Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 338
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 3487
Gestir í gær: 488
Samtals flettingar: 920088
Samtals gestir: 48905
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 14:29:34

26.04.2024 18:13

Um 60 lömb

18-409 Elíza bar í gærkvöld og átti hrút og gimbur. Faðirinn

er 23-723 Maxímus

Þetta er gimbrin, svo tignarleg, og hrúturinn liggur þarna fyrir

framan Elízu. Þetta er líklegast lífgimbur, er það ekki Þórður yes

Það eru komin eitthvað um 60 lömb. Þetta hefur verið frekar

rólegt hjá okkur. Nóg pláss smiley

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

25.04.2024 13:51

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn kæru síðuvinir heart

 

18-408 Elín með lömbin sín undan 23-721 Fastusi. Svakalega

jöfn og flott

20-504 Myrja með lömbin sín undan 23-722 Brútusi

Þessar hafa það gott. Fjórar tvílembur saman

Og þessar hafa það líka gott. Þrjár þrílembur

Skaflinn farinn, bara smá snjór eftir. Við getum farið að setja

lambærnar út eftir helgi

 

Komin eitthvað um 50 lömb

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

24.04.2024 14:44

Lömbin eru orðin 31

Fjórlemban, 22-019 Krukka bar í gærkvöld. Jöfn og flott lömb

undan 23-726 Pixa

Þrjár gimbrar og einn hrútur

19-451 Kubba var einlembd. Við vöndum einn fjórlembinginn

undir hana

Mynd tekin um fjögur í nótt

Komnar þrjár í þetta pláss inn í hlöðu

Einstaklingsstíurnar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

23.04.2024 16:42

Fyrsti í kaffi í fjárhúsunum

Ég náði mynd af öllum gemlingunum, þar sem þeir lágu 

allir. Mjög sjaldgæf sjón

Fyrsti í kaffisopa í fjárhúsunum á sauðburði

Hrútur undan 20-508 Lundey og 23-721 Fastusi. Það verða

ekki mörg mislit lömb í ár

Lundey með lömbin sín þrjú

Hrútur undan 22-024 Möntru og Fastusi

Mantra með lömbin sín

21-002 Krúella með lömbin sín undan Fastusi

Mynd tekin kl. 20 í gærkvöld

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

22.04.2024 12:38

9 lömb

Á vaktinni

23-045 Anímóa bar hrút og gimbur í morgun. Hún var borin

báðum lömbunum, eftir klukkutíma fjarveru ljósmóður. 

Það er rólegt ennþá. Komin 9 lömb

Einstaklingsstíurnar sem við settum upp í gær koma að 

góðum notum núna smiley

Snjórinn er alveg að fara. Þessa mynd tók ég kl. 13:15 í dag

Þessi mynd var tekin átta í kvöld. Það var mjög gott veður í

dag. Mikið vatn runnið til sjávar í orðsins fyllstu merkingu

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

21.04.2024 16:05

Græja einstaklingsstíur

Við tókum til í hlöðunni og gerðum einstaklingsstíur í dag

Við þurftum að færa afrúllarann og það gekk vel

Gólfið fyrir einstaklingsstíurnar

Verið að græja gólfið. Afrúllarinn kominn á sinn stað og búið

að setja rúllu upp í hann

Einstaklingsstíuefnið tekið niður. Við fengum góða hjálp við

að græja þetta í dag. Þórhallur kom og hjálpaði okkur. Svo

var Damian líka duglegur að hjálpa okkur

Einstaklingsstíurnar komnar upp, og ekki seinna vænna því

einn gemlingur bar og er kominn í stíu

23-051 Skyssa bar og átti þessa flottu hrúta. Annar er stærri

og hann er mjög þykkur. Líklegast lífhrútur. Þeir eru undan

23-726 Pixa ARR hrút

Þessi mynd er tekin kl. 09:06 í morgun. Það hefur heldur betur

tekið snjóinn í nótt

Þessi mynd er tekin 21:06 í kvöld. Það hefur aldeilis tekið

upp í dag. Mikill munur á myndunum sem eru teknar með

12 tíma millibili

Júlía er að gefa sig með lambið held ég. Hún leyfir því að 

sjúga án þess að maður fari ofaní stíuna til hennar. Maður

þarf bara að klappa henni á meðan. Hún er nefnilega svo 

gæf. Hin ærin, Santína leyfir lömbunum að sjúga ef maður

er hjá henni. Hún er erfiðari en Júlía. Vonandi taka þær 

lömbunum

 

Ég fór síðustu nótt tvisvar upp í fjárhús til að vakta ærnar

og láta lömbin sjúga. Núna ætla ég hinsvegar að flytja

uppeftir og sofa þar og vakta ærnar. Svo kemur sprengja á

þriðjudaginn.

Sauðburður stendur yfir í ca 17 daga og svo kemur pása. 

Í restina er hægt að vakta þær í gegnum myndavélina. Þá

verða þær settar í eina kró fyrir framan vélina og þá er 

hægt að sofa heima og fara í tölvuna til að fylgjast með

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

20.04.2024 16:43

Fyrstu lömbin mætt

Það eru fjórar ær búnar að láta hjá okkur, 10 lömbum/fóstrum.

Ein lét í mars, önnur í byrjun apríl og svo tvær í fyrradag og

daginn þar á undan. Við vorum svo með eina ær, sem fékk

einhverja taugaklemmu og hefur varla getað staðið, í nokkra

daga. Hún átti að bera fyrsta daginn, eða 23. apríl, en bar í

dag þremur lömbum. Það var ekki dropi af mjólk í henni.

Við ákváðum að venja lömbin undir þessar sem létu

17. og 18. apríl. Þær eru nú ekki alveg að taka því,

en ég hef trú á því að þær taki lömbin. Þær verða bara að 

gera það, því það er mikið í þeim

22-107 Júlía, lét þremur lömbum, 17. apríl, en átti að bera

27. apríl. Við létum eitt undir hana

20-491 Santína lét tveimur lömbum 18. apríl, en átti að bera

23. apríl. Það er sorglegt þegar þær láta sad Hún fékk tvö 

lömb og vonandi tekur hún þau

Það er svakalegur skafl sunnan við hlöðuna

Ég veit ekki hvenær hann hefði farið, ef Simmi hefði ekki

mokað hann

 

Hann tók hann næstum því allann

Algjör snilld

Nú er allt á floti

Það er bara lækur á milli íbúðarhús og bílskúrs

Og á veginum fyrir neðan húsið

Simmi mokaði líka frá ræsinu sem liggur í gegnum veginn.

Vonandi opnast ræsið fljótt þannig að það verði ekki allt á 

floti lengi

Hann mokaði líka til þarna á túninu

Já þetta er allt á floti

Vatnsstraumur

Þessi höfðingi er bróðir minn, og er 60 ára í dag.

Til hamingju með stórafmælið elsku Rikki heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

19.04.2024 17:30

Útigengið fé

Þessi tvö birtust hér á Möðruvöllum í dag. Forystusauðurinn

er frá Ytri-Bakka og gimbrin er frá Syðri-Reistará. Þau eru 

ekki vel á sig komin. Frekar létt greyin. Þau hafa nú ekki haft

mikið að éta í vetur, allavega ekki seinni hluta vetrar

Bubbi elti sauðinn uppi, á sínum jafnfljótum, en ég elti 

gimbrina uppi á snjósleðanum. Já lengi er von á tveimur laugh

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

18.04.2024 17:52

Þungt yfir í dag

Ég vorkenni fuglunum í þessum snjó. Þarna eru gæsir á

fjárhústúninu að reyna að fá eitthvað í gogginn. Ég held að 

þær leggi mikið af í þessu tíðarfari

Það er búið að snjóa af og til í allan dag. Búið að vera þungt

yfir. Vorið er samt á leiðinni. Það á að vera 11 stiga hiti, bæði

á laugardag og sunnudag

Lambamerkin eru komin í hús. Við ákváðum að fara með 

svörtu bleki ofan í númerin, því þau eru svo dauf. Grátt í

grátt er ekki gott

Ég er búin að skrifa á 160 merki, bæði litlu merkin og stóru.

Ég þarf svo að halda áfram að klippa til stóru merkin og skrifa

á báðar gerðir

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

17.04.2024 18:06

Hlákan nálgast

Búið að undirbúa fyrir flóðið sem kemur þegar hlákan

kemur

Þórður bræddi rás fyrir vatnið sem á eftir að koma 

Hlákan á að koma um helgina, en núna snjóar

Það eru komnir 5 skógarþrestir og þeir eru ánægðir með

eplin og rúsínurnar, sem ég setti út áðan

Já og brauðið

Gaman að fylgjast með þeim

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

16.04.2024 14:45

Duglegir vinnumenn

Þetta járnhlið er fast í snjó og klaka. Það þarf að moka og 

höggva klakann til að geta tekið það af hjörunum

Vinnumennirnir okkar voru ekki lengi að redda því. Þeir komu

og mokuðu og hjuggu

Þar til þeir náðu hliðinu af. Duglegir strákarnir okkar

Það er nú ekkert svo mikill snjór hér

Ef það kæmi hláka, þá væri hann ekkert svo lengi að fara

Veðrið í dag var fallegt og gott

Veðurstöðin á Möðruvöllum

 

Snjótittlingar

Þeir eru smásaman að breyta um lit og þá verða þeir

Sólskríkja

Snjótittlingar. Það er ótrúlegt hvað þeir éta mikið fóður

ennþá. Það er kannski ekkert skrítið, því það er snjór yfir

öllu

Auðnutittlingur

Skógarþröstur

 

Þessi flaug yfir kl. 13:35

Og þessi kl. 16:22

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

15.04.2024 16:27

4 fuglategundir

Snjótittlingur að borða sólblómafræ. Þeir eru búnir að vera

mjög margir hér í vetur, í garðinum hjá okkur

Auðnutittlingur. Þeir eru líka búnir að vera mjög margir hjá

okkur í vetur

Það er þónokkuð síðan Starinn kom, en hann hefur ekki 

komið í matinn fyrr en í dag. Hann hefur bara hangið upp í

tré. Það eru nokkrir dagar síðan hann kom í fjárhúsin. Þar 

eru komnar flugur fyrir hann 

Hann var ákafur í eplin og rúsínurnar

Skógarþrösturinn kom í dag

Ég sá þrjá þresti. Ég tek það fram að ég tók allar þessar myndir

út um stofugluggann og þá eru þær ekki eins skýrar 

 

Ég held að hrafninn sé farinn, sem hefur verið hér í allan vetur.

Líklegast er hann farinn eitthvað til að verpa

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

14.04.2024 16:39

Seinni sprautan gegn lambablóðsótt

Nú eru þessir fallegu ömmu og afa gullmolar farnir heim til

sín. Yndislegt að hafa þau og kynnast nöfnu minni heart

Við sprautuðum allt féð seinni sprautuna gegn

lambablóðsótt. Það gekk mjög vel. Við vorum með flottan

vinnumann með okkur

Ég tók þessar skjámyndir úr myndavélinni sem við erum

með í fjárhúsunum

 

Þórður að sprauta féð

Hrútarnir bíða eftir sprautunni

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

13.04.2024 17:37

Snjómokstur

Þórður náði í liðléttinginn og mokaði til snjónum fyrir ofan

íbúðarhúsið. Þá er hægt að höggva í klakann rás fyrir vatnið

þegar það fer að hlána

 

 

Búinn að moka til miklum snjó

Snjótittlingar og Stari í brauðmilsnu sem ég læt falla út

um eldhúsgluggann. Hrafninn kemur stundum í afganga sem

ég hendi út um gluggann

Ég með ömmugullmolana mína. Þau eru öll að gista hjá afa

og ömmu heart

Yndisleg sem þau eru heart

Fyrsta skiptið sem elsku nafna mín vill vera hjá ömmu sinni.

Við erum búin að knúsast mikið í dag heart Amma er svo ánægð

með nöfnu sína heart

Verið að leika sér með drónaboltann

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

12.04.2024 18:05

Fjórir vinir

Þessi mynd var tekin 22.07.2020

Sömu strákarnir í sömu röð, mynd tekin í dag. Það hefur 

aðeins tognað úr þeim

Bæjarferð í dag og þá er strumpastrætóinn notaður

 

Þrír fóru í skólann í morgun og tveir með okkur í fjárhúsin

Hitti Búbbu sína og gaf henni klapp

Og hann hitti Maxímus sinn og gaf honum klapp

Við fengum hjálp í húsunum. Þessi sópar garðann

Og þessi setur moðið upp í karið

Duglegir vinnumenn heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

13 daga

Tenglar