Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 52
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 361
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 1188824
Samtals gestir: 141081
Tölur uppfærðar: 18.3.2018 03:54:35

17.03.2018 17:52

180 ær búnar í snyrtingu


Smálömbin stækka. Þau eru að taka vaxtarkipp núna. Þau verða flott í sumar emoticon

Við klipptum klaufir á 16 ám í morgun. Þá erum við búin með 180 ær emoticon


Ég varð að hengja út á snúrur, þótt það væri enginn þurrkur, því ég hafði fyrir því að moka snjó í gær. Það er búin að vera þoka í allan dag. Ég hélt að það hefði átt að vera sól emoticon


Molinn kveður16.03.2018 18:39

Ömmu og afa kaffi


Þessi ömmu og afa gullmoli, bauð okkur í kaffi í leikskólann sinn. Það sem ég er endalaust þakklát að eiga alla þessa gullmola, en þeir eru átta, eða eiginlega níu


Í kaffi hjá gullinu okkar


Mér tókst að moka þennan snjó í burtu, svo ég geti hengt út þvott


Ég held að vorið sé að koma emoticon

Við klipptum klaufir á 6 ám í fyrradag, 5 ám í gær og 10 í morgun. Þá erum við komin upp í 164 ær. Þetta smá mjakastMolinn kveður


15.03.2018 20:31

Skíðakóli, dagur 2


Skíðaskólinn í dag, dagur tvö. Ég tók nokkrar myndir og þær eru hér, að ofan, í myndaalbúminu. Ég varð að setja myndirnar í tvö albúm. Þau eru með sömu dagsetningu.
Veðrið var mjög gottÞórður snillingur var að smíða, fyrir lambamerkin. Hann dreymdi hvernig hann ætlaði að hafa þetta og auðvitað lék það í höndunum á honum að búa til spjald til að geta raðað merkjunum í. Það komast eitthvað á annað hundrað merki í þetta


Merkin koma svona, límd saman með sterku límbandi. Þegar við erum að nota þau, (marka lömbin), þá flækist límbandið og merkin annaðhvort detta af eða flækjast saman, þannig að það er erfitt að finna þau


Svona eru merkin sett í þetta


Þetta er algjör snilld


Alltaf er nú sérstakt þegar maður grillar í fyrsta skiptið á árinu. Já ég grillaði og þvílíkt sem þetta var góð máltíð. Ég læt nú ekki líða langan tíma þar til ég grilla næst emoticonMolinn kveður14.03.2018 19:32

Skíðaskóli, dagur 1

Þelamerkurskóli er sko flottasti skólinn á landinu.
1-4 bekkur skólans fær skíðakennslu í fjóra daga. Þau fóru í Hlíðarfjall í dag, fara svo líka á morgun (fimmtudag), mánudag og þriðjudag. Þessa fjóra daga eru þau með skíðakennara með sér.
Miðvikudaginn 21. mars er svo útivistardagur hjá skólanum og þá fara allir í Hlíðarfjall. Þessir dagar eru æðislegir emoticon
Ég tók nokkrar myndir í dag. Það var bara ekki alveg nógu gott skyggni. Ég verð alla dagana með þeim þannig að ég tek fleiri myndir, í vonandi betra skyggni. Hér koma nokkrar myndir
 
Krakkarnir búnir að raða sér í hópa, gulur, rauður og grænn
 
Rauði hópurinn að fara með kennaranum sínum
 
Græni hópurinn
 
 
Rauði hópurinn. Græni hópurinn er þarna fyrir ofan
 
 
Guli hópurinn
 
 
Þessi eru að fara í stólalyftuna í fyrsta skiptið. Þau stóðu sig mjög vel
 
Svo var hressing í lokin. Góður dagur emoticon
 

Aðeins að hvíla lúin bein


Fleiri myndir í myndaalbúminu emoticon

 
 
 
Molinn kveður

 
 

13.03.2018 19:29

Útiþurrkaður þvottur


Já nú get ég hengt út þvott. Ég á eftir að moka meira, þannig að ég geti notað allar snúrurnar


Við klipptum 10 ær í morgun og erum þá komin upp í 143 ær emoticon
Molinn kveður


12.03.2018 19:48

Snjómokstur


Fallegt veður í dag. Jörð orðin hvít


Veðrið var svo gott í dag, að við Damian ákváðum að vera með góðan útiverutíma. Ég mokaði smá ræmu, undir snúrustaurunum. Snjórinn var svo grjót, grjót harður að þetta tók sinn tíma


Damian notaði snjókögglana til að búa til kastala og hann dundaði sér lengi í því


Sko, flottur kastali hjá honum


Aðeins að hvíla mig


Þessi mokstur tók þrjá klukkutíma. Líkamsræktin búin í dag. Nú get ég hengt út þvott á morgun ef veðrið verður gott emoticon

Við klipptum klaufir, á 5 ám í morgun. Við klipptum ekkert á laugardag og sunnudag. Nú erum við búin með 133 ærMolinn kveður11.03.2018 20:16

Helgargengið okkar


Helgargengið okkar. Þeir hjálpuðu okkur í fjárhúsunum, kvölds og morgna alla helgina


Bræður að hafa það huggulegt


Já mjög huggulegt


Það er líka hægt að hafa það huggulegt heima

Nú eru gullmolarnir farnir heim og við orðin þrjú afturMolinn kveður10.03.2018 15:17

Bændadeildin á Hvanneyri í heimsókn


Nemendur bændadeildar á Hvanneyri, komu í heimsókn til okkar í dag


Prúðir og myndalegir verðandi bændur, samankomnir í fjárhúshlöðunni á Möðruvöllum


Þórður að tala yfir hópnum. Hann gat þess meðal annars að það eru 50 ár frá því að hann var í þeirra sporum (hann var í bændadeildinni á Hvanneyri)


Þórður tekur við gjöfum frá þeim


Þarna er ég með gjafirnar frá HvanneyringunumMolinn kveður09.03.2018 21:07

Gullmolarnir mættir til ömmu og afa


Þessir gullmolar eru mættir til okkar og verða um helgina


Ís ferð, er nauðsynleg þegar sólin skín emoticon

Við klipptum klaufir á 6 ám í morgun og talan er komin upp í 128. Þetta smá mjakast. Klaufirnar eru mjög harðar. Við erum lengur með þær heldur en gemlingana.
Molinn kveður


08.03.2018 21:09

Bara 5 í dag


Við tókum bara 5 í morgun. Við vorum nánast jafn lengi með þessar 5 í dag og þessar 20 í gær. Við tókum verstu 5 í einni kró og þær voru mjög slæmar


Þórður þurfti oft að nota naglbítinn.

122 búnar


Þær voru rólegar í morgun þegar við komum í fjárhúsin. Voru ekki að nenna að standa upp


Þessar líka. Þeim líður vel emoticon


Allt orðið hvítt
Molinn kveður07.03.2018 19:02

117 búnar af 347


Þá er þessi kró búin. Við klipptum 10 í morgun.
Það eru 117 búnar af 347


Það tekur á að setja kindurnar í stólinn og halda þeim


Þetta var ekki gott, en þetta jafnar sig emoticon 
Þetta er svona víða um líkamann emoticon
Molinn kveður06.03.2018 17:25

Snyrting, snyrting


Það eru bara 9 eftir í þessari kró. Við tókum 20 í morgun, í klaufsnyrtingu, fósturmerkingu og merkjahreinsun
107 búnar af 347 emoticon emoticon emoticonMolinn kveður


05.03.2018 13:52

Já, klaufsnyrting


Ósnyrtar klaufir á þessari sem situr í stólnum


Þórður búinn að koma við þessa með klippunum


Það rúlluðu 20 í gegn hjá okkur í morgun

Þá eru 35 búnar, af 64 í þessari kró. 29 eftir. Við ættum að geta tekið 15 á morgun og 14 á miðvikudaginn

87 búnar af 347Molinn kveður04.03.2018 19:14

Fyrri sprautan


Við klaufsnyrtum 15 gemlinga í morgun emoticon

Við sprautuðum alla gemlingana, smálömbin og lambhrútana, fyrri sprautuna gegn lambablóðsótt. Það var gert í dag, 4. mars.

Við erum orðin þrjú aftur. Bjössi og Haukur Nói farnir heimMolinn kveður03.03.2018 17:11

Fjörið er hér


Þessi kró búin. Við kláruðum hana í morgun. 52 búnar af 347.
Við ætlum að byrja á gemlingunum í fyrramálið


Haukur Nói að gefa kindunum brauð


Þórður og Bjössi í fjárbókhaldinu. Þeir eru að skrá þessar sem við klaufsnyrtum í morgun emoticon


Þessi stubbur var alveg hissa á ömmu sinni þegar hann mátti drekka af stút. Fannst það mjög spennandi


Allir að leika sér á klakanum. Týri fékk að vera með


Góð útivera


Gullmolinn minn


Gullmolinn með klakamola emoticon


Molinn kveður
clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

8207756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgárdalur

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgárdal

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

6 ár

6 mánuði

4 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

8 mánuði

6 daga

Tenglar