að þessu um helgina. Duglegt fólk þarna á ferðinni.
Ég tók upp nokkrar kartöflur í dag, og fór kindarúnt, bæði í gær, eftir vinnu, og í dag. Þær eru komnar aðeins neðar, því það snjóaði í fjöll í vikunni, og hann er ekki farinn ennþá. Nú er spennan í hámarki. Hlakka mikið til næsta laugardags og annan mánudag.
Það er ekkert að gerast hjá Guðrúnu Helgu. Ég held að litla stubb líði bara svona vel þarna inni, að hann frestar því að koma í heiminn. Hann kemur á réttardaginn.
Júlli var einn hjá okkur þessa helgi. Siggi kom ekki.
Ég setti inn myndir.

Molinn kveður.

09.09.2011 20:33

VINNA

Nóg að gera hjá mér. Ég var í vinnunni til kl. 22:30 í gærkvöld. Bara til kl. 15:30 í dag, og svo þarf ég að vinna á morgun. Kindarúnturinn verður SKO tekinn á morgun eftir vinnu. Þórður og Simmi ætla að fara að vinna í sveitinni. Moka út, og smíða stafn á braggann. Ég er að sjóða hangikjöt fyrir þá, þannig að þeir ættu að geta nært sig, meðan ég er í vinnunni. Svo verður nú sveitin á sunnudaginn hjá mér líka.
Litli stubbur ætlar að láta bíða eftir sér. Komnir tveir dagar fram yfir settan dag. Vona að hann komi á sunnudaginn, því þá dembi ég mér suður á mánudaginn emoticon
Og svo verður nú fjörið næstu helgi. RÉTTIR.

Molinn kveður.

06.09.2011 22:30

Einn dagur í stubbinn ???

Síðasta helgi var tekin í algjöra afslöppun. Við rifum að vísu hænsnabúrið á laugardaginn. Þá er allt tilbúið til að geta farið að smíða fyrir nokkrar gimbrar og hrútana. Við eigum svo eftir að moka út, og laga stafninn á bragganum. Nú er spenningurinn í hámarki, bæði það að það eru réttir eftir 11 daga, og svo er Guðrún skrifuð inn á morgun. Hvaða dag ætli litli stubbur velji sér ??  Ég held að hann velji sér 17. sept.
Ég var að vinna 14 tíma í dag. Verð að vinna mikið þessa viku, og líka á laugardaginn. Mikið að gera í skyrinu, skyrdrykknum og hleðslunni. Ég fæ vonandi frí á sunnudaginn.
Ég veit ekki hvort það verði mikill tími fyrir kindarúntinn minn. Tek allavegana rúnt á sunnudaginn.

Molinn kveður.

03.09.2011 21:03

Styttist í litla prinsinn

Við fórum kindarúnt í morgun, til að athuga hvort Fjára væri enn á lífi. Og já hún var enn á lífi þessi elska. Alveg búin að ná sér eftir þetta bull í gær.
Við erum svo búin að vera í afslöppun í dag.
Nú fer ömmu hlutverkið alveg að skella á. Bara 4 dagar í settan tíma. Ég er orðin frekar spennt. Guðrún mín gangi þetta allt saman vel hjá þér.

Molinn kveður.

02.09.2011 21:24

Ótrúleg Fjára

Ég fór kindarúntinn, núna seinnipartinn í dag. Mikið var ég heppin að fara akkúrat núna, því Fjára lág afvelta. Ég náði að bjarga henni. Það er ekki í fyrsta skiptið sem henni er bjargað svona. Hún lág líka afvelta í vor, sama dag og við slepptum á fjall. Vonandi nær hún að komast af fjalli á lífi.
Nú er talan komin í 25 kindur, því ég sá eina í viðbót. Það var hún Brák. Brák er gemlingur sem var þrílembd í vor. Hún gengur með tvær gimbrar, en hrúturinn var tekinn undan og vaninn undir aðra kind. Ég er mikið búin að reyna að sjá hana í sumar, og hefur ekki tekist fyrr en núna. Og núna á ég eftir að sjá 18 lömb af 62. ÆÐISLEGT. Það styttist í réttirnar.


Hér er Brák með lömbin þrjú, í vor.

Þetta er þrílembdi gemlingurinn, Brák, með gimbrarnar sínar. Hrúturinn var vaninn undir aðra.

Gimbrarnar komu til mín og ég gat klappað þeim. Þær eru gæfar. Þær fengu allar brauð, og voru mjög ánægðar með það.
Jæja þá er það slökun þessa helgi.


Molinn kveður.

01.09.2011 22:43

Sveitasæla

Ég er EKKI að vinna, og ekki með strákana næstu helgi. Bara lúxus á minni. Við Þórður ætlum að vera í sveitinni og gera vonandi eitthvað af viti. Kanski rífa hænsnabúrið, og smíða fyrir þessar myndarlegu gimbrar sem við ætlum að setja á í haust. Svo ætla ég að elda góðan mat í sveitinni.
Nú styttist óðum í litla stubbinn, og kindurnar. Og spennan, vá maður.
Ég held að ég sé búin að komast að því að ég er með ofnæmi af þessari spelku sem ég er búin að vera með í nokkra daga. Ég veit ekki hvort það sé eitthvað nikkel í þessu efni, en ofnæmið er eins og nikkelofnæmið sem ég fæ. Ég get allavegana ekki verið með þessa spelku. Ætla að fara að panta tíma hjá lækninum sem skiptir út hné. Semsagt fá mér gerfihné.


Molinn kveður.


  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

6 mánuði

5 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

8 mánuði

7 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

2 mánuði

5 daga

Tenglar