Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 130
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 1212
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 873184
Samtals gestir: 46914
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 01:38:11

Færslur: 2014 Janúar

29.01.2014 07:00

Enn ein aðgerðin

Þá er ég nú enn á ný að leggjast undir hnífinn. Ég er að fara í aðgerð í fyrramálið. Líklegast þarf ég að liggja inni eina nótt. Það á að taka í burtu bein við þumalinn minn, á vinstri hendi. 

Hér sjáið þið beinið sem á að taka í burtu. Ég þarf að vera í gifsi í 5-6 vikur, og verð 3 mánuði að jafna mig á eftir. Úff ég verð að taka æðruleisið á þetta. En allt er gert til að losna við verki emoticon

Annars er allt gott að frétta úr sveitinni. Tilhlökkun fyrir fósturtalningu er í hámarki hjá mér. Hlakka mikið til. 

Já og svo fæ ég gullið mitt í heimsókn í næstu viku. Hann ætlar að stjana við ömmu gömlu, í nokkra daga.


Molinn kveður.









19.01.2014 23:49

Geymsluloft

Það er heldur betur búið að gera mikið núna um helgina. Það er búið að gera ca. 10 fermetra geymsluloft í bílskúrnum.

Hér eru þeir bræður, Simmi, Oggi og Þórður byrjaðir á loftinu, og eru eitthvað að hugsa málið. 


Hér er loftið tilbúið.  Þeir bræður voru ekki lengi að smíða þetta. Ég er svo búin að mála gólfið á þessu lofti. Á morgun verður farið í það að setja dót þarna upp.

Oggi kom með Kút með sér. Þeir eru búnir að leika sér saman í allan dag, og eru alveg búnir á því núna.

Ég mokaði út hjá hænunum og setti nýtt sag. Nú er hreint og fínt hjá þeim. Þær verpa vel 3-6 egg á dag.



Molinn kveður.







 

17.01.2014 20:38

Sigga Þórðar er snillingur

Ég á svo ótrúlega flotta tengdamömmu. Hún er svo mikill snillingur í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. 

Hún gaf Þórði þetta í jólagjöf. Hún skar þetta út sjálf. Þetta er náttúrulega bara snilld hjá henni.


Alveg rosalega flott.


Hún gaf mér þessa vettlinga í jólagjöf. Þeir eru rosalega flottir. Nafnið mitt er meirisegja á þeim. Algjör snillingur.


Hér eru Snati og Týri í afslöppun. Þeir eru góðir vinir. Fimm mínútum seinna voru þeir í stuði og ólmuðust í góðu.


Það er aðeins tekið á því


Gannislagur


Týri varð einni tönn fátækari í þessum áflogum. Hann er að fella tennur og fá fullorðins. Hann verður 6 mánaða í lok janúar. Já og Snati litli 4 mánaða líka í lok janúar.


Sá litli lætur Týra ekki vaða yfir sig. En þetta er bara leikur hjá þeim.


Það sést kannski ekki mikið hvað þetta er, en þetta eru fang- og burðardagar á kindunum. Þetta blað er komið upp á eldhúsvegg hjá mér.


Molinn kveður.







12.01.2014 23:38

Nafnspjöld

Hér prýða kindurnar okkar eldhúsvegginn og hlöðuhurðina. já ég er nú loksins búin að gera nafnspjöld af öllum 170 kindunum í fjárhúsunum.

Þetta er á hlöðuhurðinni


Ég er með 36 kindur á hverju A3 blaði. Þetta er mynd 1


Mynd 2


Mynd 3


Mynd 4


Mynd 5  Hrútarnir reka lestina.


Hér eru svo meiri upplýsingar um hverja kind. Ég er með lit fyrir hvern árgang.


Eldhúsveggurinn hjá okkur


Já nú er sko kellan montin í eldhúsinu


Ég er búin að setja inn gangmálareikni sem Þórður bjó til. Hann er efst hér á síðunni, lengst til hægri þar sem myndaalbúmin eru. 


Molinn kveður.






08.01.2014 21:17

Kvöddum yndislega konu í gær

Við erum búin að raða fénu aftur eins og það var áður en við settum hrútana í. Fullorðnu ærnar eru með hrút ennþá, en við tókum hrútinn frá gemlingunum 4. janúar.
Ég held að það sé klárt að sauðburður byrjar í byrjun apríl. Þær sem liggja undir grun um að hafa verið að ganga 15. nóvember þegar hrútarnir sluppu í féð, eru ekki búnar að ganga eftir að við settum hrútana í. Eða við höfum allavegana ekki séð það.

Við Þórður skruppum snögga ferð í Stykkishólm í gær. Við lögðum af stað um kl. 7 í gærmorgun og vorum komin aftur heim um kl. 23 í gærkvöld. Það var verið að jarðsyngja Sillu á Þingvöllum. 

Blessuð sé minning þín elsku Silla mín.

Þegar ég var ólétt af Guðrúnu Helgu, kom ég í heimsókn til Sillu. Það var 20. ágúst 1985. Hún spurði mig hvenær ég ætti að eiga. Ég svaraði að ég hefði nú verið skrifuð inn 18. ágúst og væri því komin framyfir settan dag. Hún tók upp bók, skoðaði hana og sagði við mig. Þú átt eftir að bíða nokkra daga í viðbót Birgitta mín. Þú átt þetta barn 29. ágúst. Ég hló nú bara að henni og sagði NEI ÉG ÆTLA EKKI AÐ BÍÐA SVO LENGI. En viti menn ég átti Guðrúnu Helgu 29. ágúst. Þessu mun ég seint gleyma. Silla var yndisleg kona.


Molinn kveður 



02.01.2014 12:18

2014

Gleðilegt ár kæru síðuvinir og takk fyrir heimsóknir og komment á síðuna mína, á liðnu ári.

Óska ykkur gæfu á nýju ári 2014


Sigurjón Geir og fjölskylda. Dagur Árni, Sigurjón Geir, Sólveig og Jökull Logi. Þeim líður vel í sveitinni. Gaman að fá að hafa þau hjá okkur. Þau fara um helgina suður. Þá verður nú tómlegt í stóra húsinu okkar.


Við fórum í heimsókn til Siggu tengdamömmu, í gær. Hér eru þeir bræður Jökull og Dagur, í góðu stuði, með Siggu langömmu sinni.


Týri og Snati hafa mjög gaman af því að leika sér með greinar. Týri lætur Snata elta sig og reyna ná af honum greininni. Það tekst nú stundum hjá þeim litla.


Molinn kveður.




 
  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

6 mánuði

15 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

8 mánuði

17 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

2 mánuði

15 daga

Tenglar