Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 306
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 2149
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 865217
Samtals gestir: 46738
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 07:15:07

Færslur: 2013 Október

14.10.2013 20:00

Búið að rýja lömbin

Við tókum líflömbin á hús, 9. okt. Við létum rýja 33 gimbrar og 1 hrút í gær. 

Líflömbin. Nú þarf maður að fara að velja nöfn, og mynda þau fyrir nafnspjaldið.

Þessi gullmoli kom í heimsókn um helgina, ásamt móður sinni. Það var yndislegt að fá þau í heimsókn á nýja staðinn okkar. Hann fór oft í fjárhúsin með okkur. Það er svo æðislegt, að geta bara farið hvenær sem er, upp í fjárhús, og ekki skemmdi það að fá að labba með þessu gulli uppeftir.
 Það gengur vel með Týra litla. Hann er hlýðinn og góður.


Molinn kveður.


09.10.2013 23:00

Líflömb tekin á hús

Stigunin kom ekki vel út hjá okkur. Lömbin eru farin að leggja af. Við létum stiga 37 gimbrar og 6 hrúta. Það voru ekki nema 8 gimbrar með 30 og yfir í ómvöðva. 28 með 17 og yfir í læri. Fitan var mjög lág. Það var eins með hrútana. Þeir eru líka farnir að leggja af. 2 fengu 30 og yfir í ómv. Allir fengu þeir 17 og yfir í læri. Fitan var lág hjá þeim. 
Við eigum að senda í slátur á morgun. Við rákum inn í dag, og lömbin fara ekki út aftur. Við ætlum að taka líflömbin á hús í dag.


Simmi er búinn að pússa og mála, bæði þynginguna og rúllugreipina á vélina, sem keypt voru í haust. Þetta er orðið eins og nýtt. Það vantar fyrir myndir, en eftir myndir eru til.

Hér er þyngingin, alveg eins og ný, nema splittið

Og rúllugreipin líka eins og ný.

Þennan hrút keyptum við af Þór og Sigríði, í Skriðu. Hann á að sjá um hyrnda flekkótta stofninn okkar.

Við erum komin með 7 hænur. Við fengum þær í innflutningsgjöf frá Vigni og Garðari í Litlu-Brekku. Þeim líður mjög vel í kofanum sínum, út á lóðinni okkar.

Þetta er hænsnakofinn emoticon

Garðar Steinsson er heldur betur sprækur maður. Hann kom hjólandi, í heimsókn, í Möðruvelli kl. 9 á sunnudagsmorgunn. Þetta eru eitthvað um 10 km. Hann er sko rúmlega 71 árs og þvílíkt sprækur. Svona eiga menn að vera emoticon
Elsku Gutti okkar var ekki lengi hjá okkur. Hann álpaðist undir bíl, 4. október, og dó samstundis. Þetta er síðasta myndin sem ég á af honum tekin 2. október.

Þetta er Týri, tveggja mánaða, hreinræktaður border collie. Við náðum í hann á sunnudaginn, í Miðfjarðarnes sem er rétt við Þórshöfn. Hann er mjög rólegur og góður. Vonandi gengur vel að gera þennan að góðum fjárhundi.


Molinn kveður


01.10.2013 21:00

YNDISLEGT LÍF

Þá eru göngur og réttir búnar. Okkur vantar ennþá eina tveggjavetra með tvö lömb, og svo 6 stök lömb. Ekki er öll von úti enn, með að heimta þessi lömb, því við fengum eitt í gær. Í sumar sá ég tvær ær, þar sem önnur var bara með annað af tveim lömbum, og aðra sem var með tvö lömb af þremur. Þau hafa áreiðanlega drepist snemma í sumar. Þá eru eftir 4 stök lömb sem við vitum ekkert um.

Vigtin kom ekkert sérlega vel út. 15,7 kg. meðalvigt á fallþunga. Við erum búin að slátra 94 lömbum, og eigum eftir að slátra aftur. 

Við erum flutt í Möðruvelli og búin að skila af okkur Sólvöllum 7. Okkur líður alveg afskaplega vel á nýja staðnum. Við eigum eftir að koma okkur almennilega fyrir, en það kemur smátt og smátt. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá okkur, bæði með flutninga og búskap. En nú erum við komin á einn stað, og það er ÆÐISLEGT.

15. september. Hér erum við að fara að borða fyrstu máltíðina á Möðruvöllum 3. Við gistum svo fyrstu nóttina þennan dag. 
Eins og sést á þessari mynd, þá er ekki gott veður úti. Veðrið tók svo sannarlega ekki vel á móti okkur. Það var mígandi rigning og rok, og þá meina ég rok. Það stóð yfir í ca. tvo daga.

Við fengum gott fólk í heimsókn, fyrsta daginn okkar, þótt veðrið væri ekki gott. Þetta eru þau Ríkey Lilja, Sigrún og Einar.

Áslaug og Oddgeir
Aron Fannar, Sandra, Sessilía, Kristinn og dóttir Kristins

Við erum búin að ná í kálfana. Þetta eru þeir Siggi og Bjössi. Við förum alltaf, og gefum, á morgnana áður en við förum í vinnuna, og svo aftur þegar við komum heim. Það er æðislegt emoticon

Þetta er hún elsku Tabbý. Nú er svo komið fyrir henni að hún þarf að fá hvíldina. Hún er með svo svakalega júgurbólgu elsku kerlingin. Ég er búin að eiga kindur, nánast, frá því ég man eftir mér, og aldrei hefur það verið eins erfitt að láta frá sér kind eins og þessa. Hún er SÉRSTÖK þessi.

Það fannst ein gimbur afvelta, en á lífi, á sunnudaginn þegar við rákum féð inn. Hún kemur vonandi til með að jafna sig, en ekki hefði hún mátt liggja lengur greyið.
Já við rákum féð inn, til að velja líflömb. Það á að stiga lömbin hjá okkur, á föstudaginn. 
Ég er ekki búin að standa mig vel í myndatöku. Ég hef ekki tekið neinar myndir síðan göngur byrjuðu. Búið að vera svo mikið að gera hjá mér. Eða ég hef það allavegana sem afsökun. Ég verð að fara að bæta úr því.

Þessi gullmoli, Björn Þór, er 10 ára í dag. Elsku Bjössi minn til hamingju með daginn.



Molinn kveður.


  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

6 mánuði

5 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

8 mánuði

7 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

2 mánuði

5 daga

Tenglar