Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1054
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 1127
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 917317
Samtals gestir: 48432
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 10:13:33

Færslur: 2013 Apríl

28.04.2013 19:44

SAUÐBURÐUR

Mig langar að byrja þetta á myndum, sem sýna breytingu á fjárhúsunum á Möðruvöllum. Það er með ólíkindum hvað búið er að vinna mikið í að gera þetta að góðum og fallegum fjárhúsum. Þeir eru duglegir þessir bræður, Þórður og Simmi, og við skulum leyfa konunum þeirra að fljóta  með.

 

Svona var þetta í upphafi.

 

Eitthvað búið að taka til hendinni.

 

Enn mjög mikið eftir.

 

Svona er þetta orðið í dag. 

 

Hér verða lambærnar.

 

Það á bara eftir að setja gólf í helminginn af syðstu krónni. Það verður trúlega gert í sumar.

 

Jæja af sauðburði er það að frétta, að það eru bornar 11 kindur og komin 20 lömb, 12 hrútar og 8 gimbrar. Af þessum 11, eru 4 gemlingar.

 

Ég bý í hjólhýsinu í fjárhúsunum, og það fer mjög vel um mig í því. Við gistum 4 í því síðustu nótt. Ég var með tvo gutta, þá Sigga Tuma og Bjössa. Svo gisti Árdís Marín hjá okkur.

 

23.apríl bar einn gemlingur sem átti tal 27. Ég held að hún hafi fengið einhverja eitrun, því hún var svo veik greyið og lambið fæddist hálf dautt. Við Simmi náðum að koma lífi í það. Það fékk að gista fyrstu nóttina í hjólhýsinu hjá mér, því það var svo veikburða. Ég var svo ánægð þegar ég kom 5 ml. af mjólk ofan í það. Svo varð ég enn ánægðari þegar skammturinn jókst. Og núna sýgur það sjálft mömmu sína. Hún er ekki alveg að sætta sig við litla hrússa, en ég held að hann sigri hana að lokum. 

 

Hann er að verða svo sprækur litla greyið. Þessi mynd er tekin fyrir tveim dögum. Núna er hann aðeins sprækari, en hann lítur út á þessari mynd.

 

Jæja nú ætla ég fram, að gá að fénu. Ég vakna á tveggja tíma fresti og athuga hvort einhver sé að bera, þannig að það borgar sig að fara að drífa sig í háttinn.

 

Ég læt inn myndir á morgun.

 

Molinn kveður.

 

 

 

 

22.04.2013 15:52

Fyrstu lömbin á Möðruvöllum

Nú er ég er búin að fara í aðgerðina á fætinum (ristinni) á mér. Ég fór í hana á föstudaginn. Það er búið að skera mig aðeins fjórum sinnum. Ég held að það hafi tekist vel í þetta skiptið. Það var tekinn í burtu mikill bandvefur sem var búinn að myndast, tekið af beinum, og líka skorið af skinninu, sem var orðið að miklu öri eftir þessi ósköp. Núna geng ég um alveg óhölt. Finn ekki þennan æðaslátt eins og ég hef alltaf fundið fyrir. Algjör snilld.

 

Á föstudaginn síðasta, lét ein gimbur. Það var hún Myrra. Einn hvítur hrútur. Hún átti að bera 27. apríl. Það vantaði bara 8 daga í burð.  Mikil sorg að missa. 

 

Ég var að flytja í sveitina núna í dag, og þegar ég kom, þá var hún Klukka búin að bera öðru lambinu. Ekki seinna vænna að flytja og hafa auga með þessum elskum. Hún átti hrút og gimbur. Hún átti ekki að bera fyrr en 27. apríl, en ég hafði hana grunaða, að hún mundi bera fyrr.

 

Gimbur vinstra megin og hrútur hægra megin. Siggi Tumi er svo heppin að "eiga" þessi lömb og hann fær að skíra þau. Og hann er búinn að því, Lísa og Kalli eiga þau að heita.

 

Alveg yndislegt

 

Við erum enn búin að bæta við okkur í kindastofninn. Við keyptum 30 kindur af Sigurði og Margréti á Staðarbakka. Það eru 15 gemlingar, einn geldur, 6 tvílembdar og 8 einlembdar. Svo eru það 15 veturgamlar ær, ein einlembd, 2 þrílembdar og 12 tvílembdar. Það verða heldur betur mörg lömb sem fæðast á Möðruvöllum í ár. Það eru þá orðnir 139 hausar sem við eigum, og 169 hausar í húsunum, því það eru 30 stk. hér frá Neðri-Rauðalæk.

 

Molinn kveður.

 

 

15.04.2013 21:13

:-)

Ég tók nokkrar myndir í dag, en þær eru ekki í góðum gæðum, því ég gleymdi myndavélinni og tók því nokkrar á símann.

 

Hrútarnir komnir í endann á miðkrónni.

 

 Þær sem eru lamblausar og sauðurinn, í næsta hólfi við hrútana.

 

Þarna í endanum eru hrútarnir og gelda féð. Þetta er í miðkrónni.

 

Þetta er miðkróin

 

Búið að setja upp nokkur vatnsker, á stoðirnar.

 

Vatnskerið á stoðinni

 

Búið að moka í gegnum skaflinn smiley á leiðinni upp að fjárhúsum

 

Nú kemst maður á skoda alla leið smiley

 

Við sprautuðum féð, sem við keyptum, gegn lambablóðsótt og líka með seleni.

 

Molinn kveður.

 

 

15.04.2013 13:42

Keyptar kindur :-)

Aðalfundur Fjárræktarfélagsins Neista var haldinn miðvikudaginn 10. apríl. Það var góð mæting. Ég er búin að setja hér inn, myndir frá honum. Ég var beðin að sjá um Neista síðuna. Ekki er ég nú að standa mig vel í því. En endilega sendið mér það efni sem þið viljið að fari þarna inn  birgittaludviks@hotmail.com

 

Við vorum að bæta við okkur, í kindastofninn. Við keyptum 20 stk. af Ragnhildi Kristjánsdóttur. Það eru 6 stk. 2009, 4 stk. 2010, 6 stk. 2011 og 4 stk 2012. Gemlingarnir eru lamblausir, og ein veturgömul (forystuær). Það eru þá 15 stk. með lambi/lömbum. Það var ekki talið í þeim, þannig að þær koma á óvart með fjöldann smiley Ég setti inn myndir af þeim sem ég tók í fljótheitum. Ég á eftir að bæta þá myndatöku. Við eigum eftir að skipta um númer í þeim. Við erum búin að setja þær í númerakerfi hjá okkur. Ég merkti myndirnar með númerum sem þær eiga að fá.

 

Nú fer heldur betur að styttast í sauðburð. Ekki sést það að vísu á veðurfarinu. Maður er orðinn frekar þreyttur á þessum snjó. Ég flyt í sveitina á mánudaginn næsta. Ég á að vísu að fara í aðgerð á fætinum (skera í FJÓRÐA sinn, þetta á ristinni á mér) núna á föstudaginn. Ég vona bara að ég verði ekki slæm á eftir svo ég geti flutt á mánudaginn.  smileysmileysmiley

 

Ég hendi kannski inn fleiri myndum af framkvæmdum og breytingum, í kvöld. 

 

Molinn kveður.

 

 

07.04.2013 21:13

20 dagar :-)

Jæja þá er það dagsverkið. Allt að koma smiley

 

Garðabandið og garðastokkurinn búinn öðru megin á syðri garðanum, og báðum megin á nyrðri garðanum. Mið króin búin.

 

 Nyrðri gariðinn

 

Þetta verður svo æðislegt, og þægilegt að hafa svona mikið pláss á sauðburði. 

 

Skógarþrösturinn var með okkur í dag. Hvað eigum við að skíra hann, já eða hana. Þetta er áreiðanlega kvenkyns ??? Hún verður að heita eitthvað.

 

Ég eldaði sneiðar í raspi í gær, og sauð siginn fisk og selspik í dag, í hjólhýsinu góða. Við vorum 7 fullorðin sem borðuðum siginn fisk. Frekar þröngt, en þröngt mega sáttir sitja. Góð æfing fyrir sauðburðinn wink

 

 

Molinn kveður.

 

 

06.04.2013 23:04

Smíðar

 

Smá mjakast. Þarna er búið að setja niður gólfið í miðhúsinu, og verið að taka seglið niður. Það munaði mikið um það að hafa það uppi í vetur. Fjárhúsin stækka heldurbetur við þetta. 

 

 Skrýtið að sjá þetta svona. Maður verður smá stund að venjast því að það er ekkert segl lengur.

 

Búið að setja garðaband alla leið, og garða stokkinn, á öðrum garðanum. Þetta fer að verða tilbúið smiley  Enda styttist óðum í sauðburðinn. 17-21 dagar þangað til.

 

Bjössi og Júlli eru hjá okkur þessa helgi. 

 

 

Þessi skógarþröstur er búinn að vera hjá okkur í allan dag. Hann er svo gæfur, trítlar bara við fæturnar á okkur. Hann veit alveg hvar hann kemst út, og þá inn líka. Ég held að hann ætli að búa hjá okkur í vor og gera sér hreiður. Það verður gaman að fylgjast með, ef hann gerir það.

 

 

Molinn kveður.

 

 

03.04.2013 09:49

Yndislegt páskafrí

Þá er nú undirbúningur fyrir sauðburðinn hafinn, svona hægt og sígandi. Við erum núna bara að nota helminginn af fjárhúsunum, en ætlum að klára miðkróna, þannig að við getum notað hana og verið með nóg pláss á sauðburði.

 

Búið að setja niður bitana fyrir gólfið

 

 Og hér er búið að setja á helminginn af gólfinu. Þetta var gert 28. mars.

 

Við sprautuðum allt féð gegn lambablóðsótt, seinni sprautuna og líka með seleni, föstudaginn langa 29. mars.

 

Páskafríið var yndislegt. Við fengum litla gullið ásamt mömmunni til okkar yfir páskana. Hann fékk að fara í sveitina og fannst það mjög gaman. Ég sakna hans svo mikið.

 

Hann er svo mikill bílakarl. Hann hafði tvo bíla með sér í sveitina og hafði langan og góðan veg til að keyra á (garðabandið)

 

Það var líka mikið að gera hjá honum, við að hjálpa ömmu sinni að sópa garðann.

 

 

 

Ég náði mér svo í tvo aðra gullmola í viðbót, og fór með þá í sveitina. Yndislegir þessir ömmustrákar. Þeir komu norður um páskana og voru hjá ömmu sinni og afa (Fanneyju og Guðmundi) ásamt foreldrum sínum, Sigurjóni og Sollu. Þarna eru þeir að fá sér eitthvað að snæða. Þessi páskahelgi leið alltof fljótt. En hún var góð.

 

Nú fer ég að fara að undirbúa gistingu, í hjólhýsinu, í vel rúman mánuð  smileysmileysmiley  Úff ég fæ alveg fiðring í magann við það að horfa á fréttir af sauðburði og heyra lamba jarmið.

 

Molinn kveður. 

 

 

 

 

  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

12 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

14 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

12 daga

Tenglar