Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 405
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 2149
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 865316
Samtals gestir: 46744
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 09:44:08

Færslur: 2019 Mars

31.03.2019 19:37

Fleiri myndir


Fleiri drónamyndir. Það hefur tekið snjó síðan í gær. Möðruvellir 3, 4 og 5


Það er hægt að bera saman myndirnar sem ég tók í gær og svo í dag. Snjórinn hefur hopað. Vá hvað það er gaman að fljúga þessum dróna og taka myndir. Það verður gaman þegar kindurnar verða komnar út. Þá fylgist maður með emoticon


Þessa tók ég í gær





Molinn kveður


30.03.2019 20:53

Dróni


Fimman okkar emoticon


Þennan dróna keyptum við okkur í nóvember. Við höfum ekki þorað að fikta okkur áfram til að koma honum á loft. Í dag komu vinir okkar og græjuðu þetta


Dróninn kominn á loft og fyrsta myndin tekin


Möðruvellir 3


Möðruvellir 3, 4 og 5


Fjárhúsin


Eggertsfjós


Kirkjan og Möðruvellir 1 og 2


Möðruvellir 3, 4 og 5


Nýja fjósið




Týra var nú ekki skemmt. Hann urraði og var ekki alveg sama um þetta loftfar


Þarna er ein montin með drónafjarstýinguna

Þetta fyrsta flug gekk nú ekki alveg áfallalaust. Ég flaug drónanum upp í tré og hann sat þar fastur. Við þurftum að fá okkur langan stiga til að ná honum niður. Hann slapp við skemmdir og nú vanda ég mig að fljúga honum





Molinn kveður


29.03.2019 22:05

Fimm gullmolar


Þessir gullmolar eru hjá ömmu og afa


Og þá eru þau fimm emoticon





Molinn kveður


28.03.2019 22:04

Hrútarnir


Fullorðnu hrútarnir


Lambhrútarnir





Molinn kveður


27.03.2019 22:09

Snoðið tekið af smálömbunum og hrútunum


Jæja loksins var snoðið tekið af smálömbunum og hrútunum. Tommi klippti emoticon





Molinn kveður


26.03.2019 21:31

Skíðaskóli, dagur 4 féll niður


Lokað í fjallinu í dag og þar af leiðandi féll fjórði skíðakennsludagurinn niður. Útivistardagurinn átti að vera á morgun, en það er búið að fresta honum vegna veðurs





Molinn kveður


25.03.2019 22:36

Elsku gullið okkar 6 ára í dag


Í dag er 25. mars. Við tileinkum þessum degi, elsku gullinu okkar, honum Huginn litla. Hann hefði orðið 6 ára í dag




Í tilefni dagsins, kom fjölskyldan hans og við áttum góða stund saman. Þau komu með góðar veitingar


Elsku fallega gullið okkar emoticon


Skíðaskóli dagur 3, var í dag. Vegna veðurs féll hann niður í síðustu viku





Molinn kveður


24.03.2019 22:53

Mér varð ekki að ósk minni


Búið að telja í geldu ánum. Bara ein með lambi. Þá eru 12 líklegast ónýtar. Ooohhh emoticon





Molinn kveður


23.03.2019 22:22

Fyrri sprautan




Í dag sprautuðum við allt féð, fyrri sprautuna gegn lambablóðsótt og lungnapest. Seinni sprautan verður eftir tvær vikur





Molinn kveður


22.03.2019 18:16

Vont veður

20. apríl eiga  2 kindur tal
21. apríl eiga  10 kindur tal
22. apríl eiga  3 kindur tal
23. apríl eiga  4 kindur tal
24. apríl eiga  6 kindur tal
25. apríl eiga  7 kindur tal
26. apríl eiga  8 kindur tal
27. apríl eiga  6 kindur tal
28. apríl eiga  20 kindur tal
29. apríl eiga  4 kindur tal
30. apríl eiga 5 kindur tal
01. maí  eiga 4 kindur tal
02. maí  eiga 5 kindur tal
03. maí  eiga 5 kindur tal
04. maí  eiga 27 kindur tal
05. maí  eiga 12 kindur tal
06. maí  eiga 11 kindur tal
07. maí  eiga 10 kindur tal
08. maí  eiga 17 kindur tal
09. maí  eiga 9 kindur tal
10. maí  eiga 7 kindur tal
11. maí  eiga 16 kindur tal
12. maí  eiga 10 kindur tal
13. maí  eiga  9 kindur tal
14. maí  eiga 7 kindur tal
15. maí  eiga 4 kindur tal
16. maí  eiga 5 kindur tal
17. maí eiga  5 kindur tal
18. maí eiga 10 kindur tal
19. maí eiga  9 kindur tal
21. maí eiga  2 kindur tal
24. maí     á   1 kind tal
26. maí      á   1 kind tal
27. maí      á   1 kind tal
31. maí      á   1 kind tal
01. júní     á   1 kind tal
02. júní eiga  2 kindur tal
04. júní     á   1 kind tal
(08. júní     á   1 kind tal    Var sónuð geld, en trúlega fengin)
(24. júní     á   1 kind tal    Var sónuð geld, en trúlega fengin)
(03. júlí     á   1 kind tal     Var sónuð geld, en trúlega fengin)
(03. ágúst á 1 kind tal     Gekk 13. mars. Var sónuð geld)

Vonandi náum við að láta telja aftur í þessum geldu ám, því ég held að nokkrar hafi verið nýfengnar þegar það var talið í þeim


Við erum ekki með tal á 49 kindum, af þeim eru 14 gemlingar
340 ám var haldið
Þrjár ær eru búnar að láta


Svona eru allar rúður í húsinu þessa stundina. Búið að vera frekar vont veður í dag





Molinn kveður


21.03.2019 22:45

Mánuður í sauðburð


Nú styttist óðum í fyrstu lömbin. Það var mánuður í gær, 20.

Það eru mæðgur sem eiga að bera 20. apríl
14-161 Dolla og 16-283 Dýrð

Svo 21. apríl eiga 10 ær tal emoticon

Heilsufarið hér á bæ er betra. Við verðum orðin frísk á morgun emoticon





Molinn kveður


20.03.2019 21:55

Úff veikindi

Heilsan er ekki sjálfgefin, nei heldur betur ekki. Það sem maður gerir dags-daglega finnst manni sjálfsagt að geta, en það er ekki sjálfsagt. Nei síður en svo. Í gær lá ég hálf meðvitundarlaus í veikindum og gat mig hvergi hreyft. Úff maður verður að þakka fyrir hvern dag sem maður getur gert það sem maður er vanur að geta gert. Smá veikindavæmni hér, en svona er þetta. Ég var hressari í morgun, en er núna í kvöld með hita og er búin að smita þann yngsta. Hann varð veikur núna í kvöld. Vonandi verður þetta fljótt að ganga yfir emoticon


Nói karlinn alltaf flottur





Molinn kveður


19.03.2019 20:39

Smálömbin


Smálömbin. Þau eru nú ekki að flýta sér að stækka. Þessi grái er yngstur og stærstur


Tignarleg hún Eliza. Hún var sett hjá smálömbunum, því henni var ekki haldið. Hún verður flott forystukind


Og hér eru þær báðar, Eliza og Prinsessa. Báðar tignarlegar





Molinn kveður


18.03.2019 19:44

Krummi krunkar úti


Krummi er iðinn við að stela frá Týra. Hér er hann með bút af hrygg


Já og þessi er líka búinn að stela sér mat


Og hér er þessi að fá sér bita af hrygg. Týri er ekki ánægður með þá





Molinn kveður


17.03.2019 22:29

Hlíðarfjall

Ég hitti þessi gull, upp í Hlíðarfjalli í dag


Þessi gullmoli er á skíðum í annað sinn. Hann er svo flinkur. Rennir sér eins og hann hafi ekki gert neitt annað emoticon


Og litli gullmolinn er á skíðum í fyrsta sinn. Duglegur, en smá óþolinmóður að þetta komi ekki alveg strax hjá honum. Hann þarf bara smá tíma og þá er þetta komið emoticon





Molinn kveður




clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

6 mánuði

5 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

8 mánuði

7 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

2 mánuði

5 daga

Tenglar