Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1065
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 611
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 916201
Samtals gestir: 48383
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 22:45:47

Færslur: 2013 Maí

29.05.2013 15:52

Sauðburður búinn

 

Síðasta kindin borin. Sauðburður búinn. Hann byrjaði 22. apríl og endaði 29. maí. Hann varð svona langur, vegna þess að við keyptum fé í vor. Þegar okkar voru að enda, þá byrjuðu þær sem við keyptum. Það eru 205 lömb á lífi. Það verður eitthvað að gera í réttum í haust. Er strax farin að hlakka til þess. Það er ósköp skrítið að þetta sé allt búið. 

 

 

 Ég er búin að gista í hjólhýsinu 37 nætur, og vakta féð. Ég sef þá að öllum líkindum heima hjá mér í nótt, og byrja að vinna á mánudaginn. Ég er strax farin að sakna þess að vera ekki á vaktinni. Þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur og góður tími sem ég hef átt hér í sveitinni síðustu tæpar 6 vikur.

 

Molinn kveður.

 

 

 

 

 

27.05.2013 15:14

Sauðburður nánast búinn

Jæja þá er nú komið að því að ég skrifi eitthvað hér inn. Það er búið að vera mikið að gera í sauðburði og ekki hægt að hanga neitt í tölvunni. En núna er orðið mun rólegra. Ég er að vísu búin að eyða tíma í að taka myndir af lömbunum, og þau eru orðin 200 á lífi í dag. Ég er búin að setja inn myndir af þeim ÖLLUM sem eru á lífi. Það hefur ekkert drepist, eða komið dautt fóstur, sem betur fer, síðan ég skrifaði síðast.

Við erum með nær allar lambærnar úti. Sumar fara ekkert inn, því þær eru komnar í fjallshólfið og er gefið þar. Svo erum við með þær sem eru með yngstu lömbin hér heima við og þær fara út og inn að vild. Þeim er gefið inni.

Það eru bara þrjár eftir að bera. Einn gemsi og tvær fullorðnar. Við eigum eftir að fá 5 lömb, og vonandi lifa þau öll. 

Veðrið er og hefur verið frekar leiðinlegt í maí. Í gær var borinn áburður á túnin, og veðrið var þolanlegt þá, en núna er mígandi rigning og rok. Svosem gott fyrir túnin að fá rigningu, en ekki fyrir lömbin.

 

Ég er enn í hjólhýsinu góða. Búin að búa í því í rúman mánuð, já og hef vaknað á tveggja tíma fresti allan tímann. Það verður skrítið að sofa heila nótt þegar ég flyt í bæinn aftur.  Ég held að ég sé að slá metin okkar Þórðar í útilegunum hér á árum áður. Þá vorum við yfirleitt í útilegu allan júlímánuð. 

Helgar strákarnir hafa komið og verið hér hjá mér um helgar. Yfirleitt svona tveir í einu, og það hefur gengið rosalega vel.

 

Ég ætla að fara að smella inn myndum við tækifærið. Ég er búin að setja inn myndir af öllum lömbunum eins og ég sagði, og svo setti ég inn myndir af nokkrum lömbum sem eru upp í fjallshólfi. Þau eru að verða svo stór og flott. 

 

Ég verð að setja inn myndir af einni þreyttri (allavegana þreyttari en ég) haha

 

 

 

 

Molinn kveður.

 

 

16.05.2013 16:05

Sveitasæla

Ég er enn á lífi. Það hefur reynst erfitt að fá tíma til að setja eitthvað hér inn. Alltaf nóg að gera. Ég hef þó verið að taka myndir af lömbunum, og ég er búin að setja hér inn tvö albúm af þeim 100 fyrstu. Ég vonandi hef tíma fyrir eitt albúm á morgun. Myndirnar eru teknar á mismunandi tíma, þannig að sum lömbin eru ung, en önnur orðin stálpuð.

 

En já það er búið að vera nóg að gera. Það eru allar af okkar gamla stofni bornar. Ef við hefðum ekki keypt fé, þá væri sauðburður hjá okkur búinn. En hann verður út maí. Þá fæ ég líka að vera lengur í sveitinni smiley Núna eru 11 gemlingar og 13 fullorðnar eftir að bera, og það eru komin 166 lömb á lífi.

 

Við höfum fengið alltof mikið af dauðum fóstrum með lömbunum. Það er þó aðalega í þrílembunum sem það hefur gerst. Það eru farin 17 allt í allt, þá með þessum dauðu fóstrum og svo þessar sem létu. Við vitum ekki ástæðuna fyrir þessu, en fóstrin voru öll á svipuðu róli með stærðina. Þetta er pæling frown

 

 

 Við fengum eitt agnarsmátt lamb. Það er frekar sperrt. Vonandi lifir það.

 

Við höfum þurft að hýsa á nóttunni. Það hefur verið frekar kalt, og svo hefur líka verið rigning. En við þurfum nú ekki að kvarta. Það er miklu verra ástand víða.

 

Það er nú ekki lystugt fyrir féð að éta heyið með allan þennan flota af lömbum í garðanum, skítandi og mígandi í heyið. En það er ekki við þetta ráðið.

 

Við erum með tvær krær fyrir flest allt lambféð. Það er ótrúlegt hvað lömbin, já og ærnar læra á þetta. Það er mikill söngur þegar við rekum inn, og setjum út, en svo eftir svona klukkutíma, þá er allt komið í ró. Lömbin og mæðurnar búin að finna hvort annað.

 

Það fer að nálgast mánuð, sem ég er búin að búa í hjólhýsinu góða. Bara yndislegt.

 

Molinn kveður.

 

 

07.05.2013 22:15

Lambféð sett út í dag

Jæja þar kom að því smiley Við settum nánast allar lambærnar út í dag. Simmi gerði slóð fyrir þær, á skaflinum við húsin. Við settum þær í hólf fyrir ofan fjárhúsin. Þeim fannst gott að komast út.

 

Þær voru úti í nokkra klukkutíma í dag.

 

Svo ánægðar.

 

Simmi tróð slóð fyrir þær yfir skaflinn.

 

Skaflinn norðan við fjárhúsin.

 

Snjórinn er alveg að verða farinn af túninu.

 

Skaflinn ofan við húsin. 

 

Nú er  búið að taka skilrúmin langsum úr krónni og gera eina stóra kró fyrir lambærnar sem fóru upp í hólf í dag. Það var heldur betur hávaði og læti þegar þær voru settar inn. En þær voru fljótar að lembgast.

 

Það er líka búið að taka skilrúmið í syðstu krónni. Það er eftir þarna smá horn, sem óbornu þrílemburnar eru í. Þessar lambær fengu líka að fara út í dag, en bara í réttina.

 

Vonandi er vorið mætt á svæðið smiley

 

Nú er gemlingurinn búinn að taka hjólhýsagæjann minn. Hann þarf ekki fósturmóður núna, heldur getur bara verið með mömmu sinni. Svona er nú lífið yndislegt wink

 

Jæja ætli ég þurfi ekki að fara að kíkka á koddann minn. Ég held nefnilega að fjórlemban beri í nótt. Það er ágætt að geta verið búin að leggja sig smá áður en hún ber.

 

Molinn kveður.

 

 

06.05.2013 12:57

Ég er á lífi

Þá er nú loks tími til að setjast smá niður, og setja eitthvað hér inn. 

 

Staðan er þannig að það eru 51 bornar, og af þeim létu tvær, einn gemlingur einu lambi og ein fullorðin tveim lömbum. Svo var einn gemlingur sem lambið náðist ekki úr, og þurfti að aflífa hann. Lambið var ekki á lífi. Það dóu svo tvö lömb, annað í fæðingu og hitt daginn eftir. Við erum í rauninni búin að missa þrjú lömb og einn gemling. Tvær þrílembur eru búnar að koma með eitt fóstur hvor, þannig að þær eru bara með tvö lömb. Þau hafa drepist í byrjun mars, trúlega. Þannig að það eru farin 5 fóstur og 3 lömb. Það eru 87 lömb á lífi. Þetta er staðan kl. 13 í dag.

 

 

Hann er að verða svo sprækur litla greyið sem svaf í hjólhýsinu hjá mér. Hann hefur stækkað og er farinn að vera ákafur á spena hjá mömmu sinni, en hún lætur sig ekki og vill hann ekki. Við verðum líklegast að venja hann undir aðra sem lætur ekki svona við hann.

 

 

Slenja gemlingur, (fjórlembingur undan Brák) bar í gær tveim hrútum. Það er mjög mikill stærðarmunur á þeim. Ég var að reyna að taka mynd af þeim sem sýnir muninn, en það tókst nú ekki vel. En hér eru þeir greyin litlu. Þetta er minnsta lambið sem fæðst hefur í vor hjá okkur.

 

Ekki fengum við Einar Breki og Guðrún Helga langan tíma saman hér í sveitinni. Þau sváfu tvær nætur hér, en svo veiktist elsku litla gullið mitt, þannig að þau þurftu að flytja sig heim á Akureyri, og voru þar alla vikuna sem þau ætluðu að vera hér. Nú eru þau farin suður, og misstu af sauðburðinum.  Við sem vorum farin að hlakka svo til að eyða þessum góða tíma saman hér í sveitinni.

 

Hér er Einar Breki að spjalla við Dúlla litla.

 

Ég vona að ég verði duglegri að skrifa fréttir hér inn, en það hefur ekki verið mikill tími til þess hingað til.

 

Mér líður mjög vel í hjólhýsinu mínu. Ég er búin að gista í 14 nætur þar, og er ekki nærri því hálfnuð smileyyesheart

 

Molinn kveður.

  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

11 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

13 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

11 daga

Tenglar