Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 2290
Gestir í dag: 292
Flettingar í gær: 1127
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 918553
Samtals gestir: 48680
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 15:45:15

Færslur: 2013 Nóvember

29.11.2013 22:54

Ég segi það aldrei of oft, LÍFIÐ ER YNDISLEGT

Við sprautuðum restina af fénu við lungnapest og gáfum þeim ormalyf, 24. nóv. Við eigum svo eftir að sprauta allt féð aftur við lungnapest. 


Þórður átti afmæli 23. nóvember emoticon  Það komu margir í heimsókn. Þessir tveir, Þórður og Rabbi, eru svo góðir vinir. Ég tók mynd af þessum frábæru vinum.


Við fengum þennan yndislega gullmola, Ísabellu, í heimsókn um helgina. Hún er 6 ára og kom ein með flugi í dag, til ömmu og afa, og fer heim á sunnudaginn. Hún á heima í Mosfellsbæ. Það væri nú æðislegt ef hún ætti heima aðeins nær okkur. Þarna er hún mætt til hennar Tanju sinnar. Gleðifundur hjá þeim báðum.


Það er fjör á Möðruvöllum núna. Þau eru fjögur saman hér. Styrkár gistir eina nótt, Júlli, Ísabella og Einar gista tvær nætur. Þau Styrkár, Ísabella og Einar eru 6 ára.
Ég fór með krakkana í fjárhúsin eftir kvöldmat. Við gleymdum okkur með tímann. Þau léku sér í nærri tvo tíma þar. Við fórum svo heim, þau fengu sér kvöldhressingu og léku sér smá og svo fóru allir að sofa. Þvílíkt hvað þau eru búin að vera góð.


Öll á leiðinni í fjárhúsin


Þau voru frekar ánægð að kíkja í grænu tunnuna. Þar var þessi litla sæta mús að gæða sér á brauði. Þau ætla að hafa hana sem gæludýr.


Frekar ánægð með veiðina. Þau eru að vona að það komi önnur í nótt.


Molinn kveður.


 

19.11.2013 23:12

Snjókoma

Það kom smá hvellur í veðrið í dag. Það var hálfgert óveður seinnipartinn. Mikið rosalega er gaman að vera úti, ganga í fjárhúsin og brasa eitthvað, þegar það er svona veður. Við Týri vorum lengi úti í kvöld, í göngu, myndatöku og fl. Ég setti inn nokkrar snjómyndir sem ég tók.

Flotta húsið okkar.


Molinn kveður. 

19.11.2013 07:00

Ég held að tíminn hafi vængi

Það er búið að klippa restina af kindunum. Gestur kom og klippti 11. nóvember.

Nú þurfum við ekki að setja þær út, á meðan við gefum hey í garðann. Það munar um það í tíma á morgnana. 

Búið að rýja allt féð. 168 hausa.


Týri hefur það gott í sveitinni. Vex og dafnar vel. Hann er mjög hlýðinn með það að fara ekki inn fyrir þröskuldinn. 


Ha,ha þessir eru flottir. Níels og Styrkár voru á músaveiðum í hlöðunni og náðu einni mús í fötu. Þeir voru frekar montnir með það, og ætluðu að eiga hana og ala. Níels fór með hendina niður til hennar, og hún notaði tækifærið og stökk á hendina á honum, og uppúr fötunni. Þeir semsagt misstu músina og voru frekar svekktir með það. Nú bíða þeir eftir annari.

Hér er músin sem átti að verða að gæludýri.


Flottir. Júlli, Styrkár og Níels. Mjög góðir vinir. Þeir sváfu allir til að verða 9 á sunnudagsmorgunn. Maður fékk bara að sofa út þessa helgi.


Það er svo fallegt í sveitinni. Gaman að vakna á svona dögum.

Það er ótrúlegt að það eru komnir rúmir tveir mánuðir síðan við fluttum í sveitina. Tíminn flýgur áfram. Við höfum aldrei á þessum tíma farið í bæinn, nema í vinnu að sjálfssögðu, fyrr en í gær. ÞAÐ ER SVO GOTT AÐ BÚA HÉRemoticon

Við sprautuðum gemlingana og hrútana við lungnapest og gáfum þeim ormalyf, 17. nóv. Við eigum svo eftir að gera það sama við restina af fénu.


Hrútarnir brutu sér leið út úr þessu spili, á föstudaginn, 15. nóv. Obb bobb bobb. Það var allavegana ein ef ekki fleiri að ganga þá. Það semsagt koma lömb um mánaðarmótin mars-apríl, ef hún/þær halda emoticon Það eru ekki allir eins hrifnir af því og ÉG. Það var einmitt verið að ræða það (áður en þetta gerðist) að fara að setja mig í fjárhúsbann fram að mánaðarmótum, svo ég færi ekki að hleypa til. Ég er alveg saklaus af þessari útrás hrútanna. Nú er búið að rammgirða þá af svo þeir sleppi ekki aftur. Hahaha mér finnst þetta bara gaman emoticon

Ég er búin að setja inn nokkur myndbönd. Að vísu svolítið síðan.




Molinn kveður.





06.11.2013 21:39

Loksins skrif hér

Það er langt síðan ég hef skrifað hér inn, úpps. Ég hef afsökun fyrir því, það er svo mikið að gera hjá okkur þessa dagana.

Við tókum veturgömlu ærnar inn, 23. október, og þær voru klipptar 25. okt. 

Við tókum eldri ærnar inn 24.okt, en þær fengu að vera úti á daginn fyrst um sinn. Það er búið að klippa hvítu ærnar og hrútana, en enn á eftir að klippa dökku og mislitu ærnar. Líklegast verða þær klipptar næsta mánudag. Við höfum sett óklipptu ærnar út, meðan við erum að gefa á garðann svo heyið spilli ekki ullinni meira en orðið er vegna inniveru.

Ásetningurinn okkar í vetur eru:
6 hrútar, einn lambhrútur, þrír veturgamlir og tveir eldri.
33 gimbrar
49 veturgamlar
40 tveggjavetra
31 eldri en tveggjavetra
Svo erum við með 9 smálömb. Af þeim eru 4 sumrungar.
Þannig að það eru 168 hausar.
Helga Gunnarsdóttir, dýralæknir sprautaði lömbin gegn garnaveiki, 5.nóv.

Við erum líka með 4 kálfa, tvo ársgamla og tvo þriggja mánaða.

Við eigum líka 7 hænur og þær eru byrjaðar að verpa. Fyrsta eggið kom 31. október

Fyrsta eggið 


Við drifum okkur í að smíða varpkassa fyrir þær. Við eigum bara eftir að setja hann upp á vegginn.


Simmi að moka út úr miðhúsinu, 11.okt. Hann mokaði út úr nyrsta húsinu deginum áður, eða 10.okt. Svo mokaði hann út úr syðsta húsinu, 2. nóv. Það er svo gott þegar þetta haust verk er frá.

11. okt. Simmi að dreifa skít emoticon

Við Þórður förum alltaf í fjárhúsin og gefum áður en við förum í vinnu á morgnana. Einn morguninn (31.okt.) er hægt að segja að við höfum lent í djúpum skít. Einn af sex hrútunum okkar var kominn niður í haughús. Það hafði einn bitinn farið á hliðina og við það hafa grindurnar losnað og opnast niður. Nú var farið í það að reyna að ná honum upp. Ég fór niður (í stígvélum) og reyndi að ná hrútnum. Hann gerði tilraun til að renna í mig, og ég var ekki alveg tilbúin í það að steypast afturábak ofan í ca. 40 sm. skítavatn sem var þarna. Þórður ákvað þá að fórna sér í það, þótt hann væri bara í skóm, en ekki stígvélum. Hann fór niður og skórnir fylltust af sulli emoticon   Hrúturinn renndi í hann, en Þórður stóð það af sér og gómaði hann. Við lyftum honum svo upp og löguðum grindurnar, kláruðum að gefa og drifum okkur í sturtu. Við vorum ekki nema 5 mín. of sein í vinnu þennan morgunn emoticon

Skórnir hans fengu líka sápubað.


Týri er nýbúinn að uppgötva að sleikja eyrun á kálfunum. Þeim finnst mjög gott þegar hann gerir það. Hann er orðinn svo frakkur að hann fer niður í kró til að sinna þessu verki. Nú á hann bara eftir að uppgötva það að sleikja kindurnar í framan. Yfirleitt finnst kindunum það gott. Virkar eins og þegar maður klappar þeim emoticon

Við erum líka að vinna í því að koma okkur betur fyrir í húsinu okkar. Það gengur rólega, en ég vona að það verði búið fyrir jól. 

Jæja þá er ég nú búin að stikla á því helsta, frá því síðast.


Molinn kveður.


  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

12 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

14 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

12 daga

Tenglar