Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 579
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2149
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 865490
Samtals gestir: 46747
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 12:44:09

Færslur: 2018 Febrúar

28.02.2018 16:23

Damian

Damian hefur mjög gaman að því að leika sér með klaka og sulla í vatni. Hér koma nokkrar myndir af honum leika sér, í gær,  á fallegum degi
 
 
Hoppa og reyna að brjóta klakann
 
Hlaupa smá
 
 
Og detta
 
Og renna á rassinn
 
Haha alveg rennandi blautur
 
Í dag fann hann stóra tjörn. Týra finnst gaman að leika við Damian
 
Og svo er það maðurinn sem er hættur að vinna, en fer samt í vinnuna, til að vinna og þegar heim er komið heldur hann áfram að vinna. Hér er þórður á skrifstofunni sinni á Möðruvöllum 3 emoticon yes
Aldrei slegið slöku við emoticon heart



 



 
Molinn kveður
 



 

27.02.2018 13:40

Klaufsnyrting

Fallegt veður dag eftir dag emoticon
 
Já þetta heldur áfram. Þórður klippir klaufir
 
Og ég held við þær
 
19 búnar af 347 emoticon  Þetta tekur tíma emoticon



 


Molinn kveður
 
 
 

26.02.2018 11:01

Yndislegt sveitalífið


Þegar veðrið er svona gott, þá finnst manni stutt í vorið. Búið að vera æðislegt veður í nokkra daga emoticon


Allur snjór að verða farinn. Ég held að þetta vor verði því miður mikið girðingarvinnuár. Við höfum sloppið vel síðustu tvö vor hvað varðar girðingarvinnu. Núna held ég að sé komið að því að hafa fyrir því að koma þeim í gott stand emoticon


Við Damian að bíða eftir skólabílnum


Fallegi strákurinn okkar


Sérstaklega fallegt í morgun


Það rúlluðu 5 kindur í gegnum prógrammið í dag


Kveðja úr fjárhúsunum emoticon emoticon emoticon






Molinn kveður


25.02.2018 18:37

Klaufsnyrting og fl.


Kindurnar voru settar út í rétt, þegar var verið að telja, 14. febrúar. Þær voru mjög hissa á öllum þessum snjó


Uppi á snjónum


Merkið er frekar óhreint. Þetta er Elinóra. Nú erum við búin að setja okkur markmið. Við ætlum að snyrta klaufir, hreinsa merki og merkja fósturtalninguna upp á nýtt (hún fór með snoðinu), á kindunum. Við ætlum að taka 5-10 kindur á dag. Í dag rúlluðu 8 kindur í gegnum þetta






Molinn kveður


24.02.2018 19:32

Snoðið tekið af restinni í dag


Dagur þrjú í snoði og restin klippt. Við fengum liðsauka í dag. Oggi og Hákon komu og hjálpuðu okkur. Annars er Simmi búinn að standa sig vel. Hann var búinn að snúa öllu fénu, þangað til Oggi kom, þá skiptust þeir á


Nokkrar veturgamlar


Við settum plast til að halda hita á smálömbunum og hrútunum. Þeim verður ekki kalt þarna


Smá birta á himninum í morgun


Þessi gull eru í heimsókn hjá ömmu og afa um helgina






Molinn kveður



23.02.2018 11:14

Dagur tvö í snoði


Tommi kom og klippti þennan hóp. Þær eru 103


Nokkrar veturgamlar


Fríð er orðin frekar bústin. Ég veit ekki hvernig þetta endar


Smálömbin fríkkuðu við rúninginn. Þau eru bara á góðri bata leið og hafa stækkað síðan í haust


Gemlingarnir






Molinn kveður


22.02.2018 22:22

Snoðið tekið af gemsunum


Tommi á Syðri-Reistará kom og tók snoðið af gemlingunum og hlöðugenginu (hrútunum og smálömbunum) 85 stk.


Gemsarnir orðnir ullarlausir


Gemsarnir

Það verða fleiri kindur klipptar á morgun







Molinn kveður



21.02.2018 17:35

Nokkrar samanburðarmyndir



16-302 Zeta. Hér er hún gemlingur og veturgömul. Hún er undan 08-010 Zeldu og 15-572 Eitli



16-270 Sif. Hér er hún gemlingur og veturgömul. Hún er undan 13-104 Skrukku og 15-572 Eitli



16-276 Urta. Hér er hún gemlingur og veturgömul. Hún er undan 11-051 Urð og 15-579 Laxa



16-279 Bytta. Hér er hún gemlingur og veturgömul. Hún er undan 10-415 Bjarney og 14-572 Drýsli



16-285 Brók. Hér er hún gemlingur og veturgömul. Hún er undan 10-023 Brák og 15-572 Eitli



16-294 Inga. Hér er hún gemlingur og veturgömul. Hún er undan 11-419 Ilmi og 15-579 Laxa



16-295 Sombý. Hér er hún gemlingur og veturgömul. Hún er undan 13-320 Viktoríu og 15-572 Eitli









Molinn kveður



20.02.2018 21:42

Stríðnispúkar


Týri er ekki hrifinn af hröfnunum. Þeir stríða honum og hann stríðir þeim. Hann var að éta eitthvert kjöt þarna þegar hrafninn kom og ætlaði að taka það af honum


Og það komu fleiri hrafnar


Já og það komu enn fleiri. Held að þetta sé rétt: Krummi krunkar úti kallar á nafna sinn emoticon
Ég held að Týri hafi haft betur í þessari stríðni






Molinn kveður



19.02.2018 19:29

Panda og Gola


Þetta er 12-086 Panda.
Hún var þrílembd gemlingur og hefur alltaf verið þrílembd. Núna er hún líka með þrjú
2013 þrílembd, 2014. 2015, 2016 og 2017 þrílembd.
2018 er hún með þrjú
Í vor verður hún sex vetra og verður búin að eiga 18 lömb þá


Þetta er 12-080 Gola. Hún var þrílembd gemlingur
2013 þrílembd, 2014 fjórlembd, 2015 þrílembd, 2016 fjórlembd og 2017 tvílembd, en hefur farið á stað með fleiri.
Núna er hún með, ja vonandi þrjú. Það sást ekki í talningunni hvort það væri 1 eða 3
Fimm vetra var hún búin að eiga 16 lömb og ef hún er með þrjú núna, þá verður hún búin að eignast 19 lömb sex vetra







Molinn kveður




18.02.2018 20:50

Fengitími haha


Við erum búin að setja þessar 5 geldu ær, saman. Við höfum farið með Nóa litla til þeirra á hverjum degi frá fósturtalningu. Það var ein þeirra að ganga í dag og við héldum henni. Það er spurning hvort við fáum lömb um miðjan júlí emoticon


Þetta potast emoticon






Molinn kveður



17.02.2018 21:32

Flekka og Filma


Það er gaman að hafa kindurnar svona gæfar. Þetta erum við vinkonurnar, hún 10-030 Flekka. Hún er mamma hennar Filmu, sem er með mér á neðri myndinni


Þetta erum við 12-079 Filma. Hún er líka vinkona mín. Hún var tvílembd gemlingur, 2013 og svo var hún þrílembd 2014, 2015, 2016 og 2017. Núna er eitthvað að klikka hjá henni. Hún er bara með eitt, að vísu var hún sædd með 13-981 Molla







Molinn kveður


16.02.2018 20:22

Mikið fjör


Fjárhúsgengið í morgungjöfinni


Þennan unga mann hitti ég á Glerártorgi, á öskudaginn. Júlli alltaf flottastur emoticon







Molinn kveður


15.02.2018 17:57

Aðeins um fósturtalninguna

Gemsarnir (árgangur ´17) eru 60  
6 eru geldir 
40 með 1  
14 með 2
samtals 68 fóstur

Veturgamlar (árgangur ´16) eru 48  
4 með 1 
44 með 2 
samtals 92 fóstur

Tveggjavetra (árgangur ´15) eru 58  
6 með 1 
49 með 2 
3 með 3 
samtals 113 fóstur

Þriggjavetra (árgangur ´14) eru 54  
14 með 1 
36 með 2 
4 með 3 
samtals 98 fóstur

Fjögurravetra (árgangur ´13) eru 32
1 er geld  
5 með 1 
21 með 2 
5 með 3 
samtals 62 fóstur

Fimmvetra (árgangur ´12) eru 35 
1 er geld
3 með 1 
26 með 2 
5 með 3 
samtals 70 fóstur

Sexvetra (árgangur ´11) eru 19
3 eru geldar 
4 með 1 
11 með 2 
1 með 3 
samtals 29 fóstur

Sjövetra (árgangur ´10) eru 18 
1 með 1
14 með 2 
2 með 3
1 með 4 
samtals 39 fóstur

Áttavetra (árgangur ´09) eru 2 
1 með 1
1 með 3 
samtals 4 fóstur

Alls eru þetta 575 talin fóstur. Það er ein, í árgangi 15 sem er með tvö fóstur og annað drepst. Þá eru þetta 574 fóstur

Eftir hverja á eru 1,91 lömb  (266 ær)
Eftir á með lambi eru 1,94 lömb  (261 ær)
Eftir hvern gemling eru 1,13 lömb  (60 gemlingar)
Eftir hvern gemling með lambi eru 1,26 lömb  (54 gemlingar)



Hér er útkoman hjá ánum sem sæddar voru

12-980 Lampi var með fjórar
1 með 1
2 með 2
1 með 3

13-938 Ungi var með forystuærnar og þær eru þrjár
1 með 1
2 með 2

13-953 Dreki var með þrjár
3 með 2

13-981 Molli var með þrjár
2 með 1
1 með 2

13-982 Móri var með þrjár
1 með 1
2 með 2

16-995 Fáfnir var með fjórar
1 með 1
3 með 2

Þá er niðurstaðan úr sæðingunum þannig að 20 af 21 héldu 
6 eru með 1 
13 eru með 2
1 er með 3

Niðurstaðan hjá félagshrútunum
17-103 Drangi var með 16
1 er með 1
13 eru með 2
2 eru með 3

16-152 Hrókur var með 20
4 eru með 1
13 eru með 2
3 eru með 3






Molinn kveður



14.02.2018 23:01

Fósturtalning


Gunnar kom í dag og fósturtaldi í kindunum.

Hann taldi í 266 fullorðnum ám
5 eru geldar
38 með 1
201 með 2
21 með 3
ein með 4

Gemlingar eru 60
6 geldir
40 með 1
14 með 2

Ég læt betri upplýsingar á morgun


Þetta eru Einar Breki og Gunnar. Í febrúar 2011 kom Gunnar og fósturtaldi hjá okkur. Þegar hann var búinn að telja í kindunum, þá bað Guðrún Helga hann um að sóna sig. Þá sást þar lítið kríli og þetta litla kríli var Einar Breki. Þeir eru að hittast í fyrsta (í rauninni annað) sinn emoticon



Veðrið



Molinn kveður






clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

6 mánuði

5 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

8 mánuði

7 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

2 mánuði

5 daga

Tenglar