Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 269
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 2149
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 865180
Samtals gestir: 46737
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 06:32:03

Færslur: 2017 Október

25.10.2017 21:55

Nýr hringur farinn af stað

Nú er næsti hringur byrjaður. Við erum búin að taka á hús lömbin, hrútana og veturgömlu ærnar

Lömbin og hrútana tókum við á hús, 11. október, þegar við rákum féð inn til að senda í sláturhús.
Tommi á Syðri-Reystará kom og klippti þau, 14. október.

Við tókum veturgömlu ærnar á hús 17. október og Tommi klippti þær, þann dag.


Við erum með nokkur smálömb. Þau eru hér til hægri. Fyrir innan þau eru veturgömlu ærnar. Gimbrarnar eru til vinstri. Hrútarnir eru þarna lengst til hægri. Það á eftir að koma endanleg tala á féð sem verður á húsum í vetur. Við eigum ennþá eftir að senda í sláturhús. Það er spurning hvað það verður margt


Þessar gimbrar koma sér í sjálfheldu þegar þær teygja sig í heyið hjá litlu lömbunum. Þessi mórauða er svona, nánast á hverjum degi þegar ég kem í fjárhúsin


Þeir eru flottir vinnumennirnir sem við höfðum um helgina. Þeir voru duglegir að hjálpa okkur


Hér eru þeir að taka upp gólfið, til að hægt sé að keyra skítnum út. Simmi mokaði út úr þessu húsi, sem er nyrsta húsið, 22. október


Þröngt mega sáttir sofa. Fjórir frændur, ömmu og afa gullin


Nú eru kindurnar komnar á eldhúsborðið. Áslaug og Oggi gáfu okkur þennan flotta dúk. Nú þarf ég að drífa mig í Rúmfatalagerinn og kaupa svona eldhúsgardínur. Þá verður eldhúsið flott emoticon




Töff dúkur emoticon


Skrukka


Molinn kveður


17.10.2017 10:46

Þá er nú talan komin niður í 5 hausa sem vantar af fjalli

Það eru komnir 7 hausar síðan síðast. Þá vantar okkur 5 af fjalli. Þrjár ær og tvö lömb.

Þessar þrjár ær eru lamblausar, tvær tvílembur og lömbin eru komin hjá báðum, og einn gemsi sem fór lamblaus á fjall.
Svo vantar okkur tvö stök lömb (mæðurnar komnar). Við eigum annað lambið og Siddý hitt.

Þetta eru mun betri heimtur en í fyrra


Úthyrna með hrút og gimbur


Og Ponsa með tvær gimbrar. Þessi flekkótta er undan Skessu. Ponsa var einlembd og fékk hana að láni

Lambið sem kom, var stakt.

Nú erum við líklegast komin með það sem við fáum af fjalli

Við sendum 266 lömb og 22 fullorðin í sláturhús 13. október
Meðal fallþungi lambanna var 15,7 kg.
Gerðin 8,56
Fitan 5,38

Lömbin voru farin að leggja af

Við vorum búin að slátra 163 lömbum og meðaltalið af þeim var
Meðal fallþungi 19,0 kg.
Gerðin 10,32
Fitan 7,10

Þá er meðaltalið af 429 lömbum svona:
Meðal fallþungi 17,0 kg.
Gerðin 9,3
Fitan 6,0

Við eigum eftir að lóga nokkrum lömbum

Nú er hringurinn að lokast og byrjar að rúlla upp á nýtt emoticon


Molinn kveður



09.10.2017 21:34

Elsku Sigga mín


Í dag kvöddum við elsku tengdamóður mína í hinsta sinn.
Blessuð sé minning þín elsku Sigga mín. Þín er sárt saknað


Molinn kveður


06.10.2017 21:53

Enn vantar 12 hausa af fjalli

Við fengum 6 hausa í dag. Tvær ær og 4 lömb

Okkur vantar þá 12 hausa. 5 ær og 7 lömb.

Af þessum 5 ám eru tvær með tvö lömb,
tvær lamblausar, því lömbin eru komin og
1 lamblaus (gemsi)
Svo vantar okkur þrjú stök lömb (mæðurnar komnar)


Alveg ágætis gemlingslömb. Þessi komu í dag


Þessi komu líka í dag


Molinn kveður



04.10.2017 13:28

Vantar 18 hausa af fjalli

Enn vantar okkur 18 hausa. 7 ær og 11 lömb.
Af þessum 7 ám eru 3 með tvö, (af þessum 3 er einn gemsi með tvö)
2 með eitt (önnur þeirra var með tvö lömb, en annað hjá henni er komið, þannig að hún er með eitt á fjalli)
1 lamblaus (gemsi)
Og af þessum 7 ám, vantar eina, sem líklegast er dauð, því lömbin hennar eru komin, vigtuð 32 og 33 kg.
Svo vantar okkur þrjú stök lömb (mæðurnar komnar)

Okkur vantar sömu tölu og í fyrra, því okkur vantaði þá, 18 lömb af fjalli sem aldrei skiluðu sér. Við eigum núna vonandi eftir að fá fleiri, allavega samstæðurnar.

Við misstum lamb í gær. Það var lífgimbur sem fór afvelta. Ég held að maður þurfi bara að fara að taka á hús, því ekki vil ég missa fleiri emoticon

Við erum farin að beita túnið fyrir neðan íbúðarhúsin

Þarna eru þær ánægðar á beit


Þær bíða við hliðið, eftir því að fá að komast niður á tún


Mjög margar, sem bara bíða eftir góðu grasi til að bíta


Þær koma stundum við á pallinum, til að fá brauð emoticon


Hér er 12-065 Þilja, ein af bestu kindunum okkar, með þrjár gimbrar. Strútur er faðirinn. Þetta eru stórar og fallegar lífgimbrar


Hér eru þær í vor. Alveg hreint frábær ær


Svona var þetta í morgun. Veturinn er aðeins farinn að minna á sig


Þessi skógarþröstur flaug á stofugluggann og vankaðist. Hann var smástund að jafna sig áður en hann gat flogið burt.


Svona hef ég séð á nokkrum stöðum í fjallshólfinu. Ég held að þetta sé ekki eftir mýs. Þetta hlýtur að vera eftir rottu


Þarna eru tvær holur og gatið er ca. 10 cm + í ummál.


Molinn kveður


  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

6 mánuði

5 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

8 mánuði

7 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

2 mánuði

5 daga

Tenglar